Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSEIMDAR GREINAR
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 37
Skógarbær - nýtt hjúkr-
unarheimili opnað
í DAG, 16. maí, verð-
ur vígt nýtt hjúkrunar-
heimili í Reykjavík.
Heimilið sem hlotið hef-
ur nafnið Skógarbær er
staðsett í Suður-Mjódd
og er samstarfsverkefni
Reykjavíkurborgar og
Reykj avíkurdeildar
Rauða krossins. Fleiri
aðilar hafa komið að
verkefninu, en það eru
Verkamannafélagið
Dagsbrún og Verka-
kvennafélögin Sókn og
Framsókn, ásamt
Kvennadeild Rauða
krossins í Reykjavík.
Bætt úr brýnni þörf
Með byggingu Skógarbæjar er
bætt úr brýnni þörf fyrir hjúkrunar-
rými í Reykjavík. Á biðlista nú eft-
ir hjúkrunarými eru:
Mjög brýn þörf 169
Brýnþörf 16
Þörf 0
I Skógarbæ verða 46 hjúkrunar-
rými sem skiptast í þrjár deildir.
Jafnframt verða 11 rými fyrir heila-
bilaða, 11 rými fyrir yngri hjúkrun-
arsjúklinga og á efstu hæð verður
sambýli fyri 8 heilabilaða einstakl-
inga. Jafnframt er gert ráð fyrir 3
rýmum fyrir félagslegar bráðainn-
lagnir.
Hlutverk Skógarbæjar verður
fyrst og fremst að vera heimili
þeirra öldruðu einstaklinga sem þar
koma til með að dvelja og njóta
viðeigandi þjónustu. Þannig verður
það líka virkur hlekkur í þeirri þjón-
ustukeðju fyrir aldraða sem er til
staðar í Reykjavík og mun því vera
mikilvægur þáttur í heildarþjónustu
við aldraða Reykvík-
inga.
Fyrir hverja
Hjúkrunarheimilið
mun mæta þörfum eft-
irtalinna hópa að
undangengnu vistun-
armati sbr. reglugerð
nr. 46/90 og var hann-
að með það í huga:
- Aldraðir einstakl-
ingar er ekki fá notið
frekari lækningar
og/eða endurhæfing-
ar, en geta ekki dvaiið
áfram á eigin hemili.
- Aldrað heilabilað
fólk sem þó er nokkuð
vel á sig komið líkamlega.
- Aldraðir sjúklingar er dvelja í
heimahúsum en þurfa innlögn um
skamman tíma af félagslegum
ástæðum.
- Yngri hjúkrunarsjúklingar með
varanleg örkuml vegna hrörnun-
arsjúkdóma.
Markmið hjúkrunarheimilisins er
að veita bestu viðeigandi þjónustu
hveiju sinni til þeirra sem þar dvelja
við heimilislegar og hlýlegar að-
stæður, jafnframt því að verða góð-
ur vinnustaður með skapandi and-
rúmsloft fyrir þá sem þar vinna.
Mikilvægt er að hafa í huga að
öldrun er ekki sjúkdómur. Hins veg-
ar fylgja sjúkdómar gjarnan öldrun
og margir aldraðir einstaklingar lifa
í mörg ár með einn og jafnvel fleiri
sjúkdóma. Þessir sjúkdómar eru
ekki alltaf á bráðastigi og það er
langt í frá að einstaklingarnir þurfi
í_ öllum tilfellum sjúkrahúsvistun.
Ýmsar afleiðingar sjúkdóma eru,
ásamt eðlilegri hrörnun líkamans,
Hlutverk Skógarbæjar
verður fyrst og fremst,
segir Guðrún Ög-
mundsdóttir, að vera
heimili þeirra öldruðu
einstakiinga sem þar
koma til með að dvelja.
oft mjög einkennandi fyrir þá aldr-
aða er þurfa á hjúkrunarheimilis-
dvöl að halda með þeirri hjúkrun
sem þar er boðið uppá. Ástand sem
þetta breytir í grundvallaratriðum
ekki öðrum þörfum einstaklingsins,
s.s. þörf fyrir félagslegt samneyti
við aðra, félags- og tilfinr.ingalega
reisn og rétt til einkalífs svo eitt-
hvað sé nefnt. í allri hönnun Skóg-
arbæjar hefur verið gengið út frá
þessum grundvallarþáttum og þar
er gefinn tónninn um þá starfsemi
og virkni sem fram fer á heimilinu,
en hinn eiginlega heimilisbrag eiga
íbúar, aðstandendur og starfsmenn
að skapa á viðhorfi sem byggist á:
Mannréttinindum, mannúð og virð-
ingu.
Við byggingu og hönnun skal
ávallt hafa að leiðarljósi að um er
að ræða heimili fólks er þarfnast
tiltekinnar þjónustu á lokaskeiði lífs
síns. Á þessu byggist Hjúkrunar-
heimilið Skógarbær, og vona ég að
heimilið verði öldruðum Reykvík-
ingum til gæfu.
Höfundur er borgarfulltrúi og
formaður Félagsmálaráðs
Reykjavíkurborgar.
Guðrún
Ögmundsdóttir
Lífeyrissjóðirnir Bak-
reikningur númer tvö
ÞEGAR sameignar-
lífeyrissjóðakerfið var
sett á laggirnar í nú-
verandi mynd var
ákveðið að greiða þá
þegar lífeyri úr sjóð-
unum til þeirra sem,
samkvæmt aldri,
höfðu rétt á slíkum
greiðslum. Lífeyris-
þegarnir öfluðu sér
ekki þessa réttar með
reglulegum sparnaði
heldur fengu greiðslu
samkvæmt lögum
sjóðsins um lágmarks-
greiðslur. Þetta þýddi
að sameignarlífeyris-
sjóðirnir skulduðu í
bytjun meira en eignir þeirra
námu. Til þess að þeir gætu staðið
við framtíðarskuldbindingar sínar
þurfti að búa til kerfi sem bætti
stöðu sjóðanna.
Skuldbindingarnar borgaðar
í formi vaxtamunar
Flestir launþegar eru þvingaðir
til að greiða í ákveðinn sameignar-
lífeyrissjóð. Tekin eru tíu prósent
af launum hvers launþega og hon-
um lofað réttindum sem miðast við
3,5% ávöxtun í tryggingafræðileg-
um útreikningum. Nýleg úttekt líf-
eyrissjóðanna sýnir að heildareignir
margra sjóðanna standa undir
heildarskuldbindingum þeirra mið-
að við 3,5% ávöxtun. Forsvarsmenn
sameignarlífeyrissjóðanna hafa
klifað á því að rekstur sjóðanna
gangi vel og tryggingafræðileg
staða þeirra fari batnandi.
Þetta er bein afleiðing þess að
grunnraunvextir í þjóðfélaginu hafa
verið 5-8% síðustu 10 ár og eru í
dag um 5,70%. Sjóður sem tekur
fé af fólki og lofar því 3,5% ávöxt-
un en ávaxtar það á 5-8% til allt
að 20 ára getur ekki
annað en bætt stöðu
sína.
Hverjir borga?
Sameignarsjóðirnir
bæta þannig stöðu sína
á kostnað þeirra sem
greiða nú í sjóðina og
fá í sinn hlut ekki nema
rétt um helming þeirrar
ávöxtunar sem af fénu
fæst. Þessi mikli vaxta-
munur sem þarna er á
milli skuldbindinga líf-
eyrissjóðanna og íjár-
festinga þeirra ætti við
eðlilegar aðstæður að
mynda mikinn hagnað
hjá lífeyrissjóðunum. Þessi hagnaður
hefur vissulega verið að myndast en
í stað þess að nota hann til að auka
réttindi þeirra sem borga nú í sjóð-
Ungt fólk, segir
Bjarni Þórður Bjarna-
son, heldur eldri
kynslóðum uppi í formi
vaxtamunar.
inn eiga sér stað gríðarlegar eignat-
ilfærslur milli kynslóða. Ungt fólk
heldur uppi eldri kynslóðum í fonni
vaxtamunar.
Launþegum lánaðir
aftur eigin peningar
Þeir launþegar sem lenda verst
úti í vaxtamuninun er ungt fólk, en
það tekur mest af húsnæðislánum.
Vextir af þeim lánum eru 5,7% og
eru að miklu leyti fjármagnaðir af
lífeyrissjóðunum. Það er augljóslega
eitthvað bogið við að taka peninga
af fólki, lofa því 3,5% ávöxtun, til
þess að eins að lána því peningana
aftur á um 5,6% vöxtum. I raun er
þannig verið að þvinga fólk til að
spara á neikvæðum raunvöxtum.
Mismikill ójöfnuður
Lífeyrissjóðirnir eru misjafnlega
vel staddir og eignatilfærslur milli
kynslóða því mismunandi miklar.
Launþegar bera mismikinn skaða
eftir hvaða sjóð þeir eru þvingaðir
til að borga í. Nauðsynlegt er að
bæta réttarstöðu þessa fólks því
dæmi eru um sameignarsjóði sem
þurfa að skerða lífeyri greiðenda
sinna, með eignatilfærslum milli
kynslóða, í tugi ára. Við erum stödd
í vítahring þar sem sjóðstjórar illa
staddra sjóða vilja ekki fijálst val
því þá er ekki hægt að greiða eldri
kynslóðum lofuð réttindi sín. Ungir
lífeyrisgreiðendur viija hins vegar
ekki greiða áfram í illa stadda sjóði
vegna ofangreindra skerðinga.
Frjálst val
Til að btjótast út úr þessum víta-
hring er nauðsynlegt að allir geti
valið á milli lífeyrissjóða. Með því
fæst um leið besta vísbendingin um
það hveijir hinir slæmu sjóðir eru,
enda munu launþegar hætta að
beina lífeyri sínum í þá sjóði. Þeim
styrkþegum, sem með þessu fengju
ekki uppfyllt eldri réttindi úr slökum
sameignarsjóðum, mætti svo t.d.
veita styrk úr ríkissjóði. Nær er að
öll þjóðin taki á þessu sameiginlega
uppsafnaða vandamáli í eitt skipti
fyrir öll í stað þess að velta því sí-
fellt yfir á þvingunargreiðendur
þessara sjóða. Launþegar geta þar
eftir valið það lífeyrissparnaðarform
sem þeim hentar og fengið réttláta
ávöxtun.
Höfundur er verkfræðingur.
Bjarni Þórður
Bjarnason
Viðbrögð
við samræmd-
umprófum
í ÞESSARI grein er
fjallað um samræmd
próf í íslensku og stærð-
fræði og hlut Rann-
sóknastofnunar uppeld-
is- og menntamála í
þessum prófum; einnig
er vikið að fréttaflutn-
ingi Stöðvar 2 af áfeng-
isneyslu unglinga eftir
prófin.
Hvert stefnir með
samræmdu prófin?
íslenskukennari með
áratuga reynslu að baki
heldur því fram að smá-
atriðum fjölgi ár frá ári
í íslenskuprófinu.
Spurningar í ár voru sumar óljóst
orðaðar og því erfítt að svara þeim;
einnig að villur hafí leynst í prófmu.
Aðrir benda á umfang prófsins og
finnst markmið og prófaðferðir í bók-
menntum ósannfærandi og ólíklegar
til að stuðla að áhuga fyrir þeirri list-
grein.
Stærðfræðiprófið í ár sætir mikilli
gagnrýni, bæði vegna tímaskorts og
Látum unglingana
okkar ekki ganga reiða
út í lífið, segir Helga
Hrönn Þórhallsdóttir,
vegna þess að þeim
hefur verið sýnd
ósanngirni.
gerðar prófsins. Flestir virðast því
telja prófið misheppnað. Nemendur
hafa flestir undirbúið sig af kost-
gæfni fyrir þessi próf. Það er vel
hægt að ímynda sér líðan samviskus-
amra einstaklinga sem sitja frammi
fyrir óréttlátu prófi. Þeir vita ekki
hvernig öllum hinum líður. Þeir vita
einfaldlega ekki á þessari stundu að
þeir eru með ónýt plögg fyrir framan
sig! Hvað er sennilegast að eigi sér
stað undir slíkum kringumstæðum.
Líklega það að nemendur þurfa að
dvelja við óskýrar spurningar og jafn-
vel rangar og eyða tíma sínum í þess
konar vitleysu og sjá einfaldlega fram
á að þeim takist ekki að ljúka próf-
inu. I framhaldi af þessu er óhjá-
kvæmilegt að þeim bregðist bogalist-
in; þeir verði taugaóstyrkir, missi ein-
beitingu og taki að gera fijótfærnis-
villur. Slakari nemendur gefast ein-
faldlega upp. Ef próftíminn hefði
verið lengri er hugsanlegt að réttlæta
mætti prófið þrátt fyrir ágalla, en
eins og málum var háttað gaf prófið
einfaldlega ekki rétta mynd af kunn-
áttu nemenda. Tímaleysi veldur þar
mestu.
kortsins í stærðfræði-
prófinu?
Grein prófsemjenda
Höfundar stærð-
fræðiprófsins birtu
grein í Morgunblaðinu
4. maí. Þar segir m.a.
að mikið hafi verið talað
um lengd og þyngd
stærðfræðiprófsins en
„þó mest gert úr því að
nemendur hafi komið
grátandi og niðurbrotn-
ir út úr prófinu." Finnst
mönnum ofangreind
lýsing á ástandi nem-
enda í prófinu eðlileg
og hver er tilgangurinn?
Þess skal getið að allir nemendur 10.
bekkjar í landinu voru skyldugir að
gangast undir þessi próf. Á öðrum
stað í greininni segir: „Nemendur
ættu að fá að beita hugmyndaflugi
sínu við lausn dæma, það er oft
hægt að fara margar ólíkar leiðir að
lausn verkefna." Raunhæft svar við
þessu er að fólk í þvílíkri tímaþröng
situr ekki og föndrar mikið með hug-
myndaflug sitt. Á einum stað í grein-
inni eru þó viðurkennd mistök. Hvað
má ætla að nemendur hafi eytt löng-
um og dýrmætum tíma í þá vitleysu.
Millifyrirsögn í grein prófsemjenda
tekur þó steininn úr. Þar spyija þeir
hvort kannski sé tímabært fyrir
stærðfræðikennara að líta í eigin
barm og skoða í hvaða farvegi stærð-
fræðikennslan sé. Því verður að
spyija. Á virkilega' að fara að sið-
væða eða endurmennta stærðfræði-
kennara með prófi sem þessu á kostn-
að nemenda?
Athyglisvert er að prófsemjendur
ræða ekkert um áhrif tímahraksins
á getu nemenda. Hitt verður svo
ekki útilokað að ill meðferð á nem-
endum í stærðfræðiprófinu hafi haft
áhrif á frammistöðu þeirra í ensku-
prófi daginn eftir. Prófsemjendur og
deildarstjóri prófagerðar! Þið verðið
menn að meiri ef þið einfaldlega við-
urkennið mistökin og sýnið eðlileg
viðbrögð við þeim. Ég leyfi mér að
fara þess eindregið á leit við mennta-
málaráðherra, Björn Bjarnason, að
prófgögnin úr stærðfræðiprófinu
verði falin hlutlausum aðilum til
mats. Enginn skyldi dæma í eigin
máli. Þetta varðar heill allt of margra
einstaklinga. Einnig bið ég ráðherra
að beita sér fyrir því að skólaeinkunn-
ir verði látnar gilda í stærðfræðinni
en ekki niðurstöður þessa prófs. Ann-
að er ekki réttlætanlegt og skaðinn
nógur nú þegar.
Almennt vil ég segja. Látum ungl-
ingana okkar ekki ganga reiða út í
lífið vegna ósanngirni. Það verður
engum til góðs. Við eigum góðan
efnivið og megum ekki eyðileggja
hann.
Helga Hrönn
Þórhallsdóttir
Hver er hlutur Rann-
sóknastofnunar uppeldis-
og menntamála?
Sú stofnun annast gerð, fram-
kvæmd og úrvinnslu prófanna en
ræður fólk utan stofnunarinnar til
að semja prófin. Ég læt mér ekki til
hugar koma að prófið hafi vísvitandi
verið samið af illgirni eða ósanngirni.
En samræmd próf eru þess eðlis að
margs þarf að gæta. Markmið þurfa
að vera skýr og það þarf áreiðanlega
mikla yfirsýn, kennslufræðilega
þekkingu, reynslu af kennslu, náms-
efni og öðru í starfi skólanna auk
þekkingar á gerð prófa og úrvinnslu.
Það kom mér á óvart er ég heyrði
í útvarpi viðtal við deildarstjóra við
stofnunina. Háværar kvörtunarraddir
nemenda, foreldra og kennara virtust
ekki snerta hann hið minnsta og sagði
hann aðeins að þetta kæmi allt í ljós
eftir 3 vikur þegar búið væri að tölvu-
vinna prófin. Hvernig ætlar Rann-
sóknastofnunin að meta áhrif tímas-
Fréttaflutningur Stöðvar 2
Mér finnst fréttaflutningur Stöðv-
ar 2 af samsöfnun unglinga við
Kringluna síðasta prófdaginn mjög
ámælisverður. Þarna voru saman
komnir á annað þúsund unglingar
en einhver vandræði hlutust vegna
um 30 þeirra. Sýndar voru nærmynd-
ir af haugdrukknum ungmennum þar
sem verið var að færa þau inn í lög-
reglubifreiðir. Þetta þótti mér ónær-
gætið og sneytt mannkærleika. Ekki
voru birtar myndir af þeim sem létu
áfengið lönd og leið. Áfengisneyslu
mæli ég ekki bót, allra síst unglinga,
en mörgum hefur orðið hált á vegum
dyggðanna, einkum fullorðnu fólki,
sem sleppur þó við myndatökur af
þessu tagi. Að lokum: Sýnum ungl-
ingunum þá virðingu sem þeir vissu-
lega eiga skilið. Látum þá njóta sann-
mælis í stað sífelldrar gagnrýni. ís-
lenska þjóðin hefur ekki ráð á því.
Höfundur er læknir.
j