Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 33

Morgunblaðið - 03.04.1997, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 33 GUÐRUNINGIBJORG FINNBOGADÓTTIR + Guðrún Ingi- björg Finnboga- dóttir var fædd í Reykjavík 8. októ- ber 1914. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur 25. mars síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Finn- bogi Jensson, f. 15.2. 1877 í Arnard- al við Isafjarðar- djúp, og Rannveig Jónsdóttir, f. á Skarði á Snæfjalla- strönd 24. des. 1877. Foreldrar Finnboga voru Jens Jónsson, einnig f. í Arnardal, og Sólborg Sigurðar- dóttir, f. á Siglunesi á Barða- strönd. Forfeður Finnboga bjuggu mann fram af manni í Amardal. Foreldrar Rannveig- ar voru Jón Þórðarson úr Djúpi og Jökulfjörðum og Viktoría Egilsdóttir bónda á Skarði Þor- grímssonar er þar bjuggu. Gunna frænka var innfæddur Reykvíkingur, fædd á Lindargötu lc (seinna llc), steinbæ sem blasti við þegar komið var niður Smiðju- stíginn. Þarna átti fjölskyldan heima í tvo áratugi. Finnbogi afi hafði misst móður sína Sólborgu fjögurra ára gamall. Hún dó af bamsförum þegar hún fæddi tvíburana Sigríði og Sólborgu (sem urðu mæður og væntanlega formæður frægra söng- kvenna). Afí ólst upp á strangtrúuðu og siðvöndu heimili afa síns, Jóns Halldórssonar, til fullorðinsára. Um aldamót fer að losna um fólk og tækniframfarir erlendis ná hingað og umbylting íslensks þjóð- félags hefst. Afi og amma flytja fyrst í Hnífs- dal þar sem þau bjuggu í nokkur ár og þeim fæddust fimm börn í viðbót. Systkini Guðrúnar sem náðu fullorðins- aldri voru Guðjón skipstjóri og Viktor sjómaður. 011 systk- inin eru nú látin. Guðrún giftist 1938 Hallgrími Scheving Hall- grímssyni. Dóttir þeirra er Rannveig Anna, f. 1938. Hún er gift Sævari Gunnarssyni frá 01- afsfirði, formanni Sjómannasam- bandsins. Guðrún og Hallgrímur skildu. Hún gift- ist Rósmundi Runólfssyni húsa- smíðameistara 1951, ættuðum úr Breiðdal. Kjördóttir þeirra er Ágústa innanhúsarkitekt, f. 1957. Barnabörnin eru sex og barnabarnabörn tvö. Útförin fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Af nýfengnu frelsi varð meira en afi réð við og eftir miklar raun- ir er reynt að tína saman fjölskyld- una aftur og nú í Reykjavík. Arið 1913 kemur amma með elsta soninn Guðjón og yngstu dótturina Ágústu suður (Viktor kom seinna). Tveir synir höfðu dáið fyrir vestan og elsta systirin Elísabet varð einnig eftir fyrir vestan, alvarlega geðveik. Á Lindargötu lc fengu þau leigt hálft loftið á móti annarri fjöl- skyldu. Eldunarplássið (eldhús stendur ekki undir nafni) var sam- eiginlegt. Það var smáskot á milli herbergjanna, beint þegar komið var upp úr loftsgatinu, þar var elda- vélin til vinstri. Þar var rennandi vatn og vaskur. Smáborð við hægri vegg og stóll. Herbergið var innaf eldhúsinu til hægri með glugga út að Smiðjustígnum. Þarna voru rúm- MINNINGAR in og fátt annað um húsgögn. Lind- argatan var vel í sveit sett. Stutt niður að höfn fyrir sjómennina. Stutt á rúntinn í Austurstræti. Þrátt fyrir allt voru Lindargötu- árin góður tími í minningunni. Gunna ólst upp við eins gott atlæti og hægt var að veita. Það var eng- inn skortur á Lindargötunni. Afi var togarasjómaður á þessum árum, hafði einnig verið á enskum ogjafn- vel spænskum togurum. En hann missti oft góð skipspláss út af drykkjuskap. Einnig var Guðjón bróðir hennar farinn að leggja heimilinu til, náði skipstjórnarrétt- indum úr Stýrimannaskólanum árið 1922. Þetta var afrek, sögulegt afrek. Því enginn af hans forfeðrum hafði áður komist gegnum skóla svo vitað sé. (Kannski má finna presta í móðurætt, langt fram). Þarna á Lindargötunni bjó margt gott fólk. Þaðan komu vinkonur sem héldu tryggð við Gunnu æ síðan. Lindar- gatan gat að vísu ekki talist neitt menningarheimili. Þar eyddu menn ekki tíma sínum í bóklestur eða hljóðfæraleik. Þar var mikili erill, fólk að koma eða fara. En 1933 verða þau að fara af Lindargöt- unni. Næsti áratugur verður erfið- ur. Kreppan er að skella á með atvinnuleysi. Þau lenda í húsnæðis- hraki. Fyrsti viðkomustaður af mörgum var í hússkrifli í Öskjuhlíð sem hélt hvorki vindum né vatni (sagið úr einangruninni fauk fram á gólf í óveðrum). Næst Rauðarár- stígurinn. Þar dynur áfallið versta yfir, ógnin sem allir óttuðust. Gunna greindist með berkla, send á Vífilsstaði. Þessi Vífilsstaðaferð var fyrsta dvöl af þremur. Níu mánuðir í þetta skipti. Ef hún hafði lifað í vernduðu umhverfi fram að þessu var henni núna hrint harka- lega út í óvæginn veruleika. Hælið var harður skóli en skóli þó. Hún sýndi í þessum veikindum og síðan hörku og seiglu sem fólk hélt hún ætti ekki til. Árið 1938fæðistRannveigAnna, dóttir þeirra Hallgríms, langt fyrir tímann og það var undrunarefni að þær skyldu báðar lifa. En Gunna sveif milli heims og helju vikum saman. Þarna var amma Rannveig sem tók að sér barnið sem kom heim á Njálsgötuna vafið í bómull af Landspítalanum. Amma og Gunna fylgdust að meðan báðar lifðu. Um tíma virtist rofa dálítið til. Fjölskyldan fær inni í mann- sæmandi húsnæði á Holtsgötu 9. Atvinna og peningar koma með stríðinu. En það var of gott til að endast. Þá var eina úrræðið eftir og það versta: Camp Knox. Þar var botninum náð. Þar skildu leiðir Gunnu og Hallgríms Schevings end- anlega. Nú komu nýir tímar. Gunna kynntist ungum húsasmíðanema, Rósmundi Runólfssyni, og þau gift- ust 1951. Hann reisti sjálfur húsið þar sem þau hafa búið síðan og verið athvarf og samkomustaður stórfjölskyldunnar, Melgerði 18. Guðrún Finnbogadóttir hafði enga skólamenntun sem orð var á gerandi. En hún talaði ágætt mal, var hnyttin í tilsvörum og gat verið meinfyndin. Hún var mjög orðvör og vandlát að virðingu sinni. Af hennar vörum komu ekki málvillur né ambögur. Henni var alla tíð mjög annt um útlit sitt og klæða- burð. Við höldum því fram að það hafi hún erft úr föðurættinni því hún var mjög lík föðurfólki sínu, nema um eitt: hún var vita laglaus, það var amma líka og dóttirin Rann- veig, þrír ættliðir! Afinn Jens Jóns- son var forsöngvari í ísafjarðar- kirkju í yfir 30 ár. Síðastliðin 40 ár var daglegt símasamband við Melgerðið. Þar fengum við fréttir um stórt og smátt sem gerðist í stórfjöiskyld- unni, leyndarmál sem ekki máttu fara lengra og ómerkilegri fréttir. Nú er á það lokað. Síðustu árin hafa verið henni erfið. Við kveðjum hér með frænku okkar með söknuði. Ása og Sigríður Guðjónsdætur. Mig langar til að minnast með nokkrum orðum tengdamóður minnar Guðrúnar, eða Gunnu eins og hún var alltaf kölluð. Kynni okkar hófust fyrir þtjátíu og fjór- um árum, og hefur aldrei borið skugga á vináttu okkar allan þenn- an tíma. Það er margs að minnast þegar litið er til baka og dettur mér fyrst í hug takmarkalaus áhugi Gunnu á velferð afkomenda sinna, hvort sem það var í skóla, íþróttum eða við vinnu. Fjölskylda mín ferðaðist mikið með Gunnu og Rósa, farið var í útilegur og landið skoðað, seinni árin leigðum við okkur sumarhús saman og voru þar oft saman tveir og stundum þrír ættliðir. Við fórum tvisvar saman til sólarlanda fyrir tuttugu árum, og síðasta utanlandsferðin sem við fórum saman var til Þýska- lands, þar sem við leigðum okkur sumarhús og bíl í þtjár vikur, við ferðuðumst nokkuð um Þýskaland, Frakkland og Lúxemborg og ég veit að að Gunna hafði mikla ánægju af þessari ferð. Á hveiju ári frá því að fjölskylda okkar flutti til Grindavíkur, fyrir rúmum tutt- ugu árum, hafa Gunna og Rósi heimsótt okkur á sjómannadaginn, og það brást ekki á síðasta ári. Þau komu í heimsókn til sjómann- anna sinna í Grindavík, eins og þau sögðu gjarnan, þrátt fyrir að Gunna ætti mjög erfitt með að ferðast vegna veikinda sinna. Þetta var jafnframt hennar síðasta ferð til okkar. Fyrir allar þessar sam- verustundir vil ég þakka nú þegar leiðir skilja um sinn. Síðastliðin tvö ár voru Gunnu afar erfíð, heilsunni hrakaði stöð- ugt, en í þeim erfiðleikum stóð eig- inmaðurinn sem klettur við hlið hennar, dætur hennar, ömmu- og langömmubörn voru henni einnig mikils virði í erfíðleikum hennar. Starfsfólk Sjúkrahúss Reykjavíkur á Landakoti veitti henni frábæra umönnun meðan hún dvaldi þar, og vil ég fyrir hönd aðstandenda þakka það sérstaklega. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Sævar Gunnarsson. + Stefán Hall- dórsson fædd- ist í Sandvík í Norðfjarðarhreppi 9. júní 1903. Hann lést á St. Fransis- kusspítala í Stykk- ishólmi 25. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Elísabet Brynjólfsdóttir, f. 1866, d. 1947, og Halldór Halldórs- son skáld og beykir sem oftast var kenndur við Hafn- arnes við Fáskrúðsfjörð, f. 1866, d. 1924. Systkini hans voru: Guðlaug, f. 1892, d. 1984, Ólafur, f. 1898, d. 1981, Jó- hann, f. 1895, d. 1919, Sigríð- ur, f. 1899, d. 1939, og Snorri, f. 1901, d. 1958. Stefán kvæntist 1926 Ástríði Þorgeirsóttur, f. 1908, en hún lést 1929 á 21. aldursári. Þau eignuðust einn son, Halldór Brynjólf, 1927. Halldór kvænt- ist 1949 Hallgerði Pálsdóttur, f. 1927. Börn þeirra eru: Páll, Afí okkar, Stefán Halldórsson, fv. sjómaður, vitavörður og verkamað- ur, er látinn 93 ára að aldri. Stefán var Austfirðingur að ætt og ólst upp í Hafnarnesi við Fáskrúðsfjörð þar sem hann bjó í 21 ár. Eins og títt var um börn og unglinga upp úr aldamótum var hann settur til vinnu um leið og kraftar leyfðu. Fyrst hjálpaði hann til við verkun aflans en fljótlega hóf hann sjóróðra með eldri bræðr-um sínum á bát sem faðir þeirra átti. Sjómennska var f. 1950, Ásta, f. 1955, Elín Ýrr, f. 1958, og Ólöf Eir, f. 1969. Fyrir átti Halldór einn son, Ólaf, f. 1947. Árið 1933 kvænt- ist Stefán öðru sinni Gyðríði Jónsdóttur, f. 1901, d. 1976. Gyða, eins og hún var jafnan kölluð, átti eina dóttur fyr- ir, Jónu Kristins- dóttur, f. 1923. Jóna giftist Pétri Jó- hannssyni, f. 1917. Börn þeirra eru Sigríður, f. 1945, og Unnur, f. 1954. Þau Stefán og Gyða áttu ekki börn saman, en ólu upp fóstur- son, Magnús Jónsson, skipa- smið, f. 1949. Hann er giftur Sigr-íði Gísladóttur, f. 1957. Börn þeirra eru: Guðrún, f. 1989, og Jón, f. 1991. Fyrir átti Sigríður eina dóttur, Laufeyju Guðmundsdóttur, f. 1984. Útför Stefáns fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. síðan aðalstarf afa. Liðlega tvítugur flutti hann til Vestmannaeyja með ungri konu sinni, Ástríði Þorgeirs- dóttur. Snöggur endir var bundinn á hjónaband þeirra þegar Ástríður lést úr berklum eftir aðeins þriggja ára hjúskap. Þau eignuðust einn son, Halldór, og var hann á þriðja ári þegar móðir hans lést. Afi stóð þá uppi einn með föður okkar ungan að aldri. Móðir hans, Elísabet, sem þá var orðin ekkja, og Ólafur, bróð- ir hans, tóku þá drenginn að sér og ólu hann upp. Ólafur, eða Óli frændi eins og við systkinin kölluðum hann, gekk pabba í föður stað og rækti þær skyldur sem því fylgdu bæði af ástúð og samviskusemi. Árið 1932 giftist afi öðru sinni, Gyðríði Jónsdóttur. Hún átti eina dóttur, Jónu Kristinsdóttur, og gekk afi henni í föður stað. Einnig tóku þau hjónin í fóstur Magnús Jónsson. Afí og Gyða bjuggu fyrst í Reykja- vík þaðan sem hann stundaði sjóinn. Árið 1940 fluttust þau vestur til Breiðaijarðar þar sem afi gerðist vita- vörður. Um árabil sá hann um vitana í Höskuldsey, Elliðaey og Bíldsey. Þegar afí hætti vitavörslu fluttu þau Gyða í Stykkishólm og hann fór aft- ur til sjós og stundaði sjómennsku í mörg ár. Síðar vann hann við fisk- vinnslu og önnur tilfallandi störf í landi. Enn urðu þáttaskil í lífí hans þegar Gyða lést árið 1975 eftir meira en 40 ára farsælt hjónaband. Afí ólst upp við kröpp kjör og mótaði það lífs- skoðanir hans. Hann var alla tíð rót- tækur og fylgdi þeim að málum sem af mestri einurð börðust fyrir bættum kjörum vinnandi fólks. Afi var mikill sögumaður og það var mikil skemmtun að láta hann segja sér sögur. Einnig fékkst hann nokkuð við að rita frásagnir og birt- ist hluti af því í sunnudagsblaði Þjóð- viljans. Hann var sérlega handlaginn, listaskrifari, teiknaði vel og smíðaði m.a. 'oátalíkön. Afí ferðaðist mikið bæði utan lands og innan og heimsótti m.a. flest lönd Evrópu, sjálfum sér til heilsubótar og sáluhjálpar eins og hann sagði. Honum þótti illt að halda kyrru fyrir og var á ferðinni væri þess nokkur kostur allt fram á ní- ræðisaldur. Eftir að Gyða dó bjó afi fyrst með Magnúsi, fóstursyni sín- um. Síðan fór hann á elliheimilið í Stykkishólmi. Siðustu árin átti hann við mikla vanheilsu að stríða og lá þá á St. Fransiskusspítala. Bæði starfsfólk elliheimilisins og spítalans önnuðust hann af mikilli natni. Einn- ig sáu Magnús, fóstursonur hans, STEFAN HALLDÓRSSON og Sigríður Pétursdóttir, dótturdótt- ir Gyðu, til með honum síðustu árin og gerðu honum lífíð auðveldara. í dag kveðjum við systkinin afa okkar með söknuði, en eigum og geymum hlýja minningu um hann. Páll, Ásta, Elín og Ólöf. Þarna kemur blessaður Hergils- eyjarbóndinn! sagði afi stundarhátt og ég leit vandræðalega í kringum mig í bíósalnum. Afi var ekki mikið fyrir bíóferðir, en ég dró hann með mér á myndina um Gísla Súrsson, Útlagann. Þetta varð vinafagnaður; afi þekkti hveija persónu jafnharðan og hún birtist á tjaldinu og kom með ýmsar athugasemdir — eða heilsaði persónunum eins og gömlum kunningjum. Enda kunni hann Gísla sögu eins og aðrar fornsögur og talaði um persónurnar eins og sam- tímamenn eða kunningja. Eg var reyndar vanur þessu sama viðhorfi hjá bændum í sveitinni þar sem ég ólst upp, en nú er það fólk sem leit á sögupersónur fornsagnanna sem kunningja sína að hverfa og annars konar fólk með önnur lífsviðhorf hefur tekið við. Eitt það eftirminnilegasta við Stefán afa var frásagnargáfa hans. Hann var náttúrutalent á sagnasvið- inu. Hann gat endalaust sagt sögur úr eigin lífshlaupi, sem urðu í munni hans að ævintýri. Eflaust hefur afi kunnað að færa í stílinn — án þess verða frásagnir af raunverulegum atburðum flatar og skýrslukenndar. Stefán afí lifði erfiða umbrotatíma og kaus ekki auðveldasta hlutskipt- ið. Auðæfi hans voru vinnueljan ein og yfírleitt þurfti hann að sækja vinnu til kapitalistanna sem hann leit á sem sína erkifjendur. Hann var róttækur og með sterka réttlæt- iskennd. Sannfæringu sína seldi hann aldrei og það kostaði hann stundum í peningum og veraldar- gengi. Ekki var afí trúaður maður og lítið álit hafði hann á fulltrúum hins geistlega valds. Á því var þó ein undantekning. Hann talaði ætíð um nunnurnar í Stykkishólmi með virð- ingu og mat áræði þeirra og dugnað og ekki síst þann menningariega anda sem þær geisiuðu út frá sér. Hann sagði mér ýmislegt af verkum þeirra; til dæmis þegar spítalinn í Stykkishólmi var byggður óku þær sjálfar steypu í börum og prentverk- ið þeirra þjónaði mikilvægu hlutverki sem seint verður fullþakkað. Afi var ferðaglaður og fór í utan- landsferðir á seinni árum meðan hann hafði heilsu til. Úr ferðum þessum kom hann hlaðinn andlegum og veraldlegum gjöfum; frásögnum af framandi löndum og þjóðum og hlutum sem hann taldi einkennandi fyrir þær þjóðir sem hann hafði heimsótt. Stefán afi upplifði mikla breyt- ingatíma í sögu okkar — allt frá því járnaldarstigi sem þjóðin hafði verið á um hundruð ára og gegnum síð- búna tæknibyltingu, geimöld og upp- lýsingaöld. Líkt og að hafa búið á nokkrum ólíkum plánetum. Nú er hann allur og eftir situr minning um lífsglaðan og orkuríkan mann sem bar höfuðið hátt og kiknaði ekki undan lífsþunganum. Lífsmottó hans var líkt og segir í eftirfarandi hend- ingu úr kvæði eftir Sigfús Daðason: Mannshöfuðið er nokkuð þungt en samt skulum við standa uppréttir. Ólafur Halldórsson. Erfídrykkjur HÓTEL REYKJAVÍK Sigtúni 38 Upplýsingar í síma 568 9000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.