Morgunblaðið - 24.04.1997, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 31
„Út úr
skápn-
um“
MYNPLIST
Listhús 39
SKÁPAR
EINAR UNNSTEINSSON
Opið alla daga frá 10-18. Laugar-
daga og sunnudaga 12-18.
„SNERTIÐ munina fyrir alla
muni“ (!), eru fyrirmæli til gesta á
frumraun Einars Unnsteinssonar á
sýningavettvangi. Einar er húsa-
smiður með drjúga menntun í far-
teskinu, meðal annars sótta alla
leið til Kaliforníu.
Sýningin kemur í opna skjöldu,
síður fyrir lúmsku sendinguna sem
línumenn í listinni fá. Hvarvetna á
sýningum þeirra getur nú að líta
miða með áletruninni „snertið ekki
sýningarmunina“ og er nýjasta
klisjan að utan sem kemur stundum
spánskt fyrir sjónir. Öllu frekar
fyrir lífræna andrúmið, sem streym-
ir á vit gestsins um leið og hann
kemur á tröppuskörina. Man rýnir-
inn naumast eftir áhugaverðari sýn-
ingu á staðnum, einkum vegna
sjálfra náttúruskapanna og eðlileik-
ans, sem eru aðal hinna 12 listilegu
viðarskápa sem skipulega er raðað
í hið takmarkaða rými.
Það sem Einar er að gera, er
einmitt það sem núlistamenn eiga
að leggja höfuðáherslu á, sem er
að virkja næsta umhverfi sitt. Þann-
ig er ég jafn sannfærður og fyrrum
um heysátu Sigurðar Guðmunds-
sonar, væri hún bein skírskotun til
listaverka af þeirri gerð úti á engj-
um íslenzkra sveita, en ekki Flúxus-
hreyfingarinnar. Á sama hátt eig-
um við að varðveita minninguna
um alþýðulistamenn, eins og kon-
una, „sem var sá listamaður í því
að hlaða fiski að hún átti sér eing-
an líka þar í plássi né öðrum nálæg-
um“ líkt og Halldór Laxness segir
í Þjóðhátíðarrollu. Við Thor Vil-
hjálmsson upplifðum það líka í lok
skoðunarferðar fyrir réttum tveim
árum að sjá kolsvarta 40 milljóna
króna nót á bryggjustæði á Akra-
nesi, og vorum sammála um að
þetta væri skúlptúrlistaverk dags-
ins. Vissi hvorugur hið minnsta um
verðmæti nótarinnar, en rýnirinn
var kurteislega upplýstur um það
skriflega nokkru seinna, eftir að
hafa lýst yfir hrifningu sinni hér í
blaðinu. Menn hafa af nógu að taka
jafnt í fortíðinni og nútímanum og
eigum með brögðum listar að lyfta
bví á æðra veldi.
Skápur nr. 3.
Þetta eru afar fprmfagrir, fjöl-
þættir og vinalegir skápar frá hálfu
Einars Unnsteinssonar og hann
hefur víða sótt föng sín í efnislega
samsetningu þeirra. þannig er efnið
í skáp númer þtjú, sem myndin er
af, sótt í utanhúsklæðningu af fisk-
verkunarskúr við Ljósaklif í Hafn-
arfirði úr oregon pine. Einnig, fura,
hlynur, MDF, kopar, viðarolía, olíu-
litur, sprittbæs, mýrarleir, veggfóð-
ur, blómaprentmyndir.
Þá eru í skápunum fótstykki úr
bragga við Reykjavíkurflugvöll,
vindskeið af húsi, speldi úr hurð,
fjöl, notuð sem styrktarstoð við
gryfju, kassi utan af dýnamíti
o.s.frv. Máli skiptir að hér er vel
staðið að verki og af hugmynda-
auðgi, við bætist að innra byrði
skápanna er aukið hlýju með blóma-
prentmyndum eftir Guðrúnu Ág-
ústu Þorkelsdóttur myndlistar-
manni í Hollandi.
Bragi Ásgeirsson
)ÁE^\IN1^URENI
KYNNING
á morgun, föstudag, og laugardag
áGRAPHISME, nýjuvorlitunum
frá Yves Saint Laurent.
Einnig kynnum við nýja
ilminn YVRESSE Légere.
Gréta Boða förðunar-
meistari, veitir ráðgjöf
um förðun og liti.
Glæsiiegur kaupauki.
Munið VIP kortin.
Verið velkomin
vStujrliviinnimlum'n ^-
Reykjavíkurvegi 50,
Hafnarfirði.
UPPLY5INGATÆKNI
[ 5JÁVARÚTVEGI DG FI5KELDI
29. apríl
Hótel Saga
Nýjungar í evrópskum rannsóknum kynntar ó róðstefnunni
Sérfræðingar fró ESB kynna aðgerÖir til að örva tæknisamstarf ó þessu sviði
Dagskrá
Opnun ráðstefnunnar og áherslur ESB
Panayota Anabofi, European Commission, DG Ífi/D/5
10:15 Task Force: "Marifime Svstems of the Future"
09:00 RáSstefnan opnuð
F/nn ur Ingolfsson, iinaiarrábherra
09:15 Kynning á MARIS
Dlrlc Petrat, Curopean Comm/ssion, DGIH/D/5
09:45 Kynninq á MARSOURCE
Albert Hiichter, Head of Sector DG XIV
Staðgreiðsluverð:
9.800 kr.
ITTO húsgögn
'mmdhsm
l
Ármúla 44 • sími 553 2035
Efnisflokkar og umræ&ur
11:00 Upplýsinqatækni i sjávarútvei
Raanar Bjartmarz, Tælcnival hf,
Rekjanleiki. UpplýsingaflæSi frá veiðum til sölu.
Maanus Maqnusson, ÚA.
Notkun upplýsingatækni í fiskvinnslu framtíðarinnar.
Mark White, The Marine Institute, Irland
Gagnkvæmt gildi upplýsingatækni fyrir sjávarútveg og yfirvöld.
14:30 Uinhverfisvernd hafsins me& upplvsingatækni
Jón Óiafsson, Hafrannsáknastofnun
Gagnabanki Alþjóða hafrannsóknaráðsins fyrir verndun hafsins.
Souli Latinen, VTT, Finnland
Gagnabanki um umhverfismál í Eystrasalti.
Gunnar Bragi Gudmundsson, Royal Greenland, Grænland
Umhverfisstefna og aðgerðir Royal Greenland.
12:15 Matarhlé
15:30
Kaffi
iSpfflS-
Hermann Kristjansson, Vaki hf.
Bio-scanner fyrir fiskeld! og þróunarmöguleikar þess.
Nick Yong, Fishlink, Bretland
Tölvutengd samskipti á Internetinu um framleiðslu, verð, gæði o.s.frv.
Melanie Mercer, Aquaculture Development Centre, Irland
Fræðsla og þjálfun i fiskeldi með njálp upplýsingatækninnar.
F. Weirowski, International Aquaculture Consulting, Þýskaland
Viðskipti og samskipti um fiskveiðar og fiskeldi á Internetinu.
15:45 Rafræn samskipti i siávarútvei
Ingvar Órn Guhjánsson, Reiknistofa fiskmarkaia.
Samskiptakerfi sem tengir veiðiskip við fiskmarkaði.
Lars Studstrup, Royal Greenland, Grænland
Samskiptakerfi sem tengir veiðiskip, landvinnslu á Grænlandi og
viðar um heiminn.
Suíoh Holmes, ViGA graup, Bretland
Informar verkefnið kynnt.
atækni i fiskeldi
13:15
Aigangseyrir kr. 1.500.-
Hádegisverhur innifalinn
16:45 - 17:15 Niðurstöður ■ Umræður
Grimur Valdimarsson, forstjóri Rannsóknastofnunar fiskihnaharins
Fundarstjóri: Hallgrimur Jónasson, forstjóri Iðntæknistofnunar
KE2
KYNNINGARMIDSTÖÐ
EVROPURANNSOKNA
Skráning hjá Ihntæknistofnun
sími: 587 7000 fax: 587 7409
Iðntæknistofnun Samstarfsvettvangur Sjávarútvegsog Iðnaðar Rannsóknastofnun Fiskiðnaðarins DG III ESB