Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 15

Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 15 Kór Leikfélags Akureyrar Vesper- aftansöngur VESPER-aftansöngur verður í Akureyrarkirkju kl. 18 á morgun, föstudaginn 25. apríl. Aftansöngur er fastur liður í hátíðahaldi Kirkjulistaviku. Hann er sunginn um miðaftan og er uppistaða slíkra bænastunda söngur Davíðssálma og lofsöngvar Maríu, Sakaría og Símeons og Te Deum, en einnig eru sungnir hymnar og víxlsöngvar og lesið úr ritningunni. Kammerkór Akur- eyrarkirkju ásamt Birni Steinari Sólbergssyni organista flytja aft- ansöng. Tónleikar Alþýðutón- listardeildar ALÞÝÐUTÓNLISTARDEILD Tónlistarskólans á Akureyri efnir til tónleika í Deiglunni í kvöld og hefjast þeir kl. 20.30. A tónleikunum koma fram djasssveitir deildarinnar sem æft hafa í vetur undir stjórn Jóns Rafnssonar og leika þær lög eftir alla helstu meistarana. Einnig kemur fram í fyrsta sinn latin- sveit undir stjórn Karls Petersen og leikur eldheita suðræna sveiflu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis. Námskeið um misþroska/ ofvirk börn ÞROSKAHJÁLP á Norðurlandi eystra heldur námskeið um mis- þroska/ofvirk börn næstkomandi laugardag, 26. apríl Námskeiðið verður haldið að Iðjulundi við Hrísalund lb og hefst það kl. 10 og stendur til kl. 15. Leiðbeinandi er Kristján Magnússon sálfræðingur. Nám- skeiðið er ætlað foreldrum, kenn- urum, starfsmönnum dagvista og öðrum sem hafa með þessi börn að gera. Þátttökugjald er 1.000 krónur. My Fair Lady í Samkomuhúsinu KÓR Leikfélags Akureyrar flyt- ur söngleikinn My Fair Lady, sem byggður er á leikritinu Pyg- malion, eftir Bernard Shaw, í Samkomuhúsinu á Akureyri næstkomandi laugardag kl. 17 og á sama tima á sunnudag, 27. apríl. Kór Leikfélags Akureyrar hef- ur nú starfað í þrjú ár og fer starfsemi hans ört vaxandi. Fyrr í vetur tók kórinn virkan þátt í Kossum og kúlissum sem leikfé- lagið setti upp í tilefni af 90 ára afmæli Samkomuhússins. Um tuttugu söngvarar eru í kórnum. í konsertútfærslunni á My Fair Lady sem kórinn flytur um helg- ina erueinsöngvarar þau Þór- hildur Örvarsdóttir sem syngur hlutverk Elisu Doolitle, Aðal- steinn Bergdal er Henry Higgins og Þráinn Karlsson er Álfreð P. Doolitle en aðrar persónur eru félagar úr Leikhúskórnum. Hljómsveitina skipa Richard Simm á píanó, Jón Rafnsson, bassa, Gréta Baldursdóttir, fiðla, Valva Gísladóttir, flauta og Jó- hann Hjörleifsson, trommur. Sljórnandi Leikhúskórsins er Roar Kvam, en hann annast einn- ig hljómsveitarsljórn og útsetn- ingu. Lattu. vaða... í NOKIA 24-27 kr. B.290 28-33 kr. 3.760 34-41 kr. 4.750 42-46 kr. 5.590 36-41 kr. 3.990 42-46 kr. 4.590 um 42-45 kr. 3.980 M.H. LYNGDAL HAFNARSTRÆT1103, AKUREYRI, SÍMI 462-3399 Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Ekkert póstkröfugjald Hefst Sumardaginn fgrsta, 24. apríl og lgkur 5. maí Gengiö inn hjá Stjörnuapóteki, [áöur bóhamarkaöurl nmrniu pupqpufim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.