Morgunblaðið - 15.05.1997, Page 46

Morgunblaðið - 15.05.1997, Page 46
46 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Veiðigjald og byggðaskattur: Jóni Baldvin svarað JÓN Baldvin Hannibalsson, fyrrum formaður Alþýðu- flokksins, ritar grein í Morgunblaðið 10. maí sl. Tilefnið er nýút- komin skýrsla hag- fræðistofnunar Há- skólans um áhrif veiði- gjalds á skattbyrði byggðarlaga. Helsta niðurstaða þeirrar skýrslu er, sem kunn- ugt er, að álagning veiðigjalds og sam- svarandi lækkun tekju- skatts muni lækka heildarskattbyrði í Reykjavík og þéttbýli Ragnar Arnason Reykjaness, en hækka heildarskatt- byrði í öllum öðrum landshlutum. Við þessa niðurstöðu er Jón ber- sýnilega ekki sáttur. Hann er þó ekki á þeim buxunum að setja fram rökstudda gagnrýni á efni skýrsl- unnar. Þess í stað fylgir hann dyggilega því fordæmi foringja síns, Sighvats Björgvinssonar, og leið- arahöfundar Morgunblaðsins að snúa út úr efni skýrslunnar, freista þess að drepa málinu á dreif með umræðu um óskyid atriði og með því að senda höfundum hennar háðsglósur. Fróm ósk um sannsögli í grein sinni er Jón óspar á að upplýsa lesandann um innstu hugs- anir þeirra manna, sem hann beinir spjótum sínum að, og hvað fyrir þeim hafi vakað með þessum og hinum athöfnum þeirra. Ég get auðvitað ekki svarað fyrir aðra en get á hinn bóginn fullvissað lesand- ann um það, að talsvert mikið vant- ar upp á að Jón hafi lesið rétt minn hug. Jón fullyrðir til að mynda, að ég sé á móti veiðigjaldi. „Yfirlýstur andstæðingur veiðigjalds" er orða- lagið sem hann notar - trúlega í þeim tilgangi að kasta rýrð á efni skýrslunnar. Þetta er einfaldlega ósatt. Ég hef aldrei lýst andstöðu við veiðigjald. Þvert á móti hef ég á opinberum vettvangi þráfaldlega lýst veiðigjaldi sem at- hyglisverðum og aðlað- andi valkosti. Jafnvel hef ég gengið svo langt að að setja fram rök fyrir veiðigjaldi, sem öðrum hafa ekki hug- kvæmst (sjá t.d. Ragn- ar Árnason, 1992). Nú vill svo heppilega til, að lesandinn þarf ekki að ákveða hvorum okkar Jóns hann á að trúa í þessu máli. Hér liggja nefnilega fyrir nægar heimildir. Á að- alfundi LÍÚ 1 nóv. sl. (sjá Ragnar Árnason, 1996) sagði ég t.d. í lokaorðum, að veiðigjald væri „aðl- aðandi sem opinber tekjuöflun í stað annarra verri skatta“. I ritgerðar- safninu Stjórn fiskveiða og skipting fiskveiðiarðsins, sem út kom á veg- um Sjávarútvegsstofnunar árið 1992, taldi ég „hvorki afgerandi hagkvæmnisrök með né á móti veiðigjaldi". Á hinn bóginn skal ég fúslega viðurkenna að ég hef lagt mig í framkróka um að segja kost og löst á veiðigjaldi. Þetta þýðir m.a. að ég hef ekki aðeins hampað rök- um fyrir veiðigjaldi heldur hef ég einnig gagnrýnt vissar aðrar rök- semdir, sem settar hafa verið fram fyrir veiðigjaldi og ég talið rangar. Vera kann, að í því sé „glæpur" minn fólginn. Ég sé einfaldlega ekki nægilega þröngsýnn til að geta talist veiðigjaldssinni að áliti Jóns. Getur það verið, að allir þeir sem hafa vilja það sem sannara reynist í veiðigjaldsmálum séu um- svifalaust „yfirlýstir andstæðingar veiðigjalds" að áliti Jóns? Að skjóta sendiboðana Málflutningur af því tagi, sem Jón kýs að beita, er í rauninni ekki svaraverður. Hann á miklu meira erindi inn á pólitíska málfundaræf- ingu en skynsamlega umræðu sið- aðra manna. Með tilliti til mikilvæg- is veiðgjaldsmálsins er það á hinn bóginn umhugsunarvert, að Jón skuli kjósa að fara þessa leið. Margt Álagning sérstaks veiði- gjalds á sjávarútveg gæti orðið afdrifarík fyr- ir þróun íslensks þjóðar- búskapar og þjóðlífs. _ Ragnar Arnason telur því mikilvægt að forðast fordóma og vanhugsað- ar skyndiákvarðanir. bendir nefnilega til þess, að álagn- ing sérstaks veiðigjalds á sjávarút- veg gæti orðið býsna afdrifaríkt skrif fyrir þróun íslensks þjóðarbú- skapar og þjóðlífs í framtíðinni. Því skiptir afar miklu máli að skoða málið og allar hliðar þess af hlut- lægni og forðast fordóma og van- hugsaðar skyndiákvarðanir. Skýrsla Hagfræðistofnunar varpar skýrara ljósi á eina tiltekna hlið veiðigjaldsmála. Hún leitast jafnframt við að gera það á skil- merkilegan hátt með því að leggja fram gögn, tíunda forsendur og útskýra ályktanir. Hún er því fram- lag til hlutlægrar skynsamlegrar umræðu um málið. Grein Jóns er af allt öðrum toga. Hún virðast einna helst þáttur í einhvers konar pólitískri fjölbragðaglímu, þar sem efnisatriði máls og staðreyndir eru aukaatriði og sendiboðar eru um- svifalaust skotnir, ef þeir flytja óþægileg tíðindi. Greinaskrif af því tagi eru ekki til þess fallin að auð- velda þjóðinni að taka skynsamlega ákvörðun í þessu mikilvæga máli. •Tilvísanir: Ragnar Árnason. 1992. Fiskveiðiarðurinn og skipting hans. í Stjórn fiskveiða ogskipt- ing fiskveiðiarðsins. Sjávarútvegsstofnun. Ragnar Árnason. 1996. Kvótakerfi og auð- lindaskattur. Erindi flutt á aðalfundi LÍÚ 1. nóv. 1996. Höfundur er prófessor við Háskóla íslands. Um framkvæmd flugöryggis og umfjöllun þess Ámundi H. Ólafsson raunveru- reynslu af UNDANFARIÐ hefur verið ritað nokk- uð um flugöryggismál í Morgunblaðið, m.a. vegna fréttar í út- breiddasta dagblaði Þýzkalands, Bild Zeit- ung. Þar var nýverið fullyrt, að viðhaldi flugvéla Atlanta hf. og Flugleiða hf. væri ábótavant. Svona gæðastimplun ijölmið- ils getur loðað við árum saman og er hið versta skemmdarverk, e.k. efnahagslegt hryðjuverk, og því fremur, sem fullyrð- ingin hefur enga stoð leikanum. Eftir langa Flugfélagi íslands, og síðar Flug- leiðum, tel ég mig geta fullyrt, að þar hafi viðhaldsöryggi flugvéla verið í eins fullkomnu lagi og tæknilega mögulegt er, og svo er enn. Hið sama tel ég gilda um flug- vélar Atlanta hf. Flugmálastjórn setur flugrekendum reglur, og Það er mannlegt að tíma ekki að eyða peningnm, 3 “ 3 segir Amundi H. Olafs- son, en steininn tekur úr við lokun flugbrautar 25 sl. þijú ár. fylgist með, að slíku sé hlítt. Eins og Mbl. bendir réttilega á, er ör- yggi farþega í engri hættu vegna slaks viðhalds. Hið opinbera gerir strangar kröfur, sem flugrekendur verða að uppfylla. Hitt er verra, að hið opinbera, sem á að vernda og gæta hags farþega, gerir mjög V m TILBOÐ ALDREIMEIRA URVAL ALASKAVÍÐIR GRÆNN hnauspl. 150-175 cm. ÁÐUR KR. 880- NÚ KR. 480- BLOMSTRANDI RUNNAR OG RÓSIR BIRKI I PK. 40-60 cm KR. 225- STJUPUR KR. 45- PYRNIROS KR. 620- FOSSVOGI 18. Sími 564 1777 Fossvogsbletti 1 (fyrir neðan Borgarspítala) Opiö kl. 8-19. helgar kl. 9 • Veffang: http://www.centrum.is/fossvogsstodin LEIÐBEININGAR - RÁÐGJÖF - ÞJÓNUSTA FYRIR ÞIG d handahófskenndar kröfur til eigin rekstr- ar, og á ég þar við við- hald og rekstur flug- valla á Islandi. Reykja- víkurflugvöllur liggur undir skemmdum. Síð- búnum framkvæmd- um, sem áttu að vera hafnar, hefur verið frestað, ótiltekið. Með sama aðgerðarleysi er ekki spurning um hvort, heldur hvenær, flugvöilurinn fær sína svörtu stjörnu. Á Keflavíkurflugvelli vantar blindflugs að- flugskerfi á braut 29. Síðustu 10 ár hefur verið bent á þennan skort af flugmönnum. Braut 20 og 11 hafa þennan bún- að. Þar geta flugvélar lent sjálfar (auto-lent). Skyggniskrafa er 300 metrar, og mætti, með litlum kostnaði, t.d. bættum útafkeyrsl- um og „ground radar“, þ.e. radar, sem fylgist með umferð um ak- brautir og flugbrautir, lækka í 200 metra skyggni. Hvað braut 29 varðar, er þar krafist 1.600 metra skyggnis - og handfljúga úr lág- marki, þ.e. taka öll dýru tækin úr sambandi, rýna út og lenda, rétta fyrst flugvélina af, því hún kemur skökk fyrir í lágmarkshæð. Það er mannlegt að tíma ekki að eyða peningum, en steininn tek- ur þó úr við lokun flugbrautar 25 sl. þijú ár, en sú flugbraut jafnast á við Egilsstaðaflugvöll og er í jafngóðu ástandi. Þetta er sú flug- braut, sem hefur hreinast aðflug, engar hindranir né hús, og aldrei ókyrrð í aðflugi. í stað þess að lenda beint í vind með hámarksöryggi verða flug- menn nú að lenda með lágmarks- öryggi í hámarkshliðarvindi á braut 20 eða 29, eða snúa frá, líkt og þeir verða að gera í suðaustan aftökum, eftir að 1.100 metra brautin, 16, var eyðiiögð með byggingu núverandi flugstöðvar. Þegar braut 25 var lokað, í árs- lok 1994, hafði fyrrverandi utan- ríkisráðherra skynsemi til að fara hljótt með og túlkaði þá lokun aldr- ei sem afrek né sigur. En núver- andi utanríkisráðherra, sem er ein- valdur um öll málefni Keflavíkur- flugvallar, hælist yfir lokun flug- brautarinnar, og telur sparnað 40 milljónir á hvern þeirra sex lokun- arkrossa, sem málaðir voru á flug- brautina. Hvert barn gat sagt blaðamanni Morgunblaðsins hveiju ráðherrann klæddist, en hvorki voru þau, né flugmenn, spurð, heldur mærði blm. Mbl. sparnað- arafrek ráðherra, bæði sl. ár og einnig á þessu. Morgunblaðið er öflugur, óháður fjölmiðill. Því er sárt að sjá slíka blaðamenn verða stefnumarkandi stórasannleika í skjóli afskiptaleys- is ritstjórnar. Skrif Mbl. um flugöryggi vegna viðhalds eru góðra gjalda verð. En orðið öryggi verður aðeins innan- tómt tákn, ef menn sjá ekki alla þætti þess. Það er ekki ætlast til að ritstjórar Mbl. séu sérfræðingar í flugmálum, en þeir geta, og eiga, að ráðfæra sig við, eða ráða til sín þá sérfræðinga, sem þeir treysta. í dag er ekkert sem ógnar flug- öryggi meir en vanhæfir fagráð- herrar og aðhaldsleysi fjölmiðla við aðgerðum þeirra. Það er borin von að stjórnmálamenn hressist, en hver veit nema Eyjólfur hressist - og Morgunblaðið. Höfundur er flugstjóri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.