Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 45

Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 45 Sumarskóli Fjölbrautaskólans í Breiðholti starfræktur í júní Gæðastjórnun í skólakerfinu MENNTAHÓPUR Gæðastjórnun- arfélagsins hefur hist reglulega í vetur og fjallað um gæðastjórnun í menntakerfinu. Síðasti fundur vetrarins verður haldinn fimmtu- daginn 15. maí kl. 16.30-18.00 í Kennaraháskólanum, gengið inn frá Stakkahlíð. Gestur fundarins er Jón Sigurðs- son, fyrrverandi rektor Samvinnu- háskólans á Bifröst og nefnist er- indi hans „Gæðastjórnun í fræðslu- starfí". Hann mun í erindi sínu m.a. íjalla um skilgreiningu gæða í fræðslustarfi, þróunarstjórnun og umbótastarf. Jón hefur tekið virkan þátt í gæðastjórnunarumræðunni og skrifaði m.a. grein í nýjasta hefti tímarits Kennaraháskólans „Uppeldi og menntun“ um gæða- stjórnun á háskólastigi, segir í fréttatilkynningu. Fundurinn er opinn öllu áhuga- fólki um menntamál og aðgangur er ókeypis. STARFRÆKTUR verður sumarskóli við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í júnímánuði. í boði verða 40 náms- áfangar í tungumálum, íslensku, stærðfræði, raungreinum, ritvinnslu, félags- og viðskiptagreinum. Nám í Sumarskóla Fjölbrautaskólans er matshæft á milli þeirra framhalds- skóla sem byggja skipulag sitt á áfangakerfi. Kennsla í Sumarskóla FB hefst mánudaginn 2. júní og stendur yfir til 28. júní. Innritað er frá kl. 16-18 fimmtudaginn 22. maí nk. og stendur yfir til 30. maí. „Rík áhersla er lögð á faglegar kröfur í Sumarskóla FB. Gert er ráð fyrir 90% skólasókn og geta nemend- ur tekið allt að tveimur námsáföng- um eða að hámarki 6 einingar. Einn- ig er gert ráð fyrir að nemendur hafi lokið undanförum til þess að mega skrá sig í áfanga. Náðst hefur sátt um starfsemi Sumarskóla FB og að fengnu starfs- leyfi menntamálaráðuneytisins var gert sérstakt samkomulag á milli ljármálaráðuneytisins annars vegar og Hins íslenska kennarafélags og Kennarasambands íslands hins veg- ar um Sumarskóla FB. Innritað er í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti," segir í fréttatilkynningu frá FB. ÝMISLEGT Viltu taka þátt í atvinnu- rekstri á Grænlandi? SULISA AS, Atvinnuþróunarfélag Grænlands, var stofnað 1993 af grænlensku heimastjórn- inni. Tilgangur fyrirtækisins er að veita alhliða ráð- gjöf til fyrirtækja á Grænlandi, jafnt nýstofn- aðra sem rótgróinna. Með aðild sinni að ýmsum tilraunaverkefnum hefurfyrirtækið einnig gerst virkur þátttakandi í þróunarstarfi á sviði viðskipta og iðnaðar á Grænlandi. Jafnframt því sem fyrirtækið leggurfram fjár- magn til nýsköpunarverkefna á Grænlandi, vinnur SULISA að því að laða erlenda fjárfesta til Grænlands í því skyni að örva grænlenskt efnahagslíf. SULISA leitar fyrst og fremst eftir samstarfi við lítil og meðalstórfyrirtæki sem og einstakl- inga í atvinnurekstri. SULISA AS, Box 1048, DK 3900 Nuuk, Grænlandi. Sími 00 299 2 36 55, fax 00 299 2 52 15. Stóðhesturinn Frami frá Ragnheiðarstöðum 1. sæti í 5 v. flokki stóðhesta á Fjórðungsmót- inu 1996. Verður á húsnotkun að Faxabóli 2/2. B: 8.0-8.3-7.3-8.7-9.8-7.5-8.5-8.36. H: 8.0-7.5-8.5-8.2-8.3-7.8-8.5-8.12. Aðaleinkunn 8.24. Allar upplýsingar og pantanir í Ástund, sími 568 4240. HÚSNÆÐI QSKAST Húsnæði óskast til leigu 5 manna fjölskyldu bráðvantar stóra íbúð eða hústil leigu í nokkra mánuði frá 1. júlí nk. Upplýsingar gefur Felix Valsson í hs. 554 6719 eða vs. 560 1000. Netfang: felix@rsp.is eða valsson@medfak.gu.se Styrkur vegna sumarslátrunar dilka Til þess að örva sumarslátrun dilka hefurverið ákveðið að greiða bændum sérstakt álag vegna sumarslátraðra dilka á þessu ári. Geidd- ar verða kr. 1.200 á hvern innlagðan dilk í vi- kunni sem hefst 6. júlí nk. Sú fjárhæð lækkar síðan vikulega um kr. 100 þartil náð er kr. 600, en þá lækkar greiðslan vikulega um kr. 200. Framleiðsluráð landbúnaðarins greiðir álagið beint til bænda að fengnum skýrslum slátur- leyfishafa. Nánari upplýsingar er hægt að fá í landbúnað- arráðuneytinu, Sölvhólsgötu 7, sími 560 9750 og hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins í Bændahöllinni, sími 563 0300. Framkvæmdanefnd búvörusamninga. TILBOÐ/ÚTBQÐ C Landsvirkjun Útboð Safnæðar og pípuvinna Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í safnæðar og pípuvinnu í samræi við útboðs- gögn KRA-14. Verkið nærtil lagningarsafnæða við Kröflustöð. Alls er um að ræða 1.300 m. af pípulögnum úr svörtu stáli, smíði 5 borholu- toppa og raufun 3.000 m. leiðara fyrir borholur. Safnæðar eru af stærðum frá DN 400 upp í DN 800, fullfrágengnar með einangrun og álklæðn- ingu. Gert er ráð fyrir að verkið hefjist í júní 1997 og Ijúki í október 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands- virkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, frá og meðfimmtudeginum 15. maí 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 3.000,- m. VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68,103 Reykjavík, til opnunar 29. maí 1997 kl. 11.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. TILKYNNINGAR Auglýsendur athugið breyttan skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbúnum atvinnu-, rað- og smáauglýsingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. Auglýsingadeild Sími 569 1111 • simbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is KENNSLA UlHBRWnSHklNN _ , , , . x •~mai Namskeið til undirbúnings sveinsprófs í húsasmíði verður haldið í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti, skólasmiðju við Hraunberg, dagana 23. maí til 5. júní nk. Innritað er á skrifstofu skólans og í síma 557 5600 á skrifstofutíma. Skólameistari. Matvælarannsóknir Kynning á niðurstöðum og árangri Þriðjudaginn 20. maí nk. verða kynntar niður- stöður nokkurra rannsókna- og þróunarverk- efna á sviði matvæla og árangur af styrkjum til „Tæknimanna í fyrirtækjum". Einnig verður fjallað um verkefni studd af Norræna iðnað- arsjóðnum og Rammaáætlun Evrópusam- bandsins. Að kynningunni standa Tæknisjóður Rannís og Kynningarmiðstöð Evrópurann- sókna - KERIÐ. Kynningin er haldin í fundarsal Hótels Loft- leiða, kl. 13.30—17.00 og er öllum opin. Eftirtalin verkefni verða kynnt: Bakkavör efh. Þróunarvinna tæknimanns. Halldór Þórarinsson. Hreinni framieiðslutækni í matvælaiðnadi. Nordfood Helga Eyjólfsdóttir. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Verkun síldar. Evrópuverkefni. Dr. Guðmundur Stefánsson. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Betri nýting í rækjuvinnslu. Stefanía Karlsdóttir. Iðntæknistofnun. Lambakjöt. Þróunarstarf og nýjar afurðir. Dr. Guðjón Þorkelsson. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins. Íslenskt-Franskt efh. Þróunarstarf tæknimanns. Indriði Óskarsson. Ráðstefnustjóri er Ragnheiður Héðinsdóttir. ÍS KYNNINGARMIÐSTÖÐ EVRÓPURANNSÓKNA SMÁAUGLÝSINGAR FÉLAGSLÍF Dagsferð sunnudaginn 18. maí: Reykjavegurinn — Heiðabær — Dyradalur um Nesjavelli. Þetta er 2. áfangi í þessari skemmtilegu gönguleið sem er samstarfsverkefni Úti- vistar og Ferðafélags íslands. Brottför frá BSÍ kl. 10.30. Verð 1.000 kr. Dagsferð 19. maí kl. 10.30: Krossfjöll — Raufarhólshellir. Hvítasunnuferðir: Jeppaferð í Bása 17.-19. maí. Öræfajökull 16.-19. maí. Gengið á Hvannadalshnjúk. Skaftafell 16.-19 maf. Jakaskoðun. Bésar 16.-19. maí. Skemmtileg ferð í Bása fyrir alla fjölskylduna. Snæfellsjökull 16.-19. maí. Farið á Snæfellsjökul og skoðun- arferð um Snæfellsnes. Netslóð: http://www.centrum.is/ Útivist Góðtemplarahúsið, Hafnarfírði Félagsvist í kvöld, fimmtudags- kvöldið 15. maí. Byrjum að spila kl. 20.30 stundvíslega. Allir velkomnir. Kristniboðssalurinn Háaleitisbraut 58 Samkoma í kvöld kl. 20.30. Helgi Hróbjartsson talar. Aðalstöðvar KFUM og KFUK, Holtavegi 28. Ten-sing sýnir í kvöld söngleik- inn „Pili" sem er byggður á sögu John Bunyan „För Pílagrímsins". Allir hjartanlega velkomnir. Sýningin hefst kl. 20. í kvöld kl. 20.30: Lofgjörðarsamkoma. Rut og Peter Baronowsky frá Svíþjóð tala. Laugardagur kl. 20.00. N0RSK NASJ0NALFEST. Allir velkomnir. TILKYNNINGAR Auglýsendur athugið breyttan skilafrest! Auglýsingatexta og/eða tilbún- um atvinnu-, rað- og smáauglýs- ingum sem eiga að birtast í sunnudagsblaðinu, þarf að skila fyrir kl. 12 á föstudag. Auglýsingadeitd Sími 569 1111 simbréf 569 1110 netfang: augl@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.