Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 54
.^54 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
HELGA
RAFNSDÓTTIR
+ Helga Rafns-
dóttir fæddist á
Vindheimum á
Norðfirði 6. desem-
ber 1900. Hún and-
aðist á Droplaugar-
stöðum 3. maí síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru Rafn
Júlíus Símonarson,
sjómaður og for-
maður, fæddur á
Lýtingsstöðum
Skagafirði 1. júlí
1866, d. 8. júlí 1933,
og Guðrún Gísla-
dóttir, saumakona,
frá Götuhúsum i Reykjavík, f.
27. júní 1872, d. 5. janúar 1912.
Börn Guðrúnar og Rafns voru
tíu: Sigríður, Gísli, Arnfríður,
Jón, Helga, Símon, Guðrún,
Jóhann, Erlendur og Guðrún.
Einn son hafði Rafn eignast
áður en hann giftist, sem Jón
nefndist. Símon og Guðrún
eldri dóu á barnsaldri. Eftir lifa
af þessum stóra systkinahópi
aðeins Guðrún og Jóhann.
Hinn 20. ágúst 1921 giftist
— Helga ísleifi Högnasyni, kaup-
félagsstjóra og alþingismanni,
f. 30. nóvember 1895, d. 12.
júní 1967. Þau bjuggu fyrst í
Vestmannaeyjum en fluttust til
Reykjavíkur þegar Isleifur tók
við stöðu kaupfélagsstjóra
KRON í Reykjavík. Börn Helgu
og ísleifs eru: 1) Erla Guðrún,
íþróttakennari og húsmóðir, f.
19. janúar 1922, maki Ólafur
Jensson, prófessor og forstöðu-
maður Blóðbankans, sem Iést
1996. Börn þeirra eru: a) Arn-
fríður, námsráðgjafi, f. 1953,
maki Þórður Sverrisson, augn-
læknir, þau eiga tvö börn, b)
Isleifur, yfirlæknir rannsókna-
deildar Sjúkrahúss Reykjavík-
ur, f. 1956, maki Erna Krist-
jánsdóttir, sjúkra-
þjálfari, þau eiga
þrjú börn, og c) Sig-
ríður, lífefnafræð-
ingur, f. 1958, maki:
Þorkell Sigurðsson,
augnlæknir, þau
eiga tvo syni. 2)
Högni Tómas, hag-
fræðingur, f. 14.
desember 1923,
maki Kristbjörg
Sveina Helgadóttir,
læknafulltrúi. Dæt-
ur þeirra eru a)
Helga, örverufræð-
ingur, f. 1962, maki
Ralph Tiedemann, stofnerfða-
fræðingur, þau eiga einn son,
og b) Magnea Berglind, hjúkr-
unarfræðingur, f. 1968. 3) Gísli
Rafn, tæknifulltrúi, f. 8. apríl
1927, maki Sigríður Eyjólfs-
dóttir, þroskaþjálfi. Synir
þeirra eru: a) Isleifur, kerfis-
fræðingur, f. 1964, b) Pálmar
Axel, rafeindavirki, f. 1967, og
c) Áki Pétur, kerfisfræðingur,
f. 1970.
Helga var alla tíð mikil bar-
áttukona fyrir jafnrétti. Hún
gegndi margvíslegum félags-
og trúnaðarstörfum, s.s. hjá
Verkakvennafélaginu Snót í
Vestmannaeyjum, Slysavarna-
félaginu Eykyndli í Vestmanna-
eyjum, Húsmæðraskólanum í
Reykjavík, Kvenfélagi sósíal-
ista og Mæðrastyrksnefnd. Auk
húsmóðurstarfa rak hún um
skeið hárgreiðslustofu í Vest-
mannaeyjum, leysti af Isleif
eiginmann sinn við Kaupfélag
verkamanna í Vestmannaeyjum
meðan hann var á Alþingi og
vann á Þjóðminjasafni Islands
í 20 ár.
Útför Helgu fer fram frá
Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Marga undanfarna vetur hefur
Helga amma sagt: „Heilsan batnar
þegar fer að vora.“ Og alltaf hefur
hún orðið hressari og enn um stund
verið hægt að njóta samvista við
hana. En í vor gerðist þetta ekki
heldur sofnaði hún sínum hinsta
svefni.
Helga amma var þegar orðin
hluti af lífi mínu áður en ég man
eftir mér og alla mína ævi hefur
' hún verið til staðar til að taka þátt
í gleði og sorg. Til hennar var ávallt
hægt að leita til skrafs og ráða-
gerða og hún var einstaklega góður
hlustapdi og það nýtti ég mér ós-
part. ísleifur afi féll frá þegar ég
var 9 ára. Það var öllum mikill
harmdauði. En um það leyti öðlað-
ist amma alveg sérstakan sess í lífi
mínu því ég fékk hlutverk við að
vera henni félagsskapur í sorginni
og fékk þá oft að gista heima hjá
henni. Oft kom hún heim til for-
eldra minna og borðaði með okkur
kvöldmat og svo þegar á kvöldið
leið gengum við amma saman upp
á Austurbrún. Alltaf gengum við
-v- rólega til að anda að okkur fersku
kvöldloftinu og ef heiðskírt var
skoðuðum við stjörnurnar. Hún
benti mér á stjörnumerkin eins og
ísleifur afi hafði bent henni eftir
stjörnukorti sem hann eignaðist
þegar þau bjuggu í Vestmannaeyj-
um. Litli björn og Pólstjarnan, Stóri
björn og Karlsvagninn, Kassiopeia,
Orion, Tvíburarnir Kastor og Poll-
ux, allt voru þetta vinir sem við
heilsuðum upp á þegar til þeirra
sást. Á sumarkvöldum horfðum við
til fjalla eða við gengum upp á
hábunguna á Laugarásnum á horfð-
um yfir bæinn. Alltaf röbbuðum við
saman á göngunni um atburði dags-
ins, eða létum hugann reika. Oft
fór amma með ljóð fyrir mig eða
hlýddi mér yfir ljóð sem ég var að
læra í skólanum því hún var mikill
Ijóðaunnandi og kunni ógrynni af
ljóðum af ýmsu tagi. í mestu uppá-
■<_ haldi hjá henni voru ljóð um ísland
og náttúruöflin sem móta land og
þjóð og ljóð um baráttu þjóðarinnar
fyrir sjálfstæði og betri kjörum. Það
var yndislegt að vera barn seint að
kvöldi úti á göngu með ömmu og
fá óskipta athygli hennar. Amma
var gædd frásagnargáfu og góðu
minni á fólk, staði og atburði. Á
þessum gönguferðum okkar tók
hún mig með í löng ferðalög, stund-
um til fjarlægra staða og stundum
til þess tíma þegar hún var barn,
skömmu eftir aldamót. Mér stendur
enn ljóslifandi fyrir hugskotssjónum
ferð sem hún lýsti fyrir mér þegar
hún var á íjórða ári og var bundin
í söðul eins og böggull og fór með
lestarmönnum sem voru að koma
úr bæjarferð til Þingvalla og svo
áfram til sumardvalar að Apavatni
hjá móðursystur sinni. Hún lýsti
því hve sárt það hafði verið að
kveðja mömmu sína sem fylgdi
henni og hélt í hönd hennar neðan
úr bæ og austur að Elliðaám, hve
hrædd hún hafði verið þegar hún
horfði niður í beijandi Öxará af brú
sem var aðeins ein hestbreidd og
þegar mennirnir tjölduðu niðri á
völlunum fyrir neðan Almannagjá
og hún hélt að þeir myndu gleyma
að losa hana úr bögglinum. Margar
urðu ferðirnar okkar saman í hug-
anum en við ferðuðumst líka saman
bæði innanlands og utan. Þegar hún
var komin fast að áttræðu og ég
nýbúin að fá bílpróf lét hún sig
hafa það að hossast með mér alla
leið til Þórshafnar á Langanesi. Það
var gaman að hafa hana með sér
á ferðalagi því alls staðar sem við
fórum kunni hún sögur af fólki af
svæðinu frá ýmsum tímum sem hún
hafði heyrt eða lesið um og svo var
hún svo virðuleg og viðræðugóð
hvar sem við komum og hveija sem
við hittum. Meðan við dvöldum á
Þórshöfn gengum við mikið, lásum
góðar bækur og ræddum þær. Einn
ógleymanlegan góðviðrisdag fórum
við á Bakkafjörð og fundum bæinn
þar sem Magnús Stefánsson (Örn
Arnarson) fæddist, en hann var
góðvinur ísleifs afa. Þessi dagur
varð því ríkulega skreyttur ljóðum
eftir hann og ég naut samveru við
íslenska náttúru, íslenska ljóðlist
og ömmu sem var rétta manneskjan
til að njóta alls þessa með.
Það er mikil gæfa að eiga að
vini konu með þá reynslu og gáfur
sem amma hafði. Hún lifði mestu
breytingatíma sem heimurinn hefur
séð. Hún fæddist inn í bændasamfé-
lag sem hafði verið nær óbreytt í
margar aldir, bjó við afar frumstæð-
ar aðstæður sem unglingur austur
á íjörðum og starfaði með föður
sínum að útgerð á opnum bátum
við lélegan skjólfatnað og erfiða
aðdrætti. Á síðari hluta ævinnar
lifði hún það að horfa á sjónvarp
og sjá menn ganga á tunglinu, sitj-
andi við rafljós í upphituðu húsi.
Ásamt ísleifi eiginmanni sínum tók
hún virkan þátt í baráttunni fyrir
bættum hag launafólks _ og þeim
breytingum sem gera ísland að
velferðarríki.
Mér finnst ég rík að hafa fengið
að veija svona miklum tíma með
Helgu ömmu og öðlast hlutdeild í
hennar langa lífi og gefa henni hlut-
deild í mínu. Minning hennar mun
iifa.
Sigríður Olafsdóttir.
Komið er að kveðjustund. Helga
amma mín hefur verið ein af aðal-
persónunum í lífi mínu. Það er erf-
itt að koma skipulagi á og orða
allar þær minningar sem á þessari
stund sækja á hugann. Frá ungum
aldri hefur hún tekið þátt í gleði
og sorgum fylgt mér eftir, stutt
mig og leiðbeint, hún hefur verið
sem fastur punktur í tilverunni.
Reynslu sinni, þekkingu og lífsvið-
horfum var hún alltaf tilbúin að
miðla mér. Að setjast niður með
henni á heimili hennar, þar sem
hraði nútímans hafið ekki náð áhrif-
um, kyrrð og tímaleysi ríkti, þar
sem tími var til að ræða og reyfa
allt milli himins og jarðar. Þessar
stundir með ömmu Helgu, inni-
haldsríkar og ómetanlegar í minn-
ingunni voru okkur báðum mikil-
vægar. Rúm hálf öld skildi okkur
að í aldri en það hafði ekkert að
segja, milli okkar ríkti einlæg vin-
átta þar sem sameinaðist reynsla
fyrri tíma og reynsla nýrra tíma.
Ég minnist þín fyrir það sem þú
varst mér þegar ég var að vaxa úr
grasi. Helga amma og ísleifur afi
óaðskiljanlegur hluti af uppvaxtar-
árunum og þú af lífi mínu og fjöl-
skyldu eftir fráfall afa. Ótalmargar
samverustundir okkar, samtöl og
vinátta sem var langt umfram það
sem ættartengls okkar segja til um
hafa orðið til þess að ég hef nokkuð
skýra mynd af löngum og viðburða-
ríkum lífsferli þínum. Þú bjóst yfir
mikilli frásagnargleði og kunnir þá
list að gæða fólk og atburði lífí í
frásögn.
Þú varst aðeins ellefu ára gömul
þegar þú stóðst uppi móðurlaus í
hópi tíu systkina. Systkinahópnum
var dreift og þér og yngstu systur
þinni var komið í fóstur til Reykja-
víkur. Þessi erfiða lífsreynsla á við-
kvæmum aldri markaði djúp spor,
án þess þó að buga þig né beygja.
Þegar þú varst á fjórtánda ári flutt-
ist þú aftur til föður þíns og Arnfríð-
ar systur þinnar á Norðfirði. Frá
þessum tíma minntist þú oft á ferm-
ingardaginn þinn og sagðir frá því
þegar þú og fermingarsystur þínar
genguð arm í arm gegnum bæinn
að lokinni athöfninni, þær í peysu-
fötum en þú í svörtum kjól með
beinsniðnu pilsi og uppreimuðum
skóm. Þið áttuð heiminn, framtíð-
ina, komnar í fullorðinna manna
tölu. Þú hávaxin og hnarreist,
glæsileg með vindinn í dökku hárinu
og sólina á andlitinu. Heima hafði
Fríða systir bakað pönnukökur með
kaffinu í tilefni dagsins.
Það var árið 1918 að þú réðir þig
í vinnu til Vestmannaeyja. Frosta-
veturinn mikli var að baki og gos
í Kötlu. Þú sást gosmökkinn af
skipsfjöl á siglingunni til Eyja. Þú
hefur líklega ekki gert þér grein
fyrir því á þeirri stundu hversu stórt
hlutverk Vestmannaeyjar og mann-
lífið þar ætti eftir að hafa í lífi þínu.
Þú starfaðir til að byrja með sem
vinnukona á stóru heimili en fljót-
lega kom í ljós að þú hafðir einstak-
lega áferðarfallega rithönd og
varst því fengin til að starfa við
bókhald _og skrifstofustörf hjá
Gunnari Ólafssyni, kaupmanni og
útgerðarmanni. Þar starfaði einnig
Siguijón Högnason og ekki er ólík-
legt að það samstarf hafi leitt til
kynna þinna og ísleifs Högnasonar
bróður hans.
ísleifur hafði verið við verslun-
arnám í Danmörku og kynnst þar
nýjum stefnum og róttækri hug-
myndafræði. Þið trúlofuðuð ykkur
1. maí 1921, undir Heimakletti.
Þið reistuð ykkur fallegt heimili
og varð þriggja barna auðið. Saga
ykkar í Vestmannaeyjum er samof-
in baráttu verkamanna fyrir bætt-
um kjörum. Líf ykkar helgaðist af
þessari baráttu sem var hörð á
krepputímum millistríðsáranna. Þú
tókst virkan þátt í baráttunni,
gegndir trúnaðarstörfum og varst
ein af stofnendum verkakvennafé-
lagsins. Þátttaka í félagsstörfum
var ríkur þáttur í lífi ykkar ísleifs.
Þið voruð glæsileg hjón með brenn-
andi hugsjónir. Á heimili ykkar var
gestkvæmt af heimamönnum en
ykkur sóttu líka heim skáld, tónlist-
armenn, stjórnmálamenn, vinir og
ættingjar sem leið áttu um Eyjar
og oft var glatt á hjalla og umræða
lífleg.
Árið 1943 fluttst þið til Reykja-
víkur. Isleifur tók þá við starfi
kaupfélagsstjóra KRON. Heimili
ykkar var á Skólavörðustíg 12, í
hjarta bæjarins, gestkvæmt með
afbrigðum. Það kemur engum á
óvart sem þekkti þig að alltaf hafi
verið fjölmennt í kringum þig og
fólk hafi sótt í félagsskap þinn. Þú
varst glaðlynd og stórlynd. Hafðir
einstaklega hlýtt viðmót og mikla
viðveru, varst sérstaklega viðræðu-
góð og vel að þér, hláturmild og
glettin þegar það átti við en mál-
efnaleg og rökföst þegar alvarleg
málefni voru á baugi. Þó skóla-
ganga þín væri ekki löng þá varst
þú vel menntuð, víðlesin og fróð
um menn og málefni. Þú lærðir að
leika á orgel þegar þú varst barn
og hafðir yndi af tónlist og söng.
Ekkert var þér þó jafn hugleikið
og góð ljóðlist. Þú hafðir frá barn-
æsku lesið og lært ljóð og kunnir
ógrynni ljóða utanað.
íslensk náttúra var þér einstak-
lega kær. Þú naust þess að ferðast
um landið þitt, dásama fegurð þess,
víðáttuna, mikilfengleik fjallanna
og ilminn úr lynginu. Eftir að þið
fluttuð til borgarinnar á Skóla-
vörðustíginn og síðar á Austurbrún
33 byggðuð þið afi ykkur sumarbú-
stað við sjóinn í Kópavogi. Þarna
nutuð þið návistar við náttúruna.
Ræktuðuð tré og nytjajurtir og rer-
uð á bátkænunni Fríðu á voginum.
Þarna átti stórfjölskyldan, börnin
ykkar og barnabörn fjölmargar
ánægjustundir.
Ég minnist þess að hafa setið
með þér í lautinni niður við fjöruna,
við hlustuðum á öldugjálfrið í fjör-
unni, vindinn í háu grasinu um-
hverfis okkur og horfðum á hvíta
skýjabólstra á heiðbláum himni.
Börnin mín léku sér í íjörunni. Þú
spurðir, til hvers er fólk að ferðast
út um allan heim þegar það hefur
alla þessa fegurð hér við bæjardyrn-
ar? Þú ert glæsileg með vindinn í
dökku hárinu og sólina á andlitinu,
þú ert sama stúlkan og gekk hnar-
reist gegnum þorpið á fermingar-
daginn. Þú ert búin að skila ríku-
legu ævistarfi, alltaf stefnuföst og
ákveðin. Barátta þín fyrir réttlátara
samfélagi hefur skilað árangri. Þú
hefur sent nýjar kynslóðir af stað,
kynslóðir sem hafa notið gjafmildi
þinnar, bæði á tilfínningar og ver-
aldleg gæði, kynslóðirnar sem
munu upplifa nýja öld. Þannig mun
ég minnast þín með söknuði en jafn-
framt þakklæti. Börnin mín hafa
borið gæfu til að kynnast þér. Við
kveðjum þig og minningin um þig
mun lifa með okkur um ókomin ár.
Arnfríður Ólafsdóttir.
Með hlýhug, þakklæti og virð-
ingu kveðjum við Helgu Rafnsdótt-
ur. Minning hennar mun ávallt
verða Mæðrastyrksnefndarkonum
einstaklega hlý. Helga kom í nefnd-
ina frá félagi sínu fyrir nokkrum
áratugum. Var hún ávallt ötul í
starfi og gladdist við sérhvert gott
verk sem unnið var fyrir nefndina.
Á þeim tíma vann Helga í húsnefnd
sem skipuð var af Mæðrastyrks-
nefnd, því þá var verið að byggja
Hlaðgerðarkot í Mosfellssveit. Þar
dvöldu síðar margar þreyttar mæð-
ur ásamt börnum sínum yfir sumar-
tímann þar til Hlaðgerðarkot var
selt Hvítasunnusöfnuðinum.
Á mæðradaginn, sem hefur verið
blómasöludagur Mæðrastyrks-
nefndar í áratugi, var einstök
ánægja Helgu að selja mæðrablóm-
ið. Hún var ritari nefndarinnar frá
1972-’85. Þá hætti hennar félag í
nefndinni. Tók þá undirrituð við
ritarastarfinu. Var mér lærdómsríkt
að heyra hana áður lesa upp sínar
einstaklega vönduðu fundargerðir.
Áttum við í þá daga áfram góðar
ánægjulegar stundir saman, sér-
staklega á sæluviku í Hveragerði í
boði Gísla í Ási. Helga var mikil
baráttukona í raun með sanna rétt-
lætiskennd og atorku sem ávallt var
augljós.
Mæðrastyrksnefnd þakkar Helgu
hennar góðu störf við margvísleg
verkefni gegnum tíðina og sendir
aðstandendum hennar innilegar
samúðarkveðjur.
„Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.“
(V. Briem.)
F.h. Mæðrastyrksnefnda
Reykjavíkur,
Guðbjörg Ólafsdóttir.
„Það syrtir að er sumir kveðja".
Þessi hending kemur í huga minn
nú er móðursystir mín, Helga
Rafnsdóttir, er kvödd hinstu kveðju.
í æsku minni bjó Helga í Vest-
mannaeyjum. Fyrir mig var það
ætíð sérstakt tilhlökkunarefni að fá
þessa fallegu og skemmtilegu
frænku mína í heimsókn til Reykja-
víkur, sem mér fannst reyndar vera
allt of sjaldan. Hún var frændrækin
og naut ég þess þá og ætíð síðan.
Hún var tryggðatröll í bestu merk-
ingu þess orðs.
Fyrir mig var Helga ekki bara
frænka, heldur líka sérstök mann-
eskja, sem hafði þegið ríkulegar
vöggugjafir úr hendi skaparans.
Glaðværð, góð greind og rík þörf
fyrir að fræðast voru hennar sterku
einkenni. Fróðleik sínum miðlaði
hún síðan af örlæti til okkar hinna.
Heimili hennar mótaðist af þessum
eiginleikum hennar og var því alltaf
ánægjulegt að koma í heimsókn til
þeirra ísleifs, hvort sem var í Vest-
mannaeyjum eða eftir að þau fluttu
til Reykjavíkur. Þar ríkti menning-
arbragur, gleði og gestrisni, þar
sem hjónin og börnin sameinuðust
um að gera heimilið að sérstökum
sælureit.
Helga var ein úr stórum og glæsi-
legum systkinahópi, sem öll voru
vel að manni, en því miður féllu
mörg þeirra frá á besta aldri. En
eftir lifa tvö yngstu systkinin, þau
Jóhann í Stykkishólmi og Guðrún
í Reykjavík.
Ég og börnin mín kveðjum elsku-
lega frænku og þökkum henni sam-
fylgdina.
Guðrún Claessen.
Móðursystir mín, Helga Rafns-
dóttir, er látin á 97. aldursári. Helga
var að mörgu leyti sérstæð kona.
Fyrir utan hvað hún var fríð, þá
var hún lifandi persónuleiki og at-
hafnasöm. Henni var það í blóð
borið að vera virk og vilja hafa
áhrif á framvindu mála. Hún fylgd-
ist vel með þjóðfélagsmálum og lét
sig þau varða lengst af. Snemma
bar á róttækni hjá Helgu, eins og
reyndar fleiri systkinum hennar og
var hún einn af hvatamönnum að
stofnun Verkakvennafélagsins
Hvatar og sat þar í stjórn um tíma.
Sem ung stúlka fluttist Helga frá
Norðfirði til Vestmannaeyja og hitti
þar lífsförunaut sinn, ísleif Högna-
son, framkvæmdastjóra Kaupfé-