Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 57
KRISTRUN
SKÆRINGSDÓTTIR
+ Kristrún Skær-
ingsdóttir
fæddist í Reykjavík
16. desember 1968.
Hún lést í Reykja-
vík 3. maí síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar eru Sigríð-
ur Vilborg Magnús-
dóttir og Skæring-
ur Sigurjónsson.
Fósturfaðir hennar
er Guðmundur
Guðmundsson.
Systur Kristrúnar
eru Borghildur og
Brynhildur Guð-
mundsdætur, f. 21.11. 1973, og
Eyrún Guðmundsdóttir, f.
27.11. 1979.
Börn Kristrúnar eru Bjarni
Fannar, f. 22.8. 1988; Lilja
Dögg, f. 18.4. 1993; Magnús
Freyr, f. 23.6. 1994; og Sólveig
Rún, f. 17.3. 1997.
Útför Kristrúnar hefur farið
fram. ________________
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mesta birtu,
en brenna líka hraðast.
En fyrr en okkur uggir
fer um þau harður bylur
er dauðadómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
er skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllum sem það kvaddi
þótt burt úr hörðum heimi
nú hverfi ljósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Móður hennar og systr-
um votta ég mína
dýpstu samúð.
Ingunn
Sveinsdóttir.
Elsku Krissa. Okkur
langar til að minnast
þín með nokkrum orð-
um á kveðjustundu, þó
að við vildum heldur
hafa þig hérna í húsinu
við hliðina á okkur.
Alltaf þegar við hittum
þig dáðumst við að
hversu dugleg þú varst
með börnin þín fjögur. Við viljum
hugga okkur með því að trúa því
að góður guð hafi tekið á móti þér
núna og linað þjáningar þínar. Við
erum líka viss um að við munum
hittast aftur einhvers staðar á góð-
um stað.
Elsku Bjarni, Lilja, Magnús og
Sólveig Rún, okkur langar að segja
ykkur það sem þið vitið eflaust nú
þegar, mamma elskar ykkur og
mun alltaf fylgjast með ykkur og
vernda ykkur í gegnum lífið. Elsku
Stjáni og aðstandendur, þegar
ykkur líður illa reynið þá að ylja
ykkur við minningar um Krissu og
þær gleðistundir sem þið áttuð
saman með henni. Einhvers staðar
stendur að sorgin sé gríma gleðinn-
ar og að við grátum vegna þess,
sem var gleði okkar. Missir skilur
alltaf eftir sig tómarúm, en reynið
að varast að helgreipar sorgarinn-
ar læsi sig um hug ykkar og hjörtu.
Sækið kjark í lífið. Megi góður guð
styrkja ykkur. Við vitum að á
stundu sem þessari eru ekki til
nein orð sem geta sefað sorg ykk-
ar en tíminn læknar öll sár. Viljum
við votta ykkur okkar dýpstu sam-
úð.
Theódór, Ninja
og Elísa Dóra.
Elsku Krissa.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Okkur skortir orð til að kveðja
þig. Við vonum að góðir hafi tekið
á móti þér fyrir handan. Við varð-
veitum minninguna um þig að eilífu.
Elsku Bjarni Fannar, Lilja
Dögg, Magnús Freyr og Sólveig,
við biðjum Guð að varðveita ykkur
og blessa á þessari sorgarstundu.
Þínar systur,
Borghildur, Brynhildur
og Eyrún.
Með þessum orðum langar mig
til að minnast hennar frænku
minnar sem lést 3. maí sl. Í barn-
æsku vorum við mikið saman þar
sem við vorum í pössun hjá ömmu
á meðan mæður okkar voru að
vinna. Ég var árinu eldri og frekar
alvarleg og þung í skapi en Krist-
rún glaðleg, gjafmild og vildi allt
fyrir alla gera. Enda þegar sendast
átti fyrir ömmu var hún jafnan
fyrri til að bjóða fram hjálp sína.
Þó ólíkar værum kom okkur
ágætlega saman og áttum við ynd-
islegar stundir hjá ömmu og afa.
Ég man sérstaklega eftir því þegar
amma lagði sig í sófann og við
hreiðruðum um okkur í hnésbótun-
um á henni og hún sagði okkur
sögur eða söng. Sögurnar enduðu
þó oft undarlega þegar syfjan bar
ömmu ofurliði.
En það var líka oft fjör hjá okk-
ur. Við dönsuðum heilu ballettana
og stunduðum fimleika af miklum
krafti, allt heima í stofu hjá afa
og ömmu. Reyndar ber málverk
sem hékk fyrir ofan sófann þess
glögg merki því hælaförin sjást
þar enn eftir að við stóðum á haus
í sófanum heilu og hálfu dagana
og notuðum málverkið okkur til
stuðnings.
Eftir að við urðum eldri var
ekki eins mikið samband okkar á
mili en _þó hittumst við alltaf af
og til. Á heimilinu voru fyrir þrír
unglingar en þetta sumar bættust
aðrir þrír í hópinn og urðu þá alls
sex, allir að vinna í fiski. Það var
oft glatt á hjalla hjá okkur, stund-
um of glatt fyrir þá fullorðnu á
heimilinu.
Eftir þetta hitti ég hana lítið í
nokkur ár og það var ekki fyrr en
ég fór í nám til Reykjavíkur að við
fórum að hittast aftur. Þó sam-
bandið yrði ekki mikið voru alltaf
á milli okkar sérstakar taugar og
við fylgdumst mjög vel hvor með
annarri. Þessi dýrmæti og góði tími
sem við áttum saman í æsku þeg-
ar allt var svo einfalt tengdi okkur
sterkum böndum og því er svo
Isárt að sjá á eftir henni svo ungri.
Ég bið Guð að geyma hana og
vaka yfir litlu börnunum hennar.
+
Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför okkar ástkæru móður, tengdamóður,
ömmu, langömmu og langalangömmu,
VILBORGAR SIGURRÓSAR
ÞÓRÐARDÓTTUR,
Kambsvegi 17,
Reykjavík,
sem lést þann 19. apríl sl.
Dóra S. Jónsdóttir, Magnús Magnússon,
Edda Björg Jónsdóttir, Jón Ingi Sigurmundsson,
Ragna Kristín Jónsdóttir,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HALLDÓR GÍSLASON
frá Hóli,
Ólafsfirði,
lést á heimili sínu, Reynihvammi 43, Kópa-
vogi, þriðjudaginn 13. maí.
Fjóla Valdís Bjarnadóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
+
Móðir okkar og tengdamóðir,
OLGA SIGURBJÖRG JÓNSDÓTTIR,
verður jarðsett frá Sauðárkrókskirkju laugar-
daginn 17. maí kl. 14.00.
Ingvar Gýgjar Jónsson, Sigþrúður Sigurðardóttir,
Jón Hafsteinn Jónsson, Soffía Guðmundsdóttir
og aðrir aðstandendur.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
HAUKURJACOBSEN,
Efstaleiti 12,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðju-
daginn 20. maí kl. 13.30.
Egill L. Jacobsen,
Guðrún E. Jacobsen,
Örn H. Jacobsen,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabarn.
+
Ástkær sonur okkar og bróðir,
ÁRNI PÉTUR LUND,
Urriðakvísl 21,
Reykjavík,
lést í Álaborg fimmtudaginn 8. maí.
Maríus Lund, Ásdis Karlsdóttir,
Bergþór Lund, Karl Lund.
+
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
URSULA BUSK,
sem lést í Þýskalandi fimmtudaginn 8. maí sl.,
verðui jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti,
föstudaginn 16. maí kl. 11.00.
Eyjólfur Þór Busk,
Henning Busk, Sandra Busk,
Jens Busk,
Alexander Busk.
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
RÓSA GUÐNADÓTTIR,
Kirkjuvegi 11,
Keflavík,
sem lést 7. maí, verður jarðsungin frá Kefla-
víkurkirkju föstudaginn 16. maí kl. 14.00.
Guðbjörn Guðmundsson,
Guðný Guðbjörnsdóttir, Gísli Pálsson,
Guðmundur Guðbjörnsson, Guðveig Sigurðardóttir,
Björn Herbert Guðbjörnsson, Ingunn Ósk Ingvarsdóttir,
Róbert Þór Guðbjörnsson, Guðbjörg Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRUNN SVEINSDÓTTIR,
Garðvangi,
Garði,
verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 16. maí
kl. 14.00.
Tómas Sigurðsson, Ester Ásbjörnsdóttir,
Ásmundur Sigurðsson, Björg Ólafsdóttir,
Sævar Sigurðsson, Erna Sigurðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartkær móðir okkar,
ELÍN SIGRIÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kistufelli,
verður jarðsungin frá Lundarkirkju laugar-
daginn 17. maí kl. 14.00.
Sætaferð verður frá BS( kl. 10.30 og frá
Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi, kl. 13.00.
Börnin.