Morgunblaðið - 25.03.1997, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 25. MARZ 1997 53
IDAG
Arnað heilla
Q/\ÁRA afmæli. Níræð-
í/\Jur er í dag þriðjudag-
inn 25. mars Guðmundur
Gíslason, brúarsmiður,
Nestúni 6, Hvammstanga.
Eiginkona hans er Val-
gerður Þorsteinsdóttir.
Guðmundur verður að heim-
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
SUÐUR leggur upp með sjö
toppslagi í þremur gröndum
og slagirnir tveir sem á
vantar gætu komið hvort
heldur á lauf eða tígul. Eða
einn á hvorn lit.
Norður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ G10763
V Á
♦ 54
♦ ÁK753
Vestur
♦ KD8
V G973
♦ 103
♦ D1064
Austur
♦ Á94
V D8642
♦ G987
♦ G
Vestur Norður
1 spaði
Pass 3 lauf
Pass Pass
Suður
♦ 52
V K105
♦ ÁKD62
♦ 982
Austur
Suður
2 tíglar
3 grond
Útspil: Hjartaþristur.
Hvernig er best að spila?
Tígullinn getur beðið, svo
sagnhafi byrjar á því að
leggja niður laufás í öðrum
slag. Þegar gosinn kemur
úr austrinu, er nauðsynlegt
að láta áttuna undir til stífla
ekki litinn. Síðan er litlu
laufi spilað á níuna. Ef vest-
ur drepur, fást tveir viðbót-
arslagir á litinn með því að
svína sjöunni, svo vestur
neyðist til að gefa slaginn.
En þá þarf ekki nema einn
slag á tígul og því spilar
sagnhafi næst smáum tígli
að heiman. Þannig heldur
hann opnu sambandi á milli
handanna og tryggir sér
níunda slaginn á tígul ef
liturinn brotnar ekki verr
en 4-2.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót o.fl. lesend-
um sínum að kostn-
aðarlausu. Tilkynn-
ingar þurfa að berast
með tveggja daga fyr-
irvara virka daga og
þriggja daga fyrirvara
fyrir sunnudagsblað.
Samþykki afmælis-
barns þarf að fylgja
afmælistilkynning-
um og eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk
getur hringt í síma
569-1100, sent í bréf-
síma 569-1329 eða
sent á netfangið:
gusta@mbl.is. Einn-
ig er hægt að skrifa:
Dagbók
Morgunblaðsins,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
SKAK
Umsjón Margeir
Pctursson
HVÍTUR leikur og vinnur,
STAÐAN kom upp á al-
þjóðlega skákmótinu í Eng-
hien í Frakklandi sem nú
stendur yfir. Gamla kemp-
an Viktor Kortsnoj
(2.625) hafði hvítt og átti
leik, en Frakkinn Darko
Anic (2.470) var með svart
og var að drepa peð á e5
29. Rdxf7! - Hxf7 30.
Hxd7! - Hxd7 31. Bxe6+
- Kg7 32. Bxd7 - Dxd7
33. Dxd7+ - Rxd7 34.
Hxd7-l— Kg8 og með tvö
peð yfir í endatafli er hvíta
staðan léttunnin. Lokin
urðu: 35. Rf3 - Bg7 36.
b6 - Hc8 37. Hc7 - He8
38. Hxb7 - He2 39. Hb8+
- Kf7 40. b7 - Hb2 41.
g3 - Bf6 42. Ha8 - Hxb7
43. Hxa3 - Hb2
44. Ha6 - Kg7 45.
Kfl - Bd8 46.
Re5 og svartur
gaf.
Þessi skák birt-
ist einnig hér í
Morgunblaðinu á
laugardaginn var,
en þá með rangri
stöðumynd.
Franska undra-
barnið Etienne
Bacrot, 14 ára,
sigraði ásamt
Viktori Kortsnoj á
mótinu í Enghien.
Þeir hlutu 6 'U
af 9 mögulegum.
vinning
Baerot er þar með orðinn
yngsti stórmeistari skák-
sögunnar. Hann er 14 ára
og eins mánaðar gamall,
en Ungverjinn Peter Leko,
sem átti fyrra metið, var
14 og hálfs árs þegar hann
hreppti titilinn. Fyrri met
áttu Bobby Fischer í aldar-
fjórðung og Júdit Polgar.
Bacrot lauk mótinu á
afar sannfærandi hátt, með
glæstum sigri yfir kana-
díska stórmeistaranum
Kevin Spraggett.
HOGNIHREKKVISI
1CO/yU€> I yy
1/fiS FYÆIR "
FLÖTTA
„ Hct/w ga&i c/pp ía ab -PJ&ttcL korfur."
COSPER
w
VERTU róleg. Smiðirnir koma öruglega með
milliveggina á morgunn.
Pennavinir
ÍTÖLSK kona, 59 ára,
með áhuga ferðalögum,
tónlist og garðyrkju. Ætl-
ar að heimsækja landið í
sumar:
Paola Amato,
Via A.da Pontedera 73,
1-50143 Florence,
Ítalíu
BANDARÍSKUR piltur á
tólfta ári með margvísleg
áhugamál:
Bradley Sherman
Tyrrell,
15 Fox Run Road,
Medway,
Massachusetts 02053,
U.S.A
ÞRETTÁN ára stúlka
með ahuga á tónlist,
sundi, diskódansi o.fl. vill
skrifast á við stráka
fædda 1983-84:
Anna Þorleifsdóttir,
Þórólfsgötu 12,
310 Borgarnesi.
TUTTUGU og eins árs
japönsk stúlka með áhuga
á bréfaskriftum, kvik-
myndum, tónlist, safnar
póstkortum og frímerkj-
um:
Yurika Tanaka,
8-5 Nishitaka-cho,
Shimizu-shi,
Shizuoka,
424 Japan.
STJÖRNUSPA
cftir Frances Drakc
HRUTUR
Afmælisbarn dagsins:
Þér lætur betur að
vinna með öðrum en
einn þíns liðs.
Það breytir þð ekki
þvíaðþú ert hugkvæmur
og útsjónarsamur.
Þú þarft bara þinn tíma.
Hrútur
(21.mars- 19. apríl)
Farðu að engu óðslega.
Gefðu þér góðan tíma til að
leysa fyrirliggjandi verk-
efni.
Naut
(20. april - 20. maí)
Mundu að ekki er allt gull
sem glóir. Gættu þess að
sjálfstraustið villi þér ekki
sýn.
Tvíburar
(21. maí - 20. júnf)
Nú er rétti tíminn til þess
að einbeita sér að því sem
fyrir liggur heima við.
Krabbi
(21. júní — 22. júlí)
Það eru einhverjar vöflur á
þér gagnvart vinnunni.
Hristu af þér slenið og taktu
til hendinni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sýndu aðgát í fjármálum.
Mundu að það sem dýrmæt-
ast er verður ekki keypt fyr-
ir peninga.
Meyja
(23. ágúst - 22. september)
Þú þarft að taka á honum
stóra þínum í vinnunni.
Haltu ró þinni, þótt hvíni í
einhveijum í kring um þig.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Viðamikið verkefni krefst
allrar þinnar athygli. Gefðu
þér tíma til þess að skoða
málið vandlega og finna
beztu lausnina.
Sporðdreki
(23. okt. -21. nóvember)
Við freistingum búðar-
glugganna gæt þín. Ráðdeild
nú mun borga sig síðar.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. desember) m
Þig langar til þess að lyfta
þér ærlega upp. Kláraði bara
fyrst þau verkefni sem bíða.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú og þín fjölskylda hafið
lifað spart og nú er tíminn
til þess að láta eitthvað eftir
sér.
Vatnsberi
(20.janúar- 18. febrúar) tfh
Vertu vandlátur þegar þú
verzlar. Gættu þess að
ganga ekki á rétt annarra.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars)
Nú er tóm til að staldra við
og velta fyrir sér lífinu og
tilverunni.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
BRIDS
U m s j ð n
Arnór G. Ragnarsson
Bridsfélag Kópavogs
FIMMTUDAGINN 20. var spilaður
Mitchell-tvímenningur eitt kvöld.
Eftirtalin pör náðu bestu skor:
N/S
Gísli Tryggvason - Guðlaugur Níelsen 236
Þórður Jörundsson - Jörundur Þórðarson 235
Árni Már Bjömsson - Leifur Kristjánsson 224
A/V
Murat Serdar - Jón Steinar Ingólfsson 274
Þórður Bjömsson - Birgir Öm Steingrímsson 260
MagnúsAspelund-SteingrímurJónasson 242
Næsta spilakvöld er 3. apríl en
þá byijar Catalínumótið, Butler-tví-
menningur.
Bridsfélag Hornafjarðar
LOKIÐ er þriggja kvölda tvímenningi
sem var upphitun fyrir Sýslutvímenn-
ing Bridsfélags Homaijarðar.
Magnús Jónasson - Jón Níelsson 540
Gunnar P. Halldórss. - Guðbrandur Jóhannss. 526
Kolbeinn Þorgeirsson - Sigfinnur Gunnarsson 523
Gestur Halldórsson - Þorsteinn Sigjónsson 523
Alls spiluðu 12 pör
Næstkomandi laugardag verður
Sýslutvímenningur B.H. spilaður í
Ekru og hefst spilamennska kl.
10.00. Spilaður verður barómeter
og er þetta silfurstigamót.
Bridsfélag Akureyrar
NÝLEGA þriðjudag lauk tveggja
kvölda tvímenningskeppni með ba-
rómeterútreikningi hjá Bridsfélagi
Akureyrar með þátttöku 20 para.
Röð efstu para var eftirfarandi.
Grétar Örlygsson - Örlygur Örlygsson 99
Stefán Vilhjálmss. - Guðm. V. Gunnlaugsson 74
HróðmarSigurbjömsson-ReynirHelgason 73
Stefán G. Stefánsson - Stefán Ragnarsson 48
Pétur Guðjónsson - Grettir Frímannsson 46
Eftir páska hefst Halldórsmótið
sem er Board-A-Match sveita-
keppni.
Hudosií hjúkrar húðinni
Notað daglega á spítölum. Útsölustaðir: Apótek Austurbæjar, Garðabæjar,
Viðurkenntaf húðlæknum. Laugavegs, Borgamess, Egilsstaða og Lyfju,
Frábœrt verð. Borgarapótek og Ingólfsapótek.
Vorvörurnar frá T&tMldfen
eru komnar.
Verðdæmi:
jakkar frá kr. 5.900.
Buxur frá kr. 1.690.
Pils frá kr. 2.900.
Blússur frá kr. 2.800.
Nýbýlavegi 12, sími 554 4433.
Skil a auglýsingum
Síðasta tölublað Morgunblaðsins fyrir páska
kcmur út á skírdag fimmtudaginn 27. mars.
Fullunnar auglýsingar þarf að panta fyrir kl. 16.00
í dag, þriðjudaginn 25. mars.
Atvinnu-, rað-, og smáauglýsingum þarf að skila fyrir
kl. 12.00 miðvikudaginn 26. mars
Fyrsta tölublað Morgunblaðsins eftir páska
kemur út miðvikudaginn 2. apríl
Fullunnar auglýsingar þarf að panta fyrir
kl. 16.00 miðvikudaginn 26. mars.
Atvinnu-, rað-, og smáauglýsingum þarf að skila
fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 1. apríl
AU GL YSIN G ADEILD