Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 77

Morgunblaðið - 15.05.1997, Síða 77
morgunblaðið FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 77 MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP framleiðendur svartsýnir FRAMTÍÐ sjálfstæðrar kvik- myndagerðar í Bandaríkjunum er ekki björt. Þetta var niður- staða málþings um sjálfstæða framleiðslu kvikmynda sem var haldið við Harvard Business School nýlega. Samuel Goldwyn jr. var einn af framleiðendunum sem sat málþingið og hann benti á að þegar stóru kvikmyndaverin minnkuðu umsvifin þá harðnaði h'ka á dalnum hjá sjálfstætt starfandi framleiðendum. Nið- urstaðan væri færri kvikmyndir og enn færri tækifæri fyrir sjálfstæða framleiðendur. Að sögn Goldwyns, sem seldi á síðasta ári fyrirtækið sem faðir hans stofnaði, var áður hægt að finna markhóp fyrir litlar, ódýrar myndir en þess að leggja út í mikinn kostnað. Ef mynd fékk tíma og sýningar- pláss þá dugði oft orðspor myndarinnar meðal ánægðra áhorfenda til þess að ná til fjöld- ans. Nú fá kvikmyndir ekki tíma í kvikmyndahúsum til þess að byggja upp orðspor. Goldwyn sagði líka að það að vinna verðlaun á kvikmynda- hátíð tryggði ekki gróða. Mynd- ir sem hann hafi framleitt hafí tvisvar fengið verðlaun á Cann- es en hvorug hafi dregið fólk í kvikmyndahús. Larry Meistrich, sem á fyrir- tækið sem framleiddi Óskars- verðlaunamynd Billy Bob Thortons „Sling Blade“, sagði að enginn skyldi trúa goðsögn- unum í kringum ódýrar myndir eins og fyrstu mynd Edward Burns „The Brothers McMull- en“. Burns hafi gert myndina fyrir 40.000 Bandaríkjadollara en Fox-kvikmyndafyrirtækið hafi lagt út 400.000 dollara til þess að laga hana til og síðan eytt 4 milljónum í auglýsinga- herferð. Meistrich benti einnig á að kvikmyndahátíðirnar væru ekki lengur staðurinn þar sem verk sjálfstætt starfandi kvikmynd- argerðarmanna fýndu dreifing- araðila. Kvikmyndahátíðirnar sýni í æ meiri mæli myndir sem hafí þegar selt dreifíngarréttinn. BRUCE er mættur og Sly lætur hugsanlega sjá sig á Cannes-hátíðinni í ár. Plánetukeðjan nær til Cannes HLUTUR Bandaríkjamanna í Cann- es-kvikmyndahátíðinni, sem stendur nú yfir, hefur aukist síðustu ár við misjafnlega mikinn fögnuð kvik- myndagerðarmanna og áhuga- manna um kvikmyndalist. Nú hefur nýr Planet Hollywood-staður verið opnaður í borginni og þykir það stað- festing á vaxandi áhrifum Kan^. Þessi veitingahúsakeðja er meðal annars í eigu kvikmyndastjarnanna Arnolds Scwarzeneggers, Demi Mo- ore, Whoopi Goldberg, Sylvesters Stallones og Bruce Willis. Sá síðast- nefndi er þegar mættur til Cannes og einnig er vonast til að Stallone sjái sér fært að heiðra borgarbúa með nærveru sinni meðan á hátíð- inni stendur. Meðal minjagripa er prýða staðinn eru ísnálin sem Sharon Stone notaði í Ógnareðli, sleðinn úr „Home Al- one“, kjóll Judy Garlands úr Galdra- karlinum í Oz og vélmennin R2D2 og C3EO úr Stjörnustríðsmyndun- um. Fjölmargar veislur verða haldnar á þessum nýja stað, en mikið húllum- hæ verður í þetta sinn vegna 50 ára afmælis hátíðarinnar. Stuðning’ur við breska kvikmyndagerð BRESKIR kvikmyndagerðarmenn vona að hagur þeirra vænkist 15. maí nk. Þá mun The Arts Council of England úthluta 160 milljónum punda úr sjóðum þjóðarlotterísins til 4 kvikmyndafélaga. Félögin fá reyndar upphæðina ekki alla í hend- urnar í einu heldur verður greiðsl- um dreift á 6 ára tímabil. Getur hvert félag gert ráð fyrir að fá allt í allt 39 milljónir punda. Þijátíu og sjö kvikmyndafélög hafa lagt inn umsóknir til The Arts Council. Margir þekktir kvik- myndagerðarmenn standa að félög- unum. Að einu félaginu standa t.d. Merchant Ivory Production, Capitol Films, EMI Music Publishing, Guin- ness Mahon bankinn og Rocket Pictures, sem er í eigu Eltons Johns. Það er vonað að þetta framlag dugi til að koma á fót eins konar smá-kvikmyndaverum sem muni stuðla að meiri samfellu í breskri kvikmyndagerð. Njótið vorkomunnar í fögru umhverfi og dveljið á Hótel Eddu um hvítasunnuhelgina. Edduhótelin á Flúðum, Kirkjubæjarklaustri og Höfn í Hornafirði bjóða upp á dvöl í eina, tvær eða þrjár nætur, með eða án kvöldverðar á mjög hagstæðu verði. Spennandi tilboB: Hvítasunnuhelgi á Hótel Eddu ,«s.6630 Hotel Edda hluoum Hótelið er staðsett í hinu gróður- sæla þorpi á Flúðum. í nágrenni Flúða eru ýmsir þekktir staðir eins og Gullfoss, Geysir, Skálholt og Laugarvatn. A709 Hntel FrlHa Kirkjuhapjarldanctri Nú liggja allar leiðir austur á Skeiðarársand og því tilvalið að dvelja í næsta nágrenni og njóta þægindanna á Hótel Eddu Kirkjubæjarkiaustri. A2A0 Hótel Höfn í HnrnafirAi Hlýlegt hótel í skemmtilegum bæ. Hótelið er spennandi áfanga- staður fyrir ferðafólk því þaðan er stutt að fara í ævintýralegar ferðir upp á Vatnajökul á snjósleða eða snjóbíl. Fáið allar nánari upplýsingar um hvítasunnutilboð á Hótel Eddu hjá starfsfólki Ferðaskrifstofu (slands í símamrii&HIO eða á hótelunum sjálfum. YODA F98.8/SlA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.