Morgunblaðið - 15.05.1997, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1997 21
ERLENT
Javier Solana framkvæmdastjóri NATO
Lék úrslita
hlutverk
Brusscl. Reuter.
MEÐ ÞVÍ að takast að koma í
höfn sögulegu samkomulagi milli
Atlantshafsbandalagsins (NATO)
og Rússlands hefur Javier Solana,
framkvæmdastjóri bandalagsins,
tryggt sér að hans verði minnzt
í sögubókum, þar sem þess verður
þó ugglaust einnig getið að hann
var sjálfur áður andvígur NATO,
í hlutverki sínu sem utanríkisráð-
herra Spánar sem kaus að standa
utan hernaðarsamvinnu banda-
Reuter
JAVIER Solana, fram-
kvæmdastjóri NATO.
lagsins. „Hann lék úrslitahlut-
verk. Hann hélt bandamönnum
sameinuðum," lét sendiherra eins
NATO-aðildarríkisins hafa eftir
sér þegar í höfuðstöðvum banda-
lagsins í Brussel fregnaðist af
árangri viðræðna Solanas við
rússneska ráðamenn í Moskvu.
Solana, sem tók við embætti
framkvæmdastjóra bandalagsins
í desember 1995, var fengið hið
erfiða hlutverk í desember I fyrra
að stýra viðræðum NATO við
Rússland um samkomulag, sem
þjóna myndi sem kjarnaeining nýs
öryggiskerfis í Evrópu jafnframt
því að yfirstíga ótta Rússa við
áformaða stækkun NATO til aust-
urs.
Andspænis öflugum áróðri
Rússa gegn áformunum hélt hann
ró sinni og gerði Rússum ljóst að
NATO vildi ná samkomulagi við
þá, en óháð því myndi hin áform-
aða stækkun eiga sér stað.
í gegn um sex umferðir harðra
samningaviðræðna á síðastliðnum
sex mánuðum tókst Solana að
viðhalda samheldni NATO-ríkj-
anna og varðist þrýstingi Rússa
sem vildu takmarka athafnafrelsi
nýrra aðildarríkja, svo sem Pól-
lands, Ungveijalands og Tékk-
lands.
„Það er enginn vafi, þetta er
persónulegur sigur. Þetta er gott
fyrir Solana, gott fyrir NATO,
gott fyrir Rússa og gott fyrir hina
nýju meðlimi," sagði einn tals-
maður höfuðstöðva NATO.
Skattar
draga ekki
úr reyking-
um fátækra
London. Reuter.
FÁTÆKIR reykja meira en hinir
ríku og háir skattar á vindiinga
draga ekkert úr þeim, samkvæmt
niðurstöðum rannsókna á 240
þúsund manns.
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar, sem stóð yfir í 11
ár, eru 40% meiri líkur á að fólk
undir fátækramörkum reyki en
auðugir landar þeirra.
Þó svo að reykingar séu á
undanhaldi í Bandaríkjunum
þegar á heildina er litið er því
öfugt farið í röðum þeirra verst
settu, sögðu Alan Flint og Thom-
as Novotny við Kaliforníuháskóla
í San Francisco, en þeir stjórn-
uðu rannsókninni.
Alan Marsh, félagssálfræðing-
ur við stofnun i London sem
rannsakar opinbera stjórnar-
stefnu, hefur komist að þeirri
niðurstöðu með rannsóknum sín-
um, að auknir skattar á tóbak
fæla ekki fátæklinga frá reyk-
ingum, síður en svo. „Þetta á
tvímælalaust við í öðrum ríkjum
einnig,“ sagði Flint. Honum
reiknast til, að breskir fátækling-
ar skili ríkinu aftur 16% opin-
berra bóta sinna i formi skatta
á tóbak, eða sem svarar 600 miHj-
ónum punda á ári, jafnvirði 70
milljarða króna.
„Hækki sígaretturnar veija
þeir bótunum eftir sem áður til
kaupa á þeim,“ sagði Flint.
IBRINK
DRÁTTAR-
BEISLI
Eigum fyrirliggjandi dráttarbeisli i flestar
gerðir bifreiða. Rafmagnstengi einnig
fáanleg. Nánari upplýsingar fást hjá sölu-
mönnum okkar i slma 588 2550.
BílavörubúSin
FJÖDRIN
ífararbroddi
SKEIFUNNI2,108 REYKJAVÍK SlMI 588 2550 |
QQ 0®
2.495 ki
Vinmrvettlingar......199 kr,
Gar5vettlingar 3 pör 499 kr,
989 kr
Plastfata 10 1
Útipottar
Heyhrífa
Kantskeri
199 kr
Greinakiippur....frá 545 kr,
Gar&úbarar
Handverkfœri
Gúmmístígvéi....frá 995 kr.
399 kr
789 kr /
HAGKAUP
' Garðhrlfa
549 kr
fifrírfjölskiflduHa