Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 22

Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Brúðuleikhúsið er lykill að veröld fantasíunnar Morgunblaðið/Ásdís HALLVEIG Thorlacius segir að íslendingar ættu að taka Slóv- ena til fyrirmyndar um þá virðingu sem þeir sýna brúðuleikhús- inu. Brúðuleikrit eftir Hallveigu hefur verið sýnt í Slóveníu við mikla aðsókn siðan í febrúar. BRÚÐULEIKRIT Hallveigar Thorlacius, Þrettándi jólasveinninn, hefur verið sýnt við góðar undir- tektir í Brúðuleikhúsinu í Ljubliana i Slóveníu frá því í febrúar. Brúðu- leikhúsið í Ljubliana tekur á milli 400 og 500 gesti og hefur aðsóknin að leikritinu verið afar góð, að sögn Hallveigar sem nýlega var viðstödd sýningar í Ljubliana. „Ég leik þetta vanalega ein en þau settu þetta upp með þremur leikurum og mun stærri leikmynd en ég hef verið með þótt hugmynd- in á bak við hana sé sú sama. Sag- an byggist á íslenskum þjóðsögum og aðalpersónurnar eru Grýla, Stúf- ur og Jólakötturinn. Ein af skýring- unum fyrir vinsældum leikritsins í Ljubliana er að það fyallar um þess- ar séríslensku persónur en ísland á hug og hjörtu Slóvena eftir að við vorum fyrst til að viðurkenna sjálf- stæði þeirra.“ Það er slóvenska skáldkonan, Svetlana Makarovich, sem þýðir leikritið en hún hefur einnig þýtt það á bók og gefið út myndskreytt. Svetlana dvaldi hér á Jandi í boði Rithöfundasambands íslands um nokkurt skeið á síðasta ári og komst þá í kynni við Hallveigu. „Hún hafði kynnt sér íslenskar þjóðsagnaper- sónur áður en hún kom hingað,“ segir Hallveig, „og hafði áhuga á Alda sýnir á Austurlandi Neskaupstað. Morgunblaðið. ALDA Ármanna Sveinsdóttir stóð á dögunum fyrir myndlistarsýn- ingu í Þórsmörk í húsi Listasmiðju Norðíjarðar. Á sýningunni sem nefndist „Konan og landið“ sýndi Alda 53 myndir. Alda er fædd á Barðsnesi við Norfjörð 1936. Hún lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla ís- lands 1987. Alda hefur haldið 20 einkasýn- ingar auk þess sem hún hefur tek- ið þátt í fjölda samsýninga. Sýning Öldu, sem var vel sótt, verður næst sett upp á Homafirði. að kanna hvort þær leyndust ein- hvers staðar í þjóðfélaginu. Og hún fann þær í leikhúsinu hjá mér. Hún varð mjög glöð við fundinn en þeg- ar hún fór að kynnast því hvernig er búið að brúðuleikhúsi hér á landi varð hún bálreið." Brúðuleikhús eins og sundlaugar Það er löng og mikil hefð fyrir brúðuleikhúsi í Slóveníu eins og flestum fyrrum austantjaldsríkjum, að sögn Hallveigar. „Og viðhorfið er þar af leiðandi allt annað en við eigum að venjast," bætir Hallveig við. „Það þykir jafn sjálfsagt að hvert bæjarfélag í Slóveníu eigi brúðuleikhús og íslensk bæjarfélög eigi sundlaug. Þegar keyrt er inn í Ljubliana er komið á stórt torg. Ég hélt í fyrstu að þetta væri ráðhú- storgið en við það stendur stór og- reisuleg bygging. En þótt ótrúlegt megi virðast er húsið sem þarna blasir við brúðuleikhús borgarinnar. í því eru margir salir en sá stærsti þeirra tekur á milli 400 og 500 gesti. Viðhorf fjölmiðla til brúðuleik- hússins í Slóveníu er líka allt annað en hér. Þótt hér sé verið að frum- sýna nýtt brúðuleikrit er ekki bein- línis verið að hlaupa upp til handa og fóta. Þama úti fær frumsýning fer með sýningu sína frá Norðfirði til Hornafjarðar. á brúðuleiriti hins vegar jafn mikla athygli og frumsýning annarra leik- verka.“ í heimi fantasíunnar Aðspurð hvort íslendingar gætu ekki lært eitthvað af Slóvenum um brúðuleikhús segir Hallveig: „Við ættum að taka þá til fyrirmyndar um þá virðingu sem þeir sýna þessu listformi. Ég las nýlega í grein eft- ir uppeldisfræðing að fyrir utan öryggið væri það mikilvægast börn- um að fá að njóta lista. Böm skilja ekki veruleika hvunn- dagsins en þau koma í heiminn með þann eiginleika að geta fótað sig í heimi fantasíunnar. Þau skilja fanta- síuna og þrá hana. Lykillinn að þess- ari veröld ímyndunar og leiks er að mínu viti brúðuleikhúsið; í því geta börn og fullorðnir átt samleið. Við eigum ekki sífellt að draga börnin inn í okkar heim heldur reyna að stíga niður af stallinum og fara með þeim inn í hugarheim þeirra; og við eigum að hjálpa þeim að viðhalda honum sem lengst. Við vöknum nefnilega oft upp við vond- an draum þegar börnin okkar eru búin að missa þennan eiginleika að geta skapað sér sinn eigin heim og förum að reyna að kenna þeim það í skólum. Væri ekki skynsamlegra að leyfa þeim að þroska þennan eiginleika frá bytjun?“ Brúðuleikhúsið í Ljubliana kemur hingað til lands í maí með hóp lista- manna og setur upp tvö verk; leik- rit Hallveigar og verk sem hefur komist í Heimsmetabók Guinness fyrir flestar sýningar. Soffía Bjarna- dóttir sýnir í Skotinu NÚ STENDUR yfir sýning Soffíu Bjamadóttur í Skotinu, félagsmið- stöð aldraðra í Hæðargarði 31. Soffla hefur málað með olíu og vatnslit í nokkur ár og fékk um tíma leiðsögn hjá Hring Jóhannes- syni. Undanfarið ár hefur hún nýtt sér aðstöðu á vinnustofu félags- miðstöðvarinnar. Á sýningunni eru 18 vatnslita- myndir unnar á síðustu mánuðum og kallast fimmtán þeirra „Blóm“ og þijár „eða ekki blóm“. Sumar myndanna eru gerðar með vatnslit- uðum pappír og upplímdum á pappírsflöt en meirihlutinn er hreinar vatnslitamyndir. Sýningin stendur til 18. apríl og er opin frá mánudegi til föstudags kl. 10—16. Lokað er um helgar í félagsmiðstöðinni. Galleríkeðjan Sýnirými NORSKI listamaðurinn Morten Kildevæld Larsen opnar sýningu í gallerí Sýniboxi við Vatnsstíg 3, laugardaginn 5. apríl, hann sýnir verk sín einnig á matstofunni „Á næstu grösum“ um þessar mundir. í gallerí Barmi sýnir Stefán Jóns- son verk er ber heitið „Útbrot", þ.e. illa rakaður og fangelsaður plastkarl reynir að bijótast út um rimla á galleríinu, berandi er Yean Fee Quay starfsmaður í listasafni Singapore. í gallerí Hlust verður að þessu sinni flutt verk eftir Halldór Bjöm Runólfsson listfræðing. Yfírskrift verksins er „Simple Simon Says“ og em flytjendur þess Halldór Björn og „The Paper Dolls“. Þetta er Grimmhildur feldskeri KYIKMYNPIR Sambíóin 101 DALMATÍUHUNDUR „101 Dalmatians“ ★ ★ Vi Leikstjóri: Stephen Herek. Hand- rit: John Hughes. Aðalhlutverk: Glenn Close, Jeff Daniels, Joley Richardson, Joan Plowright, Hugh Laurie, The Walt Disney Company. 1996. AMERÍSKU gamanhasar- myndimar eru yfirleitt eins og kvikmyndaðar teiknimyndir og því kemur ekki á óvart að Disney- fyrirtækið er farið að kvikmynda sínar teiknimyndir með lifandi leikurum. 101 Dalmatíuhundur er ein af ástsælustu gömlu teikni- myndum fyrirtækisins og þessi nýja kvikmyndaútgáfa hennar er næstum alfarið eins og teikni- myndin i frásagnarstíl og útliti og ekki síst leikrænum tilþrifum Glenn Close í hlutverki hinnar dæmigerðu Disneynornar. Ung hjón, sem Jeff Daniels og Joely Richardson leika, eiga svo- kallaða Dalmatíuhunda en fata- hönnuðurinn og feldskerinn Grimmhildur Grámann gimist mjög feldi litlu hvolpanna sem þeir eignast og heimskuleg hand- bendi hennar ræna þeim og fara með upp í sveit og bæta þeim í safn annarra þjófstolinna Dalma- tíuhunda. Hyggst fatafríkið Grimmhildur feldskeri, sem sam- kvæmt fréttum hér í blaðinu ber íslenska hárkollu, gera úr þeim fallega og mjúka, doppótta kápu. Ekki gengur það andskotalaust fyrir sig eins og nærri má geta. Handritið skrifar hinn afar atorkusami John Hughes. Hann gerði áður nokkuð þekkilegar unglingamyndir („The Breakfast Club“) áður en hann snéri sér að metsölugamanmyndum eins og „Home Alone“, sem eru jafn- vel ennþá meiri teiknimyndir en sjálfar Disneyteiknimyndirnar. Því virðist hann réttur maður á réttum stað og setur í Disneysög- una hið sársaukafulla gaman sem myndir hans eru frægar fyrir, þar sem smákrimmar ganga í gegnum þvílíkar raunir að Tommi bæði og Jenni gætu vor- kennt þeim sárlega. Helmingur myndarinnar fer í að sýna útreið- ina sem Gimmhildur Grámann og tveir aulalegir samverkamenn hennar fá hjá dýrum og mönnum í misheppnaðri tilraun til að kom- ast yfir hvolpana. Það nákvæm- lega sama gerðist í „Home Al- one“ myndunum nema þar var aðeins einn hvolpur, Macaulay Culkin. Hughes og leikstjórinn Step- hen Herek tekst að gera 101 Dalmatíuhund að ágætri skemmtun með þessari aðferð. Close er stórkostlega kvikindis- leg í hlutverki nornarinnar De Vil; ef nornin í Mjallhvíti væri hálft eins slæm og hún hefðu dvergamir sjö orðið að litlum handtöskum. Daniels og Richard- son eru nákvæmlega eins væmin og hægt er að hugsa sér, hund- amir eru krúttlegir og bófamir hlægilegir. Skemmtilegar leik- myndirnar auka á gamanið. Altso, prýðileg fjölskyldu- skemmtun. Arnaldur Indriðason þrautakóngur og að sögn Halldórs snýst verkið um eftirfarandi þema: „Hinn íslenski listheimur hefur sér- kennilega tilhneigingu til að færa sjálfan sig í spennitreyju; fullkom- lega að nauðsynjalausu. Mörgum íslenskum listamanninum fínnst sem yfir honum vofi einhver ósýni- leg listalögga sem neyði hann til að gera svona og svona en ekki þannig né þannig. Þetta er ekki ólíkt hinni sjálfskipuðu málfars- löggu sem alltaf er að hnýta í al- menning fyrir druslulegt málfar. Árangurinn verður sjálfs(rit)skoðun og sauðsháttur - allir fylgja ímynd- uðum þrautakóngi - sem gerir ís- lenska list fátæklega, „safe“, sjálfs- meðvitaða og drepleiðinlega. Þorvaldur Þorsteins- son í Ing- ólfsstræti 8 ÞORVALDUR opnar í dag í Þorsteinsson Þorsteinsson Ingólfsstræti 8 sýningu sína, sem hann nefnir íslensk myndlist, en hana hefur hann unnið í samvinnu við fréttastofu sjónvarpsins. í kynn- íngu segir: „Á stuttum ferli hefur Þorvald- ur verið afkastamikill myndlist- armaður og hafa verk hans verið kynnt víða í Evrópu og á Norðurlöndum. Þá sinnir hann einnig ritstörfum, einkum fyrir leiksvið, útvarp og sjónvarp. Fyrir skömmu hlaut Þorvald- ur viðurkenningu úr sjóði Ric- hards Serra sem Listasafn ís- lands hefur yfírumsjón með.“ Sýningin stendur til 27. apríl og er opin fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18 og er aðgangur ókeypis. Steingrímur sýnir á Egil- stöðum í GÆR opnaði Steingrímur St. Th. Sigurðsson málverkasýn- ingu á í Café Nielsen, Vallarbraut 1 á Egilstöð- um Sýnir hann 28 nýj- ar myndir, nokkrar þeirra mál- aðar á Akur- eyri og í A- Húnavatns- Steingrímur St. Th. Sigurðsson sýslu. Þetta er 83. sýning Stein- gríms heima og erlendis. Sýn- ingin er opin daglega kl. 11-23.30 og stendur til þriðju- dagsins 8. apríl. Síðasta sýn- ingarhelgi Braga Ás- geirssonar SÝNINGU Braga Ásgeirssonar í Listþjónustunni lýkur nú um helgina, sýningin hefur staðið síðan 8. mars. Á sýningunni eru 13 teikn- ingar af fyrirsætum unnar á árunum 1949-1959 auk sjálfs- myndar frá árinu 1948. Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá kl. 14-18. Lífið í götunni SÝNINGU Guðrúnar Bene- diktu Elíasdóttur „Lífíð í göt- unni“ í Listhúsi 39 við Strand- götu 39 I Hafnarfirði lýkur mánudaginn 7. apríl. Á sýningunni eru málverk sem öll eru frá síðasta ári og sýna hina margbreytilegu sögu sem lesa má úr landslagi göt- unnar. Sprungnum steinum sem hafa máðst og markast af lífínu í götunni í gegnum tíðina. Opið mánudaga til föstudaga kl. 10-18, laugardaga kl. 12-18 og sunnudaga kl. 14-18.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.