Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 44
44 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Sævar Bjarnason sigr- aði í áskorendaflokki KEPPNI í áskorenda- og opnum flokki á Skákþingi íslands fór fram dagana 22.-29. mars sl. Stjórn Skáksambands Islands samþykkti að breyta fyrirkomulagi mótsins í því skyni að fækka mótsdögum og fella út „fermingardaga11 sem oft hafa skapað vandamál við mótshald- ið, einkum fyrir yngri kynslóðina. Fyrirkomulagið var þannig að fyrst voru tefldar ijórar umferðir eftir at- skákfyrirkomulagi allar á sama degi, en síðan fímm umferðir með hefð- bundnum umhugsunartíma á jafn mörgum dögum. Jafnframt var síðari hluti mótsins í áskorendaflokki, þ.e. skákir með hefðbundinn umhugsun- artíma, teknar til útreiknings alþjóð- legra skákstiga sem er jákvætt skref í þá átt að fjölga útreiknuðum skák- um íslenskra skákmanna. í áskorendaflokki tryggðu Sævar Bjarnason og Arnar Þorsteinsson sér þátttökurétt í landsliðsflokki á Skák- þingi Islands sem haldið verður á Akureyri í haust. Sævar sigraði reyndar nokkuð örugglega á mótinu og hlaut 7 'h vinning af níu möguleg- um. Sævar varð í öðru sæti á áskor- endaflokki á síðasta ári og í sjöunda sæti í landsliðsflokki það sama ár. Hann er þrautreyndur og öflugur og sterkur skákmaður þannig að árangurinn kemur ekki óvart. Frammistaða Arnars er óvæntari en hann hafði betur í baráttu við Tóm- as Björnsson um sætið í landsliðs- flokki og verður fróðlegt að sjá hvernig honum gengur á heimavelli en Arnar er uppalinn fyrir norðan. Opinn flokkur er öllum opinn og þar tryggðu Einar Þorgrímsson og Grétar Ass Sigurðsson sér þátttöku- rétt í áskorendaflokki að ári nokkuð örugglega. Skákþing Islands, áskorenda- flokkur: 1. Sævar Bjarnason Vh vinningur af 9 mögulegum, 2. Arnar Þorsteinsson 7 vinningar, 3. Sigur- björn Bjömsson 6V2 v., 4.-6. Tómas Bjömsson 6 v., 4.-6. Hrannar Bald- ursson 6 v., 4.-6. Bragi Þorfinnsson 6 v., 7.-11. Björn Þorfinnsson 5 v., 7.-11. Arnar E. Gunnarsson 5 v., 7.-11. Magnús Ö. Úlfarsson 5 v., 7.-11. Jóhann H. Ragnarsson 5 v., og 7.-11. Baldur Möller 5 v. Þátt- takendur voru 28. Skákþing íslands, opinn flokkur: 1. Einar Þorgrímsson 8V2 vipningur af 9 mögulegum, 2. Grétar Áss Sig- urðsson l'h v., 3. Guðjón H. Val- garðsson 6V2 v., 4. Guðni S. Péturs- son 6 v., 5.-6. Ingi Þór Einarsson 5‘/z v., 5.-6. Harpa Ingólfsdóttir 5‘/2 v., Þátttakendur voru 26. FRÁ afhendingu lyftitækisins. Gáfu lyftitæki á Biarkarás FÉLAGAR úr Kiwanisklúbbnum Heklu í Reykjavík komu færandi hendi föstudaginn 14. mars á Bjarkarás, æfingarstöð Styrktar- félags vangefinna við Sljörnugróf í Reykjavík. Gáfu þeir stöðinni Samson lyftitæki sem auðveldar allar tilfærslur hreyfihamlaðra vistmanna. Kiwanisklúbburinn Hekla er elsti Kiwanisklúbbur á íslandi og hefur starfað af krafti í 33 ár og komið víða við í styrktarverkefn- um, segir í fréttatilkynningu. Sl. haust bættist Heklu góður liðsauki með sameiningu við Kiwanis- klúbbinn Viðey. Fráfarandi heims- forseti Kiwanis, Eyjólfur Sigurðs- son, er einn af stofnfélögum Heklu og á næsta starfsári mun umdæ- misstjóri Íslands-Færeyja koma úr röðum Heklu-manna. Búskapur og vist á norðurslóð FRÆÐSLUFUNDUR um „búskap og vist á norðurslóð", verður haldinn á vegum Rannsóknastofnunar land- búnaðarins og Bændasamtaka ís- lands föstudaginn 4. apríl kl. 13 í Borgartúni 6, Reykjavík. Tilefni fundarins er útkoma 10. heftis fræðiritsins Búvísinda, sem tileinkað er dr. Sturlu Friðrikssyni og störfum hans, en í ritinu munu birtast 15 fræðigreinar auk tveggja greina um störf dr. Sturlu og ritverk. Greinarnar eru um fjölbreytileg efni á sviði erfðafræði, landbúnaðar, vistfræði, veðurfræði og jarðfræði. Meðal höfunda eru Stefán Aðal- steinsson, Tryggvi Gunnarsson, Ól- afur Jensson, Grétar Guðbergsson, Áslaug Helgadóttir, Kesara Anamt- hawat-Jónsson, Hólmgeir Björnsson, Páll Bergþórsson, Guðni Þorvalds- son, Bjarni E. Guðleifsson, Friðrik Pálmason, Sigurður Greipsson, Ólaf- ur R. Dýrmundsson, Guðmundur Halldórsson, Borgþór Magnússon og Sveinn P. Jakobsson. Ritið verður kynnt á fundinum og flutt níu stutt erindi úr greinum þess. Dr. Sturla Friðriksson, sem ný- lega varð 75 ára, hóf störf hjá búnað- ardeild atvinnudeildar Háskólans, síðar Rannsóknastofnun landbúnað- arins, árið 1950. Þar var hann deild- arstjóri jarðræktardeildar og starf- aði óslitið á stofnuninni til ársins 1992. Dr. Sturla kom víða við á ferli sínum og stundaði m.a. rannsóknir á sviði jurtakynbóta og jarðræktar, mannerfðafræði og vistfræði. Hann hefur fylgst náið með landnámi lífs í Surtsey ailt frá því eyjan reis úr sæ og verið þar í forystu um rann- sóknir. Dr. Sturla hefur látið nátt- úruvernd til sín taka bæði á innlend- um og alþjóðlegum vettvangi. Hann hefur verið afkastamikill við ritstörf 0g liggur eftir hann fjöldi fræði- greina auk bóka um vistfræði ís- lands og þróun lífríkis í Surtsey. Fyrirlestur um vinamissi NÝ DÖGUN, samtök um sorg og sogarviðbrögð, verða með fyrirlestur fimmtudaignn 3. apríl kl. 20 í Gerðu- bergi. Þar mun Guðfinna Eydal, sál- fræðingur, fjalla um vinamissi. Fyrirlesturinn er öllum opinn og aðgangur ókeypis. I DAG SKÁK Umsjón Margeir Pctursson STAÐAN kom upp á rúss- neska bikarmótinu í Perm, fyrr á þessu ári. Vyac- heslav Ikonnikov (2.540) hafði hvítt og átti leik, en Kalin var með myndi hvítur svara með því að bera riddarann fyrir skákina á bl. Um helgina: Helgarat- skákmót Hellis hefst föstu- dagskvöld kl. 20 og lýkur á laugardag. Verðlaun sam- tals 30 þús. krónur. Teflt hjá Helli í Þöngla- bakka 1 í Mjóddinni í Breið- holti. svart. 20. Dxh6! og svartur gafst upp. Eftir 20. - gxh6 21. Hxh6 gætu lokin orðið 21. - Bxf6 22. gxf6+ - Kf8 23. Hh8 mát, en svartur getur auðvitað tafið mátið með því að skáka með drottningu sinni á al. Því HVÍTUR mátar í sjötta leik. Með morgunkaffinu ÉG veit allt um alla í RÚMIÐ þitt verður til- nágrenninu. Maðurinn búið eftir augnablik. minn er gluggaþvotta- maður. VELVAKANDI Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Hvar er hreinlætið? VELVAKANDA barst eftirfarandi athugasemd frá konu sem vinnur í matvælaiðnaði: „Mér fannst mjög skuggalegt að sjá hjá Lakkrísgerðinni Skugga á Akureyri í sjónvarpinu um daginn. Þar var enginn með höfuðfat og enginn með hanska. Hvar er heil- brigðiseftirlitið á Akureyri? Er það kannski flutt á Hvolsvöll?" Tapað/fundið Kvenmannsveski tapaðist SVART lakkveski tapaðist á Café Romance laugar- daginn 8. mars. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband í sima 557-9098. Myndir í óskilum SVANFRÍÐUR hafði samband við Velvakanda og var hún með myndir í óskilum sem hún hafði fengið í framköllun frá Bónus. Flestar myndimar eru af köttum ásamt hundi, eins og þessi sem birtist hér. Þeir sem kannist við þetta eru beðnir að hafa samband við Svanfríði í síma 553-7286. Dýrahald Kettlingar fást gefins NOKKRIR yndislegir kettlingar fást gefins. Uppl. í síma 551-9624. Kötturinn Moli KÖTTURINN Moli, sem er svartur högni með hvít- ar loppur og tvískiptan lit í framan, hvarf úr pössun á Seltjarnarnesi 27. mars. Hann var ólarlaus. Þeir sem hafa orðið kisu varir vinsamlega hafi samband í síma 562-0162. Víkverji skrifar... SKILTI í anddyri einnar heilsu- gæslustöðvarinnar á höfuð- borgarsvæðinu vakti athygli Vík- veija á dögunum. Þar stóð: „Vissir þú að hver íslendingur borðar að meðaltali um 2 kg af sælgæti á mánuði? Hvernig væri að fá sér harðfisk, popp, ávöxt eða grænmeti og drekka vatn, okkar frábæru náttúruauðlind?" Víkveija finnst allt að því ótrúlegt að hvert manns- barn hér á Fróni skuli sporðrenna 2 kg af sælgæti í mánuði hveijum. Sjálfur smakkar hann nánast aldrei það sem venjulega flokkast undir sælgæti og þekkir fleiri slíka, þann- ig að einhveijir hljóta að vera mjög duglegir við sælgætisátið. Islend- ingar ku líka vera heimsmeistarar í gosdrykkju, eru sagðir innbyrða eitthvert óhemjumagn af ropvatni á ári hveiju. Þetta er varla mjög heilnæmt. xxx ABENDINGIN um harðfiskinn er Víkveija að skapi, enda sú afurð uppáhalds „sælgæti" hans. Harðfiskurinn er hins vegar svo dýr að hann telst til munaðarvöru, sem íslenskir launamenn geta varla leyft sér að kaupa mjög oft. Því miður. Þarf harðfískurinn virkilega að vera jafn hroðalega dýr og raun ber vitni? XXX YÍKVERJI brá undir sig betri fætinum á dögunum og heim- sótti fijálsíþróttamenn í Baldurs- haga í Laugardal. Skemmst er frá því að segja að aðstaða þeirra þar hefur tekið miklum stakkaskiptum til hins betra. Nú er hægt að hlaupa 60 metra sprett innanhúss en áður var brautin aðeins 50 metrar. Er- lendis er keppt í 60 metra hlaupi, þ.ám. á stórmótum. Af þessum ástæðum hafa íslenskir sprett- hlauparar þurft að fara til útlanda hafi hugur þeirra staðið til að ná lágmörkum í spretthlaupum fyrir stórmót. Um leið og brautin var lengd var lagt á hana nýtt gerviefni. Eitt sá Víkveiji í heimsókn sinni sem lagfæra verður sem fyrst. Það er vatnsleki sem kemur ofan úr stúkunni. Þennan tiltekna dag var rigning úti og stór pollur þakti þijár hlaupabrautir á stóru svæði. Verði ekki gerð bragarbót þar á skemm- ast brautirnar vafalaust með tíð og tíma. KUNNINGI Víkveija - maður á miðjum aldri en ungur í anda - hafði orð á því um daginn hve fallegt lag hann hefði heyrt með hljómsveitinni Botnleðju. Það var kosið lag ársins hérlendis en kunninginn fullyrti að hann hefði aldrei heyrt það áður. Umrætt lista- verk hefur eflaust hljómað oft á útvarpsstöðvum en kunninginn sagðist nú, þegar hann fór að hug- leiða málið, hafa áttað sig á því að hann hlustaði nánast aldrei á út- varp nema til að heyra fréttir. XXX FLEIRI í kunningjahópi Víkveija hafa sömu sögu að segja: að þeir hlusti sama og ekkert á út- varp, nema á fréttatíma ríkisút- varpsins kl. 12.20 og 19. Getur verið að fjölmiðlaneysla þjóðarinnar hafi breyst svona gífurlega hin seinni ár? Einn vina Víkveija segist lesa Morgunblaðið daglega, íþrótta- síðu DV stundum, hlusta á útvarps- fréttir, horfa á sjónvarpsfréttir, yf- irleitt tvo útlenda þætti sem ku vera á dagskrá RÚV á fimmtudags- kvöldum og Spaugstofuna. Þar með sé upptalið. Ætli þetta sé algengt?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.