Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1997 51
AÐSENPAR GREINAR
Strákar, þetta er
ekkert einkamál!
HRAÐAKSTUR, dauðsfall,
örkuml. Viðkomandi ekki í bílbelti,
dauðsfall, örkuml. Ölvunarakstur,
dauðsfall, örkuml. Þreyta, dauðs-
fall, örkuml. Svefnleysi, dauðsfall,
örkuml. Slæm akst-
ursskilyrði, dauðsfall,
örkuml. Reynsluleysi,
dauðsfall, örkuml. Til-
litsleysi, dauðsfall,
örkumi.
Hversu oft heyrum
við ekki þessi orð! Seg-
um þessum orðum
stríð á hendur!
Það þykir sjálfsagt
mál að allir fái að nóg
að borða. Það þykir
öldungis sjálfsagt mál
að allir eigi þokkaiegar
flíkur. Það þykir líka
sjálfsagt mál að allir
hafi þak yfir höfuðið.
Það þykir bara sjálf-
sagt mál að ungir ökumenn hafi
aðgang eða eigi bíl. En til hvers
er þetta allt ef við týnumst eitt
af öðru í umferðinni?
Tölur og kannanir sýna okkur
að ungir ökumenn eru í meiri
hættu og valda meiri skaða en
aðrir og það sem meira er, það eru
karlkynsökumenn! Þeir keyra undir
áhrifum vímuefna, þeir stunda
hraðakstur, eins og lífið sé að
hlaupa burt frá þeim, þeir nota
ekki bílbelti, vegna þess að þeir
eru „kaldir kallar“ og það tekur
líka svo „langan" tíma að festa
þau, heilar 4 sek., og þessar 4
sek. eru ekki þess virði, en hvað
með lífið sjálft? Hvers virði er það
ykkur? Hvað eruð þið að hugsa,
strákar?
Horfum aðeins á unga stráka,
stóra, stælta og umfram allt
stórglæsilega. Að keyra ölvaðir
gerir þá ekki að „töffara", að keyra
ofurhratt gerir þá ekki að hetjum,
að keyra án bílbelta er ávísun á
að ungar stúlkur líta ekki við þeim
og ef þeir halda annað, þá er það
mesti misskilningur, því sá sem
keyrir svona á ekki marga mögu-
leika á að vera áfram stórglæsileg-
ur ungur karlmaður og kynnast
stúlku og eignast kannski sína eig-
in fjölskyldu! Vill einhver skipta á
bílbelti og láta líf sitt og/eða limi
að veði? Vill einhver skipta á
nokkrum bjórdósum og saklausum
vegfarendum, t.d. litlum börnum?
Hver vill lifa með það að hafa
„óvart“ átt þátt í örkuml eða dauða
einhvers, bara vegna þess að hann
langaði svo í bjór, eða hafði ekki
þolinmæði til að keyra á löglegum
hraða; var kannski að sýna hversu
„kaldur“ hann var, nennti ekki að
nota stefnuljós, beygði sig aðeins
til að hækka í fínu græjunum sín-
um, lét væla dálítið í breiðu flottu
dekkjunum, og svo mætti lengi
telja.
Hveijum eru þessir ungu öku-
menn að storka? Sjálfum sér, vinum
sínum, umhverfi, ættingjum? Ég
veit það ekki, en hitt veit ég að það
er ekkert einkamál ungra öku-
manna og annarra ökumanna
hvemig þeir haga sér í umferðinni.
Bak við alla ökumenn stendur fjöldi
fólks, foreldrar, systkini, vinir, fé-
lagar, afar og ömmur, makar og
börn og hvers eiga þau að gjalda?
Það er mikið umhugsunarefni
fyrir okkur öll hvers vegna ástand-
ið í umferðarmálum er eins og það
er, blákaldur veruleikinn blasir við,
örkuml og dauðsfall, hvort sem
okkur líkar betur eða ver!
Ég vil að við stöldrum aðeins
við. Hvað hefur mistekist, erum við
orðin ónæm gagnvart umferðinni
og umhverfinu? Hvað með fræðslu?
Ég tel að umferðarfræðsla/kennsla
sé í lágmarki þegar kemur að bíl-
prófsaldrinum. Það er ekkert sjálf-
gefið að 10-12 tíma ökukennsla
komi ungu fólki heilu heim. Hér
vantar tilfinnanlega staði til æf-
ingaraksturs. Kennsla fer að mestu
leyti fram í þéttbýli. Hvað gerir
ungur ökumaður þegar farið er út
á þjóveginn? Jú, í flestum tilfellum
gefur hann í, mjög
hraustlega á stundum,
og lögreglumenn: Ekki
tala um vorfiðring, það
virkar á mig eins og
verið sé að afsaka öku-
mennina!
Þekkir hinn ungi
ökumaður lausamöl,
hálkubletti, búfénað á
víð og dreif, hraðakst-
ur, framúrakstur og
veit viðkomandi hvað
hann á að gera ef
hvellspringur á 110
km hraða? Ég segi
nei, því hvar í ósköp-
unum á hann að hafa
lært það? Ekki gefum
við, foreldramir, okkur mikinn
tíma til að sinna unga fólkinu okk-
ar, því við erum alltaf í kapphlaupi
við tímann — eða við aðra foreldra
á vegunum!
Hjá foreldrunum/
uppalendunum byijar allt
Góðir foreldrar hlúa vel að böm-
um sínum, sjá til þess að þau svelti
ekki, sjá til þess að þeim verði ekki
kalt. Hver kannast ekki við það
þegar erfiðlega gengur að fá böm-
Getum við ekki tekið
höndum saman, spyr
Anna Ringsted, og
komið bílbeltum, lögleg-
um hraða, tillitssemi,
óþreyttu fólki og vímu-
efnalausu fólki í tísku?
in til að nota með húfur og vettl-
inga, en hvað gerist ekki? Það verð-
ur þvílík tískusveifla að öll ung-
menni em óðara farin að hlaða á
sig húfum, vettlingum og jafnvel
ullarsokkum, allir vita um kulda-
gallatískuna, og kættust þá foreldr-
ar! Getum við ekki tekið höndum
saman og komið bílbeltum, lögleg-
um hraða, tillitssemi, óþreyttu fólki
og vímuefnalausu fólki í tísku?
Hvað með fordæmi? Foreldrnir
keyra á ógnarhraða. Em það þá
ekki skilaboð til þeirra yngri að
þeir megi gera eins? Foreldrarnir
skella í sig nokkrum bjómm og
setjast undir stýri og keyra svo
eitthvert út í buskann. Eru skila-
boðin ekki nokkuð ljós? Foreldrarn-
ir nota ekki bílbelti, smábörnin
velta út um allan bíl, beltislaus,
það er eitthvað mikið að! Einhver
mundi segja að okkur foreldranum
væri sama um börnin okkar, en
svo er ekki. Það vilja allir sjá börn-
in sín vaxa og dafna og verða að
góðum ökumönnum, en til að svo
verði þurfum við svo sannarlega
að sýna meiri ábyrgð. Vemm góð
við hvort annað og notum bílbelti!
Svona í lokin þá langar mig að
sjá meira um skýrslu dómsmála-
ráðherra hvað varðar þetta svokall-
aða „punktakerfi"; fyrir hvað fá
ökumenn punkt? Hraðakstur, enga
beltanotkun, enga stefnuljósanotk-
un, framúrakstur? Svo skora ég á
alla þá sem að umferðarmálum
koma á einhvern hátt, löggæslu,
tryggingafélög, skoðunarstöðvar
bifreiða, Umferðarráð, ökukenn-
ara, forvarnarfulltrúa og forelda,
að koma upp góðum, ábyrgðarfull-
um og tillitssömum ökumönnum.
Með góðri kveðju út í vorið.
Höfundur er starfsmaður
Ríkisútvarpsins á Akureyri.
Anna Ringsted
MINNINGAR
SVERRIR
SIG URÐSSON
+ Sverrir
urðsson,
sljóri, fæddist
Grímstaðaholti
Reykjavík 9. janúar
1933. Hann lést á
Landspítalanum
aðfaranótt 5. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Jóhanna
Bjarnadóttir, hús-
móðir, f. 19. sept.
1891, d. 8. ágúst
1978, og Sigurður
Magnússon, skip-
stjóri, f. 27. febrúar
1894, d. 2. ágúst 1955. Systkini
Sverris eru: Guðjón, f. 5. nóv-
ember 1921, kvæntur Soffíu
Nilsen, Jónfríður, f. 11. júní
1925, og Rafn, f. 27. febrúar
1927, kvæntur Dóru Hlíðberg.
Sverrir varð gagnfræðingur
frá Ingimarsskóla 1950. Síðar
lærði hann til vélsijórnar. Frá
15 ára aldri stundaði Sverrir
sjómennsku, fyrst með föður
sínum og bræðrum á vélbátn-
um Sæbirni RE. í fjölda ára
var Sverrir vélstjóri hjá bróður
sínum Guðjóni á
vélbátnum Happa-
sæl, frá Reykjavík.
Um níu ára skeið
var Sverrir vél-
stjóri hjá Hafskip,
eða þar til það
hætti rekstri. Síð-
ustu ellefu árin
vann hann hjá
Blikksmiðjunni Vík
í Kópavogi.
Hinn 8. apríl
1978 kvæntist
Sverrir eftirlifandi
eiginkonu sinni
Guðmundu Lilju
Sigvaldadóttur, f. 10. janúar
1933. Þau eignuðust ekki börn
saman, en hún á tvær dætur
frá fyrra hjónabandi. Þær eru:
Lóa Guðný Svavarsdóttir, f. 24.
nóv. 1954, gift Robert Manisc-
alco, þau búa í Bandaríkjunum
og eiga tvo syni. Margrét Ingi-
björg Svavarsdóttir, f. 24. júlí
1958, i sambúð með Magnúsi
Narfasyni og eiga þau tvo syni.
Útför Sverris fór fram frá
frá Fossvogskirkju 14. maí.
Deyr fé
deyja frændur
deyr sjálfur ið sama
en orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Með þessum örfáu línum vil ég
minnast föðurbóður míns Sverris,
sem lést eftir tiltölulega stutt veik-
indi. Þótt við hefðum vitað að veik-
indi hans væru mjög alvarleg og
að hans tími kæmi líklega brátt,
er alltaf áfall að fá slíkar fréttir.
Maður byrjar óneitanlega að hugsa
um þann tíma sem maður átti með
Sverri frænda.
Þegar við systkinin vorum að
alast upp var eitt af stóru gleðiefn-
unum þegar hann kom í heimsókn
með ömmu og Lillu frænku. Hann
var alltaf í góðu skapi og hafði
þann eiginleika að allt sem hann
sagði virkaði fyndið í okkar eyrum.
Á þeim tíma var hann vélstjóri á
farskipum_ og litum við mjög upp
til hans. í okkar augum var það
mjög merkilegt að hann sigldi milli
hafna í hinu stóra útlandi, sem við
höfðum aldrei komið til. Hann gerði
nú ekki mikið úr þessu enda óvenju
hógvær maður.
Seinna kvæntist Sverrir eftirlif-
andi eiginkonu sinni Guðmundu
Lilju (Lillu) og voru þau einstaklega
samrýnd hjón. Við viljum votta
Lillu, svo og fjölskyldunni allri, okk-
ar innilegustu samúð.
Við verðum með ykkur, í huganum,
þegar Sverri frænda verður fylgt
síðasta spölinn og biðjum þann sem
öllu ræður að styrkja ykkur á þess-
ari sorgarstundu.
Guð blessi minningu Sverris.
Rafn Yngvi Rafnsson og
fjölskylda, Danmörku.
Elsku bróðir minn Sverrir er lát-
inn. Fyrsta skarðið hefur verið rof-
ið í systkinahópinn. Kallið kom ekki
á óvart en atburðarásin gagntekur
hugann og hverfulleiki lífsins er
slíkur að aldrei er að vita hver ann-
an grefur. Er ég nú sest niður til
að skrifa nokkur kveðjuorð um
elsku besta vininn minn er myrkur
hið innra með mér. Já, sár söknuð-
ur. Illa gengur að hemja hugsanir
og tilfinningar sem flestar eru
tengdar sorg og gleði - sorg vegna
þess að hann er fallinn frá, gleði
yfir ljúfum endurminningum.
Ég man vel þegar Sverrir fædd-
ist 9. janúar 1933. Þá var ég 7
ára. Það var kominn fallegur strák-
ur með kolsvart hár, ég var stolt
af honum. Nú átti ég orðið þrjá
bræður. Barnæskan leið. Við áttum
ástríka foreldra, pabbi var sjómaður
og mamma alltaf heima.
Unglingsárin komu og Sverrir
lauk gagnfræðaprófi sem þótti þó
nokkuð í þá daga. Sjórinn heillaði,
Sverrir tók vélstjórapróf og þar
með var ævistarfið ráðið. Hann fór
á sjóinn, var vélstjóri á stómm og
litlum skipum. Lengi voru þeir
bræður mínir, Guðjón, Rafn og
Sverrir og pabbi saman á eigin
skipi. Já, allir fjórir. Svo fækkaði
þeim, einn fór í land en tók þó
áfram þátt í rekstri útgerðarinnar
með annarri vinnu. Það var Rafn.
Hinir héldu áfram. En svo kom
stóra höggið. Faðirinn fékk heila-
blóðfall og var lamaður á fjórða
ár. Þá reið á samheldni allra systk-
inanna og mamma var kletturinn
því pabbi var heima þar til yfir lauk.
Guðjón og Sverrir héldu áfram
á sjónum og vom alitaf nefndir
bræðurnir á Happasæl. En nú fór
að þynnast í heimaliðinu. Rafn og
Guðjón voru báðir kvæntir og farn-
ir að heiman. Við Sverrir vorum
eftir með móður okkar og áttum
eftir að vera það í mörg ár, já,
mörg dásamleg ár. Fáir hafa átt
eins góðan son og bróður og Sverr-
ir var okkur mömmu. Hann var
einstakur. Allar þær ferðir sem
hann fór með okkur um landið í
sumarfríum sínum - það voru dýrð-
ardagar. Og í hvert sinn er ég ferð-
ast minnist ég þessara ferða.
En nú komu lokin með útgerðina
hjá þeim bræðrum Guðjóni, Rafni
og Sverri. Happasæll var úreltur
og þá var að leita á önnur mið.
Guðjón og Sverrir héldu áfram að
vera á sjónum og voru stundum á
sama skipi. En nú sneri Sverrir
blaðinu við. Hann fór til Hafskips,
var vélstjóri hjá þeim og sigldi um
heimsins höf. Oft fengum við
mamma bréf frá honum þegar hann
var í löngu ferðunum. Þau yljuðu
okkur. Svona var allt sem kom frá
honum.
Árið 1978 varð breyting á
heimaliðinu. Sverrir kynntist góðri
konu, Guðmundu Lilju Sigvalda-
dóttur, kölluð Lilla. Það var gæfa
þeirra beggja. Þau gengu í hjóna-
band 8. apríl 1978 og stofnuðu sitt
fyrsta heimili á Hrefnugötu 8, þar
sem Lilla átti heimili með dætmm
sínum. Síðar fluttu þau í Hulduland
11. Þau áttu yndisleg ár saman,
samrýndari hjón held ég að hafi
ekki fundist.
Móðir okkar systkinanna lést 8.
ágúst 1978. Hennar var sárt sakn-
að, hún var yndisleg móðir. En líf-
ið hélt áfram.
Sverrir var hjá Hafskipi og Lilla
fór með honum í siglingar oftar en
einu sinni. Já, lífið var gott en
Hafskip hætti og var þess saknað
af öllum sem þar höfðu unnið.
Sverrir kom í land, hættur að
stunda sjóinn og farinn að vinna í
Blikksmiðjunni Vík. Nú gafst meiri
tími til að sinna heimili og fjöl-
skyldu. Sverrir var líka alltaf að
laga og bæta. Hann var snillingur,
það lék allt í höndunum á honum.
Það var gott að leita til hans. Ekki
má heldur gleyma hvað hann var
góður dætmm hennar Lillu og fjöl-
skyldum þeirra. Lóa, sú eldri, býr
í New York, er gift og á tvo drengi.
Magga, sú yngri, er í sambúð og
á tvo drengi. Lóa kom um síðustu
jól með sína fjölskyldu. Það var
gaman að við skyldum þá öll geta
sameinast. Við geymum þá minn-
ingu.
Lilla mín, við systkinin dáumst
að þér hvað þú hefur verið dugleg
og góð við hann Sverri. Ég sagði
þetta við þig. Þú svaraðir: „Því
skyldi ég ekki vera það? Þetta _er
besti vinurinn sem ég hef átt.“ Ég
tek undir.
Blessuð sé minning hans.
Jónfríður Sigurðardóttir
(Lilla systir).
Snarpri og erfiðri baráttu er lok-
ið. Það liðu ekki nema tveir mánuð-
ir frá því þú kenndir þér meins og
þar til krabbameinið lagði þig að
velii.
Allt frá fyrstu tíð er þú komst
eins og sólageisli inn í Iíf mömmu,
hefur þú verið mér sannkölluð .
perla. Ég minnist þess þegar þú
varst í siglingum hjá Hafskip og
komst í land, alltaf vora 2-3 nýj-
ustu plöturnar með í farteskinu
handa mér. Og þegar þið mamma
stækkuðuð við ykkur húsnæði að
það væri nú örugglega nógu stórt
herbergi í íbúðinni fyrir mig og
mitt dót, þótt ég væri komin á
þann aldur að eðlilegt væri að ég
færi fljótlega að heiman.
Þegar fram liðu stundir og ég
og Maggi fórum að standsetja okk- ;
ar húsnæði, varst þú alltaf fyrstur '
manna að hjálpa til. Ófá voru hand-
tökin hjá þér þegar við fluttum að
austan nú í ágúst og vorum að
standsetja húsið okkar. Þú
skrapaðir lím, braust upp flísar,
spartslaðir og málaðir. Og alltaf
mættir þú fyrstur.
Þannig varst þú, alltaf eitthvað
að gera við og laga, eins og heimil-
ið ykkar mömmu ber vitni um. Allt
í röð og reglu og ekkert hálfklárað
eða bilað.
Þú varst mikið náttúrubarn og
elskaðir að ferðast um landið okk-
ar. Nokkrar vom ferðirnar sem við
fórum í samfloti með þér og
mömmu um landið. Og hvað það .
var notalegt að stinga sér inn í
Comby Campinn til ykkar á kvöld-
in og fá kaffi og með því, við upp-
dekkað borð og blóm í vasa. Þegar
þið komuð austur að heimsækja
okkur fannst þér frábært að geta
andað að þér sjávarlyktinni af svöl-
unum hjá okkur, því alltaf átti sjór-
inn hluta af hjarta þínu eftir ára-
tuga sjómennsku.
Hafðu þökk, elsku Sverrir, fyrir
samfylgdina, góðu stundirnar og
ljúfu minningarnar. Minningin um
þig mun lifa með okkur öllum.
Elsku mamma, missir þinn er
mikill en ljúfar og góðar minningar
um elskulegan eiginmann og ein-
lægan vin munu styrkja þig á þess-
um erfiðu tímamótum.
Margrét Svavarsdóttir.
Elsku afí.
Okkur finnst skrítið að þú skulir
allt í einu vera farinn frá okkur -
dáinn. Þú sem varst alltaf svo hress
og frískur að kenna okkur spila-
galdra og fleira sprell. Við vitum
að þú ert nú hjá Guði og hjálpar
honum að passa okkur.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífs-
ins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleym-
ist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynn-
ast þér.
(Ingibj. Sig.)
Brypjar og
Guðmundur Narfi.
I
j
I
I
i
f
/
j