Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 03.04.1997, Qupperneq 56
 Q3> AS/400 er... ...mest selda fjölnotenda viðskiptatölvan í dag ttgnnflribifeito MORGUNBLADIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMl 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 3. APRÍL1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Lífeyrisfrumvargi breytt að ósk ASI RÍKISSTJÓRNIN breytti í gær frumvarpi um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyris- sjóða. Að sögn Steingríms Ara Arasonar, aðstoðarmanns fjár- málaráðherra, hefur breytingin í för með sér fullt forræði verkalýðs- hreyfingar og samtaka atvinnurek- enda á 10% lágmarksiðgjaldi í líf- eyrissjóði. í drögum að frumvarpi, sem sent var hagsmunaðilum til umsagnar fyrir páska, var gert ráð fyrir að 10% lífeyrisiðgjaldi yrði skipt í tvennt, í lágmarksiðgjald og viðbót- ariðgjald. Viðbótariðgjald var skil- greint sem sá hluti iðgjaldsins sem var umfram 10.000 krónur á mán- uði og þeim hluta átti launamaður að ráðstafa sjálfur ef hann kaus að gera það. Forystumenn ASÍ lýstu harðri andstöðu við þetta ákvæði og töldu að með því væri verið að vega að lífeyriskerfi almennu lífeyrissjóð- anna. Þeir vísuðu í yfirlýsingu for- sætisráðherra frá 24. mars, þar sem heitið er að gera ekki grundvallar- breytingar á lífeyrissjóðakerfínu. A fundi ríkisstjórnarinnar í gær var frumvarpinu breytt þannig að lágmarksiðgjald var ákveðið 10% og skal það að öllu leyti renna til samtryggingar i almenna lífeyris- sjóði. Verkalýðshreyfingunni og at- vinnurekendum er hins vegar heim- ilt að semja um viðbótariðgjald og að það renni í séreignarsjóði. 10.000 króna markið var fellt út úr frum- varpinu. Frumvarpið var lagt fram í þing- flokki Framsóknarflokksins í gær og samþykkt. Það verður tekið fyr- ir í þingílokki Sjálfstæðisflokksins í dag. Beitir NK aflahæstur FJÖGUR loðnuskip fengu meira en 40 þúsund tonna afla á loðnu- vertíðinni sem hófst hinn 1. júlí í fyrra. Alls hafa 53 skip veitt loðnu á tímabilinu og er Beitir NK frá Neskaupstað aflahæstur með 47.522 tonn. Eskifjarðarskip- in Jón Kjartansson SU og Hólma- borg SU koma næst, Jón Kjart- ansson hefur fengið 46.422 tonn og Hólmaborg 43.683 tonn en Víkingur AK frá Akranesi hefur fengið 41.605 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Heildarveiði á timabilinu er nú rúmar 1,2 milljónir tonna og eru alls 43.813 tonn eftir af heildarkvótanum. Um 35 mílljóna skipulögð fjársvik FIMM menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á umfangsmiklu fjársvikamáli þar sem talið er að um 35 milljónir króna hafi verið sviknar út með skipulegum fjár- svikum. 10 manns, á aldrinum 20-60 ára, hafa verið handteknir vegna rannsóknarinnar, og hafa margir þeirra ekki áður komið við sögu lögreglu. Að sögn Harðar Jóhannessonar, yfirlögregluþjóns hjá RLR, kom málið upp þegar tveir menn voru handteknir þann 22. mars eftir að grunur féll á þá um að gefa út vafasamar ávísanir. Málið vatt upp á sig og daginn eftir voru tveir menn til viðbótar handteknir þegar þeir voru á leið úr landi og úr- skurðaðir í gæsluvarðhald til 4. apríl. Tíu handteknir vegna málsins Síðan hafa þrír menn til viðbótar verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald en í gær hafnaði héraðsdómur Reykjavíkur kröfu um gæsluvarð- hald yfir sjötta manninum. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru svik mannanna framin með þeim hætti að þeir gáfu út ávísanir, víxla og skulda- bréf og stofnuðu til skuldbindinga í nafni félaga sem ekkert stóð á bak við. Mennirnir stofnuðu félög og fengu fyrir þau kennitölur hjá Hag- stofu íslands. Síðan hófu þeir við- skipti í nafni þessara félaga eins og um væri að ræða fyrirtæki með rekstur og keyptu og tóku út vörur á nafni þeirra. Brúnir er nafn þess félags sem mest var notað í við- skiptum þeirra, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Átti bara kennitölu • Brúnir hefur kennitölu sem hefur verið skuldbundin fyrir milljónum króna en félagið hefur þó enga starfsemi og hvorki tekjur né „eign- ir“ en kennitölu frá Hagstofu ís- lands. Skuldbingingarnar sem menn- irnir stofnuðu til voru þær, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins, að keyptar voru t.d. byggingar- vörur, bílar, fasteign og margs konar varningur sem þeir nýttu sér eða komu í verð með einhveijum hætti. Morgunblaðið/Kr.Ben SKIPVERJAR á Þórshamri GK voru að gera allsheijarhreingern- ingu eftir loðnuvertíðina í blíðunni í Njarðvikurhöfn í gær. Verkföll flugvirkja og bankamanna hefjast í nótt náist ekki samningar Hefðu víðtæk áhrif á sam- göngur og bankaviðskipti Telja P&S vega að Stöð 2 og Sýn LÖGFRÆÐINGUR Fjölmiðl- unar hf., sem á og rekur Stöð 2 og Sýn, sakar starfsmenn Pósts og síma hf. (P&S) um að viðhafa rangar fullyrðingar um fyrirtækið í fjölmiðlum og að vega gróflega að viðskiptahags- munum þess. Þá telur Fjölmiðl- un hf. að miðlun sjónvarpsrása um breiðband P&S feli í raun í sér útvarpsrekstur af hálfu fé- lagsins í skilningi útvarpslaga og hefur sent athugasemd um málið til útvarpsréttamefndar. í bréfi sem lögfræðingur Fjölmiðlunar hf. sendi forstjóra P&S í gær segir að ekki liggi fyrir að P&S hafí verið veitt leyfí til útvarpsrekstrar. Hafí útvarpsréttamefnd hins vegar veitt slíkt leyfí verði að telja þessa starfsemi óeðlilega sam- keppni. ■ Sakar starfsmenn/B2 ■ Óþrjótandi/B6 VERKFÖLL hefjast hjá flugvirkj- um og bankamönnum á miðnætti í nótt takist ekki samningar. Við- ræður stóðu yfir á miðnætti í gær og var þá útlit fyrir að þeim yrði haldið áfram fram eftir nóttu. Að sögn Þóris Einarssonar ríkissátta- semjara var tvísýnt um árangur. Komi til verkfalla munu þau hafa mjög víðtæk áhrif á bankaviðskipti og millilandaflug. Víðtæk áhrif af verkföllum Verkfall flugvirkja raskar strax flugumferð til og frá landinu, að sögn Einars Sigurðssonar, aðstoð- armanns forstjóra Flugleiða. Milli- landaflug myndi stöðvast á fyrsta sólarhring kæmi til verkfalls. Flugvirkjar vinna ákveðin verk við brottför flugvéla í Keflavík og þess vegna hefur verkfallið strax áhrif á millilandaflug. Innanlands- flug truflast ekki nema flugvélar bili. Verði af verkfalli bankamanna næði það til rösklega 3.000 félags- manna í Sambandi íslenskra bankamanna. Það myndi lama alla starfsemi banka og sparisjóða í landinu og raska þjónustu greiðslu- kortafyrirtækja. Samkvæmt tilkynningu frá Sambandi íslenskra viðskipta- banka og Sambandi íslenskra sparisjóða verður hægt að nota debetkort undir ábyrgðarmörkum bæði innanlands og utan en ekki verður hægt að nota debetkort, sem merkt eru án ábyrgðar, t.d. unglingakort. Fram kemur í tilkynningunni að tölvuvædd kassakerfi í mörgum verslunum geti tekið við debet- kortafærslum nánast endalaust þrátt fyrir verkfall en svonefndir posar taki hins vegar við takmörk- uðum fjölda færslna og stöðvist þegar hámarkinu er náð. Það sama gildi um kreditkort og verður unnt að „strauja" kreditkort eins og áður. Erlendis verður hægt að nota Eurocard-kreditkort með venjuleg- um hætti og einnig verður unnt að nota Visa-kreditkort erlendis en úttektarmöguleikar byggjast ekki á heimildargjöf frá Greiðslu- miðlun hf. (Visa íslandi) eins og undir venjulegum kringumstæðum heldur viðmiðunarmörkum sem sett eru af Visa International. Tvísýn staða í kjaradeilunum Ríkissáttasemjari sagði í gær- kvöldi að staðan í kjaradeilunum væri tvísýn. Við upphaf fundar í gær hefðu menn vonað að ágrein- ingur bankanna og bankamanna væri að leysast en hugmyndir hefðu komið fram um að leysa ágreining um samningstíma með því að semja til tveggja og hálfs árs. Þegar á reyndi hefði hins veg- ar komið í ljós að ágreiningur var um fleiri atriði. Verkfall hefst einnig hjá Mat- vís, landssambandi matvæla- og veitingasambands íslands, á mið- nætti í nótt takist ekki samningar fyrir þann tíma. Verkfallið nær til u.þ.b. 1.000 manna á landinu öllu. Það mun lama starfsemi veit- ingahúsa, kjötvinnslna og bakar- ía. Ennfremur raskast starfsemi verslana þar sem kjötiðnaðarmenn starfa við kjötborð. Samninga- nefndir deiluaðila sátu á fundi hjá sáttasemjara fram yfir miðnætti í nótt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.