Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 27

Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 27 ADSENDAR GREINAR Hörmuleg andleg leti , „HVAÐ ERTU, Gunn- ' laugur, að skrifa í blöð um kvótann, sem þú veist ekkert um!“ sagði maður einn við mig um daginn. Þá kemur og fyrir, að fólk segi við mig, að það skilji ekki í mér að nenna að skrifa um kvótann, sem er svo erfítt að átta sig á, að það hirði ekki um að lesa þess konar skrif. Auðvitað breytir litlu, þótt sumir nenni ekki að láta sig varða þjóðar- hag. Andleg leti er aftur á móti of algeng með þjóðinni, sem er um- hugsunarefni. Það má aldrei gleym- ast, að hagur íslensku þjóðarinnar er að mestu leyti byggður á því hvemig til tekst um sjávarútveginn. Einmitt þar hefur þekking á meðferð stjórnvalda á þeim málum meginþýð- ingu. Fólk þyrfti að vita nokkur deili á sjávarútveginum, bæði út frá efna- hagslegu og lögfræðilegu sjónarmiði. Kvóti er lögvarinn skipulagning fískveiða, en getur ekki talist til at- vinnuréttinda, sem 75. gr. stjóm- Eins og mörg önnur lög voru úthafslögin hvað eftir annað, segir Gunn- laugur Þórðarson, af- greidd án mikillar yfir- vegunar á Alþingi. arskrár tekur til og getur ekki talist eign, en fískurinn í sjónum er þjóðar- eign. Alþingi getur hvenær sem er lagt kvótann niður bótalaust og má jafna því til 100% fymingar á einu ári. Segja má, að kvótinn sé í megin- atriðum tvenns konar. í fyrsta lagi kvóti, sem tekur til afmarkaðra svæða eða vissra fisktegunda, t.d. karfakvótinn á Reykjaneshrygg og rækjukvótinn á Flæmska hattinum. í öðru lagi kvóti innan lögsögu, sem fylgir skipi og byggist á þeirri áhættu, sem útgerðir tóku á sig og skópu sér kvóta með, sem miðast í rauninni við þetta 10-15 og allt að 50 ára veiðireynslu. ís- lensk-norski stofninn, er enn í einni púliu. Samkvænt úhafs- veiðilögunum em skil- yrði fyrir að kvóti yrði lagður á væri þriggja ára veiðireynsla. Veiði á íslensk-norska síldar- stofninum hefur aðeins staðið í tvö ár. Það er eftirminnilegt að sjáv- arútvegsnefnd Alþingis stöðvaði sjávarútvegs- ráðherra, þegar hún ætlaði að setja líka þar kvóta og varð að gefa þá veiði fijálsa. Utan- ríkisráðherra sagðist ekki hafa skilið þau ákvæði laganna, þegar hann samþykkti þau. Vildi hann líka láta úthluta kvótum á ís- lensk-norsku síldina umsvifalaust, en fékk því ekki framgengt. Það er tæpast furða, að utanríkisráðherra hafí áttað sig hvað hann hefði sam- þykkt á Alþingi, þegar þess er gætt, að á tæpu undanförnu ári hefur Al- þingi breytt þeim lögum tvisvar og höfðu þær lagabreytingar í för með sér mikilvægar breytingar varðandi úthafsveiðina, í þrígang. Eins og mörg önnur lög voru út- hafslögin hafa eftir annað afgreidd án mikillar jrfirvegunar á Alþingi. Annars mátti það teljast merki- legt, að ekki skyldi, þrátt fyrir ákvæði laga, hafa verið úthlutað kvótum á íslensk-norska stofninn eins og hinn „harðduglegi agitator LÍÚ“ virðist ráða miklu í útvegsmál- um þjóðarinnar. Það eru mikil vandræði, að stjóm- völd skuli geta úthlutað slíkum rétt- indum sem í kvótanum felast. Nú ku verið að úthluta rækjukvótum á Flæmska hattinum að verðmæti kr. 1,6 milljarðar og kvótanum á Reykja- neshrygg fyrir 10 milljarða, sem út- gerðaraðilar geta notað eða leigt út án áhættu. Það er segin saga, að allri úthlutun fylgir spilling. Auðvitað ber, þegar þar að kemur, að selja kvóta úr íslensk-norska síldarstofn- inum á fijálsu uppboði og sama gild- ir um kvótann í Smugunni. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Gunnlaugur Þórðarson Þann 17. maí býður Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar beint leiguflug til hinnar fornfrægu og fallegu borgar Prag. Heimflug til Islands er síðan þann 24. maí. Fjöldi hagstæðra ferðamöguleika er í boði, meðal annars getum við boðið flug og hótel í eina vikL í Prag frá 49.900 krónum á mann og er þá innifalinn flugvallarakstur, morgunverður, flugvallarskattur, skoðunarferð um borgina og íslensk fararstjóm. Einnig getum við boðið flug og bíi frá krónum 32.260 miðað við 4 fullorðna f bfl og gefst þá kostur á að skoða ýmsa staði sem ekki er hægt að heimsækja á bflum, sem leigðir eru á vestlægari slóðum. Leitið nánari upplýsinga hjá utanlandsdeild okkar. <3 FcrAaskrifstota GUDMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, simi 511 1515. Er Karphúsið í Kópavogi’ Tcycta Ccrclla á sérstöku tilbcðóverði í 1C daga Við bjóðum hinn sívinsæla fjölskyldubíl, Toyota Corolla Sedan, árgerð 1997, á frábæru verði dagana 3. -13. apríl. Takmarkaður íjöldi bfla svo að nú er að bregðast fljótt við. Aðeim 1.394.CCC lcr. Toyota Corolla Sedan '97 • Þaulreyndur við íslenskar aðstæður • Lipur og skemmtilegur í akstri • Loftpúði fyrir ökumann og farþega • Vökva- og veltistýri • Samlæsingar á hurðum • Rafmagnsrúður • Útvarp og segulband og 4 hátalarar • Fjarstýrðir speglar • Snúningshraðamælir • Forstrekkjari á öryggisbeltum • Hæðarstilling á öryggisbeltum • 4 höfuðpúðar • Stilianleg bílstjóraseta • Styrktarbitar í hurðum • Samlitir speglar og hurðahúnar • Samlitir stuðarar og hliðarlistar • 420 lítra farangursrými • Skott og bensínlok opnanlegt innanfrá <$) TOYOTA Tákn um gœði Nýbýlavegi 8, Kópavogi, sími 563 4400

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.