Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 24.04.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. APRÍL 1997 57 BREF TIL BLAÐSIMS Frá Ríkharði Brynjólfssyni: UNDANFARIÐ hefur mikið verið rætt um orkuvinnslu og orkunýt- ingu. Hvort og hvernig eigi að binda orku fallvatna, sem ál, járnblendi, vetni eða götuljós í Amsterdam. Þessar umræður eru hinar merk- ustu en þó er önnur orkunýting mér hugleiknari því ég held að hún sé afdrifaríkari en öll önnur orku- nýting í heiminum. Hér á ég við umbreytingu sólarorku í mat. I öllum grænum plöntum eru grænukorn sem gefa plöntunum lit. Þessi korn eru lítil; í hveijum fer- millimetra laufblaðs getur verið nær hálf milljón grænukorna. í hveiju grænukorni er „efnaverksmiðja“ sem jafnast á við eða slær út hvers konar fabrikkur sem mannskepnan hefur sett saman. Þar eru orkueind- ir í sólarljósinu gripnar, og eftir flókinn feril er orkan notuð til að spiundra vatni og koltvísýringi og mynda sykur og hreint súrefni. Þessi ferill, ljóstillífunin, er undir- staða þess lífs á jörðinni sem við þekkjum. Frá henni er komið allt sem við leggjum okkur til munns, milliliðalaust þegar plöntur eru etn- ar, annars gegnum fleiri eða færri milliliði. Allar tijávörur, þar með Eitt er mikilvægt... Um sólina, landbúnaðinn og framtíðina talinn pappírinn sem ber þennan texta, öll kol og öll olía eru uppsafn- aðar afurðir grænukornanna. í upphafi sögu sinnar var nýting manna á tillífun bæði ómarkviss og léleg, en fyrir um 10.000 árum hófst bylting sem enn stendur. Fólk flutti plöntur, sem gáfu af sér mik- inn mat, til sín í stað þess að leita þær uppi. Og fólk tók eftir því að plöntur gerðu ákveðnar, en mis- munandi, kröfur um vaxtarskilyrði. Þessi skilyrði var reynt að skapa og jafnframt voru valdar til undan- eldis plöntur sem gáfu af sér mikið af ætum afurðum en minna af óætum. Sumt af þessu var meðvit- að, annað ekki. Þetta er það sem við köllum í dag landbúnað. Þegar kunnáttan, ræktunarmenningin, var orðin næg til þess að fjölskyld- an framleiddi meiri mat en hún þurfti voru sköpuð skilyrði svokall- aðrar siðmenningar; verkaskipting, borgamyndun, listir. Hið sögulega Sundrung í íslenskum meðfer ðarmálum Frá Rafni Valdimarssyni: ÍSLENDINGAR standa öðrum þjóðum feti framar í meðferðarmál- um og umræða um alkóhólisma og meðferðarmál er ekki lengur feimn- ismál. Hundruð íslendinga hafa gefist upp fyrir Bakkusi og þar með stigið fyrsta skrefið í átt til nýs lífs, uppfull af nýjum og jákvæðari við- horfum. En þó svo að íslensk með- ferðarmál séu í traustum höndum þykir mér þau vera í kannski of mörgum höndum. Fjöldinn allur af meðferðarheimilum er til hér á landi og eru kannski helstu úrræðin þessi: SAA batteríið allt saman, Teigur, Stuðlar, Krísuvík, Hlaðgerðarkot, og síðan reka einhver trúfélög einn- ig meðferðarþjónustu hér á landi. Eftir því sem ég best veit eru þessi meðferðarúrræði öll byggð á hugmyndafræði AA-samtakanna °g því grunnurinn sá sami. Og því spyr sá sem lítið veit, er þetta sama starf ekki í höndum of margra að- ila? Einhvers staðar stendur: „Við samhæfðum reynslu okkar, styrk og vonir“, er það ekki hugmyndin á bak við þetta allt saman? Að sam- hæfa reynslu sína og standa saman en ekki fetta upp á nefið þegar HARÐVIÐUR: „AUSTURLANDABEYKI" Sólstofu- og sumarbústaðahúsgögn ú frábæru verði Sófi, 2 stólar og 2 borð á aðeins 95.840 kr. húsgögn Ármúla 44 sími 553 2035 hlutverk landbúnaðarins var og er að búa mannkyninu þessi skilyrði. Þetta vill oft gleymast og nú er sjaldnast talað um möguleika til matvælaframleiðslu sem auðlind. Öll höfum við heyrt að Danmörk sé land án náttúrulegra auðlinda og velmeg- un Dana byggi öll á fulivinnslu að- fluttra hráefna að ógleymdu mann- viti. Þetta er alrangt, Danmörk er auðugt land. Jarðvegur og veðurfar er með því hagstæðasta sem þekkist til að breyta sólarorku í mat og í raun býr hafið umhverfís iandið yfir því sama. Svo kann að fara að ál, járnblendi, listhönnun og tölvuleikir missi gildi sitt í breyttum heimi en matur mun ávallt halda sínu gildi. Þess vegna er og verður Danmörk gott land, ekki bara vegna þess að Danir eru snjallir við að smíða hús- gögn og fleiri fallega og nytsama hluti. Oft er talað af lítilli þekkingu, hvað þá skilningi, um þýðingu land- búnaðar og hlutverk bænda al- mennt. Matur er eitthvað sem sótt er út í búð. Bóndinn er stöðugt krafinn um ýtrustu skammtíma- hagkvæmni sem getur verið á kostnað umhverfis og dýravelferð- ar. Svo er bóndinn og landbúnaður- inn dreginn til ábyrgðar fyrir afleið- ingarnar. Það er alrangt. Enginn bóndi vill spilla náttúru eða mis- bjóða dýrum. Ábyrgðin liggur hjá þeim sem gera kröfurnar. Þegar við heimtum ódýran mat og hvítan pappír er alrangt að gera pappírs- iðnaðinn og bændur ábyrga fyrir afleiðingunum. Það er meira en tímabært að al- menningur horfist í augu við þá staðreynd að dýrmætasta þekking mannkyns er kunnátta í beislun sólarorkunnar til matar á hveijum stað. Vilji menn á annað borð horf- ast í augu við staðreyndirnar. RÍKHARÐUR BRYNJÓLFSSON, kennari við Búvísindadeildina á Hvanneyri. minnst er á hinn aðilann? Nú þætti mér vænt um að heyra frá þeim sem reka meðferðarheimili fyrir ís- lenska ríkið ásamt þeim Óttari Guðmundssyni yfirlækni á Teigum og Þórarni Tyrfingssyni yfirlækni á Vogi og formanni SÁÁ. Og nokkrar spurningar að lokum sem að ég bið ykkur um að svara, teljið þið, að það myndi nást betri árangur af sameinuðu starfi allra þessara að- ila, heldur en kannski hver að pukr- ast í sínu horni? Gæti ekki verið að þetta myndi spara íslenska ríkinu umtalsverðar fjárhæðir og auk þess, gæti ekki verið að samhæfðar for- varnir myndu vekja sterkari við- brögð heldur en mörg lítil átök sem að ná kannski ekki til nema svo stórs hóps? Getið þið ekki allir unn- ið saman í sátt og samlyndi eins og AA-stefnan boðar, ef ekki, af hveiju ekki? Tökum saman höndum og stuðl- um að því að sú æska þessa lands sem nú vex upp geti verið meðvit- aðri en nokkru sinni fyrr og ef í óefni fer eigi hún kost á bestu meðferðarúrræðum í heimi. RAFN VALDIMARSSON, Marbakkabraut 36, Kópavogi. I Gleðifréttir Þeir eru komnir! S-Waage búðirnar Hagkaup, Kringlunni Skóhöllin, Hafnarfírði Skóverslun Kópavogs Skóhornið, Akranesi Skóbúðin Borg, Borgarnesi Blómsturvellir, Hellissandi Skóhornið, ísafirði Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammstanga Skagfirðingabúð, Sauðárkróki M.H. Lyngdal, Akureyri Skóbúð Húsavíkur Krummafótur, Egilsstöðum System, Neskaupstað Skóbúð Selfoss Axel O, Vestmannaeyjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.