Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 41 1 I : i í i í : < PÁLL Á. Jónsson fyrrverandi formaður TFÍ veitti Jónasi Guð- laugssyni viðurkenningu fyrir störf í þágu félagsins. Unnið að sögii tækni- fræðinnar á Islandi AÐALFUNDUR Tæknifræðingafé- lags íslands var haldinn föstudaginn 21. mars. í skýrslu formanns, Páls Á. Jónssonar, kom meðal annars fram að rekstur félagsins gekk vel síðastliðið ár, samstarf við VFÍ og SV væri orðið mikið og gengi vel. Á 4 fundinum var Jónasi Guðlaugssyni rafveitustjóra veitt viðurkenning fyrir mikil og vel unnin störf í þágu { félagsins. Jónas hefur meðal annars starfað að menntunarmálum innan TFI í 35 ár og verið óþreytandi við að afla sér upplýsinga um menntun tækni- fræðinga hérlendis sem erlendis. Gerður hefur verið samningur við Iðnsögu íslands um ritun og útgáfu á sögu tæknifræðinnar á Islandi sem .< hluta sögu iðnfræðslunnar á íslandi. Samhliða útgáfu bókarinnar er ráðgert að gefa út sögu Tæknifræð- < I I ( I I í ’63 árgangur úr Breið- holts- skóla hittist ÁRGANGUR 1963 úr Breið- holtsskóla ætlar að halda upp á 20 ára fermingarafmæli sitt í Óperukjallaranum 19. apríl nk. kl. 19.30. í fréttatilkynningu segir að hægt sé að nálgast miða í Skífunni, Laugavegi 96, fyrir 10. apríl og að miðaverð sé 1.900 kr. Þar segir að innifal- ið í verði sé fordrykkur, matur og skemmtiatriði og að frítt sé inn fyrir maka eftir kl. 23. Myndakvöld Utivistar FERÐAFÉLAGIÐ Útivist stendur fyrir myndakvöldi í kvöld, fimmtudagskvöld. Þar mun Árni Johnsen sýna mynd- ir sem Sigurgeir Jónasson, ljósmyndari frá Vestmanna- eyjum, hefur valið. Sýningin hefst kl. 20.30 í Fóstbræðraheimilinu. Hlað- borð kaffinefndar er innifalið í aðgangseyri sem er 600 kr. Allir velkomnir. Opinber fyrirlestur í guðfræði- deild PRÓFESSOR Tryggve N.D. Mettinger frá Lundi heldur opinberan fyrirlestur föstu- daginn 4. apríl á vegum guð- fræðideiidar Háskóla íslands í kapellu Háskólans, „The Al- mighty in a World of Suffer- ing: Towords the Decons- truction of God in the Book of Job“. Fyrirlesturinn hefst kl. 10.15 og er öllum opinn. ingafélagsins. Gert er ráð fyrir að bókin kom út í byijun ársins 1998. Unnið er að gerð nýs kjarasamn- ings við ríki og Reykjavíkurborg, auk þess sem viðræður standa yfir við launanefnd sveitarfélaga. Á fundinum var Jóhannes Bene- diktsson kosinn nýr formaður félags- ins auk þriggja meðstjórnenda. Til setu í stjórn til tveggja ára voru kosnir Haukur Óskarsson og Henry Þór Granz. Til setu í eitt ár var kosinn Gústaf Adolf Hjaltason. Aðr- ir í stjórn eru Sigurður Sigurðarson, Eiríkur Rósberg fulltrúi STFÍ og Bergþór Þormóðsson fulltrúi KTFI. Nokkur umræða var á fundinum um sameiningu Verkfræðingafélags ís- lands og Stéttarfélags verkfræðinga og kom fram almennur stuðningur við slíkar hugmyndir. Félagsmenn eru um 700. Morgunblaðið/Kristinn FYRSTU skóflustunguna að bygingu björgunarstöðvar- innar á Seltjarnarnesi tók Guðjón Jónatansson. Hjá hon- um stendur Árni Kolbeins. Björgunar- stöð á Sel- tjarnarnesi NÝLEGA VAR tekin fyrsta skóflu- stungan að nýrri björgunarstöð á Seltjarnarnesi. Að byggingunni standa björgunarsveitin Albert ásamt unglingadeild sveitarinnar og kvennadeild Slysavarnafélags ís- lands. Gert er ráð fyrir að húsið verði tilbúið til innréttingar með haustinu. I björgunarstöðinni verður bæði til húsa félagsaðstaða sveitanna og geymsla fyrir tæki og búnað, bíla, báta og persónulegan búnað björg- unarsveitarmanna. Húsið er yfir 300 fermetra stálgrindarhús' sem Stál- bær reisir og er byggingarkostnaður áætlaður kringum 13 milljónir króna. Guðjón Guðjónsson, fyrrver- andi formaður Alberts sem staðið hefur í undirbúningi verksins, segir að deildirnar eigi nokkurt fram- kvæmdafé og styrkir fáist einnig hjá bæjarstjórn Seltjarnarness og Slysa- varnafélaginu. Félagsmenn munu síðan í haust vinna við lagnir og annan frágang og gerir Guðjón ráð fyrir að húsið verði mikið til fullgert næsta vor. Guðjón sagði húsið verða mikla lyftistöng fyrir starf þessara sam- taka, með því að sameina alla þætt- ina undir sama þaki en áður fór starfið fram á ýmsum stöðum í bænum. FRÉTTIR Sameining þriggja hreppa á Héraði felld Urslit í Tungii kærð KOSIÐ var um sameiningu þriggja hreppa, Tungu-, Hlíðar- og Jökul- dalshrepps á Fljótsdalshéraði síð- astliðinn laugardag. Sameiningin var samþykkt í tveimur síðar- nefndu hreppunum en felld með fjögurra atkvæða mun í Tungu- hreppi. Tveir sveitarstjórnamenn hyggjast kæra úrslit kosninganna þar á þeim forsendum að ekki hafi verið nægilega vel staðið að auglýs- ingu kjörfundar. Anna Bragadóttir, sem á sæti í hreppsnefnd Tungu- hrepps, hyggst ekki gefa kost á sér á ný vegna úrslitanna sem hún túlkar sem yfírlýsingu um að hreppurinn skuli standa utan við samstarf, m.a. í skólamálum, við hina hreppana tvo. Kári Ólafsson, sem ásamt Önnu kærir úrslit kosninganna, segir að hugsanlegt sé að kjörfundur hafi ekki verið auglýstur. Kári segir að einn kynningarfundur hafí verið haldinn í hveijum hreppi og dreifí- miðar sendir út um að kjörskrá lægi frammi vegna kosninganna. „Það voru einungis sendir dreifi- miðai' á sveitabæina en kjörfund- urinn var ekki auglýstur. Fólk er víða búsett, e.t.v. að vinna á Egils- stöðum eða í fiski á Hornafirði,“ sagði Kári. Kári segir að menn séu ósáttir við það að sameining hreppanna falli með mjög naumum meirihluta í einu sveitarfélagi. Hann segir að aðeins 30% þeirra sem greiddu atkvæði í sveitarfélögunum þrem- ur hefðu verið á móti sameiningu. Hann sagði að meirihluti hrepps- nefndar í Tungu hefði verið fylgj- andi sameiningu fram að kosning- um en þá hefði mönnum snúist hugur. Sameiningin snerist um skólamál Anna staðfesti í samtali við Morgunblaðið að hún hygðist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi setu í hreppsnefndinni. „Ég tel mér ekki fært að gera það. Sam- einingin snerist um skólamál, að þessi þijú sveitarfélög reki saman skóla. 70% af tekjum hreppanna fara í þennan rekstur. Það er mín skoðun að það sé ekki hægt að halda áfram samrekstri skólans. Skilaboð minnar sveitar eru þau að við eigum að hætta þessu og ég vil ekki starfa undir því,“ sagði Anna. Landsbókasafn - Háskólabókasafn fær styrk ÁSTFRÍÐUR Sigurðardóttir, formaður Matvæla- og næringar- fræðingafélagsins, afhendir Einari Sigurðssyni, landsbókaverði, peningagjöf frá félaginu. NÝLEGA afhenti Matvæla- og nær- ingarfræðingafélag íslands (MNÍ) Landsbókasafni Islands - Háskóla- bókasafni styrk að upphæð 400.000 kr. til eflingar á bókakosti safnsins og öðrum gögnum á sviði matvæla- iðnaðar og manneldismála á landinu. „Árið 1995 var gerð úttekt á veg- um félagsins á því hvaða gögn væru til á þessu sviði í bókasöfnum Há- skóla íslands og helstu rannsóknar- stofnana landsins. í ljós kom mikil þörf á að byggja upp gögn Lands- bókasafns á þessu sviði enda er þró- un í matvæla- og næringarfræðum nú hraðari en nokkru sinni fyrr og mikilvægt að auðvelda nemendum, kennurum, starfsfólki í matvælaiðn- aði og öðrum, er að þessum málum koma, að tileinka sér þá þekkingu sem fyrir hendi er. Félagið leitaði til matvælafyrirtækja eftir stuðningi við þetta átak og voru undirtektir afar jákvæðar. Eftirfarandi 24 fyrir- tæki styrktu átakið: Bakki hf., Bol- ungarvík, Borgey hf., Höfn í Horna- firði, Emmessís hf., Reykjavík, Freyja ehf., Kópavogi, Góa-Linda sælgætisgerð ehf., Hafnarfirði, ísfé- lag Vestmannaeyja hf., íslensk mat- væli, Hafnarfirði, Kexverksmiðjan Frón ehf., Reykjavík, Kjarnafæði hf., Reykjavík, Mjólkurbú Flóa- manna, Selfossi, Móna ehf. sælgæt- isgerð, Hafnarfirði, Nora hf., Stykk- ishólmi, Nói-Siríus, Reykjavík, Sam- tök iðnaðarins, Síld og fískur mat- vælagerð, Hafnarfirði, Skinney hf. útgerð og fiskvinnsla, Höfn í Horna- firði, Sláturfélag Suðurlands, Reykjavík, Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda, Hafnarfirði, Valdimar Gíslason ehf., Reykjavík, Vinnslustöðin hf., Vestmannaeyjum, og Víking hf., Akureyri. Landsbókasafn íslands - Há- skólabókasafn kann Matvæla- og næringarfræðingafélaginu bestu þakkir fyrir stuðninginn og þakkar fyrirtækjunum einnig hve vel þau brugðust við beiðni félagsins," segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Mjólkursamsölunnar óánægður með verkfallsaðgerðir Mj ólkur samsalan ítrekaðnotuð MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá aðalfundi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík: „Aðalfundur Mjólkursamsölunnar í Reykjavík haldinn 21. mars 1997 lýsir yfír vonbrigðum sínum yfir verk- fallsaðgerðum Dagsbrúnar í fyrir- tækinu. Ósanngjamt er að Mjólkur- samsalan skuli vegna eðiis starfsemi sinnar, ítrekað vera notuð með þeim hætti sem raun ber vitni til að auka verkallsþrýsting Dagsbrúnar. Enda þótt mjólkurskortur hafi mikil áhrif á dagíega neyslu landsmanna og veiti greiðan aðgang að fjölmiðlum er óþolandi að Dagsbrún skuli með þessum hætti stöðva rekstur Mjólk- ursamsölunnar á sama tíma og sam- keppnisaðilar hennar, gosdrykkja- og ávaxtaframleiðendur, ísgerðarfyrir- tæki og ýmsir innflutningsaðilar, geta stundað óbreyttan rekstur, auk- ið sölu og styrkt markaðsstöðu sína með margvíslegum hætti. Verkfalls- aðgerðirnar eru enn furðulegri í ljósi þeirrar staðreyndar að fyrir liggur undirritaður sérkjarasamningur MS og starfsmanna hennar án þess að verkfalli hafi verið aflýst. Tjón mjólkurbænda og sölusam- lags þeirra er þegar orðið umtals- vert. Fundurinn bendir á að fáar stéttir í landinu hafa sýnt verkafólki meiri samhug í gegnum tíðina en bændur sem litið hafa á samtök verkafólks sem sérstaka bandamenn í baráttu fyrir bættum lífskjörum. Bændur og fyrirtæki þeirra hafa á undanförnum árum tekið á sig meiri kjaraskerðingu en aðrir og um leið lagt grunn að þeirri þjóðarsátt sem skapast hefur. Þess vegna veldur það mjólkurframleiðendum miklum vonbrigðum að Dagsbrún skuli ítrek- að velja Mjólkursamsöluna sem fyrsta skotmai'k í verkfallsaðgerðum sínum. Tjón vegna tapaðrar sölu mjólkur verður ekki unnið upp með meiri neyslu að loknu verkfalli og hefur því í för með sér varanlegt og margþætt tap fyrir bændur og úrvinnsluiðnað þeirra.“ Þrír veitinga- staðir opnir of lengi VIÐ eftirgrennslan lögreglu aðfaranótt föstudagsins langa kom í ljós að þremur áfengi- sveitingastöðum hafði ekki verið lokað eftir miðnætti á skírdag, en samkvæmt ákvörð- un lögreglustjóra máttu þeir þjóna viðskiptavinum til 23.30. Þui-ftu lögreglumenn því að stöðva reksturinn og vísa gest- um út. Skýrslur voru ritaðar um málin og verða þau tekin fyrir á næstu dögum, sam- ( kvæmt upplýsingum frá lög- j reglunni í Reykjavík. Lögreglumenn höfðu einnig I afskipti af opnum sölutumi við Tunguveg á föstudaginn langa. Starfsfólkinu var gert að loka enda um að ræða brot á helgi- dagalöggjöfinni sem og ákvæð- | um samþykktar um afgreiðslu- 1 tíma verslana í Reykjavík. { Þá var söluturni við Rauðar- ( árstíg einnig lokað á föstudag- i inn langa.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.