Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 21 íslenskt ívaf á Charlottenborg Fimm íslenskir listamenn eiga um þessar mundir verk á sýningum í og við Kaupmannahöfn og sá sjötti er Dani, bú- settur á Islandi. Sigrún Davíðsdóttir staldraði við á vorsýningunni á Charlotten- borg- og seffir frá íslenska listafólkinu þar og verkum þeirra. VORSÝNINGIN á Charlottenborg er einn helsti listaviðburður Kaup- mannahafnar og hefur verið í meira en eina öld. Allir geta sent inn verk, sem dómnefnd velur úr og þar komast snöggtum færri að en vilja. í ár eiga þrír íslendingar verk á sýningunni, þau Guðlaug Eiríksdóttir, Steinunn Helga Sig- urðardóttir og Þórhallur Sigurðs- son. Hinn 4. apríl verður svo opn- uð einkasýning á verkum Stein- unnar Helgu í North-Gallery í Norregade. Á norrænni glerlista- sýningu sýna þau Pía Rakel Sverr- isdóttir, Sigrún Einarsdóttir og Soren S. Larsen, sem býr á Is- landi. Hjá Galleri 8 í Hróarskeldu sýnir Pétur Gautur málverk, að ógleymdri sýningu Rúríar í Ga- lerie Bossky við Strikið. Vorsýningin: 240 verk valin úr 4.059 verkum Vorsýningin á Charlottenborg laðar að sér athygli allra þeirra, sem hafa einhvern snefil af mynd- listaráhuga og þar gefst tækifæri til að sjá verk nýgræðinga í listum. Listaakademían danska hefur ver- ið til húsa í Charlottenborgarhöll við Kóngsins nýja torg síðan 1753 og það var í tengslum við hana, sem vorsýningin komst á laggirn- ar. Sökum tengslanna við Lista- akademíuna og að dómnefnd valdi verkin var hugtakið „Charlotten- borgarmálari“ á síðustu öld notað sem gæðahugtak af listaverkasöl- um og sýndi að viðkomandi málari hafði náð því að sýna í Charlotten- borg. Charlottenborg er enn sýn- ingarsalur, en Listaakademían er að flytjast út í Hólmann eins og fleiri listaskólar. Charlottenborgarmálararnir eru margir hveijir gleymdir, en að- streymi verkanna sýnir að ekki er síður eftirsóknarvert en áður að fá að taka þátt í Vorsýningunni. í ár sendu ríflega 900 listamenn inn 4.059 verk, sem skiptast í eftirfar- andi flokka: Málverk, höggmyndir/ innsetningar, grafík, listhandverk, ljósmyndir og myndbönd og bygg- ingarlist. Af verkunum 4.059 eru sýnd 240 verk eftir 123 listamenn, þar af sýna 84 í fyrsta skipti. Vorsýningin er opin til 6. apríl. Áhorfandinn þarf að leggja sitt fram Guðlaug Eiríksdóttir útskrifað- ist úr Myndlista- og handíðaskó- lanum 1993, flutti þá til Danmerk- ur og var síðan 1 'h ár á Listaaka- demíunni sem gestanemandi. Eftir ferðalög hefur hún nú komið sér fyrir á Austurbrú í Kaupmanna- höfn og hefur vinnustofu. Verkið á Vorsýningunni er fyrsta verkið sem hún sýnir eftir að hún lauk námi og hún og segist rétt vera að byrja að sýna á eigin vegum. Verkið á Charlottenborg kallar Guðlaug „Gangur". Það er nokk- urs konar kassi með gægjugati^ þar sem sér inn í dimmuna. I fyrstu greina augun lítið, en með því að rýna áfram mótar fyrir gangi, þar sem eina vísbendingin um ganginn er dauflegt ljósið, sem berst eins og úr aðliggjandi her- bergjum. Guðlaug segir verkið framhald af verkum, sem hún hefur áður unnið og fæst hún þar við hið dularfulla og viðbrögð áhorfandans. „Eina leiðin til að finna út hvað þarna er,“ segir hún, „er birtan, sem kemur utan að. Verkið krefst þess af áhorf- andanum að hann gefi sér tíma til að skynja verkið.“ Guðlaug hafði gaman af að fylgjast með ólíkum viðbrögðum áhorfenda við verki sínu daginn, sem sýningin var opnuð. Sumir rétt litu inn um gatið en þorðu svo ekki að gefa sér tíma, þegar augun námu ekkert við fyrstu sýn. Aðrir voru forvitnari og héldu áfram að rýna inn, þar til augun greindu ganginn. Minningar og arfur - og sýning í vændum Verk Steinunnar Helgu heitir „Þyrnikóróna Krists" og er teiknað beint á vegginn eftir teikningu úr gömlu íslensku teiknibókinni í Árnasafni frá 15. öld. Á miða við hlið verksins stendur að eftir sýn- inguna verði verkið þvegið af veggnum og eftir verði aðeins minningin um verkið. „Ég vinn með minningar, minningar mínar, arf minn“, stendur að lokum. Steinunn Helga býr í Lejre, sem kallast Hleiðra í gömlum ritum, skammt frá Hróarskeldu. Hún var í nýlistadeild Myndlista- og hand- íðaskólans, flutti síðan út og þá var nærtækt að fara til Danmerk- ur. Undanfarin þijú ár hefur hún verið nemandi á listaakademíunni í Dússeldorf hjá Jannis Kounellis. Hún segir verkið vera frekari þró- un hugmynda, sem hún hafi unnið með lengi. „Hugmyndirnar þróuð- ust frá útsaumsmynstrum langömmu minnar," segir Stein- ÞÓRHALLUR Sigurðsson: Ibúðin sem atburður (líkanið). unn Helga. „Þær byggja á sögu íslands, minningum mínum og missinum, sem ég upplifi við að flytja frá ísland. Vísast hefði ég aldrei farið að huga að þessu ef ég hefði ekki flutt burtu.“ Við vinnuna með gömlu teikni- bókina hefur Steinunn Helga hlotið góða hjálp sérfræðinga bæði á Árnastofnun í Kaupmannahöfn og á íslandi og einnig nýtt sér bók Björns Th. Bjömssonar um ís- lensku teiknibókina, sem talin er gerð sem nokkurs konar kennslu- bók af 4-5 listamönnum. Hinn 4. apríl verður einkasýning á verkum Steinunnar Helgu opnuð í North- Gallery að Norregade 7C, skammt frá Strikinu. Þar sýnir hún þrettán verk, þar sem innblásturinn kemur einnig frá teiknibókinni og hug- myndirnar snúast um minningar og arf. íbúðin sem atburður Þórhallur Sigurðsson er arkitekt frá dönsku Listaakademíunni. Verkið á Charlottenborg, „Bebo- elsen som hændelse“, eða „íbúðin sem atburður", er í þremur hlutum, tvær teikningar og líkan. Það hef- ur hann unnið með félaga sínum Adam Wingstrand með styrk frá „Statens Kunstfond" og er grund- vallað á lokaverkefni þeirra frá Listaakademíunni. Verkefnið vann þriðju verðlaun í samkeppni og þá fengu þeir félagar styrk frá danska listasjóðnum til að útfæra það nán- Lóttu ekki minniháttar lýti veroð d5 stóru vnndamóli. MARBERT ANTI - COUPEROSE EFFECT: Sérstök meðferð sem vinnur gegn roða og háræðasliti. Með reglulegri notkun styrkjast haræðarnor og húðin fær eðlilegan litarhátt. ANTI - COUPEROSE EFFEU skilar undraverðum órangri. Kynning ISÖNDRU fimmtudag og föstudag. Glæsilegur kaupauki. 'Ti NÐRA AVÍKURVEGI50, S. 5553422 w*m**v\ ■ ...... ■ GUÐLAUG Eiríksdóttir: Gangur. STEINUNN Helga Sigurðardóttir: Þyrnikóróna Krists. ar og síðan var það sýnt í danska skálanum á arkitektatvíæringnum í Feneyjum. Verkið er að sögn Þórhalls unn- ið fyrir samkeppni, þar sem stefnt var að uppgjöri við hugmyndir frá því fyrr á öldinni um hvernig íbúð eigi að vera og sem enn ríki að miklu leyti. „í verkinu sköpum við hugmyndafræðilegan bakgrunn fyrir búsetu," segir Þórhallur. „Þarna myndum við frumgerð fyr- ir þau fjögur rými, sem eru mikil- vægust fyrir einstaklinginn og göngum út frá eldi, vatni, minning- um og íhugun." Þórhallur hefur tekið þátt í ýmsum samstarfsverkefnum. Með- al annars hefur hann unnið verk- efni um Berlín ásamt ungum dönskum rithöfundi, sem var liður í samstarfi Listaakademíunnar og Rithöfundaskólans. í janúar vann hann samkeppni ásamt danskri vinkonu sinni um hugmynd að göngu- og reiðhjólabrú í Næstved. Nú hafa þau tvö stofnað arkitekta- stofu til að vinna frekar að brúnni, en hvort og þá hvenær brúin verður byggð er enn ekki ljóst. Það er því bæði hin hag- nýta og listræna hlið bygg- ingarlistar sem Þórhallur fæst við og hann segist ekki geta hugsað sér ann- að en að teygja sig yfír allan skalann. Hann tók innanhúss-arkitektúr á Danmarks Design Skole áður en hann fór á Lista- akademíuna, svo hann hef- ur allt, sem byggingarlist viðkemur á takteinunum. Hann ætlar sér að dvelja áfram í Kaupmannahöfn og láta það verða, sem verða vill. Gler og málverk Úti í Holte, norðan Kaupmanna- hafnar, hefur undanfarið staðið yfir norræn glerlistasýning á verk- um tuttugu listamanna. íslenska framlagið er frá Sigrúnu Einars- dóttur og Soren S. Larsen, sem reka glerverkstæðið í Bergvík á Kjalarnesi og svo frá Píu Rakel Sverrisdóttur, sem starfar í Dan- mörku. Á sýningunni eru verk eft- ir flesta kunnustu glerlistamenn Norðurlanda og þar gefur því að líta það sem hæst þykir bera í norrænni glerlist þessi árin. „Ung kunst godt pá vej“ er heiti á sýningu hjá Galleri 108 í Hróars- keldu, þar sem þrír ungir listamenn eru kynntir. Einn þeirra er Pétur Gautur, sem fluttist til Danmerkur eftir nám í Myndlista- og handíða- skólanum og hefur haldið nokkrar sýningar í galleríum hér. Pétur Gautur fæst við málverk í hefð- bundnum stíl og myndefnin eru iðulega uppstillingar. Sýningin stendur til 6. apríl. NY VERSLUN EG SKRIFSTOFUBÚNAÐUR kynnir „tölvumiðstöð" heimilisins Loksins er nú fáanleg atsherjar lausn á tölvuumhverfi heimilisins. Tölvumiðstödin er úr beyki og á hjólum með útdraganlegri plötu með plássi fyrir lyklaborð og mús; Hún er rúmgóð hirsla þar sem vel fer um öll helstu tæki og fylgihluti tölvuheimilisins. ; Stærð: lengd 80sm. dýpt 45sm. hæð 85sm EG Skrifstofubúnaður ehf. Ármúla 20 sími 533 5900 fax 533 5901

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.