Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ Fréttastofa Sjónvarps - ginn- ingarfífl eða handbendi? FYRIR nokkru varð ég þess heiðurs aðnjótandi að tvær sjónvarpsstöðv- ar gerðu embættisfærslu mína að umtalsefni, en umtalið var þó ekki ætlað mér til heiðurs. Með því að blanda saman óskyldum þáttum máls tókst þeim í samhljómi að láta líta svo út sem umboðsmaður al- þingis hefði sakfellt mig sem vond- an embættismann og þar að auki vondan mann sem hefði níðst á saklausum útlendingi og fjölskyldu hans. í sömu viku stóð fyrir dyrum rektorskjör í Háskóla Islands, og var ég einn af þeim sem sóttust eftir kjöri. Varla er hægt annað en sjá samband þama á milli, og spum- ingar vakna um vinnubrögð og til- gang fréttamanna sem um málið fjölluðu. Ég vona að mér verði virt til vorkunnar þótt mér þyki nokkm varða að gera grein fyrir málinu, eins og það horfir við mér, og ég ígeld að ekki verði hjá því komist að spytja spuminga um þá frétta- mennsku sem þama er á ferðinni og er svo sem ekki einsdæmi. Lektor sagt upp störfum I 11. grein laga um Háskóla Is- lands segir að engan sé heimilt að skipa lektorj dósent eða prófessor við Háskóla Islands nema að undan- gengnum hæfnisdómi. Þetta hefur einnig verið látið ná til ótímabund- innar ráðningar með þriggja mán- aða uppsagnarfresti, sem nú er að leysa skipun af hólmi. í tímabundn- ar lektorsstöður er ekki ráðið til Iengri tíma en sex ára, og að þeim loknum getur lektorinn ekki fengið ótímabundna ráðningu nema hann hafi áður fengið metna hæfni til að vera dósent. Rétt er að taka fram að hingað era ráðnir sendikennarar sem stundum eru metnir af stjórn- völdum í heimalandinu en stundum af háskóladeild hér. Fyrr á áram bar það við að menn væru ráðnir í lektorsstöður án auglýsingar frá ári til árs, en frá því um 1990 hefur heimspekideild gengið skipulega að því að auglýsa slíkar stöður, og hafa þá þeir sem áður gegndu þeim orðið að sækja um þær og keppa við aðra. Stefna Háskólans er að menn eigi að keppa þar um allar kennarastöður og að þeir einir fái ótímabundna ráðningu sem metnir hafi verið hæfír. Um þetta allt gilda reglur, og það er skylda deildarfor- seta og annarra stjómenda að sjá til að þær gangi jafnt yfir alla. Frá haustmisseri 1984 til ársloka 1990 var Aitor Eyþór Yraola ráðinn lektor í spænsku við heim- spekideild án auglýs- ingar og án hæfnismats frá ári til árs. Greiddi spænska ríkið þriðjung launa hans en Háskól- inn tvo þriðju. Á árinu 1990 lá fyrir að þeim ráðningarhætti yrði ekki haldið áfram, enda hafði Aitor þá sótt um framgang í dósents- stöðu. Heimspekideild átti um það að velja að láta starfí hans Ijúka þá strax eða samþykkja að hann fengi ótímabundna ráðn- ingu í lektorsstöðu í spænsku meðan metið væri hvort hann hefði dósents- hæfni. Rétt þótti að bíða hæfnis- mats, og í byijun árs 1991 fékk Aitor Eyþór ótímabundna ráðningu sem lektor með þriggja mánaða uppsagnarfresti með skírskotun til bókunar í kjarasamningi um rétt starfsmanna til ótímabundinnar ráðningar eftir ákveðinn tíma í tíma- bundnu starfí. Niðurstaðan af hæfn- ismatinu varð, skv. dómnefndaráliti 29. júlí 1991, að Aitor Eyþór hefði ekki dósentshæfni. Formaður dóm- nefndar var prófessor B.W. Ife, for- seti spænskudeildar King’s College í London. Þegar dómnefndarálit lá fyrir, hóf Aitor Eyþór gegnum lögfræðing sinn ákærar á heimspekideild fyrir að hafa staðið rangt að skipun dóm- nefndar og vefengdi dómnefndar- álitið. Háskólinn taldi rétt að bíða með uppsögn meðan kæramál hans væra óafgreidd. Kæramálum vegna dómnefndarinnar var svarað og vís- að frá af heimspekideild og háskóla- ráði, og hefur þáverandi forseti heimspekideildar, prófessor Þór Whitehead, gert nákvæma grein fyrir allri meðferð málsins í bréfí, dags. 21. jan. 1994, til lögfræðings Háskóla Islands, Gests Jónssonar hrl. Þegar sýnt þótti að ekkert tilefni væri til málshöfðunar og ekkert mundi verða úr henni, var málið rætt í deildarráði heimspekideildar, og var þar full samstaða um að ekki væri um annað að ræða en að segja Aitor Eyþóri upp þar sem hann hefði aldrei keppt um stöðu sína og aldrei fengið dóm um það að hann væri hæfur til að gegna henni. í samráði við starfsmanna- Vésteinn Ólason BJÓDDU EKKIINNBROTS ÞJÓFUNUM HEIM! ELFA-GRIPO þjófavarnar- og öryggiskerfi fyrir heimili, stofnanir og fyrirtæki. ELFA-GRIPO kerfin hafa hlotið hin eftirsóttu Ideal Home verðlaun og eru samþykkt af viðurkenndum eftirlits- og tæknistofnunum i Evrópu. Við bjóðum þráðkerfi frá kr. 11.610, þráðlaus kerfi frá kr. 22.100, úti- og innisírenur, reykskynjara, blikkljós, símhringibúnað, fjarstýringar o.m.fl. Leitið upplýsinga, við veitum tækniráðgjöf og önnumst uppsetningu. Söluaðilar: Póllinn Isafirði • Ljósgjafinn, Akureyri • Öryggisgæslan, Höfn stjóra og lögfræðing Háskólans var honum skrifað uppsagnarbréf, dags. 6. febrúar 1995, og tekið fram að starfslok yrðu 1. ágúst s.á. Þessum tveimur lögfræðingum bar saman um að forseti heimspekideildar, þ.e. undirritaður, ætti að skrifa undir bréfið, og minnist ég að hafa sér- staklega spurt um það. Samkvæmt eindregn- um tilmælum Gests Jónssonar voru ekki gefnar skýringar á uppsögninni í bréfinu. Aitor Eyþór var í rannsóknaleyfí á vormisseri 1995, en rétt er að taka fram að kennari í rannsókna- leyfí er í vinnu, hvort sem hann dvelst á vinnustað eða erlendis, og hvorki hafði deildarforseti fengið neina tilkynningu um þetta leyfi né dvalarstað starfsmannsins fyrr en eftir að ákvörðun um uppsögnina hafði verið tekin og skorarformaður tjáði honum að kennarinn væri staddur erlendis. Tekið var fram í uppsagnarbréfinu að kennaranum væri heimilt að sækja um stöðu við deildina sem fljótlega yrði auglýst og væntanlega veitt frá 1. ágúst. Þegar lögfræðingur hans óskaði eftir skýringum, gaf ég þær, enda var ég frá upphafi ósáttur við að senda uppsagnarbréfíð skýringa- laust. Háskólinn greiddi ferðakostn- að Aitors Eyþórs til og frá íslandi til að auðvelda honum að undirbúa umsókn sína. Þegar staðan var auglýst og dómnefnd skipuð var þess vandlega gætt að skilgreining stöðunnar yrði ekki Aitor Eyþóri í óhag. Meirihluti dómnefndar var skipaður í samráði við forstöðumann deildar rómanskra mála við Kaupmanna- hafnarháskóla. Tveir umsækjendur vora dæmdir hæfir af dómnefnd án þess að gert væri upp á milli þeirra, Margrét Jónsdóttir MA og dr. Aitor Eyþór Yraola. Leitað var álits skor- ar rómanskra mála, og var það samhljóða niðurstaða hennar að mæla með Margréti. Deildarfundur ijallaði síðan um málið, og í leyni- legri atkvæðagreiðslu fékk Margrét meirihluta atkvæða. Lögmaður dr. Yraola kærði málið til Háskólaráðs, m.a. á þeirri forsendu að forseti heimspekideildar hefði ekki mátt segja upp starfsmanni sem ráðinn hafði verið af menntamálráðherra. Kæru þessari var vísað frá Háskól- tii 'StS Einar Farestveit & Co. hf. Borgartúni 28 tr 562 2901 og 562 2900 Biddu um Banana Boat ef þú vilt spara 40-60% Þegar þú kaupir Aloe Vera gel. □ Hvers vegna aS borga 1200 kr. fyrir kvartlítra af Aloe geli þegar þú getur fengið sama magn af Aloe Vera geii frá Banana Boat á um 700 kr eða tvöfalt meira magn af Banana Boat Aloe Vera geli á 1000kr. O Hvers vegna aö bera á sig 2% af rotvarnarefnum þegar þú getur fengið 99,7% (100%) hreint Banana Boat Aloe Vera gel? □ Banana Boat næringarkremið Brún-án-sólar i úðabrúsa eóa með sólvöm 18. O Stýrðu sólbrúnkutóninum með t.d. hraðvirka Banana Boat dökksólbrúnkuoliunni eða -kreminu eða Banana Boat Golden oliunni sem framkallar gyllta brúnkutóninn. □ Hefur þú prófað Naturica húðkremin sem allir eru að rala um, uppskrift Birgittu Klemo, eins virtasta húðsérfæðings Norðurtanda ? Naturica Ört-krám og Naturíca Hud-krám. Banana Boat og Nalurica lást i sólbaðsstofum, apótekum, snyrtiv. verslunum og öllum heilsubúðum utan Reykjavíkur. 8anana Boat E-gelið fæst lika hjá Samtökum psoriasis-og exemsiúklinqa.__________________________________ Heilsuval - Barónsstíg 20 n 562 6275 Varla getur nokkur maður verið svo skyni skroppinn, segir Vé- steinn Olason, að sjá ekki að fréttaflutningur Sjónvarpsins og Stöðvar 2 hafði það að markmiði að skaða mig í rektors- kosningum. aráði sem taldi að rétt hefði verið staðið að málinu. Kæran var þá send til menntamálaráðuneytis, sem 18.9. 1995 úrskurðaði að rétt hefði verið staðið að uppsögninni, og skrifar Björn Bjarnason mennta- málaráðherra undir þann úrskurð. Uppsögnin var þannig gerð í sam- ræmi við ráð lögfræðings Háskól- ans og aðferðin samþykkt á öllum stigum stjórnkerfisins, þ.á m. af æðsta yfirmanni menntamála. Málið var þá kært til Umboðs- manns Alþingis sem í bréfi sínu 20. mars sl. lýsir gangi þess rækilega. Hann tekur enga afstöðu til þess hvort uppsögnin hafi verið réttmæt eða hvort kærandanum hafi verið gert rangt til við ráðningu í þá stöðu sem auglýst var frá 1. ág. 1995. Hann telur hins vegar að skoðun stjórnkerfisins á því hver eigi að undirrita uppsagnarbréf sé röng og að menntamálaráðherra hefði átt að undirrita bréfið. Ef menn vilja finna einhvern sökudólg í þessu máli, hlýtur það að vera lögfræðing- ur Háskólans og lögfræðingar Menntamálaráðuneytis. Þetta kem- ur mjög skýrt fram í bréfi Umboðs- manns til háskólarektors sem undir- ritað er 20. mars 1997. Hvorki háskólarektor, Sveinbjöm Björns- son, né núverandi forseti heimspeki- deildar, Páll Skúlason, sem fékk afrit af því frá rektorsskrifstofu, sáu ástæðu til að senda mér afrit af bréfí umboðsmanns né kynna mér efni þess, og hafa því væntan- lega ekki talið að sakir væru þar bornar á mig persónulega. Engum yfirmanni er ljúft að segja upp starfsmanni. Ég hafði engin persónuleg kynni haft af Aitori Ey- þóri og hafði engar ástæður til að íþyngja honum á nokkurn hátt. Ákvörðun deildarráðs um að auglýsa stöðu hans var gerð í framhaldi af samþykkt deildarráðs 20. jan. 1990 og samþykkt ráðningarnefndar deildarinnar í janúar 1993, báðar gerðar áður en ég varð deildarfor- seti. Þessi stefna deildarinnar, sem ég framfylgdi með uppsagnarbréf- inu, er byggð á lögum um Háskóla íslands og á jafnræðisreglu. Það hlýtur að vera hagur Háskólans og stúdenta hans að hæfni allra kenn- ara sé metin með sambærilegum hætti. í meðferð stöðumálsins, sem á eftir fylgdi, reyndi ég að gæta þess að ekki væri hallað á Aitor Eyþór á nokkurn hátt, en deildarfor- seti getur ekki haft áhrif á atkvæða- greiðslu í deild og á ekki að gera það. Fréttahaukar ranka við sér Ekki virðist bréf umboðsmanns hafa vakið mikla athygli fréttamiðla fyrsta hálfa mánuðinn eftir að það var sent, en 13. og 14. apríi, örfáum dögum fyrir rektorskjör, tóku frétta- stofur sjónvarpsstöðvanna heldur betur við sér. Bylgjan og Stöð 2 hömuðust á málinu mánudaginn 14. apríl - e.t.v. lengur, ég fylgist ekki vel með á þeim bæjum - og frétta- stofa Sjónvarps fjallaði um það í áttafréttum 13. og 15. apríl. í sím- tali fréttamanns sjónvarps við mig 13. apríl hafði hún meiri upplýsingar en koma fram í bréfí umboðsmanns, þ.á m. rangar staðhæfíngar um van- hæfí þess umsækjanda sem fékk tímabundna lektorsstöðu í spænsku haustið 1995. Yfírleitt er það eftir- tektarvert hve mikill .samhljómur er i þeim upplýsingum sem báðar fréttastofumar birta umfram það sem kemur fram í bréfí umboðs- manns. Kristínar þáttur Þorsteinsdóttur Seinnihluta dags sunnudaginn 13. apríl, nálægt kl. 4 að mig minnir, hringdi heim til mín Kristín Þorsteinsdóttir frá fréttastofu sjón- varps og óskaði eftir að fá að koma og taka við mig viðtal um bréf umboðsmanns. Ég sagði, sem satt var, að ég hefði ekki séð bréfið, bað um að fá það sent og sagðist þá skyldi koma í viðtal daginn eftir. Fréttamaður sótti fast að fá mig strax til viðtals en ég neitaði, og tali okkar lauk þannig að ég taldi að hún mundi fresta umfjöllun til næsta dags. Rétt er að taka fram að gögn í málum þessum eru mikil að vöxtum og mikilvægt að fara rétt með öll málsatvik, en augljóst var að fréttamaður hafði áhuga á að ræða aðdraganda að uppsögn- inni og ráðningu nýs lektors ekki síður en niðurstöðu umboðsmanns. Mér fannst því nauðsynlegt að búa mig vandlega undir viðtal um málið. Ég varð mjög undrandi þegar Kristin kom með málið í fréttum sama kvöld. Þar var frá því skýrt að Vésteinn Ólason hefði sagt upp spænskum lektor og umboðsmaður hefði úrskurðað uppsögnina ólög- lega en síðan vikið að högum dr. Yraola og fjölskyldu hans. Stutt símaviðtal var þar einnig við há- skólarektor. Það má kalla furðulegt að svo mikið skyldi liggja á að koma á dagskrá slíku máli, sem þó hafði beðið umfjöllunar um skeið, að fréttamaður gat ekki beðið einn dag eftir viðtali við mig. í fréttinni var málið túlkað á mjög viilandi hátt, þótt fréttamaður mætti vita betur eftir að hafa lesið bréf umboðs- manns og heyrt svör mín við spurn- ingum, sem hún bar upp, þótt ég vildi ekki láta hafa neitt eftir mér fyrr en ég hefði kannað gögnin. Seint á mánudegi fékk ég stund aflögu frá kennslu og fundahöldum og hringdi þá til fréttastofu til að biðja um að fá að tjá mig um mál- ið. Helgi H. Jónsson, sem þá var á vakt, sagði mér að það væri of seint þann dag, en skyldi gert daginn eftir. Þann dag, daginn fyrir rekt- orskjörið, kom Kristín Þorsteins- dóttir á skrifstofu mína og svaraði ég öllum spurningum hennar um málið. Ég gerði auðvitað ekki ráð fyrir að allt viðtalið kæmi í frétt- inni, en mikil var undrun mín þegar ég sá að hún hafði klippt úr því kjarna málsins, stuttorðar skýring- ar mínar á því atriði sem umboðs- maður gerir ágreining um við stjórnkerfið. Fréttamaður blandaði enn vísvitandi saman réttmæti upp- sagnarinnar og því formsatriði sem umboðsmaður finnur að og ég get ómögulega talið mig bera sök á. Varla getur nokkur maður verið svo skyni skroppinn að sjá ekki að fréttaflutningur Sjónvarpsins og Stöðvar 2 þessa daga hafði það að markmiði að að skaða mig í rektors- kosningum. Engin leið er að meta hvaða árangur það bar, enda skipt- ir það nú ekki máli. Hitt skiptir máli að vita hvort fréttamenn Ríkis- útvarps eða yfirboðarar þeirra reyna að blanda sér í rektorskosn- ingar í Háskóla íslands eða láta nota sig til að ófrægja einstaka frambjóðendur. Á mig leitar þessi spurning: Gekk Kristín Þorsteins- dóttir vísvitandi erinda einhverra úti í bæ sem töldu sig eiga hags- muna að gæta, eða hefur hún látið einhvern slíkan hafa sig að ginning- arfífli? Ef hún getur gefið aðra skýringu, þætti mér fróðlegt að sjá hana. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.