Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 15. MAÍ1997 59
MINIMINGAR
RAKEL E.
JÓNSDÓTTIR
+ Rakel E. Jónsdóttir fæddist
í Reykjavík 22. apríl 1944.
Hún lést á heimili sínu, Skild-
inganesi 9 í Reykjavík, 22. apríl
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík 29. apríl.
Mig langar til að kveðja vinkonu
mína, Rakel Elsu Jónsdóttur, og
óska henni góðrar ferðar á tilveru-
stig sem við, sem eftir sitjum, þekkj-
um ekki. Ég er sannfærð um að
það verður tekið vel á móti henni
hvert sem leiðir hennar liggja.
Vart gafst ráðrúm til að átta sig
á því að mín elskulega vinkona
væri að heyja sitt helstríð, svo fljótt
tók það af. Það var í byijun mars
síðastliðins að Rakel fékk að vita
að hún var haldin banvænum sjúk-
dómi, sem engu eirði. Hún vissi þá
þegar að ekkert var unnt að gera
til að bjarga lífi hennar. Hún hélt
ró sinni eins og hennar var von og
visa og sótti styrk sinn til trúarinn-
ar, sem hún hafði varðveitt innra
með sér frá barnsaldri.
Við áttum tal saman stuttu áður
en hún vissi um veikindi sín og lék
hún þá á als oddi. Hún fagnaði
vorinu með hækkandi sólu og ræddi
gönguferðirnar og sundið sem hún
stundaði reglulega. Hún sagðist
vera að safna kröftum til að geta
komið aftur í badmintonhópinn okk-
ar, sem hún hafði hætt í vegna
meiðsla fyrir nokkrum árum.
Leiðir okkar lágu saman í gegn-
um tíðina, tilviljanakennt í fyrstu
en seinna sóttumst við eftir félags-
skap hvor við aðra. Okkur ieið vel
saman, við vorum vinkonur.
Rakel átti yndislega fjölskyldu.
Þegar ljóst var hversu veik hún var
tók Marinó, hennar góði eiginmað-
ur, sér frí frá störfum á Ríkisspít-
ölunum til að sjá um heimilið og
annast hana. Umhyggja hans var
mikil í þessu hans erfiðasta læknis-
hlutverki.
Með söknuði og hlýhug kveð ég
mína kæru vinkonu, fari hún í friði.
Innilegar samúðarkveðjur, kæri
Marinó, Tryggvi, Jóhanna og aðrir
aðstandendur.
Kveðja,
Anna Harðardóttir.
Það brestur strengur í bijóstinu,
þegar berast fregnir af andláti góðs
vinar. Þannig varð okkur við þegar
við fréttum lát Rakelar æskuvin-
konu. Fyrir réttu ári höfðum við
átt saman yndislega kvöldstund á
heimili hennar og gengið svo glaðar
út í vornóttina, ákveðnar að láta
nú ekki líða meira en árið á milli
funda. En örlögin ætluðu annað og
nú sjáum við á bak þeirri úr hópnum
sem svo áhugasöm hafði kvatt til
endurnýjunar vináttu unglingsár-
anna.
Við kynntumst í „Gaggó Vest“,
lifðum saman tíma umbrota í sálar-
lífi unglinga, gengum flissandi um
götur gamla vesturbæjarins og
bundumst þeim vináttuböndum sem
hvað traustust reynast í lífinu, þó
vík sé miili vina og lífið bjóði ýmsa
kosti.
Á okkar síðasta vinarfundi end-
urlifðum við, á heimili Rakelar, þá
reglusemi og festu sem einkenndi
heimilishald flestra á bernskuárum
okkar. Rakel hafði ekki aðeins hald-
ið í ýmsa hluti frá bernskuheimili
sínu, heldur einnig þá staðfestu og
þau lífsviðhorf sem þar ríktu. Á
sinn hljóðláta, en innilega hátt,
umvafði hún okkur hlýju og vináttu
sem vermir á sinn einstaka hátt í
erilsömu hversdagslífi.
Við ætluðum að eldast saman,
fylgjast betur að og flissa svolítið
stundum, en nú er skarð fyrir skildi.
En minningu um góða vinkonu
munum við geyma vel, minningu
um vorkvöid í Skildinganesi og árin
sem við áttum saman á vori lífsins.
Við sendum Marinó, eiginmanni
Rakelar, og börnum þeirra einlæg-
ustu samúðarkveðjur og hugsum til
þeirra á tíma sorgarinnar.
Ágústa, Sigrún og
Guðrún Svava.
Elsku Rakel, trygga og tæra vin-
kona mín frá fæðingu. Það er vor-
dagur í Texas hvers ég hélt til fyr-
ir aurana frá þér. Himnarnir hafa
grátið en nú er sólin komin upp og
í lofti ríkir kyrrð. Ég flaug ofar
hvítum hnoðrum og fann frið þinn
umlykja mig. Þú varst einn af mátt-
arstólpunum í lífi mínu, elsku Rak-
elin mín, talaðir við mig sem jafn-
ingja frá unga aldri og gafst mér
mikilvægt hlutverk ábyrgðar og
trausts sem ég enn bý að. Mér
fannst allt sem þú áttir og gerðir
flottast og hlaðið einhveijum heims-
brag. Tryggvi og Jóhanna voru þó
allra flottust og barnanna blíðust
og best.
Sjö ára spásseraði ég stolt í
Hveragerði með Tryggva og síðar
í Reykjavík og Jóhanna fæddist,
lítill fallegur spóaleggur sem ég
eignaðist hlutdeild í. Við sátum í
eldhúsinu á Flyðrugrandanum,
spjölluðum og flissuðum og ég fann
að ég var vinkona þín, en ekki bara
Magga litla í heimsókn. Ég hef oft
hugsað til baka og velt fyrir mér
hversu vandasamt það er að geta
látið aldursmun þjóta út í hafsauga
í samskiptum við litla stúlku. Þú
varst þeim hæfileika gædd og ég
naut þess sannarlega að vera þátt-
takandi á heimili þínu.
Nú ertu horfin úr heimi þessum,
en tærlyndi þitt og heiðríkja svífa
yfir okkur. Ég bið Guð og góðar
vættir að blessa elsku Marinó,
Tryggva, Jóhönnu og fjölskyldu
þína alla. Síðan þú kvaddir hefur
himinninn verið blárri.
Þín Margrét Haraldsdóttir Blöndal.
SIGRÚNBERG-
STEINSDÓTTIR
+ Sigrún Bergsteinsdóttir
fæddist á Árgilsstöðum í
Hvolhreppi 23. apríl 1917. Hún
lést á Landspítalanum 6. apríl
síðastliðinn og fór útför hennar
fram frá Dómkirkjunni 17.
apríl.
Það er alltaf erfitt þegar að
kveðjustundinni kemur, sér í lagi
þegar jafn hjartfólgin kona og hún
Sigrún var kveður. Tíðindin um frá-
fall hennar vakti mikinn söknuð og
minningarnar um ánægjulegar
samverustundir streymdu inn í hug-
arheima okkar. Sigrún hefur alltaf
verið til staðar fyrir okkur allt frá
því að við voram lítil börn. Heimili
hennar og Stefáns í Stigahlíðinni
stóð alltaf opið og þangað var gott
að koma. Þegar þau síðan fluttu á
Hringbrautina við hliðina á for-
eldrahúsum okkar varð samgangur-
inn enn meiri.
Sigrún ferðaðist mikið með fjöl-
skyldu okkar á árum áður, ásamt
fleira fólki, og eigum við margar
og góðar minningar úr þeim ferð-
um. Það var alltaf gott að heim-
sækja Sigrúnu og ræða við hana
því hún var mjög ungleg í hugsun
og framkomu.
Við þökkum þér, elsku hjartans
Sigrún, fyrir margar og góðar
ánægjustundir á liðnum áram og
biðjum guð að fylgja þér.
Sigga, Edda, Sigrún, Helga,
Biggi og Hjörtur, við vottum ykkur
innilegustu samúð okkar.
Ragnheiður, Þorsteinn
og fjölskyldur.
ÍSLAND
ÍSLAND
ÍSLAND
ÍSLAND
FLUGFRIMERKI frá í apríl.
Frímerki Pósts og síma
hf. frá áramótum
FRIMERKI
Fuúlar. máivcrk.
flugvclar, ævintýrl
ÓBREYTT STEFNA
í ÚTGÁFUMÁLUM
Fuglar. Hönnuður: Þröstur
Magnússon. Málverk. Hönnuður:
Sigriður Bragadóttir. Flugvélar.
Hönnuður: Þröstur Magnússon. ís-
lenzkar þjóðsögur og ævintýri.
SVO hefur viljað til, að ekki
hefur verið fjallað hér í frímerkja-
þætti um þau frímerki póststjórnar-
innar, sem út hafa komið þessu
ári. Skal nú reynt að bæta úr því
með nokkrum hætti.
Fyrstu frímerki ársins voru
fuglafrímerki, sem út komu 4. febr-
úar. Merkin voru tvö, 10 kr. með
mynd af toppönd, en hún er út-
breiddur varpfugl um ailt land við
tjarnir og vötn. Á 500 kr. frímerki
er mynd af urtönd, ep hún er
minnsta andartegund á íslandi. Er
hún einnig útbreiddur varpfugl á
láglendi um allt land.
Þröstur Magnússon hannaði þessi
fuglafrímerki sem hin fyrri í þessum
flokki, en þau voru offsetprentuð
hjá Joh. Enschedé í Hollandi.
Vafalaust er verðgildi frímerkja
ákveðið vegna sérstakra þarfa
póststjórnarinnar, bæði til nota til
viðbótar við önnur frímerki, þegar
burðargjöld hækka eitthvað, og
eins, þegar burðargjöld eru orðin
mjög há undir stærri sendingar.
Þar kemur 500 kr. frímerki áreið-
anlega í góðar þarfir.
Hins vegar er að ýmsu að hyggja
í sambandi við útgáfu mjög hárra
verðgilda. Póststjórnir mega gæta
sín á því að reyna ekki um of á
þolrif safnaranna, sem telja sig
verða að eiga öll þau frímerki, sem
út eru gefin í þeim löndum, sem
þeir safna frímerkjum frá. Þá virð-
ist það orðið mjög almennt, að menn
safni ónotuðum frímerkjum og eru
þá gjarnan í beinni áskrift hjá frí-
merkjasölum póststjómanna. Út-
gáfa mjög hárra verðgilda reynir
því svo sannarlega á pyngju safnar-
anna. Ég varð einmitt var við slík
viðbrögð, þegar póststjóm okkar
setti nýtt 500 kr. frímerki í umferð
í febrúar. Þá frétti ég líka, að eitt-
hvað hefði dregið úr pöntunum hjá
Frímerkjasölunni - einmitt vegna
þessa háa verðgildis.
Þetta leiddi huga minn að því,
hvort ekki væri skynsamlegt að fara
aðra leið, þegar um mjög hátt verð-
gildi er að ræða. Kem ég þeirri
hugmynd hér á framfæri í von um,
að forráðamenn hins nýja hlutafé-
lags, sem vilja að sjálfsögðu, að það
skili hagnaði, eins af frímerkjasölu
sem annarri þjónustu þess, íhugi
hana nánar.
Árið 1987 var hleypt af stokkun-
um útgáfu svonefndra landvætta-
frímerkja, átta samhangandi í
hefti, með því verðgildi, sem var
almennt burðargjald innanlands á
þeim tíma. Árið eftir kom út annað
slíkt hefti, þar sem burðargjaldi
hafði verið breytt. En síðan ekki
söguna meir, hvernig svo sem á
því stendur. Hins vegar kom út
sérstakt 500 kr. landvættafrímerki
árið 1989. Leysti það úr brýnni
þörf á þeim tíma, en mun nú löngu
uppselt. En hvers vegna ekki að
endurprenta landvættamerkið frá
1989? Við það yrðu tvær flugur
slegnar í einu höggi. Pósturinn
fengi aftur nauðsynlegt verðgildi
til nota fyrir sig, og safnarinn, sem
átti þetta verðgildi fyrir í safni sínu,
er ekki nauðbeygður til að kaupa
það öðru sinni. Auðvitað má vera,
að einhveijir horfi til þess, að sölu-
verð merkisins myndi lækka við
einhveijar endurprentanir. En mér
er spurn? Eru menn ekki almennt
að safna frímerkjum vegna þeirra
sjálfra, t.d. þess myndefnis, sem
þau flytja okkur? Og þá er það
myndefnið. Ég sakna þess vissu-
lega, að svo falleg fuglafrímerki
sem Þröstur Magnússon hefur
500 kr. frímerki frá í febrúar.
hannað fyrir póststjórn okkar á
liðnum árum, skuli sum hver bera
svo hátt verðgildi, að þau koma
ekki fyrir sjónir hins almenna við-
skiptavinar. Ég vil helzt sjá þau
sem oftast á verðgildum, sem ætluð
eru til innanlandsnota eða á póst
til útlanda, ekkert síður en skip og
flugvélar. Þannig fengju þeir, sem
áhuga hafa á, gott tækifæri til að
virða fyrir sér það fuglalíf, sem
einkennir íslenzka náttúru. Ekki
má svo heldur gleyma fallegu ís-
lenzku landslagi. Því verður einnig
að koma á framfæri við frímerkja-
safnara, ekki sízt erlenda, og það
á verðgildum, sem líklegt er, að
komi sem oftast fyrir augu almenn-
ings. Þetta finnst mér póststjórn
okkar megi einnig gaumgæfa.
Hinn 6. marz komu út ný frí-
merki með myndum af málverkum
eftir Svavar Guðnason og Þorvald
Skúlason. Verðgildin eru annars
vegar 150 kr. með myndefni, sem
nefnist Isiandslag, og hins vegar
200 kr. með myndefni, sem nefnist
Höfnin. Þessi merki hannaði Sigríð-
ur Bragadóttir, en þau voru offset-
prentuð hjá House og Questa í Eng-
landi.
Póstur og sími hf. gaf svo út frí-
merki 15. apríl sl. Eru það átta frí-
merki í smáörk með myndum af
flugvélategundum, sem komið hafa
við sögu póstflugs á íslandi eftir
1945. Verðgildi þessara frímerkja
er 35 kr., þ.e. hið almenna burðar-
gjald innanlands. Útgáfa slíkra
smáarka hófst árið 1991 með mynd-
um af fyrstu skipum, sem fluttu
póst til og frá landinu og eins með
ströndum fram. Síðan hefur hver
útgáfan rekið aðra með myndum
af póstbílum 1992, póstflugvélum
fyrir 1945 árið 1993, póstskipum
ftá seinni tímum 1995 og póstbílum
síðari áratuga 1996. Verðgildi allra
þessara frímerkja hefur verið undir
almennt burðargjald innanlands.
Þessi nýju frímerki hefur Þröstur
Magnússon hannað sem öll hin fyrri
í þessum smáarkaflokki. Þau voru
síðan offsetprentuð í írlandi. Loks
er þess að geta, að síðustu frímerki
Pósts og síma komu út þriðjudaginn
13. maí. Eru það fjögur frímerki,
sem gefin eru út í sambandi við
svonefnda Smáþjóðaleika Evrópu,
og er myndefnið sótt í íslenzkar
þjóðsögur og ævintýri. Verðgildi
þeirra er miðað við almennt burðar-
gjald innanlands, 35 kr., til Evrópu-
landa, 45 kr. og svo til landa utan
Evrópu, 65 kr.
Jón Aðalsteinn Jónsson
OPTIROC
MURVORUR & VIÐGERÐAREFNI
SEMENTSBUNDIN
FLOTEFNI
OPTIROC
Betokem Dek:
Þéttimúr til filtunar, kústunar
og sem steiningarlím
Betokem Rep:
Viðgerðarefni til viðgerðar
á lá- og lóðréttum flötum.
Betokem ExM:
Þenslumúr til ásteypu
á sökkla undir vélar o.fl.
Ódýrar múrblöndur
• 147 Pronto
Mest seldu flotefni í Evrópu
• 154 Presto
Undir dúka, parket o.fl.
•316 Renovo
Trefjastyrkt hraðharðnandi
til afréttingar
• 430 Durolit
Flotefni fyrir svalagólf o.fl.
Dekaíopp
• Lyktarlaus Epoxy
gólf- og veggmálning
• Epoxy inndælingarefni
• Epoxy rakasperrur
• Epoxy steypulím og spörtl
• Steypuþekjur