Morgunblaðið - 03.04.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Eldur í þak-
skeggi
Morgun-
blaðshússins
ELDUR kom upp í þakskeggi
Morgunblaðshússins við Kringl-
una um miðjan dag í gær og varð
talsverður reykur af þeim sökum.
Starfsmenn blaðsins réðust að
eldinum fljótlega eftir að hans
varð vart og innan skamms komu
slökkviliðsmenn tii aðstoðar, en
þeim bárust boð um eld gegnum
sjáifvirkt kerfi. Tókst að hefta
útbreiðsiu eldsins þannig að
minna varð úr en á horfðist í
fyrstu.
Tveir dælubilar og körfubill
voru hafðir til taks, auk þess sem
varalið slökkviliðs var kaliað út,
á meðan gengið var úr skugga
um að eldur hefði ekki borist inn
undir þakið. Eldsupptök eru í
rannsókn, en grunur ieikur á að
eldinn megi rekja til snjóbræðslu-
kerfis í þakinu. RLR rannsakar
málið.
Skattrannsóknír skiluðu
555 milljónum í fyrra
SKATTRANNSÓKNIR hafa á uhdanförnum
fjórum árum leitt til hækkunar opinberra gjalda
um 1.168 milljónir króna. Tæplega helmingur
þeirrar hækkunar, eða 555 milljónir króna, varð
í fyrra. Samsvarandi tala fyrir árið 1995 var
236 milljónir króna. Árangur skattrannsókna
hefur aukist hratt frá árinu 1993 þegar skipu-
lagsbreytingar voru gerðar í skattamálum og
sérstakt embætti skattrannsóknarstjóra var
stofnað. Þetta kemur fram í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur al-
þingismanns.
Verktaka- og bygging-
arfyrirtæki rannsökuð
sextíu sinnum
Fjárveitingar til
skattaeftirlits auknar
Breytingar á opinberum gjöldum vegna
skattaeftirlits, sem einkum felst í endurskoðun
framtala fyrir og eftir álagningu, hefur á sama
tíma farið lækkandi. Árið 1993 voru fjárveiting-
ar til skattaeftirlitsins auknar og náðist þá veru-
leg hækkun á opinberum gjöldum, eða um 1.619
milljónir króna. í fyrra var talan komin niður í
685 milljónir.
Flestar rannsóknir skattrannsóknarstjóra
hafa beinst að byggingar- og verktakastarf-
semi, eða 61, og eru þá ekki talin mál sem varða
bein vanskil opinberra gjalda. Um verslunar-,
veitinga- og hótelrekstur var fjallað í 54 skýrsl-
um, um iðnaðarstarfsemi í 31, þjónustustarfsemi
í 27, útgerðarfyrirtæki í ellefu og flutningastarf-
semi í fimm skýrslum og er í öllum tilvikum
ótalin bein vanskil.
Rannsóknir vegna beinna vanskila á opinber-
um gjöldum voru 53 á tímabilinu og námu sam-
tals 451 milljón króna. Flestar beindust þær að
verktakastarfsemi, eða 14, og voru vanskilin
alls 154,9 milljónir króna í þeim málum. Útgerð-
arfyrirtæki voru tekin til rannsóknar í 13 tilfell-
um og var vanskilaupphæðin þar nokkuð hærri,
eða samtals 159 miiljónir króna. Veitingastarf-
semi var rannsökuð í níu tilfelium og voru van-
skilin 44,2 milljónir króna.
49 mál til héraðsdóms
Á tímabilinu komu 49 skattsvikamál til kasta
héraðsdóms og voru refsingar dæmdar í 47
málum. Hæstiréttur fékk tólf mál til meðferðar
og dæmdi refsingar í öllum nema einu.
í árslok 1996 var 251 mál óafgreitt hjá skatt-
rannsóknarstjóra. Miðað við fyrri reynslu má
búast við að tvö hundruð mál leiði til gjaldabreyt-
inga eða annarra aðgerða skattrannsóknar-
stjóra. Gjaldabreytingum var um áramótin ólok-
ið í 74 málum sem send höfðu verið ríkisskatt-
stjóra frá skattrannsóknarstjóra. Búast má við
að þau skili um hálfum milljarði í hækkun opin-
berra gjalda.
Morgunblaðið/Ásdís
STARFSMENN Morgunblaðsins réðust til atlögu við eldinn sem í gær kom upp í þakskeggi Morgun-
blaðshússins fljótlega eftir að hans varð vart og þar til slökkviliðsmenn komu til bjargar.
Tekjumark lífeyris hækkað
HEILBRIGÐIS- og tryggingamála-
ráðherra ákvað í gær með reglu-
gerð að tekjumark lífeyrisþega til
að geta átt rétt á frekari uppbót
verði hækkað úr 75.000 kr. í 80.000
kr. á mánuði. Hækkun þessi gildir
frá síðustu áramótum og jafnframt
hefur verið ákveðið að tekjumarkið
hækki hér eftir í réttu hlutfalii við
hækkun bóta.
Samkvæmt útreikningum Trygg-
ingastofnunar ríkisins getur lífeyr-
isþegum sem njóta frekari uppbótar
fjölgað um 550 við þessa breytingu
og gert er ráð fyrir að kostnaður
verði um 30 milljónir króna á þessu
ári.
í fréttatiikynningu frá heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytinu
kemur fram að ákvörðun um hækk-
un tekjumarksins hafi verið tekin í
framhaldi af viðræðum við fulltrúa
samtaka aldraðra og öryrkja, en
við setningu reglugerðar 29. apríl
í fyrra þar sem m.a. var kveðið á
um 75.000 kr. tekjuhámark varð
samkomulag um að tekjumarkið
yrði endurskoðað að fenginni
reynslu.
Þá er bent á að lífeyrisþegar
geta fengið frekari uppbót ef þeir
hafa sérstök útgjöld vegna umönn-
unar, sjúkra- eða lyfjakostnaðar
sem sjúkratryggingar greiða ekki,
eða vegna húsaleigu sem sveitarfé-
lag tekur ekki þátt í.
Frumvarp til laga um háskóla
Fjórir skólar
sameinaðir í
Kennaraháskóla
Menntamálaráðherra boðar tvö
frumvörp um háskóla. Annars
vegar leggur hann fram á Al-
þingi frumvarp að rammalöggjöf
um háskóla á íslandi og hins
vegar frumvarp til laga um Kenn-
ara- og uppeldisháskóla íslands.
í síðarnefnda frumvarpinu er
gert ráð fyrir sameiningu fjög-
urra skóla, sem starfa á þessu
sviði, í eina háskólastofnun.
Menntapólitísk rök
Markmið frumvarpsins um
Kennara- og uppeldisháskóla ís-
lands er að sameina starfsemi
Fósturskóla íslands, íþrótta-
kennaraskóla íslands, Kennara-
háskóla íslands og Þroskaþjálfa-
skóla íslands í eina háskólastofn-
un. í fréttatilkynningu ráðuneyt-
isins segir að fyrir þessu séu
bæði menntapólitísk rök og hag-
kvæmnisrök og vegi þau fyrr-
gréindu þyngra.
„Menntun kennara og annarra
uppeldis- og umönnunarstétta á
margt sameiginlegt sem auðveld-
ara er að efla og samhæfa undir
einni yfirstjórn. Gildir það bæði
um grunnmenntun þeirra, endur-
menntun og framhaldsnám," seg-
ir m.a. í frétt ráðuneytisins.
Markmið rammalöggjafar um
háskólastig er að festa í sessi
skipan þess, að því er fram kem-
ur í fréttatilkynningu frá
menntamálaráðuneytinu. Dregin
eru saman meginskilyrði sem
skólastofnun þarf að uppfylla til
að geta talist háskóli og veita
háskólagráðu í námslok. Gert er
ráð fyrir því að lögin geymi ein-
ungis einfaldar meginreglur um
starfsemi háskóla með því að
skilgreina markmið starfseminn-
ar, tryggja betur sjálfstæði há-
skóla, tryggja möguleika á virk-
ara gæðaeftirliti með starfsemi
skólanna og opna leið fyrir virka
árangursstjórnun. Löggjöf hvers
skóla verði síðan endurskoðuð og
einfölduð en allar nánari útfærsl-
ur á starfseminni verði að finna
í sérlögum, reglugerð og starfs-
reglum hvers skóla.
I frumvarpinu er m.a. ráð fyr-
ir því gert að háskólum verði
veitt víðtækara umboð til fjár-
málaumsýslu. Fjárveitingar til
skólanna munu m.a. byggjast á
fjölda nemenda og gert er ráð
fyrir því að ríkisvaldið semji sér-
staklega við hvern skóla til nokk-
urra ára í senn. Lagt er til að
staða rektorsembætta verði efld.
Rektor verði skipaður af ráðherra
til fimm ára og hann hafi ráðn-
ingarvald yfir öllum undirmönn-
um sínum þar sem annað er ekki
berum orðum tekið fram í lögum.
Þá verði ráðherra bundinn af til-
lögu háskólaráðs um veitingu
rektorsembættis.
Nú er rétti tíminn til:
Vetrarúðunar
RÁÐGJÖF
SÉRFRÆBINGA
UM GARÐ-
OG GRÖÐURRÆKT
Meö því stuölar þú aö
eölilegra lífríki plantna
og skordýra í sumar.
GROÐURVORUR
VERSLUN SÖLUFÉLAGS GARÐYRKJUMANt
Smiðjuvogi 5, Kópavogi, síml: 554 321 1
Morgunblaðið/Þorkell
Sheehan og
Hækkerup í
heimsókn |
YFIRMAÐUR Atlantshafsher- t
stjórnar Atlantshafsbandalags-
ins, John J. Sheehan hershöfð-
ingi, og varnarmálaráðherra
Danmerkur, Hans Hækkerup,
komu hingað til lands í óform-
lega kurteisisheimsókn í gær.
Sheehan og Hækkerup sátu í
fyrradag fund varnarmálaráð-
herra Norðurlanda á Grænlandi {
og snúa aftur til Grænlands í
dag. Halldór Ásgrímsson utan- _ _
ríkisráðherra bauð til móttöku í M
tilefni af komu þeirra.