Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 55

Morgunblaðið - 24.04.1997, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 55 FRÉTTIR Opið hús Tölvu- háskóla VÍ TÖLVUHÁSKÓLI VÍ verður með opið hús í Verzlunarskólanum, Of- anleiti 1, laugardaginn 26. apríl nk. kl. 14-18. Kennarar verða til viðtals við væntanlega umsækjendur og nem- endur skólans kynna námið, verk- efnavinnu og búnað skólans. Til sýnis verður líkan af framtíðarhús- næðj Tölvuháskólans við Ofanleiti 2. Áætlað er að taka nýja hús- næðið í notkun haustið 1998. Tölvuháskólinn býður upp á tveggja ára nám í kerfisfræði. Skólinn tók til starfa í janúar 1988 og á starfstíma skólans hafa út- skrifaðst yfir tvö hundruð kerfis- fræðingar sem eru við störf í hug- búnaðariðnaði og öðrum greinum þar sem kerfisfræðiþekking þeirra nýtist. Kerfisfræðingar TVÍ eiga að hafa þekkingu og þjálfun til þess að geta unnið við öll stig hugbúnað- argerðar, annast notendaþjónustu og haft umsjón með rekstri tölvu- kerfa. Þekking þeirra nýtist einnig við skipulagningu og umsjón tölvu- væðingar hjá fyrirtækjum, við kennslu og þjálfun starfsfólks og við markaðs- og sölustörf í hugbún- aðariðnaði. Innritun í Tölvuháskólann hefst 26. apríl og stendur yfir til 16. júní. Kvikmyndasýning hjá Alliance Fran^aise ALLIANCE Frangaise sýnir á morgun í húsakynnum sínum, Aust- urstræti 3 (við Ingólfstorg), kl. 20.30 frönsku myndina „Le maitre des éléphants". „Myndina gerði Patrick Gran- perret árið 1995 og er hún nær eingöngu tekin í Afríku og þykir raunsönn lýsing á lífi fólks þar. Gaaroubier (Jacques Dutronc) er vörður á friðlandi fíla. Hann fær Martin (Erwin Baynaud) 12 ára son sinn frá París eftir að móðir hans deyr en drengurinn hefur aldrei séð föður sinn fyrr og þarf því að kynn- ast föður sínum um leið og nýju föðurlandi. Á sama tíma steðja mörg vandamál að á stóru friðland- inu, það alvarlegasta þegar fílar taka að týna tölunni,“ segir í frétta- tilkynningu. Myndin er sýnd ótextuð en að- gangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Fyrirlestur um löður REYNIR Axelsson, dósent í stærð- fræði, flytur laugardaginn 26. apríl fyrirlesturinn Löður: Sápukúlur og stærðfræði. Fyrirlesturinn er sá sjö- undi í fyrirlestraröðinni Undur ver- aldar sem haldin er á vegum Raun- vísindadeildar Háskólans og Holl- vinafélags hennar. Þar verður varpað fram eftirfar- andi spurningu: Hvers vegna eru sápukúlur og sápuhimnur í laginu eins og raun ber vitni? Leitin að stærðfræðilegu svari hefur kallað á margskonar nýstárleg hugtök og vak- ið upp margar aðrar spumingar sem hefur reynst undarlega erfítt aðsvara, segir í fréttatilkynningu frá HÍ. Fyrirlesturinn hefst kl. 14 í sal 3 í Háskólabíói. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Námskeið í tónunartækni TVÖ helgarnámskeið um tónunar- tækni og hreyfingu verða helgin 25. -27. apríl og 16.-19. maí. Fyrra námskeiðið verður haldið í húsa- kynnum Söngsmiðjunnar en það seinna í Nesvík, Kjalarnesi. „Þessi námskeið eru fyrir alla sem eru tilbúnir til að gera breyt- ingu á lífi sínu á skemmtilegan hátt,“ segir í fréttatilkynningu frá Söngsmiðjunni. Stjórnendur nám- skeiðsins verða Esther Helga, Uriel West og Steini Hafsteinsson. Fyrra námskeiðið er haldið 25., 26. og 27. apríl og það síðara verð- ur 16., 17., 18. og 19. maí. Upplýs- ingar í Söngsmiðjunni. Ma-Uri dansnudd NORSK kona, Anne Marie Olafsen, verður dagana 23.-27. apríl í heim- sókn hér á landi í því skyni að kynna Islendingum nýstárlega tegund af nuddi; dansnudd, sem upprunnið er meðal maóría í Pólýnesíu. Hún mun halda fyrirlestur og bjóða upp á nudd. Anne Marie Olafsen er löggiltur nuddari og kennari í Ma-Uri nuddi og heldur fyrirlestur og sýnikennslu í pólýnesískri heilun og Huna-heim- speki í Jógastöðinni Heimsljósi, Ár- múla 15, laugardaginn 26. apríl kl. 14.30. Þangað eru allir velkomnir. Tískusýning- í Kolaportinu RUT Hermannasdóttir sýnir fatnað með blönduðum áhrifum úr nútíma- tísku og allt aftur til aldamóta. Markaðstorg Kolaportsins verður opið sumardaginn fyrsta kl. 11-17 og þar verða að venju hátt í 200 seljendur með varning. í tilefni fyrsta dags sumars kemur í heim- sókn Rut Hermannsdóttir fata- stílisti en hún tók þátt í Facette fatahönnunarkeppninni sem haldin var 8. febrúar sl. og hafnaði í 2. sæti. Hún var einnig með kjóla í Inter Coiffure hárgreiðslukeppn- inni. Rut verður með sýningar á fatnaði sínum í austurenda Kolap- ortsins kl. 14 og 16. Listsköpun leikskólabarna í Perlunni ÁTTA leikskólar í Reykjavík halda sýningu á listaverkum barna í Perl- unni laugardaginn 26. og sunnu- daginn 27. apríl. Sýningin verður opin frá klukkan 10-18 báða dagana. Leikskólarnir sem í hlut eiga eru Múlaborg, Stakkaborg, Efrihlíð, Hlíðaborg, Nóaborg, Hamraborg, Sólborg og Álftaborg. Öll börn sem eru í vistun á leik- skólunum eiga myndir á sýning- unni. Börn frá leikskólunum átta munu koma fram og skemmta með söng á laugardeginum. Sumarbúðir þjóðkirkjunn- ar á Núpi í Dýrafirði SUMARBÚÐIR þjóðkirkjunnar verða starfræktar á Núpi í Dýra- firði í sumar á vegum Æskulýðs- Hátíðahöldin sumardaginn fyrsta í Garðabæ SKÁTAR úr Skátafélaginu Vífli sér um dagskrá í Garðabæ eins og undanfarin ár. Sumardagurinn . fyrsti er afmælisdagur félagsins og í ár verður haldið upp á 30 ára afmæli þess. Klukkan 11 verður fánaathöfn við Garðakirkju og strax að henni iokinni verður skátamessa í Garða- kirkju. Þetta verður síðasta skáta- messan í umsjá séra Braga Friðriks- sonar og eru yngri sem eldri skátar hvattir til að koma og þakka honum fyrir samstarfið. Ræðumaður dags- ins verður Kristín Hólm. Klukkan 14 leggur skrúðgangan af stað frá mótum Vídalínskirkju og mun blásarasveit Garðabæjar sjá um að allir gangi í takt. Skátar úr Vífli munu ganga fyrir göngunni með fánaborg. Gengið verður niður Hofsstaðabraut niður á Bæjarbraut og sem leið liggur að útisvæðinu við Hofsstaðaskóla. Við Hofsstaðaskóla verður mikið um dýrðir. Blásarasveitin leikur nokkur lög og gestir boðnir vel- komnir og afmælis- og hátíðardag- skrá hefst. Þrautabraut verður á túninu og koddaslagurinn verður á staðnum. Að auki verður hin árlega kaffisala Vífils. Skátamessa í Hallgrímskirkju SKÁTAMESSA verður í Hallgríms- kirkju á sumardaginn fyrsta og hefst hún kl. 11 f.h. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson mun þjóna fyrir altari og predikari verður Þorsteinn Pétursson, félagsforingi skátafé- lagsins Klakks á Akureyri. Organ- isti verður Hörður Áskelsson. Skáta- kórinn undir stjóm Steingríms Þór- hallssonar mun leiða sönginn. Að aflokinni messu verður selt kaffi í sal Skátasambands Reykja- víkur á 3ju hæð Skátahússins við Snorrabraut 60. Skrúðganga Skátar munu að venju ganga í skrúðgöngu frá Skátahúsinu eftir Snorrabraut niður Laugaveg og síðan upp Skólavörðustíg að Hall- grímskirkju. Skrúðgangan leggur af stað kl. 10. Sumardagurinn fyrsti í Kópavogi SKÁTAMESSU frá Kópavogskirkju verður útvarpað kl. 11. Prestur er sr. Ægir Sigurgeirsson og ræðu- maður Páll Gíslason, fyrrverandi skátahöfðingi. Skátakór syngur. Skrúðganga verður frá Mennta- skólanum í Kópavogi að íþróttahús- inu Digranesi kl. 13.30. Fánaborg skáta og Skólahljómsveit Kópavogs fara fyrir göngunni. Skemmtun verð- ur í íþróttahúsinu Digranesi kl. 14. Á dagskrá verða m.a. atriði úr Latabæ, dansatriði frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar, fimleikar frá Gerplu og atriði úr Litla Kláusi og Stóra Kláusi. Kaffisala Skátafélagsins Kópa og kvenskátasveitarinnar Urtna verður í Félagsheimili Kópavogs fyrstu hæð frá kl. 15-17. Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn OPIÐ verður í Fjölskyldu- og hús- dýragarðinum sumardaginn fyrsta frá kl. 10-18. Atriði úr Litla Kláusi og Stóra Kláusi, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu, verður í Kaffi- húsinu kl. 13.30. Fuglaverndarfé- lag Islands verður með sýningu á uppstoppuðum fuglum frá kl. 14-17 í tjaldinu við Kaffihúsið og einnig verður gestum boðið upp á fuglaskoðunarferð um Garðinn. Ungviðum dýranna fer nú óðum fjölg-andi og eru í Garðinum nú fjór- ir kiðlingar, tvö lömb og þrettán grísir. Nokkur leiktæki verða sett út í Fjölskyldugarðinn þennan dag í prufukeyrslu fyrir sumarið ef veð- ur leyfir. Kaffíhúsið er opið á sama tíma og Garðurinn. Aðgangseyrir 0-5 ára ókeypis, 6-16 ára 100 kr. og 200 kr. fyrir fullorðna. Hátíðahöld í Hafnarfirði ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar og Leikfélag Hafnar- fjarðar standa fyrir leiksýningu fyr- ir börn sem gerð er upp úr fræg- ustu verkum Thorbjörns Egner s.s. Dýrunum í Hálsaskógi, Karíusi & Baktusi, Síglöðum söngvurum og Kardemommubænum. Leikstjóri er Ásdís Þórhallsdóttir. Skrúðganga og víðavangshlaup LAGT verður af stað í skrúðgöngu frá Skátaheimilinu Hraunbyrgi kl. 10 þar sem gengið verður út Flata- hraun, Álfaskeið, niður hjá Sólvangi og loks Lækjargötuna þar til komið verður niður að Hafnarfjarðarkirkju en þar hefst skátamessan kl. 10.40. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fer fram í dag og er keppt í öllum aldursflokkum. Hlaupið hefst á Víðistaðatúni kl. 13 og verður hlaupið um Víðistaðasvæðið. Allir keppendur fá verðlaunapeninga. Sigurvegarar í flokkum fá farand- bikara. Verðlaun eru gefin af Hafn- arfjarðarbæ. Ekkert þátttökugjald. Kaffihlaðborð hjá Veginum Á sumardaginn fyrsta verður kaffi- hlaðborð fyrir íjölskylduna frá kl. 14-18 í húsnæði Vegarins að Smiðjuvegi 5 í Kópavogi. Allur ágóði rennur óskiptur til að byggja salernisaðstöðu og bað- herbergi á heimili Litlu ljósanna á Indlandi. ABC-hjálparstarf rekur þar hjálparstarf og er verið að ljúka byggingu fyrir 610 munaðarlaus og yfirgefin börn. Þetta heimili er alfarið byggt og rekið með fé frá íslandi, segir í fréttatilkynningu. Kaffisala Bandalags kvenna Á VEGUM Bandalags kvenna í Reykjavík verður kaffisala (hlað- borð) í safnaðarheimili Bústaða- kirkju á sumardaginn fyrsta kl. 15. Tískusýning, barnahappdrætti og músin kemur og skemmtir börn- unum. Kaffísala Vatnaskógar I DAG, sumardaginn fyrsta, hefst kaffisala Skógarmanna kl. 14 í húsi KFUM og KFUK við Holta- veg, skammt norðan við fjölskyldu- garðinn í Laugardal. Kaffisalan er til styrktar sumar- búðunum í Vatnaskógi sem Skógarmenn KFUM hafa starfrækt í tæp 75 ár. Að þessu sinni mun allur ágóði renna til framkvæmda við nýjan svefnskála í Vatnaskógi sem leysa mun af hólmi gamla vinnuskúra frá Búrfellsvirkjun sem notaðir hafa verið sem gistiaðstaða „til bráðabirgða" í tæp 30 ár. Kaffisala skáta í Kópavogi SKÁTAFÉLAGIÐ Kópur og kvennadeildin Urta halda sína ár- legu kaffisölu í Félagsheimilinu í Kópavogi frá kl. 15-17. Hlaðborð verður á boðstólum. Hátíðahöld í Breiðholti SUMARDAGURINN fyrsti í Breið- holti hefst á Breiðholtshlaupi við ÍR heimilið, því næst eru tvær skrúðgöngur sem leggja af stað kl. 13.30, önnur frá Hólabrekku- skóla og hin frá verslunarhúsinu Seljabraut 54. Að þeim loknum hefst dagskrá i félagsmiðstöðvun- um Fellahelli og Hólmaseli. í félagsmiðstöðvunum verður margt til gamans gert s.s. Taekwon do sýning, Furðufjölskyldan og fjöl- listamaður líta í heimsókn, hljóm- sveitin Triumphant Warriors spilar og margt fleira. Að lokinni dagskrá í félagsmiðstöðvunum eða kl. 16 hefjast Breiðholtsleikar á Leiknis- vellinum með tilheyrandi leikjum og fótbolta. Kl. 20.30 verður poppmessa í Fella- og Hólakirkju þar sem ungir tónlistarmenn koma fram. SKRÚÐGÖNGUR setja svlp sinn á sumardaginn fyrsta í ár eins og endranær. sambands vestfirskra safnaða, ÆSK VEST. Tveir flokkar verða í boði fyrir börn á aldrinum 7-12 ára og standa þeir sex daga í senn. F'yrri flokkurinn hefst sunnudaginn 29. júní og sá síðari hefst sunnudag- inn 6. júlí. Svæðið í grennd við Núp býður upp á fjölbreytta útiveru. Farið verður í gönguferðir, fjöruferðir, leiki og íþróttir. Daglega eru morg- unbænir í kirkjunni og fræðslu- stundir eru um guðs orð og kennd- ar bænir. Kvöldvökur eru þar sem þátttakendur fá að láta reyna á leik- og sönghæfileika sína. Sumar- búðarstjórar verða Dagný Halla Tómasdóttir og Sveinn Bjarki Tóm- asson, einnig munu sóknarprestar á Vestfjörðum taka þátt í sumar- búðastarfinu. Upplýsingar og skráningu annast sr. Flosi Magnússon prófastur og sr. Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur. ■ REYKJA VÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir námskeiði í almennri skyndihjálp mánudaginn 29. apríl nk. kl. 19-23. Aðrir kennsludagar eru 30. apríl og 6. maí. Námskeið- ið telst vera 16 kennslustundir og verður haldið í Ármúla 34, 3. hæð. Námskeiðið er opið öllum 15 ára og eldri. Sérstaklega er vænst þátttöku ungra ökumanna sem hafa í höndum ávísun á námskeið í skyndihjálp, gefna út af Rauða krossi íslands. LEIÐRÉTT Fulltrúi menntamálaráðuneytis MISSKILNINGS gætti í gær í frétt um úthlutun úr sjóði Euromages til nýrrar kvikmyndar er byggðist á máli Sophiu Hansen og Halims Als. Markús Örn Antonsson er skipaður af menntamálaráðherra sem fulltrúi íslands í Euromages, en er þar ekki sem fulltrúi Ríkisút- varpsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.