Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 51
AT VIIM IM U -
AUGLÝSINGAR
Matreiðslumaður
óskar eftir vinnu á landsbyggðinni. Mikil
reynsla. Er reglusamur og hæfileikaríkur.
Upplýsingar í síma 552 6085 á daginn.
Matreiðslumann
vantar strax. Óskum eftir að ráða ungan mat-
reiðslumanntil starfa nú þegar. Góð laun í
boði fyrir hugmyndaríkan matreiðslusnilling.
Umsóknir leggist inn á afgreiðslu Mbl. merktar:
„M — 711" fyrir 30. apríl.
Land óskast til kaups
Óska eftir að kaupa landskika á Suður- eða
Vesturlandi. Stærð 5—10 hektarar eða eftir
nánara samkomulagi. Æskileg vegalengd frá
Reykjavík um 100 km að hámarki.
Áhugasamir leggi inn upplýsingará afgreiðslu
Mbl., merktar: „Land — 708"
VEIÐI
Straumar í Hvítá
Nokkrir lausir laxveiðidagar í sumar
óráðstafaðir.
Upplýsingar í síma 554 2059, Sigurður.
Tilboð óskast
Knattspyrnusamband íslands auglýsir
eftir tilboðum í eftirfarandi:
1. Veitingasölu á Laugardalsvelli.
2. Öryggisgæslu á Laugardalsvelli.
3. Miðasölu á Laugardalsvelli.
Um er að ræða veitingasölu, öryggisgæslu
og miðasölu á alla viðburði á Laugardalsvelli
skv. nánari lýsingu á útboðsgögnum, sem lögð
verða fram á skrifstofu KSÍ í Iþróttamiðstöðinni
í Laugardal frá og með 25. apríl.
ÝMISLEGT
.* <k\ Styrkir til
*yö* ungmennaskipta
* * * „Ungt fólk í Evrópu"
Ungtfólk f evRÓru
Verkefnið „Ungtfólk í Evrópu" er verkefni á
vegum Evrópusambandsins og Evrópska efna-
hagssvæðisins (ESB/EES). Því er ætlað að efla
ungmennaskipti milli Evrópulanda. Markmið
ungmennaskiptanna erfyrst og fremst að
kynna ungu fólki menningu annarra Evrópu-
þjóða og efla víðsýni þess og þekkingu á
evrópskri menningu. „Ungt fólk í Evrópu",
UFE á íslandi er verkefni á vegum menntamál-
aráðuneytisins og íþrótta- og tómstundaráðs
Reykjavíkur.
Verkefnið skiptist í 5 meginflokka: A, B, C, D
og E, sem sumir skiptast í undirflokka:
Flokkur A: Samskipti ungs fólks í Evrópu.
Flokkur B: Leiðbeinendur í æskulýðs-
starfi.
Flokkur C: Samvinna milli stofnana aðild-
arríkjanna.
Flokkur D: Ungmennaskipti við lönd utan
Evrópusambandsins.
Flokkur E: Upplýsingar fyrir ungt fólk og
kannanir á sviði æskulýðsmála.
Algengustu ungmennaskipti eru milli tveggja
Evrópulanda. Skipulagðir hópar ungmenna
(10-15 manns) geta sótt um styrki til ungmenna-
skipta. Einstaklingar eru ekki styrktir.
Tveir svipað stórir hópar ungmenna koma sér
saman um verkefni/þema sem þeirvinna með
og verkefnið varir í 1-3 vikur.
Mögulegt er að fá styrk, sem nemur allt að 50%
af kostnaði við verkefnið, hvort sem um er að
ræða ferð eða móttöku.
Ekki eru veittir styrkirtil námsferða eða sam-
starfsverkefna skóla, til leiklistarhátíða, íþrótta-
móta, ráðstefna né skemmtiferða.
Stjóm UFE-verkefnisins á íslandi úrskurðar um
hæfni umsókna og ákveður styrkupphæðir.
Landsskrifstofa UFE minnir á að næsti um-
sóknarfrestur vegna ungmennaskipta er
1. maí fyrir verkefni, sem framkvæma skal
á tímabilinu 1. júlí-30. nóvember 1997.
Nánari upplýsingar:
Landsskrifstofa „Ungt fólk í Evrópu",
Aðalstræti 2, 101 Reykjavík,
sími 552 2220,
bréfsími 562 4341,
netfang ufe@centrum.is
DSKAST KEVPT
Notaðar trésmíðavélar
Erum að leita að eftirfarandi notuðum
trésmíðavélum fyrir viðskiptavin okkar:
• Kílvél 5—6 hausa
• TEGLE gluggatöppunarvél.
• Glussa rammapressu.
Hegas ehf., véladeild,
Smiðjuvegi 8, 200 Kópavogi,
sími 567 0010, fax 567 0032.
TILKYNNINGAR
LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ
Tollkvótar vegna
innflutnings á blómum
Með vísantil 53 gr. laga nr. 99/1993 umfram-
leiðslu verðlagningu og sölu á búvörum, sbr.
breytingu með lögum nr. 87/1995 og með vís-
an til reglugerðar dags. 22. apríl 1997, er hér
með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta fyrir
eftirfarandi innflutning:
Vara Timabil Vörum. Verðtollur Magnt.
Tollnr. *<g- % kr./kg.
0602.9093 Aðrar pottaplöntur 01.05.-
t. og m. 1 m á hæð 30.09.97 2.200 30 0
0603.1009 Annars 01.05.-
(afskorin blóm) 30.09.97 3.300 30 0
Skriflegar umsóknir skulu sendar bréfleiðis
eða með símbréfi til landbúnaðarráðuneytis-
ins, Sölvhólsgötu 7,150 Reykjavík, og skulu
hafa borist fyrir kl. 15.00 mánudaginn 28. apríl
1997.
Landbúnaðarráðuneytið,
22. apríl 1997.
A
Carrier bílkæli- og
frystibúnaður og tæki
til landflutninga
Opið hús föstudag og
laugardag 25. og 26. apríl
Komið og fáið tæknilegar upplýsingar og ráð-
gjöf hjá bæði innlendum og erlendum sérfræð-
ingum okkar. Sölustjóri Carrier í Danmörku
verður á staðnum. Allt sem þig vantar að vita
um bílkæli- og frystibúnað á einum stað.
Verið velkomin á Eirhöfða 14, s. 587 8088.
TILBOÐ / ÚTBO.O
G
Landsvirkjun
Útboð
Sandblástur og málun
Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í
sandblástur og málun í samræmi við útboðs-
gögn SOG-11. Verkið innifelur sandblástur og
málun á þrýstipípum, sniglum og sográsum
vatnsvéla Ljósafossstöðvar, samtals um 2300
fermetrar. Verkið skal vinna á tímabilinu júní
til september 1997.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá
og með föstudeginum 25. apríl 1997 gegn óaft-
urkræfu gjaldi að upphæð krónur 3.000 m. vsk
fyrir hvert eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, til opnunar
20. maí 1997 kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er
heimilt að vera viðstaddir opnunina.
KSÍ auglýsir eftir starfsmanni á Laugardalsvöll
Leitað er að starfskrafti til að sinna þrifum,
minni háttar viðhaldi og húsvörslu. Fastur
vinnutími 8—17 á virkum dögum og á leikjum
og mótum. Skriflegum umsóknum skal skilað
á skrifstofu KSÍ fyrir 3. maí.
Nánari upplýsingar veitir Jóhann Kristinsson
í síma 581 4444.
Þá auglýsir KSÍ til leigu húsnæði sitt í íþrótta-
miðstöðinni í Laugardal frá og með 1. júlí nk.
Um er að ræða 240 fm sérhæð í byggingu II
(efsta hæð í þriggja hæða byggingu). Fögur
útsýn og næg bílastæði.
Upplýsingargefurframkvæmdastjóri í síma
581 4444.
FEROIR / FERÐALÖG
Verkfræðingafélag íslands efnir til
skoðunarferðar fyrir félagsmenn í
Hvalfjarðargöng á morgun föstudag
25. apríl.
Farið verður í rútu frá Verkfræðingahúsi.
Mæting kl. 15.30.
í bakaleið verður móttaka í Grundarhverfi í
boði ístaks og Fossvirkis.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku sem fyrst.
Stjórn VFÍ.
KENNSLA
t
TÓNUSMRSKÓU
KÓmOGS
Innritun á kynningarnámskeið forskóla fyrir
6 og 7 ára börn stendur yfir.
Kennsla hefstföstudaginn 2. maí og lýkur
þriðjudaginn 13. maí. (Kennsludagar 2., 6., 9.
og 13. maí).
Skólagjald, kr. 2000, greiðist við innritun.
(Blöð og skriffæri innifalin).
Tekið á móti umsóknum á skrifstofu Tónlistar-
skóla Kópavogs, Hamraborg 11, 2. hæð,
kl. 9-12 og 14-16. Sími 554 1066.
HÚSNÆÐI ÓSKAST
Húsnæði á landsbyggðinni
Listafólk óskar eftir (ódýru) húsnæði á lands-
byggðinni.
Æskilegt að borga með málverkum.
Má gjarnan vera sveitabær.
Upplýsingar í síma 462 2084 frá kl. 20—22.
Sérbýli óskast til leigu
Óskum eftir að leigja í Reykjavík lítið einbýlis-
eða raðhús, sérhæð eða efstu hæð í blokk.
Skilvísum greiðslum og góðri umgengni heitið.
Þrjú fullorðin í heimili. Við reykjum ekki.
Upplýsingar í síma 898 4563.