Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 42

Morgunblaðið - 03.04.1997, Page 42
42 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ljóska Ferdinand Smáfólk U/HEN h'OU L05E THE FIR5T 6AME OF THE 5EASON,IT'S A LON6 li lAl \/ LIAAA C IF ANYTHIN6 6ET5 IN TOUR WAY, YOU JU5T UIANTTO KICK IT! U/ALIn HU/V\C.. ' ’ | )/ 1^1 C. í X/ S ^ — i " A 3-25 Þegar fyrsti leikurinn er Ef eitthvað er fyrir manni Þá uppgötvar maður að tapaður, er leiðin heim langar mann að sparka í maður getur ekki einu löng... það! sinni gefið gott spark. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 5691100 • Símbréf 569 1329 „Kjarakönmin“ Y er slunarmanna- félags Reykjavíkur Frá Árna Ingólfssyni: VERSLUNARMANNAFÉLAG Reykjavíkur birti í byijun marsmán- aðar lista yfir þau 50 fyrirtæki þar sem starfsmannaskipti eru sögð vera örstutt og laun lægst, sam- kvæmt svokallaðri „kjaravísitölu". Fjölmiðlar gripu upplýsingarnar fegins hendi og ýmist útvörpuðu eða birtu á prenti niðurstöðu úr könnuninni, drógu fram hveijir væru „ljótu karlarnir" í henni og ættu að skammast sín eða svo mátti af fréttum skilja. Það sem vekur athygli er að fjöl- miðlar skyldu ekki kanna betur og í raun gera að umtalsefni á hversu ótraustum grunni könnunin var gerð. Framangreind kjaravísitala samanstendur af tveimur þáttum. Annars vegar starfsmannaskiptum og hins vegar meðallaunum í hveiju fyrirtæki, samanborið við meðaltal sömu þátta hjá VR félögum. Skoð- um nánar hvorn þáttinn fýrir sig. Starfsmannaskipti (endurnýjunar- hraði starfsmanna) eru reiknuð þannig út að upp í heildarfjölda starfsmanna á árinu er deilt með Qölda starfsmanna í tilteknum mán- uði. Þau fyrirtæki sem byggja starf- semi sína að nokkru leyti á hluta- störfum eða tímabundinni ráðningu starfsmanna sýna því mikinn end- urnýjunarhraða starfsmanna án þess að hann í reynd þurfi að vera meiri en hjá fyrirtækjum sem byggja starfsemina á heilsdags- störfum. Fataverslanir eins og okk- ar, þ.e.a.s. Vero Moda, þurfa fleiri starfsmenn seinni part vikunnar og nýtist það vel meðal annars náms- fólki sem þarf á aukapeningum að halda. Meðallaun starfsmanna eru reiknuð þannig að í heildarlaun starfsmanna í tilteknum mánuði er deilt með starfsmannafjölda í mán- uðinum án þess að tillit sé tekið til þess hvort viðkomandi starfsmaður hefur unnið 10 tíma eða 170 tíma í mánuðinum. Því fleir sem vinna í hlutastörfum því lægri meðallaun sýnir þessi reikniaðferð. Af framan- greindu má sjá að niðurstaða könn- unarinnar er marklaus, hún mælir ekki það sem henni er ætlað að mæla. Með einföldum dæmum er hægt að sýna fram á að fyrirtæki sem greiðir hærri laun á hveija unna vinnustund en byggir starf- semina á hlutastörfum kemur mun lakar út úr kjaravísitölunni en fyrir- tæki sem greiðir lægri laun en byggir starfsemina á heilsdags- störfum. Ég skora á talsmann VR að gera faglega og skiljanlega grein fyrir þessum útreikningum og hreinsi sig þannig af öllum grun um vægast sagt afleit vinnubrögð og misnotkun á tölum sem veldur því að einu fyrir- tæki er hyglað á kostnað annars. ÁRNIINGÓLFSSON, formaður stjórnar Vero Moda. Geta borgaryfirvöld og borgarbúar lært af reynshinni? Frá Hrafnhildi Guðmundsdóttur: SKIPULAGNING höfuðborgarinnar er í brennidepli þessa daga og líta borgaiyfirvöld til framtíðar og er það vel. Borgin teygir sig í átt að fallegu landssvæði Hvalfjarðar og eru borgaryfirvöld í viðræðum við sveitarfélög þar, um væntanlegan samruna, og í framhaldi af því er eðlilegt að spyija borgarbúa hvort þeir hafi reynt að líta nokkra tugi ára inn í framtíðina, til að ímynda sér hvemig borgin þeirra muni líta út með klasa af stóriðju- álverum í túnfæti íbúabyggðar og steinsnar frá útivistarsvæðum íbúanna? Sá nokkur fyrir sér þegar áburð- arverksmiðjan var reist á sínum tíma, að hún myndi lenda svo ná- lægt heimilum borgarbúa? Það er allavega deginum ljósara, að í dag myndu höfuðborgarbúar aldrei samþykkja byggingu áburð- arverksmiðjunnar á þeim stað, sem hún er nú, vegna nálægðarinnar við íbúabyggð. Dugar dæmi áburð- arverksmiðjunnar til að vekja okkur upp til meðvitundar og skoða af fullri ábyrgð fyrirhugaðar stóriðju- framkvæmdir stjórnvalda í Hval- fírði, sem munu verða álíka dæmi og áburðarverksmiðjan fyrir börn og íbúa framtíðar? Eða erum við kannski best í því að fljóta sofandi að verksmiðjuósum? Höfnin á Grundartanga er léleg og fyrir væntanlegan stóriðjurekst- ur verður að fara í mjög dýrar hafn- arframkvæmdir, sem munu aftur gefa stjórnvöldum átyllu til frekari stóriðjureksturs á svæðinu, á þeirri forsendu að svo dýr hafnarmann- virki verði að gjörnýta. Hvers á höfuðborgin að gjalda, með öll þessi stóriðjuáform stjórn- valda á höfuðborgarsvæðinu, á borgin ekki nóg við að glíma, þegar gulbrún slikja mengunar vegna bif- reiðaútblásturs leggst í breiðu belti í fallegar hlíðar Esjunnar? Eru borg- arbúar tilbúnir að bæta við og blessa bara stóriðjuáform stjórnvaida í næsta nágrenni höfuðborgar lands- manna, eða læra af reynslunni og taka í taumana? HRAFNHILDUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Markarflöt 37, Garðabæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.