Morgunblaðið - 15.05.1997, Side 48
48 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Borgarsamfélag nútímans
MIKIÐ hefur verið
ritað og rætt um afbrot
í hinu borgaralega
samfélagi nútímans.
Hér á eftir verður reynt
að tilgreina í stuttu
máli nokkra þá þætti,
sem koma til greina
sem áhrifavaldar í um-
hverfi afbrota í samfé-
lagi líku og nú þekkist
í borg á stærð við
Reykjavík.
Fátækt og atvinnu-
léysi eru þættir er geta
haft áhrif á tíðni af-
brota. Reynsla Breta
er þó sú að þeir fara
ekki að hafa áhrif fyrr
en uppalandi kynslóð lendir í þeim
aðstæðum að geta ekki séð sjálfri
sér farborða. Vonleysi og takmörkuð
framtíðarsýn, sem af því hlýst, eyk-
ur líkur á afbrotum hjá viðkomandi
einstaklingum. Þess sjást t.d. glögg
merki í nokkrum iöndum Evrópu nú.
Firring í nútíma vestrænum samfé-
lögum er að vera aukið vandamál
samfara sundurleitari og takmark-
aðri tengslum en verið hafa. Talið
er að helsta mótvægi gegn þeim
þáttum séu sterkari íjölskyldubönd,
aukin samvera fjölskyldumeðlima og
þátttaka þeirra í heilbrigðri íþrótta-,
æskulýðs- og afþreyingarstarfsemi.
Skipulag og samsetning nýrra og
eldri hverfa getur haft mikið að segja
hvað varðar ástand á hverjum stað.
Því bjartari og líflegri svæði, þeim
mun minni líkur eru á að þar þrífist
afbrotaklíkur eða afbrotaleg hátt-
semi.
Þegar horft er til nauðsynlegrar
uppbyggingar samfélagsmyndarinn-
ar verður ekki hjá því komist að
huga að fyrirmyndunum og góðu
fordæmi allra þeirra, sem forræði
hafa í málefnum unga fólksins, þ.e.
foreldranna, ráðamanna og annarra
er gegna áberandi hlutverki í samfé-
laginu. Samhliða því er nauðsynlegt
að huga að og viðhalda
hæfilegu aðhaldi og
aga.
Glæpir og afbrot
hafa verið að þróast og
breytast í samfélaginu
frá einum tíma til ann-
ars. Skiptir aðstaðan,
möguleikarnir, aðhaldið
og hinir ýmsu áhrifa-
valdar á hveijum tíma
þar miklu um. Lög-
gæsluyfirvöld í Reykja-
vík hafa lagt mikla
áherslu á að hamla
gegn skipulagðri af-
brotastarfsemi og hún
hefur reynt að bijóta
upp hvert það mynstur,
sem líklega geti leitt til slíks. Því
starfi þarf nauðsynlega að halda
áfram, en til þess þarf lögreglan að
fá virkan og dyggan stuðning allra
þeirra, sem henni geta lagt lið.
Umhverfi afbrota hér í borg er sem
betur fer takmarkað við tiltölulega
fáa einstaklinga, sem tiltölulega
auðvelt á að vera að eiga við, ef
áhugi og vilji er fyrir hendi. Þar
skiptir samstaða og samheldni miklu
máli svo og viðunandi skilyrði svo
taka megi á einstökum málum með
áhrifaríkum hætti. Skipulag afbrota-
starfsemi hér á landi getur í æ rík-
ari mæli tekið mið af þróun þeirra
mála erlendis á næstu árum. Þar á
sér víða stað barátta um yfirráða-
svæði á meðal glæpahópa og full
ástæða til að fylgjast gaumgæfilega
með þróun þeirra mála og bregðast
við í tíma til að draga úr líkum á
sambærilegri þróun hér á landi.
Utigangsmenn á ferli í borginni
eru, skv. upplýsingum fangageymsl-
unnar og sem lögreglumenn þurfa
að hafa afskipti af, að jafnaði 5-7
yfir vetrartímann, en fjölgar ca. fjór-
falt yfir sumarlímann, bæði vegna
lokana_ stofnana og betri veðurskil-
yrða. Á veturna sætta þeir sig við
að vera vistaðir inni á stofnunum,
Innbrotum, þjófnuðum
og minniháttar líkams-
meiðingum hefur fjölg-
að frá 1991. Ómar
Smári Ármannsson
skrifar um afbrot í borg-
arsamfélaginu.
en síður á sumrin. Lögreglan þarf
jafnan að hafa afskipti af 1-3 heim-
ilislausum geðsjúklingum, en þeir
eru þó fleiri, sem hafa í einhver hús
að venda. Lögreglan hefur reynt að
aðstoða þetta fólk. eftir föngum og
reynt jöfnum höndum að koma því
í vistun á viðeigandi stofnun. Erfitt
er að skilgreina erfiðleika þessa fólks
því þeir eru jafnan félagslegs eðlis
í tengslum við ýmiss konar andlega
og líkamlega sjúkdóma. Því hefur
verið haldið fram að ekki eigi að
vista þetta fólk í fangageymslum,
heldur að möguleiki verði á að koma
því í sérstakt neyðarathvarf mannað
fólki úr félags- og heilbrigðisstétt.
Tillaga þar að lútandi hefur legið
fyrir, en án viðbragða fram að þessu.
Undanfarin ár hefur orðið fækkun
í flestum afbrotamálaflokkum hjá
lögreglunni í Reykjavík. Þó hefur
skráðum innbrotum, þjófnuðum og
minniháttar líkamsmeiðingum ijölg-
að jafnt og þétt síðan 1991. Unnið
hefur verið markvisst gegn þessari
þróun, en erfitt hefur verið um vik.
Þar er helst við að eiga „óvirkni"
þess kerfis, sem stuðla á að og á
að geta veitt afbrotamönnum að-
hald. Sérstaklega á þetta við um
unga afbrotamenn og þá sem oftar
koma við sögu afbrota en aðrir.
Skemmdarverk hafa aðallega verið
fólgin í rúðubrotum og á eigum hins
opinbera, en áhuga vantar hjá þeim
aðilum til að spyrna sameiginlega
gegn slíku. Veggjakrot hefur færst
í vöxt, en forðast er að fjalla um
slíkt í íjölmiðlum því slík umijöllun
er ávísun á aukningu þess. Sú bar-
áttuaðferð, sem gefið hefur hvað
besta raun á Norðurlöndum og víða
annars staðar, er að mála jafn óðum
yfir eða fjarlægja skipulega veggj-
akrot á aimennum svæðum. Þar
þurfa borgaryfirvöld að ganga á
undan með skipulegum hætti. Útlit
borga eða einstakra svæða hefur
mikið að segja hvað varðar virðingu
fólks, og þá ekki síst ungs fólks,
fyrir umhverfi sínu.
Fíkniefni og afbrot tengjast með
þrenns konar hætti. í fyrsta lagi
getur neysla og misnotkun fíkniefna
leitt til afbrotalegrar háttsemi. í öðru
lagi gerir sú staðreynd að fíkniefni
eru ólögleg það að verkum, að svarta-
markaðsstarfsemi nær að festa sig í
sessi og höndlun slíkra efna leiðir til
baráttu milli þátttakenda og spilling-
ar í samfélaginu og í þriðja lagi ger-
ir neysla efnisins neytendur háða þvi
og neyðir þá til afbrota svo þeim
verði unnt að íjármagna enn frekari
neyslu (Nadelman, 1988). Bæði fíkni-
efni og lög gegn fíkniefnum orsaka
glæpi, þ.e.a.s. ef ekki er hægt að
fylgja þeim eftir eins og ákvæði
þeirra segja til um (Boyum & Klei-
man, 1995). Víst er að aldrei verður
fullnaðarsigur unnin í fíkniefnastríð-
inu nema almenningur fáist til, eða
hann ákveði sjálfur, að hafna vör-
unni. Á meðan einhver vill kaupa
verður alltaf til einhver sem vill selja
(Lavine, 1985).
Mikið hefur verið fjallað um komu
og búsetu útlendinga í hveiju iandi.
Allflestir geta verið sammála um
jákvæði þess að fá í heimsókn fólk
af ólíkum menningarheimum, en
hins vegar forðast menn oft af við-
kvæmisástæðum að ræða um þá
fylgikvilla, sem dvöl þess fylgir,
a.m.k. sumu hveiju. Þá er helst átt
við sundurleit tengsl þeirra, sameig-
inlega þætti og líkur á hópmyndun
Óniar Smári
Ármannsson
azuvi
DISERO EN CB5AM1CA
L,-. UllM
Stórhfifða 17 við Gullinbrú, sími 567 4«44
Stóll aida
Hönnun Prhard Sapper
Verð kr. 6.95C, kr. 6.600 stgr.
Mörkinni 3, sími 588 0640
casa@treknet.is
Lífeyrissjóðir - vandað
sem lengi á að standa
á
UM vikum hefur mikið
verið rætt og ritað um
lífeyrissjóðakerfi
landsmanna og af mis-
jafnri þekkingu. Vert
er að staldra við og
hugleiða hverjir komu
þessu kerfi á og til
hvers. Árið 1969 voru
gerðir kjarasamningar
um almennu lífeyris-
sjóðina en nokkrar
starfsstéttir höfðu haf-
ið þetta starf nokkrum
árum áður m.a .Iðja og
verslunarmannastéttir.
Þessir kjarasamningar
voru unnir í fullri sátt
við launþegana sem gerðu sér fulla
grein fyrir að með þessu kerfi væru
þeir að byggja sér upp öryggiskerfi
varðandi eftirlaunaaldurinn og ör-
orku-, maka- og barnalífeyri ef á
þyrfti að halda. Kerfið hófst með
því að launþegar greyddu 4% af
dagvinnulaunum og vinnuveitendur
6% á móti. Þessi hlutföll hafa hald-
ið en sl. 7 ár hefur sama hlutfall
verið greitt en af öllum launum. Á
fyrstu 10 árum lífeyrissjóðakerfisins
voru þessar innstæður óverðtryggð-
ar eins og sparifé landsmanna al-
mennt og gekk því erfiðlega að láta
innborganir og skuldbindingar
standast á. Nú á síðustu 10 árum
hefur verið unnin óhemju vinna við
að ávaxta fé sjóðanna betur og að
fækka sjóðum og loka þeim sem
ekki hafa orðið nægjanlega öflugir
til að geta staðið við gefin loforð.
Nú er staðan sú að þeir sjóðir sem
eru innan Sambands Almennra Líf-
eyrissjóða geta allir staðið við sínar
skuldbindingar og jafnvel betur. Árið
1995 endurskoðuðu að-
ilar vinnumarkaðarins
kjarasamninginn frá
1969 og aðlöguðu hann
nútímanum og við það
varð kerfíð allt opnara
m.a. með opnum aðal-
fundum og skýrum
ákvæðum um stjórnun,
ávöxtun, eftirlit, trygg-
ingarfræðilegar úttekt-
ir og réttindi sjóðsfé-
laga. Nú, einu og hálfu
ári síðar, hefur verið
samið lagafrumvarp um
lífeyrissjóði án þess að
nokkur fulltrúi þessara
flölmennu sjóða ætti
fulltrúa í nefnd þeirri
sem undirbjó frumvarpið. Fjármála-
ráðuneytið vann að málinu með mik-
illi leynd fram á síðustu daga. I grein-
argerð með frumvarpinu kemur m.a.
fram að það lífeyriskerfí sem við
búum við er mjög vandað og traust
og vel til þess fallið að tryggja fólki
eftirlaun að lokinni starfsævi auk
áfallatrygginga sem er mikilvægur
hlekkur í öryggisneti lífeyriskerfis-
ins. T.d. við fráfali maka eða sam-
búðaraðila þá eru ekkju/ekkli
tryggðar bætur þar til yngsta barn
er orðið 19 ára og í sumum sjóðum
við eldri aldursmörk. Þá er greiddur
makalífeyrir og með hvetju barni.
Ef ekki er um börn að ræða þá greið-
ist makalífeyrir í 3 ár að fullu og 2
ár að hálfu. Örorkulífeyrir er greidd-
ur þegar um orkutap er að ræða
miðað við það starf sem sjóðsfélaginn
gegnir. Orkutapið verður að vera
50% eða meira en þá eru greiddar
örorkubætur fram til 67 ára aldurs
ef endurmat á orkutapi er óbreytt
eða eykst. Örorka getur verið vegna
Því þarf að hrófla
við lífeyriskerfi sem hef-
ur sannað sig? Þórunn
H. Sveinbjörnsdóttir
telur að sjóðirnir geti
allir staðið við skuld-
bindingar sínar.
slyss eða sjúkdóma og fer þá sjóðs-
félaginn í örorkumat til að fá fram
hver staða hans er. Þessir þættir:
lífeyrir aila ævina, auk áfallatrygg-
inga, er það sem hægt er að tryggja
með samtryggingarkerfi eins og við
búum við í dag.
Sjóðsöfnun, samtrygging og
skylduaðild eru meginstyrkur lífeyr-
issjóðanna og þeir þættir sem mest
áhersla er lögð á t.d. af sérfræðing-
um Alþjóðabankans. Sjóðsöfnun er
nauðsyn til að standa undir lífeyris-
réttindum vaxandi fjölda aldraðra í
framtíðinni, ekki síst við aðstæður
þar sem fólksíjölgun er hæg og
hagvöxtur lítill. Sjóðsöfnun stuðlar
einnig að auknum þjóðhagslegum
sparnaði og styrkir þannig efna-
hagslífið. Samtrygging er nauðsyn
ef tryggja á öllum sjóðfélögum lág-
marksréttindi. Sumir fá til baka
margföld iðgjöld sín, ekki síst þeir
sem eru svo óheppnir að lenda í slys-
um og þurfa örorkulífeyri. Aðrir fá
minna en þeir hafa greitt inn til
sjóðanna. I þessu felst samtrj’gging-
in: Allir' eiga rétt og allir greiða.
Án þessa næst ekki áhættudreifing
sem dugir til að tryggja öllum mann-
í andsnúnu samfélagi. Eftir því sem
betur gengur með aðlögun útlend-
inga, sem hér setjast að, því minni
líkur eru á vandræðum síðar.
Vændi er gömul og ný „þjónustu-
grein“ í samfélögum manna. Hér á
landi hefur orðið vart við hugmynd-
ir manna til að koma á og þróa slíka
atvinnustarfsemi. Nýlega sá lögregl-
an ástæðu til að gefa út „viðvörun",
hún hefur safnað upplýsingum og
hún mun láta til skarar skríða ef
ástæða þykir til. Því miður er svo
að margur „mektarmaðurinn" virð-
ist líta léttvægt á þessa þróun mála
og á meðan svo er, er alveg eins
líklegt að hún muni ganga hér yfir
hægt og bítandi í náinni framtíð
með annari'i tilfallandi afbrota-
tengdri starfsemi, s.s. aukinni fíkni-
efnasölu og -neyslu, hótunum og
ofbeldi ýmiss konar. Þá eru ótaldar
ýmsar smitleiðir sjúkdóma, sem erf-
iðara verður að sporna við en nú er.
Viðhorf og viðbrögð ráðamanna ráða
miklu unt þróun þessara mála hér á
landi á næstu árum.
Samstarf stofnana og tengsl
þeirra við fólkið á einstökum svæð-
um svo og hvers konar félagasamtök
og aðra, s.s. foreldrafélög, eru bita-
stæðasta vopnið í baráttunni gegn
afbrotum í borgarsamfélagi nútím-
ans. Skipulegur áróður og kerfis-
bundin jákvæð viðhorfsmótun, auk
samstilltra baráttuaðferða yfirvalda,
sem hafa góðan stuðning af lagaá-
kvæðum og mögulegum viður-
lagaúrræðum, eru nauðsynleg við-
brögð við óæskilegri þróun framtíð-
arinnar.
Hér á landi eru í dag allar aðstæð-
ur til þess að hafa megi stjórn á
afbrotatíðninni. Til þess að það sé
hægt þurfa allir þeir sem vinna að
því að draga úr líkum á afbrotum
að gera sér skýra grein fyrir hlut-
verki sínu í þágu almennings. Ýmis-
legt jákvætt hefur verið gert í þeim
málum á umliðnum árum og engin
ástæða til að láta staðar numið.
Halda þarf þeirri vinnu markvisst
áfram.
Höfundur er aðstoðar
yfirlögregluþjónn.
sæmandi lífeyri og þá þyrfti að taka
upp mismunandi réttindi; réttindi
fyrir sömu iðgjöld byggð á mati á
viðkomandi sjósfélaga, kyni og að-
stæðum viðkomandi. Skylduaðild er
nauðsyn til að tryggja að lífeyri-
skerfið nái til allra og að ekki verði
útundan hópur fólks sem tryggja
þyrfti framfærslu eftir öðrum leið-
um. Um hvað snúast þá deilurnar
núna? Það að tæplega 3.000 manna
hópur sem er greiðandi í séreignar-
sjóði eigi jafnframt að tryggja sig
í samtryggingarsjóði? Hvers vegna
ekki? Er ekki eðlilegt að allir sitji
við sama borð og tryggi sig ævi-
langt því það hefur ekki verið hægt
í séreignarsjóði og kaupa verður
sérstakar áfallatryggingar. Þessu
fólki er eftir sem áður frálst að eiga
sinn viðbótarsparnað í séreignar-
deildum/sjóðum. Um valfrelsi er það
að segja að erlendis hefur það sann-
ast að rekstrarkostnaður eykst við
valfrelsi milli sjóða t.d. með því að
afnema starfsgreinatenginguna við
viðkomandi sjóð. Innheimta iðgjalda
yrði mjög fiókin þegar sjóðfélagar
flyttust stöðugt milli sjóða og hætta
er á að iðgjöld hluta launafólks skil-
uðu sér aldrei. Loks má benda á að
velji fólk lífeyrissjóði er ekkert sem
kemur í veg fyrir að sjóðirnir taki
uppá því að velja sér félaga eða
flokka þá og verðleggja eftir kyni,
aldri, fjölskylduaðstæðum og fleiri
þáttum.
Vegna lengri ævi þyrftu konur
t.d. að að greiða hærra iðgjald fyrir
lífeyrisréttindi sín en karlar. Þess
vegna spyr maður; hvers vegna
þarf að hrófla við lífeyriskerfi sem
hefur sannað sig og er nú víða er-
lendis notað sem fyrirmynd að vönd-
uðu lífeyriskerfi. Abyrgðin er nú hjá
stjórnmálamönnunum að láta ekki
lífeyrisþega framtíðarinnar gjalda
fyrir skammtímahagsmuni banka,
tryggingafélaga og fjármálastofn-
ana.
Höfundur er formaður Sambands
almennra lífeyrissjóða.