Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 35

Morgunblaðið - 03.04.1997, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 35 KRISTINN TH. HALLGRÍMSSON + Kristinn Theod- ór Hallgríms- son var fæddur að Reykhúsum í Hrafnagilshreppi i Eyjafirði 12. maí 1905. Hann andað- ist á Kristneshæli í Eyjafirði 20. mars siðastliðinn. For- eldrar hans voru Hallgrímur Krist- insson (1876-1923), fyrsti forstjóri Sambands ísl. sam- vinnufélaga, og kona hans, María Jónsdóttir (1874-1954). Systkini Kristins eru: 1) Jón Hallgrims- son, bóndi að Reykhúsum (1903-1993). 2) Sigríður Hall- grímsdóttir (f. 1907). 3) Páll Hallgrímsson, fyrrv. sýslumað- ur (f. 1912). Kristinn stundaði nám í Sam- vinnuskólanum í Reykjavík 1921- 1923. Hann starfaði hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga í Reylqavík 1924- 1925 og á skrifstofu þess í Leith 1925- 1927. Frá 1927 til 1948 starfaði Krist- inn aftur hjá Sam- bandinu í Reykja- vik, lengst af sem féhirðir. Frá 1948 til 1962 var hann bókari og gjaldkeri á skrifstofu Sam- bandsins í Leith og gegndi sömu störfum á skrifstofu þess í London frá 1962 til 1966. Frá 1966 til 1976 sinnti hann ýmsum störfum á skrifstofu Sambands- ins í Reykjavík. Útför Kristins var gerð frá Grund í Eyjafirði 1. apríl. Við fráfall Kristins Hallgríms- sonar rifjast upp fyrir mér þeir sum- ardagar á árinu 1959, þegar ég hóf störf á skrifstofu Sambandsins í Leith. Kristinn hafði þá starfað þar sem bókari og gjaldkeri frá árinu 1948, en framkvæmdastjóri skrif- stofunnar á þessum tíma var Sigur- steinn Magnússon og hafði hann gegnt því starfi allt frá árinu 1930. kristinn hafði raunar starfað tvö ár á Leith-skrifstofu hjá fyrirrenn- ara Sigursteins, Guðmundi Vil- hjálmssyni, sem síðar varð forstjóri Eimskipafélags íslands. Það var á árunum 1925 til 1927, en skrifstof- an var sett á stofn árið 1920. Kristinn var flestum hnútum kunnugur um starfsemi skrifstof- unnar og viðskiptahætti og reyndist mér, nýliðanum frá íslandi, afar vel í alla staði. í febrúar 1962 var skrif- stofan flutt til London eftir rúmlega fjögurra áratuga starfsemi í Leith. Vorum við þrír sem fluttumst „suð- ur á land“ með starfseminni: Krist- inn, John S. Leishman og sá sem þessar línur ritar. John Leishman var hinn ágætasti maður, skoskrar ættar, sem vann Sambandinu mest- an hluta starfsævi sinnar á skrif- stofum þess í Leith og London. Hann eyddi síðustu árum sínum i Edinborg, þar sem hann lést fyrir allmörgum árum. Kristinn Hallgrímsson var jafnan léttur í lund og kunni vel að segja frá. Hann hafði upplifað mikla umbrotatíma í tveimur þjóðlöndum og margt af því, sem fyrir hann hafði borið varð honum tilefni til heimspekilegra hugleiðinga um lífið og tilgang þess. Kristinn var gædd- ur ágætri kímnigáfu og því varð honum oft tíðrætt um þá þætti til- verunnar sem honum þóttu skemmtilegir eða spaugilegir. I frá- sögnum af þessum tagi var hans eigin persóna hvergi undanskilin. Vera má að þeim sem ekki þekktu Kristin hafi fundist hann hijúfur við fyrstu kynni, en þeir voru fljót- ir að komast að raun um að maður- inn var einkar ljúfur í umgengni. Ég held að ríkustu þættir í fari hans hafi verið einlægni og sam- viskusemi. Kristinn var greiðvikinn og hjálpsamur svo af bar og hafði sérstakt yndi af, gæti hann fært til betri vegar eitthvað það sem úrskeiðis hafði farið hjá vinum hans og kunningjum. Af frásögnum hans mátti ráða að hann hafði tekið dijúgan þátt í félagslífi starfs- manna Sambandsins, áður en hann hvarf öðru sinni til starfa erlendis. Samstarfsmaður hans frá þessum löngu liðnu árum, Björn Guðmunds- son, lengi deildarstjóri hjá Sam- bandinu, minnist hans með þökk og virðingu og hefur sérstaklega á orði dugnað Kristins við að koma upp skála starfsmanna í Skamma- dal í Mosfellssveit. Eftir að við hjónin fluttum til Hamborgar, en Kristinn þá enn við störf í London, dvaldi hann ein jól með okkur í Þýskalandi. Þessi heim- sókn er okkur hjónum eftirminnileg og þá ekki síður börnum okkar, en Kristinn átti afar létt með að um- gangast böm. Ræddi hann margt við syni okkar, ekki hvað síst um smíðar, sem voru honum löngum hugleikið umræðuefni. Þegar Kristinn varð sextugur var hann enn við störf í London. Hittist þá svo á að ég var staddur austan við járntjaldið og tókst mér ekki að ná við hann símasambandi. Ég hvarf þá að því ráði að senda honum tvær vísur í símskeyti og brá nú svo merkilega viuð að þær komst nokkurn veginn óbrenglaðar til skila. Sú fyrri var svona: Eyðast þér dagar ættjðrð fjarri, fykur í feðra slóð. Þó munu enn sé eftir leitað leynast þar lítil spor. í þessu vísukorni fólst ef til vill hógvær áminning til afmælisbarns- ins um að nú væri mál til komið að hann sneri aftur heim til fóstur- jarðarinnar. Um það bil ári síðar lét Kristinn útivist sinni lokið og sinnti hann ýmsum störfum hjá Samband- inu í Reykjavík meðan starfsaldur entist. Kristinn var sæmdur gull- merki Sambandsins fyrir 45 ára starf, en alls urðu starfsárin 52. Síðustu sporin, eins og þau fyrstu, átti hann í Eyjafirði. Mörg hin síð- ustu ár var hann vistmaður á Krist- nesi. Var útför hans gerð frá Grund í Eyjafirði þriðjudaginn 1. apríl sl. Að leiðarlokum þökkum við Inga hinum látna heiðursmanni vináttu hans og liðnar samverustundir. Systkinum hans og öðru ættfólki sendum við samúðarkveðjur. Sigurður Markússon. t Ástkaer faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLENDUR J. SÆMUNDSSON, Hátúni 10, Reykjavík, lést á heimili sínu aðfaranótt 30. mars. Útförin auglýst síðar. Vfkingur A. Erlendsson, Hugrún Högnadóttir, Sæmundur E. Erlendsson, Guðjón P. Eriendsson, Guðmundur Kr. Erlendsson, Þórdís Hjörvarsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. t Faðir okkar, STEFÁN ÞORSTEINSSON frá Ólafsvík, lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 1. apríl. Þorsteinn Stefánsson og systkini. t MAGNUS SIGURÐSSON bifreiðastjóri frá Efstadal, sem lést föstudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Áskirkju föstudaginn 4. april kl. 13.30. Böm, tengdabörn og barnabörn. t Föðurbróðir okkar, frændi og vinur, GUÐMUNDUR JÓHANNESSON frá Saurum, síðast til heimilis f Silfurtúni, Búðardal, lést á Sjúkrahúsi Akraness mánudaginn 31. mars síðastliðinn. Útför hans fer fram frá Fljarðarholtskirkju, Dalasýslu, laugardaginn 5. apríl nk. kl. 14.00. Ferð verður frá Umferðarmiðstöðinni ( Reykjavík kl. 9.00 sama dag. Fyrir hönd vandamanna, Melkorka Benediktsdóttir, Guðbrandur Ingi Hermannsson, Jóhannes Benediktsson, Þorsteinn Hermannsson, Jófrfður Benediktsdóttir. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengda- sonur, MAGNÚS M. BRYNJÓLFSSON, Búlandi 15, Reykjavík, andaðist mánudaginn 24. mars. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 4. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hins látna, láti Minningarsjóð Sveins Más Gunnars- sonar njóta þess. Skrifstofa Foreldrafélags misþroska barna, Bolholti 6, annast sölu minningarkorta, sími 568 0790 og einnig Blómaverkstæði Binna og Stefánsblóm, Skipholti. Sigrún Guðmundsdóttir, Magnús Magnússon, Guðmundur Kr. Halidórsson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, tengdasonur, bróðir og afi, EINAR THORLACIUS HALLGRÍMSSON, Fífumóa 3, Njarðvík, er lést á dvalarheimili Sjálfsbjargar, Hátúni 12, á páskadag, verður jarðsunginn frá Ytri- Njarðvíkurkirkju föstudaginn 4. apríl kl. 15.00. Valgerður Helgadóttir, Elin B. Einarsdóttir, Ómar Kristjánsson, Laufey Einarsdóttir, Magnús G. Jónsson, Ólöf Einarsdóttir, Guðjón Skúlason, Ólöf Bjarnadóttir, systkini og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AUÐUNN ÞORSTEINSSON húsgagnasmíðameistarí, Lönguhlfð 23, Reykjavfk, lést á heimili sínu að kvöldi annars páskadags. Jarðarförin auglýst síðar. Svava Kristjánsdóttir, Kristján Auðunsson, Anna Friða Bemódusdóttir, Margrét Auðunsdóttir, Konráð Þórísson, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, SIGRÚN INGÓLFSDÓTTIR fyrrum skólastjórafrú, Hólum, Hjaltadal, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 1. apríl. Ingólfur Kristjánsson, Karítas Kristjánsdóttir, Karl Krístjánsson, Guðbjörg Krístjánsdóttir, Freyja F. Sigurðardóttir. t Ástkær eiginkona m(n og móðir okkar, SIGRÍÐUR STEFÁNSDÓTTIR frá Glæsibæ f Sléttuhlfð, Skagafirði, lést aðfaranótt miðvikudagsins 26. mars Hún verður jarðsungin frá Þorlákshafnarkirkju laugardaginn 5. april kl. 14.00. Pétur Jóhannsson, Margrét Pétursdóttir, Guðríður Pétursdóttir, Jóhann Pétursson. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR EYLEIFSSON, Nýlendu 2, Sandgerði, lést á Vífilsstöðum þriðjudaginn 1. apríl. Jóna Guðrfður Arnbjörnsdóttir, böm, tengdasynir, barnabörn og barnabamaböm. ■ar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.