Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 15.05.1997, Qupperneq 41
40 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIB FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 41 STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI: FRAMKVÆMDASTJÓRI: RITSTJÓRAR: Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. BORGARPRYÐI REYKJAVÍK hefur á undanförnum árum og áratugum eign- ast svipsterkar og metnaðarfullar byggingar, sem á ýmsan hátt bæta ímynd höfuðborgarinnar, gera hana forvitni- legri og eftirsóknai’verðari til heimsókna, hvort sem er fyrir íbúa landsbyggðarinnar eða erlenda ferðamenn. Norræna húsið setti þegar sterkan svip á umhverfi sitt þegar það var byggt á árunum 1966-68 og gerir enn. Sömu- leiðis Ráðhús Reykjavíkur, sem var umdeild bygging og er ugglaust enn í hugum einhverra. Perlan í Öskjuhlíð er að flestra mati afar vel heppnuð bygging, sem þegar hefur öðl- ast þann sess í hugum margra, að vera einskonar tákn fyrir Reykjavík. Þjóðarbókhlaðan og hús Hæstaréttar eru hvoru- tveggja byggingar, sem reistar eru af stórhug til framtíðar. Kópavogsbær hefur einnig lagt metnað sinn í sérstæðar byggingar. Þar má nefna Gerðarsafn og sundlaugina í Kópa- vogi, svo og Kópavogskirkju en þessi mannvirki eru til marks um smekkvísi og stórhug, sem laðað hefur að tugi þúsunda. Byggingarnefnd Hafnarhússins hefur nú valið eina af fjór- um tillögum að hönnun á aðstöðu Listasafns Reykjavíkur, sem í framtíðinni verður til húsa í Hafnarhúsinu við Tryggvagötú. Þar verða m.a. sýningarsalir tileinkaðir Erró. Tillaga arkitekt- anna Margrétar Harðardóttur og Steve Christer hjá Studio Granda varð fyrir valinu. Gerð var grein fyrir tillögu þeirra hér í blaðinu í gær. í greinargerð arkitektanna segir m.a.: „Sérstaða Hafnar- hússins er ekki fólgin í fögrum húshliðum né góðum hlutföll- um, heldur í hversdagslegu og hrjúfu yfirbragði, sem nær mestum styrk í portinu. Reynt er að varðveita þessa eigin- leika Hafnarhússins og leyfa anda vinnuumhverfisins, sem áður ríkti í húsinu að lifa áfram í samneyti við nýjan kjarna Listasafns Reykjavíkur. Þessi kjarni eða holrúm byggir á minningu úr fortíðinni, en vísar veginn inn í framtíðina. í útfærslu hússins er gætt hógværðar, í formi og ímynd, jafnt sem í efni og litum, svo umgjörð hússins verði kyrrlátur bak- grunnur fyrir vettvang listarinnar." Vafalaust mun Hafnarhúsið í nýjum búningi og nýju hlut- verki, auðga mann- og menningarlíf miðborgar Reykjavíkur í framtíðinni. BANDAMENNí V ARN ARMÁLUM AFSTAÐA hinnar nýju ríkisstjórnar í Bretlandi til sam- starfs Evrópuríkja í varnarmálum er í þágu íslenzkra hagsmuna. Komið hefur fram að Bretar leggjast áfram gegn hugmyndum á ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins um að Vest- ur-Evrópusambandið, sem kallað hefur verið Evrópustoð NATO, verði sameinað ESB. Þetta hefur jafnframt verið af- staða íslands, sem á aðild að NATO en ekki að Evrópusam- bandinu. ísland á aukaaðild að VES og vill að það haldi sjálf- stæði sínu. Það kemur í raun ekki á óvart, þótt stjórn Verkamanna- flokksins taki svipaða afstöðu i þessu máli og fráfarandi ríkis- stjórn íhaldsflokksins gerði. Brezkir stjórnmálamenn úr báðum flokkum hafa ævinlega lagt mikla áherzlu á gott samband Vestur-Evrópuríkjanna við Bandaríkin og að NATO eigi að vera varnarbandalagið, sem menn leggi traust sitt á. Ekki eigi að byggja upp annað varnarkerfi við hlið kerfis NATO. Bretar hafa verið og verða áfram beztu bandamenn íslend- inga í þessum efnum og ástæða er til að rækta sérstaklega sambandið við þá. Hins vegar má ætla að þótt Vestur-Evrópusambandið haldi sjálfstæði sínu muni hlutverk þess breytast á næstu árum. Sennilegt er að niðurstaðan á ríkjaráðstefnu Evrópusambands- ins verði að ESB geti falið VES verkefni á sviði friðargæzlu og mannúðaraðgerða. Jafnvel Bretar virðast ljá máls á lausn af þessu tagi. Jafnframt mun VES geta fengið hergögn og herstjórnarkerfi NATO að láni í slíkum aðgerðum. Verði þetta raunin má búast við að þátttaka íslands í vest- rænu varnarsamstarfi verði flóknari en áður, ekki sízt vegna þess að ESB-ríki utan NATO, til dæmis Svíþjóð, Finnland og Austurríki, kynnu að öðlast álíka mikil eða jafnvel meiri áhrif á aðgerðir VES, Evrópustoðar NATO, en ísland, sem er stofn- ríki Atlantshafsbandalagsins. Þetta myndi þó ekki draga úr mikilvægi virkrar þátttöku íslands í starfi samtakanna, til dæmis með því að íslenzkt læknalið eða björgunarmenn tækju þátt í friðargæzlu- og mannúðaraðgerðum. ísland verður að sýna að það sé reiðu- búið að leggja sitt af mörkum til öryggismála í Evrópu. Með slíkri viðleitni getur jafnvel lítið ríki stuðlað að því að á það sé hlustað og tekið tillit til hagsmuna þess. Ekki spillir fyrir að eiga góða bandamenn. Líkur á að frumvarp um fjárreiður ríkisins verði að lögum Ágreiningur um gerð þj ónustusamninga VERULEGAR breytingar verða gerðar á uppbygg- ingu ríkisreiknings og Ijár- laga ef Alþingi samþykkir frumvarp um Qárreiður ríkisins. AIl- góð sátt eru um frumvarpið meðal alþingismanna, en Ögmundur Jónas- son, þingmaður AÍþýðubandalags, lýsir þó yfir harðri andstöðu við 30 gr. frumvarpsins, sem gerir ráð fyrir að einstökum ráðherrum sé heimilt að gera þjónustusamninga við sveit- arfélög eða einkaaðila um rekstrar- verkefni til lengri eða skemmri tíma. Ríkisreikningsnefnd var árið 1990 falið að endurskoða í heild reglur um bókhald, reikningsskil og gerð ríkis- reiknings og flárlaga. Nefndin skilaði áliti í lok árs 1994. Frumvarp um málið hefur þrívegis verið lagt fram á Alþingi, en ekki hlotið afgreiðslu. Nokkur af helstu markmiðum frumvarpsins eru að reikningsskil ríkisins verði færð sem næst því sem gerist hjá fyrirtækjum á almennum markaði. Á síðasta þingi voru sam- þykkt lög um ársreikninga og bók- hald fyrirtækja og verða þau grund- völlur að reikningshaldi ríkisins. Með þessu á að vera tryggt að _________ ríkisreikningur og upp- gjörsaðferðir hans fylgi því sem næst því sem al- mennt gerist og að alþjóð- legar reikningsskilaviðm- iðanir verði leiðandi við túlkun og framkvæmd laga um fjárreiður ríkis- ins. Framsetning upplýsinga aðgengilegri í öðru lagi verður umfang ríkis- rekstrar skýrt afmarkað í ríkisrekstri sem á að skýra myndina af afskiptum ríkisins af efnahagsstarfseminni í landinu. Þannig verða ýmsir lögboðn- ir tekjustofnar og umsvif stofnana ríkisins sem legið hafa utan fjárlaga og ríkisreiknings tekin inn í skilgrein- inguna á ríkisreikingi. í þriðja lagi verður flokkun gjalda og tekna felld að alþjóðlegum stöðl- um. Það er gert til þess að auðvelda Almenn samstaða er meðal þingmanna um nauðsyn þess að samþykkja frumvarp um fjár- reiður ríkisins, en hins vegar eru uppi efasemd- ir um 30. grein frumvarpsins sem fjallar um gerð þjónustusamninga milli ríkisins annars vegar og sveitarfélaga eða einkaaðila hins vegar. Er Alþingi að framselja vald sitt? samanburð út á við og skýrslugjöf til alþjóðlegra stofnana. Þá er gerður skýrari munur en nú er á eiginlegum ríkisrekstri, þ.e. stofnanir í A-hluta ríkisreiknings, og fyrirtækja og sjóða í eigu ríkisins sem starfa á almennum markaðsforsendum. Stefnt er að því að framsetning upplýsinga verði aðgengilegri en nú er þar sem framsetning reikninga einstakra stofnana ríkisins verður að mestu samræmd almennum árs- reikningum fyrirtækja. Auk þess verða lagðar ákveðnar kvaðir á fjár- málaráðherra að birta upplýsingar um ríkisfjármál innan ársins. ________ í ljórða lagi er stefnt að því að ríkisreikningur verði í framtíðinni lagður fram á vorþingi og eigi síð- ar en í byijun haustþings. í fimmta lagi er sú skylda lögð á fjármálaráðherra að leggja fram á Álþingi, samhliða ijárlaga- frumvarpi, áætlun um horfur og stefnumörkun í ríkisíjármálum til nokkurra ára. í sjötta lagi er lagt til að fjárlagafrumvarpi og frumvarp til lánsfjárlaga verði sameinað í eitt þingskjal og efnistökum þeirra breytt frá því sem nú er. Uppgjör á rekstrargrunni Gert er ráð fyrir að ríkisreikningur og fjárlög verði færð á rekstrar- grunni með tilteknu fráviki en jafn- framt verði greiðsluhreyfingar sýnd- ar eins og verið hefur til að byija með. Við uppgjör á rekstrargrunni er tekið tillit til skuldbindinga og þar með útistandandi skulda og eigna án þess að um beint greiðsluflæði sé að ræða innan ársins. Verði frumvarpið um ijárreiður rík- isins samþykkt mun skilgreining á gjöldum og tekjum breytast að ein- hveiju marki. Ymis gjöld sem í dag eru dregin frá tekjum og tekjuhlið fjárlaga munu fara yfír á gjaldahlið- ina og ýmsar tekjur sem eru dregnar frá gjöldum og gjaldahlið ijárlaga munu fara yfir á tekjuhliðina. Þetta þýðir að niðurstöðutölur fjárlaga geta hækkað, bæði á tekju- og gjaldahlið. Ákvæði sett um þjónustusamninga Frá því að frumvarpið var síðast lagt fram á Alþingi hafa verið gerð- ar breytingar á frumvarpinu, en þær taka mið af þeirri umfjöllun sem frumvarpið fékk á síðasta þingi. Auk þess tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fella inn í frumvarpið annað frum- varp um þjónustusamninga og hag- ræðingu í ríkisrekstri, en það var umdeilt meðal þingmanna og fékk ekki afgreiðslu á síðasta þingi. í sainræmi við þetta hefur 30. gr. frumvarpsins verið breytt. Greinin gerir ráð fyrir að einstökum ráðherr- um sé heimilt með samþykki fjár- málaráðherra að gera verksamninga og samninga um rekstrarverkefni til lengri tíma en eins árs við aðra ríkis- stofnun en sinnt hefur verkefninu, sveitarfélög eða einkaaðila, enda sé áætlað fyrir verkefninu í ijárlögum. Þingnefndin, sem fékk málið til umfjöllunar, taldi talsverða ágalla á greininni eins og hún var orðuð í frumvarpinu. Ríkisendurskoðun og Davíð Þór Björgvinsson lagaprófess- or voru meðal þeirra sem gerðu at- hugasemdir við nefndina, en þær gengu út á að ákvæðið fæli í sér of víðtækt framsal á valdi til fram- kvæmdavaldsins til að skuldbinda ríkissjóð til langs tíma. í öðru lagi fengju framkvæmdavaldshafar of víðtækar heimildir til að framselja opinbert vald til þeirra sem slíkir samningar væru gerðir við. í þriðja lagi vantaði heimildir til eftirlits með verktakanum. í fjórða lagi skorti verulega á að réttarstaða neytenda þjónustunnar væri nægilega tryggð og í fimmta lagi vantaði uppsagnar- heimildir á slíkum samningum. í breytingartillögum nefndarinnar eru settir fyrirvarar á að slíka þjón- ustusamninga megi gera. Þannig leggur nefndin áherslu á að við gerð slíkra samninga sé ávallt hafður fyr- irvari um samþykki fjárveitingavalds til fjárgreiðslu úr ríkissjóði sam- kvæmt þeim, þ.e. að afla þurfi nauð- synlegrar heimildar í Ijárlögum hvers árs á samningstímanum. I breytingartillögunni segir að í samningi um-rekstrar- verkefni skuli m.a. skil- greina umfang og gæði þeirrar þjónustu sem ríkis- sjóður kaupir, samningstíma, gi-eiðsl- ur úr ríkissjóði, eftirlit með þjón- ustunni og meðferð ágreiningsmála. Samningstíminn geti lengst verið sex ár, en þó sé heimilt að hafa hann lengri ef verkkaupi geri kröfu um að verksali byggi upp kostnaðarsama aðstöðu eða búnað vegna verkefnis- ins. Ögmundur með athugasemdir Allir þingmenn, sem sæti áttu i þingnefndinni, studdu breytingartil- lögurnar, en fjórir af fimm fulltrúum stjórnarandstöðunnar í nefndinni skrifuðu undir með fyrirvara. Ögmundur Jónasson alþingismað- ir ur er hins vegar mjög óánægður með 30. greinina og hefur lagt fram sér- staka breytingartillögu um að hún falli brott. „Þarna er um að ræða grein sem veitir heimildir til framkvæmda- valdsins til að breyta rekstrarfyrir- komulagi stofnana í almannaþjón- ustu. Mér finnst mjög varasamt að löggjafarsamkoman framselji völd sín á jafnafdráttarlausan hátt og þarna er gert. Það hafa verið sett fram þau mótrök, að fyrir þetta hafi verið girt með ýmsum fyrirvörum. Ég tel að það sé af og frá og bendi á að það er mjög óljóst hvort þessar girðingar séu fyrir hendi. Mér finnst eitt að gera breytingar á rekstrarfyrirkomulagi þar sem það á við, en mér finnst fráleitt að lög- gjafarvaldið afsali sér valdi í þessum efnum. Ég bendi á að hér situr ríkis- stjórn sem er með það að yfirlýstu markmiði að einkavæða almanna- þjónustuna. Maður spyr sig hvar verður staðar numið? Ætla menn að gera slíka samninga við skólana? Eru menn að fara með þetta inn í heilbrigðisþjónustuna, fangelsin eða löggæsluna?" sagði Ögmundur. Hann sagðist ekki vera andvígur því að menn gerðu tilraunir með breytingar með það að markmiði að bæta þjónustuna, en alþingismenn ættu ekki afsala sér valdi í hendur ráðherra og ríkisstjórnar án þess að vita hvað þeir væru að gera. Nauðsyn að skýrar reglur gildi Sturla Böðvarsson alþingismaður vék að þessari grein við fyrstu um- ræðu um frumvarpið fyrr í vetur og sagði: „Ég tel mjög mikilvægt að skýrar og klárar reglur gildi um þjón- ustusamninga sem ríkið gerir og skýrar og klárar reglur gildi um eftir- lit og framkvæmd alla. Ég tel mjög mikilvægt að gengið verði til verks, sem vonandi verður að þetta frum- varp verði að lögum með ákvæði um þjónustusamninga, og komið verði á samningum við þær ijölmörgu stofn- anir sem vinna fyrir ríkisvaldið og fá til þess fjármuni á íjárlögum án þess að samningar séu í gildi. Ég tel þetta atriði, þ.e. þjónustusamninga sem 30. gr. gerði ráð fyrir, séu með allra mikilvægustu þáttum í þessu frum- varpi.“ Of mikið vald til ráðherra Frumvarpið var tekið til annarrar umræðu í fyrrinótt. Stjórnarand- stæðingar, sem þá tóku til máls, fögnuðu frumvarpinu í heild og þeim breytingum sem gerðar hafa verið á því, en lýstu eftir sem áður efasemd- um vegna tveggja ákvæða frum- varpsins sem þeir telja að færi ráð- herrum of mikið vald. Sérstaklega gagnrýndu þeir 30. greinina og sögðust vera þeirrar skoðunar að í fyrsta lagi ætti ákvæð- ið ekki heima í frumvarpi um fjár- reiður ríkisins heldur hefði átt að legga það fram í sérstöku frum- varpi. I öðru lagi sögðu þeir að of mikið vald væri fært til ráðherra. Þó töldu þeir að þær fjölmörgu breytingar sem þingnefndin hefur lagt til við 30. greinina væru til bóta. Þar segir meðal annars að ríkisstjórn skuli gera þriggja ára áætlun um alla þjónustusamninga og leggja fyrir Alþingi. Ogmundur Jónasson sagði að með ákvæðinu væri verið að opna á einka- væðingu víða í ríkisrekstr- inum þar sem, hún ætti ekki við og nefndi sem dæmi skóla og sjúkrahús. Stjórnarnandstæðingar gagnrýna einnig 33. grein frumvarpsins. Þar er tiltekið að ijármálaráðherra sé heimilt, í samráði við hlutaðeigandi ráðherra, að veita framlög úr ríkis- sjóði vegna ófyrirsjáanlegra atvika án heimildar í fjárlögum. Þijár breyt- ingartillögur hafa verið lagðar fram þess efnis að taka þennan rétt af ráðherra, enda telja sumir þing- manna að hann stríði gegn stjórnar- skrá. í breytingartillögum nefndar- innar er tekið fram að ráðherra sé skylt að láta fjárlaganefnd Alþingis vita strax og tekin hefur verið ákvörðun um slíka greiðslu. Fjárlög og lánsfjárlög sameinuð Hreyfing gæti komizt á Rockall-málið á ný ísland hefur um árabil átt í deilu við nágranna- löndin um tilkall til landgrunnsins á Hatton-Rockall-svæðinu suður af landinu. Ólafur Þ. Stephensen segir að hreyfing geti nú farið að komast á málið eftir langa kyrrstöðu. STAÐA mála í deilum um til- kall til landgrunnsins á Hatton-Rpckall-svæðinu suður af íslandi gæti tekið breytingum á næstu mánuðum. Annars vegar hefur hafréttarsamn- ingur Sameinuðu þjóðanna tekið gildi og samkvæmt honum hefur verið kosin nefnd um mörk land- grunnsins, sem sennilega tekur til _ starfa í næsta mánuði. Hins vegar er búizt við að Bretland staðfesti hafréttarsáttmálann fljótlega, en íslendingar deila m.a. við Breta um tilkall til svæðisins. Komið hefur fram að hugsanlegt sé að þar geti fundizt olía. Krafa íslands byggð á hafréttarsamningnum ísland gerir kröfu til víðáttumik- ils svæðis á landgrunninu, sem nær allt suður undir fimmtugasta breiddarbaug, eins og sjá má á kort- inu. Ytri mörk landgrunnsins voru skilgreind í reglugerð, sem Geir Hallgrímsson þáverandi utanríkis- ráðherra gaf út árið 1985. Tveimur árum áður hafði Alþingi samþykkt þingsályktunartillögu Eyjólfs Konr- áðs Jónssonar um að leita skyldi samkomuiags við Færeyjar, Bret- land og írland um yfirráð á Hatton- Rockall-svæðinu. Krafa íslands er byggð á hafrétt- arsamningi Sameinuðu þjóðanna, meðal annars ákvæðum um „eðli- lega framlengingu“ landsvæðis strandríkis að ytri mörkum land- grunnsins. Kröfugerð íslands byggist á að fundnar séu rætur landgrunnshlíðarinnar og dregin lína 60 sjómílur þar fyrir utan, eins og hafréttai'samningurinn heimil- ar. - Viðræður við nágrannaríkin í reglugerðinni frá 1985 er kveð- ið á um að leita beri samkomulags milli íslands og annarra hlutaðeig- andi landa um endanlega afmörkun landgrunnsins í samræmi við al- mennar reglur þjóðaréttar. Tvíhliða viðræður hafa farið fram á undan- förnum árum við írland, Bretland og Danmörku fyrir hönd Færeyja og var gerð grein fyrir stöðu þeirra í skriflegu svari Halldórs Ásgríms- sonar utanríkisráðherra við fyrir- spurn Guðmundar Hallvarðssonar alþingismanns á Alþingi í vetur. Kröfur ríkjanna á Hatton-Rock- all-svæðinu skarast mjög, eins og sjá má á kortinu. Bretland og ír- land komust árið 1988 að sam- komulagi sín á milli um skiptingu landgrunnsins, en Danmörk/Fær- eyjar og ísland mótmæltu þeim sanmingi. íslenzk stjórnvöld hafa rætt Rockall-málið við Danmörku og Færeyjar af og til undanfarin ár og hafa löndin m.a. unnið saman að könnun hafsbotnsins á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hefur málið verið rætt á samningafundum um mörk lögsögu íslands annars vegar og Færeyja og Grænlands hins vegar, en þeir fundir hafa verið haldnir undan- farna mánuði og er sá_ næsti á dagskrá í næstu viku. í þessum viðræðum er deilt um stöðu Kol- beinseyjar og Hvalbaks sem grunn- línupunkta íslenzku lögsögunnar og eru málin skyld að því leytinu að í Rockall-málinu skiptir staða klettsins Rockall máli, einkum hvað varðar kröfur Breta til yfirráða á svæðinu. íslenzk stjórnvöld hafa oft tekið málið upp við írland, en fengið þau svör að ekki væri rétt að stofna til formlegra viðræðna, heldur væri nærtækast fyrir íslendinga að skiptast á skoðunum við —;---------------- Breta. ísland krefst Brezk stjórnvöld hafa yfirráða langt lýst sig reiðubúin til að suður í haf ræða deiluatriði við ís- _____________ lenzk stjórnvöld annars vegar og dönsk/færeysk stjórnvöld hins vegar. íslendingar hafa fallizt á slíkar viðræður en þó talið æski- legast að viðræður færu fram milli landanna fjögurra. í viðræðum íslands og Bretlands var ákveðið árið 1990 að fela Guð- mundi Eiríkssyni, þáverandi þjóð- réttarfræðingi utanríkisráðu- neytisins, og David Anderson, þá- verandi þjóðréttarfræðingi í brezka utanríkisráðuneytinu, að skila sam- eiginlegri skýrslu um málið til und- irbúnings frekari viðræðum. Þessir menn eru nú báðir orðnir dómarar í nýstofnuðum hafréttardómstóli: Á tímabilinu 1990-1994 vai' haldinn fjöldi funda, oftast með þátttöku íslenzkra og brezkra vísinda- manna. Gerð skýrslunnar er hins vegar ekki lokið. Samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins var ein ástæða þess að samstarfið gekk ekki sem skyldi sú, að ísland á að- ild að hafréttarsamningn- um en Bretland ekki og ” voru því forsendur þær, sem löndin gáfu sér, ólíkar. Bretland hyggst fullgilda hafréttarsamninginn Hafréttarsamningurinn gildir ekki nema samkvæmt þeim ríkjum, sem hafa staðfest hann, þótt sum ákvæði hans teljist orðið til venju- réttar. Bretland og Danmörk eru þannig aðeins bundin af gildandi venjurétti. Ríkin tvö eru einnig aðil- ar að samningi um landgrunnið frá 1958. í áðurnefndu svari Halldórs Ás- grímssonar kemur fram að líklegt sé að Danmörk/Færeyjar muni áfram halda að sér höndum með fullgildingu hafréttarsamningsins þar til lausn finnist í deilu um skipt- ingu landgrunnsins milli Færeyja og Hjaltlandseyja og kunni dönsk- um/færeyskum stjórnvöldum að þykja réttarstaða sín betri sam- kvæmt samningnum frá 1958. Brezk stjórnvöld hafa hins vegar lýst því yfir að þau hyggist fullgilda hafréttarsamninginn. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins hefur fullgildingin frestazt vegna kosn- ingabaráttu og stjórnarskipta í Bretlandi, e_n stefnt er að henni á næstunni. í umræðum á brezka þinginu í fyrra komu þó fram -------- áhyggjur af áhrifum samningsins á fiskveiði- lögsögu og landgrunn Rockall, en samkvæmt samningnum eiga óbyggðir klettar enga Hugsanlegt að olía finnist á svæðinu efnahagslögsögu. Landgrunn Islands meðal fyrstu mála hjá nefnd SÞ Gildistaka hafréttarsamningsins árið 1994 er íslandi sennilega í hag í deilunni vegna þess að íslenzka kröfugerðin er byggð á efnislegum ákvæðum hans. Jafnframt skiptir máli að samkvæmt samningnum skal setja á stofn svokallaða nefnd um mörk landgrunnsins. Hún á að gera tillögur til strandríkja um ytri mörkin og skulu þau mörk, sem strandríki ákveður á grundvelli þessara tiilagna, vera endanleg og bindandi. Jafnframt ríkir óvissa um mörkin þar til nefndin hefur fallizt á skilgreiningu viðkomandi ríkis. Kosið var í nefndina í febrúar síðastliðnum, en hún er skipuð 21 fulltrúa. í næstu viku verða drög að starfsregl- um hennar síðan lögð fyr- ir fund aðildarríkja ha- fréttarsamningsins í New York. Framhaldið fer eftir því hvort samkomulag verður um starfsreglurnar, en búast má við að nefndin haldi fyrsta fund sinn í næsta mánuði, samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins. Islenzk stjórnvöld hafa þegar sent upplýsingar um ytri mörk landgrunns íslands til aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna. Þeir, sem gerzt þekkja til, segja að eitt af fyrstu verkum nefndarinnar verði væntanlega að fjalla um þessi mörk, þar sem málið sér tilbúið til umfjöllunar af íslands hálfu. Þetta gæti orðið til að koma hreyfingu á Rockall- málið á nýjan leik, eftir langa kyrrstöðu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.