Morgunblaðið - 24.04.1997, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Einka-
klúbbur um
heilsurækt
HEILSULINDIN Planet pulse
verður opnuð á Hótel Esju hinn
14. maí næstkomandi. Að sögn
Jónínu Benediktsdóttur íþrótta-
fræðings er um að ræða einka-
klúbb og hann er ætlaður fólki
sem hefur lítinn tíma og kann að
meta góða þjónustu.
Starfsemin verður ekki auglýst
en hefur verið kynnt væntanleg-
um viðskiptavinum undanfarna
daga með boðsbréfi og viðtali.
Klúbbfélagar eru nú 60-70.
Heilsuræktin er rekin í sam-
vinnu við Flugleiðir og er áhersla
lögð á vellíðan og æfingaáætlun
sem sniðin er að þörfum hvers
og eins. Húsnæðið er um 400 m2
og verða á staðnum fullkomnustu
líkamsræktartæki sem völ er á
að Jónínu sögn.
Jónína segir hægt að þjóna 400
manns á ári og því sé verð hærra
en gengur og gerist á líkams-
Morgunblaðið/Golli
JÚLÍA Þorvaldsdóttir móttöku-
sljóri, Jónína Benediktsdóttir
forstjóri og Vésteinn Hafsteins-
son framkvæmdastjóri.
ræktarstöðvum. Jafnframt þurfa
klúbbfélagar að skuldbinda sig í
eitt ár.
Yfirlýsing frá sjálfstæð-
ismönnum í Garðabæ
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing:
„í fréttatíma Stöðvar 2 þriðju-
daginn 22. apríl sl. var haft eftir
bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins
í Garðabæ, Einari Sveinbjörnssyni,
að flokksvél Sjálfstæðisflokksins
hafi staðið fyrir því að knýja fram
kosningar í Garðaprestakalli.
I tilefni þeirra ummæla þykir
undirrituðum rétt að lýsa því yfir
að Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ
hefur á engan hátt, hvorki beint
né óbeint, haft afskipti af prests-
kjöri eða fyrirhuguðum prestskosn-
ingum í Garðaprestakalli. Fullyrð-
ingar og dylgjur Einars Svein-
björnssonar í máli þessu eru honum
til vansa og er enn eitt dæmið um
þau ógeðfelldu og ómálefnalegu
vinnubrögð sem hann hefur tileink-
að sér á stuttum ferli á vettvangi
bæjarmálefna í Garðabæ.
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ
hefur um áratuga skeið notið
trausts meginhluta bæjarbúa. Því
gefur auga leið að þegar safnað er
undirskriftum hjá um 2.200 bæj-
arbúum, hljóta fjölmargir þeirra að
vera úr röðum Sjálfstæðisflokksins
til þess að knýja fram prestskosn-
ingar. Afl Sjálfstæðisflokksins í
kosningum felst í því að beita nafni
og krafti flokksins á skýran hátt
málefnum til framdráttar. Það var
ekki gert til þess að knýja fram
prestskosningu í Garðaprestakalli
og hefur það raunar aldrei í tíð
undirritaðra komið til umræðu í
sjálfstæðisfélögunum í Garðabæ,
hvort og hvernig standa eigi að
kjöri eða ráðningu presta.
Undir yfirlýsinguna rita: Bene-
dikt Sveinsson bæjarfulltrúi, Erling
Ásgeirsson bæjarfulltrúi, Halldór
Ingólfsson, formaður Sjálfstæðisfé-
lags Garðabæjar, Laufey Jóhanns-
dóttir bæjarfulltrúi, Andrés B. Sig-
urðsson bæjarfulltrúi og Sigurður
Guðmundsson, formaður Hugins,
félags ungra sjálfstæðismanna í
Garðabæ.
VW í Bandaríkj uniun
spyr um Audi A6
VOLKSWAGEN í Bandaríkjunum
hefur sent Heklu hf., umboðsaðila
VW og Audi, bréf þar sem sagt er
frá Audi A6-bíl sem fluttur var inn
til íslands eftir að hann hafði lent
í árekstri úti. Samkvæmt bréfinu
var bíllinn afar illa farinn, hægri
hliðin var öll skemmd og bíllinn
„leit út eins og banani", eins og
segir í bréfinu. Forsvarsmenn VW
í Bandaríkjunum furða sig á því
að bíllinn skyldi hafa verið fluttur
inn til landsins og spyija hvort bíll-
inn hafi verið skráður og honum
ekið hérlendis.
í bréfinu segir einnig að gefið
hafi verið út vottorð í Michigan,
svokallað „scrap certificate", um
að bíllinn hafi verið ónýtur og
mætti aðeins selja hann sem vara-
hluti.
Sigurður Pálmason, sem flutti
bílinn inn, segir að hann hafi vissu-
lega verið skemmdur en ekki meira
en gengur og gerist með marga
aðra bíla sem lenda í tjónum hér-
lendis og eru gerðir upp. Hann seg-
ir að bíllinn hafi verið skráður sem
tjónabíll og hefði aldrei fengið
skráningu hér á landi nema fram-
vísað hefði verið burðarvirkismæl-
ingu og faglega hefði verið staðið
að viðgerð hans.
Með ólíkindum að bíllinn
komist á skrá hérlendis
Sagt var frá þessum bíl í Morg-
unblaðinu 9. mars síðastliðinn. Þar
kom ekki fram að um tjónabíl hefði
verið að ræða en það er tekið fram
í skráningarskírteini bílsins.
Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu,
segir að þegar bílar lenda í miklu
tjóni í Bandaríkjunum séu þeir af-
skráðir.
„Bíllinn hefur skemmst það mik-
ið að þeirra mati að það átti bara
að setja hann á öskuhaugana eða
selja kannski hluta úr honum sem
eru heillegir. Mér finnst það með
ólíkindum að bíll sem er farinn af
skrá í einhveiju landi skuli komast
á skrá hér á Islandi," segir Sigfús.
Hann segir að kaupverð á þessum
tiltekna bíl hafi verið gefið upp 10
Auglýsendur athugið
breyttan skilafrest
á atvinnu-, rað- og smáauglýsingum
sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu
Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem
eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudögum.
Auglýsingadeild
Sími 569 11 11 * Símbréf 569 11 10 « Netfang: augl@mbl.is
þúsund dollarar í tolli, þ.e. kaup-
verð bílsins úti.
Sigurður Pálmason segir að for-
saga bílsins liggi frammi fyrir þá
sem hefðu hug á því að kaupa hann.
Hann er skráður sem tjónabíll og
verðið á honum sé í samræmi við
það, 4,6 milljónir kr. Nýr kosti slík-
ur bíll rúmar sex milljónir króna.
Hann segir að sölustjóri Heklu hafi
gefið út að hann hafi sett upp sann-
gjarnt verð fyrir bílinn og sölustjór-
inn hafi vitað að bíllinn var
skemmdur þegar hann kom hingað
til lands.
Sigurður segir að bíllinn hafi
verið skemmdur á hlið eftir árekst-
ur. „Báðar hurðar og hurðastafur-
inn kýldist inn. En mál þetta allt
snýst í mínum huga um viðbrögð
Heklu við innflutningi á bílum sem
fer ekki í gegnum fyrir-
tækið. Það var gert við
bílinn hér á landi á við-
urkenndu verkstæði.
Bíllinn hefði aldrei
fengist skráður öðru-
vísi. Hann var ekkert “““““
meira skemmdur en gengur og ger-
ist með bíla sem lenda í tjónum
hérlendis," segir Sigurður.
Mun leita réttar míns
Hann segir að bíllinn hafi kostað
sig rúmar ijórar milljónir króna.
Þar með talið sé innkaupsverð, gjöld
og viðgerðarkostnaður hérlendis.
„Ef Hekla ætlar að halda því
fram að þetta sé ónýtur bíll þá mun
ég leita réttar míns. Það er frjáls
innflutningur hingað til lands á bíl-
um eins og annarri vöru svo þeir
hafa engan rétt til þessa. Ef þessu
fer ekki að linna af hálfu Heklu,
sem mér sýnist ekki vera, þá leita
ég réttar míns. Á þeim tímum sem
fijáls er hér innflutningur og ég fer
eftir öllum lögum og reglum þá Iít
ég á þetta sem hreinan rógburð og
ég sætti mig ekki við --------------
það,“ sagði Sigurður.
Helgi Bjömsson hjá
Bifreiðaskoðun segir að
í skráningarskírteinum
allra bíla sem eru flutt-
ir inn sem tjónabílar sé .
þess getið að um tjónabíla sé að
ræða.
„Starfsmaður Bifreiðaskoðunar
skoðar alla bíla við komuna til
landsins. Tjónabílar em tollaf-
greiddir sem tjónabílar. Þeir koma
með erlend skráningarskírteini sem
bera það með sér að bíllinn sé tjóna-
bíll úti. Okkur ber að skrá inn í
íslenska skráningarskírteinið sömu
upplýsingar og eru í erlenda skrán-
ingarskírteininu," segir Helgi.
Gert við bílinn
á viðurkenndu
verkstæði
hér á landi
Ekkert skráð
um bíla sem
lenda í tjónum
hérlendis
Helgi segir að málum sé öðru-
vísi háttað með bíla sem hafa lent
í tjóni hérlendis. Ekkert sé um það
að finna í skráningarskírteini bíls-
ins. Þá sé eina leiðin til þess að
komast að hinu sanna að kanna
ferilskrá viðkomandi bifreiðar og
hvort hún hafi verið í eigu trygg-
ingafélaga.
Helgi segir að komi það fram í
skráningarskírteini innflutts bíls að
hann sé tjónabíll þá sé ljóst að burð-
arvirki hans hafi skemmst. Ef að-
eins er um útlitstjón að ræða sé
þess getið í skráningarskírteini og
einnig ef bíllinn hefur lent í vatns-
tjóni. Slík skráning hefur nú farið
fram um eins árs skeið hérlendis.
Helgi segir að bílar með „scrap
certificate“-vottorð fáist ekki
skráðir í Bandaríkjunum nema þeir
séu teknir út á ný. Þar
þurfa bílar að uppfylla
svokallaðan FMVS-
staðal (Federal Motor
Vehicle Standard) til
þess að fá skráningu á
ný og segir Helgi að
það sé afar kostnaðarsamt. Hann
segir að tryggingafélög í Banda-
ríkjunum reyni yfirleitt ekki að fá
bíla skráða aftur sem hafi tjón á
yfirbyggingu sem hafi áhrif á akst-
urseiginleika bílsins. Hægt sé að
kaupa þessa bíla af bílapartasölum
eða á uppboðum tryggingafélag-
anna.
Útilokað að bíll sé skakkur
þegar hann er skráður hér
Umræddur Audi A6-bíll hafði
samkvæmt skráningu Bifreiðaskoð-
unar orðið fyrir það miklu tjóni að
burðarvirkið var skemmt.
„Til þess að fá þennan bíl skráð-
an þurfti að leggja inn til okkar
grindarmælingu sem segir til um
að undirvagninn sé réttur, vottorð
um hjólastillingu, ljósastillingu og
--------- fleira. Ella hefði hann
ekki fengið skráningu,"
segir Helgi.
Hann segir að ein-
ungis einstök verkstæði
hafi leyfi til þess að
gefa út burðarvirkis-
og Bílgreinasambandið
mælingar
veiti þær heimildir.
„Bílarnir eru settir upp í sér-
stakan bekk og verksmiðjan gefur
út punkta sem gengið er út frá í
mælingunni. Bíllinn verður að
standast þessa punkta til þess að
fá vottorð um að grindarvirkið sé
í lagi í bílnum. Það á því að vera
algjörlega útilokað að bíllinn sé
skakkur þegar hann er skráður á
ný,“ segir Helgi.
Eyrarbakki - Eyrargata 6
Snoturt 80 fm 2ja herb. forskal-
að timburhús ásamt 25 fm bíl-
skúr á góðum stað. Eignin er á
tveimur hæðum auk kjallara.
Gólfefni eru góö. Efri hæð húss-
ins er nýbúið að taka í gegn,
einangra o.fl. Skemmtilegt hús
með ýmsa möguleika.
Verð: 3,3 millj. Áhv. 1,3 millj.
Upplýsingar veita
Lögmenn Suðurlandi, Austurvegi 3, Selfossi, sími 482-2988.
Fiesta vMgerðarefm
Nú loksins far?verð og gæði samai
Eitt af vinsælustu víngerðarefnum á Norðurlöndum er nú komið til íslands.
Verðdæmi: Rósavín 1.700 • Hvítvín 1.700 • Vermouth 1.900 %\
Ath. 30 f löskur úr éínlji lögn \/|Mc4iaÍ M 1
Höfurrreinnig víngerðarefgi fyrir
. rauóvín, sérrtcrg púrtvín.
|_%ieri£jLím í póstkröfu
Vínstofan
Laugamesvegi 52, " /
sími 533 1888, FAX, 5: