Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 15.05.1997, Blaðsíða 80
OPIN KERFIHF byltinqarkennd fistölva Mikið úrval viðskiptahugbúnaðar <o> NÝHERJJ •.o,'---- - MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Rektor Tækniskóla Islands Tvöföld laun ef • keppaáviðal- mennan markað AÐEINS ein umsókn barst Tækni- skóla Islands þegar hann auglýsti tvær stöður kennara í rekstrar- og viðskiptagreinum nýverið og sama var uppi á teningnum fyrir áramót.' Guðbrandur Steinþórsson rektor segir að tvöfalda verði launin eigi skólinn að geta keppt við almennan vinnumarkað. „Menn láta sig hverfa þegar þeir frétta hvað er í boði og gildir það — -um allt háskólastigið að útilokað er að keppa við almennan vinnumark- að,“ segir Guðbrandur Steinþórsson. Byrjunarlaun lektors eru á bilinu 100 til 110 þúsund krónur og sagði Guð- brandur að eitthvað hefði verið um fyrirspurnir í bæði skiptin sem aug- lýst var en aðeins ein umsókn skilað sér. „Til að keppa við almennan vinnumarkað þyrfti að margfalda launin með tveimur. Ástandið er verra núna þegar uppsveifla er í þjóðfélaginu og við ennþá fjær því að vera samkeppnishæf,“ segir Guðbrandur. Alls eru 40 kennarar í föstu starfi hjá Tækniskólanum, hluti þeirra í hálfu starfi. Þá starfa við skólann tugir stundakennara. Segir Guðbrandur að los sé á yngra fólki meðal kennaraliðsins og hefur hann áhyggjur af atgervisflótta, menn þurfi ekki til útlanda til að ná betri launum heldur séu ýmsir möguleikar hérlendis á betur laun- uðum störfum. Þak á yfirvinnu Rektorinn segir útilokað að laga ástandið nema með nýjum kjara- samningum og nú standi yfir viðræð- ur við Félag tækniskólakennara sem litlu hafi skilað. Línurnar séu lagðar af stjórnvöldum og táxtar niður- njörvaðir. Segir hann einnig þak á yfirvinnu og að heildarfjöldi vinnu- stunda ársins verði aldrei meiri en 2.400, þ.e. 1.650 stundir í dagvinnu og hitt sé yfirvinna. Ný nefnd Sameinuðu þjóðanna ^ Landgrunn Islands meðal Morgunblaðið/RAX Sauðburður í Garðakoti SAUÐBURÐUR er víða langt kominn á Suðurlandi og hefur verið í nógu að snúast hjá Guð- jóni Þorsteinssyni bónda í Garða- koti í Mýrdal undanfarið. Guðjón heldur á vellóttu lambi, eins og bændur kalla gulflekkótt lömb, og sagði í spjalli við blaðamann að sauðburður hefði gengið þokkalega og flestar ærnar væru tvílembdar. Mikið tjón á bryggju MILLJÓNATJÓN varð á loðnulöndunarbryggjunni á Fáskrúðsfirði þegar danska flutningaskipið Dan Star sigldi á hana laust eftir hádegi í gær. Skekktist bryggjan og staurar hafa hugsanlega brotnað en tjónið hefur ekki verið fullkannað. Steinþór Pétursson sveitar- stjóri segir að hvassviðri hafi eflaust átt þátt í að skipið rakst á bryggjuna þegar leggja átti að. Sagði hann skemmdir ekki fullkannaðar, bryggjan væri skökk og staur- ar hugsanlega brotnir. Stein- þór kvaðst vona að löndun tefðist ekki að ráði. Sjópróf verða í dag og krafa hefur verið lögð fram um kyrr- setningu á skipinu þar til við- hlítandi tryggingar hafa verið settar. íslenskir aðalverktakar hlutafélag í byijun júní fyrstu mála Eigendur hafa sam- þykkt breytingima NEFND um mörk landgrunnsins mun að líkindum taka til starfa á ‘vegum Sameinuðu þjóðanna í næsta mánuði, en nefndin er sett á fót sam- kvæmt ákvæðum hafréttarsamnings- ins, sem tók gildi fyrir tæpum þrem- ur árum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins má gera ráð fyrir að eitt af fyrstu verkum nefndarinnar verði að ijalla um landgrunn íslands. Morgunblaðið/Ásdís Sumar um ^ sunnanvert land SUMARIÐ er komið um sunnan- vert landið, þótt enn liggi snjór yfir á Norðurlandi. Sólin skein glatt á höfuðborgarbúa í gær, þegar Ölvir, starfsmaður garð- yrkjudeildar Reykjavíkurborgar, var að setja niður skrautblóm á Austurvelli. Nefndin á að gera tillögur til strandríkja um ytri mörk landgrunns þeirra. Þau mörk, sem strandríki ákveður á grundvelli þessara tillagna skulu vera endanleg og bindandi. Jafnframt ríkir óvissa um mörkin þar til nefndin hefur fallizt á skil- greiningu viðkomandi ríkis. Ytri mörk landgrunns íslands eru mörg hundruð sjómílur suður í hafi, samkvæmt reglugerð sem sett var árið 1985. Krafa íslands til yfirráða á svo- kölluðu Hatton-Rockall-svæði er byggð á ákvæðum hafréttarsamn- ingsins, en nágrannaríkin írland, Bretland og Danmörk fyrir hönd Færeyja gera jafnframt tilkall til yfirráða á svæðinu. ísland hefur sent upplýsingar um ytri mörk landgrunnsins til aðal- framkvæmdastjóra SÞ og er málið tilbúið til umfjöllunar í nefndinni, samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins. ■ Hreyfing gæti komizt/41 SAMÞYKKT var á framhaldsaðal- fundi Sameinaðra verktaka í gær að íslenskir aðalverktakar verði gerðir að hlutafélagi. Hafa þar með allir þrír eigendur IA sam- þykkt það. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kvaðst fagna þessari ákvörðun og sagði ráðgert að stofna hlutafélagið í byijun júní. Á móti Sameinuðum verktökum eiga hluti í ÍA Ríkissjóður og Reg- in hf., sem tilheyrir Hömlum, eignarhaldsfélagi Landsbankans um fyrrum eigur SÍS. Var lagt til fyrir rúmu ári af hálfu ríkisins að gera íslenska aðalverktaka sf. að almenningshlutafélagi og með samþykki Sameinaðra verktaka í gær hafa allir eigendur Islenskra aðalverktaka því samþykkt það. „Næst á dagskrá er að stofna hlutafélagið og skilgreina framtíð- armarkmið þess og síðan skrá það á almennum hlutabréfamarkaði í framtíðinni,“ sagði ráðherra enn- fremur og á von á að stofnfundur gæti orðið í byijun júní, undirbún- ingur væri hafinn og ekki eftir neinu að bíða. Hlutur ríkisins seldur síðar „Ríkið stefnir að því að selja hlutabréf sín í fyrirtækinu en of snemmt er að segja hvenær það verður. Markmið eigenda er að hið nýja fyrirtæki verði sterkt og öflugt fyrirtæki á íslenskum verk- takamarkaði þannig að það geti þjónað íslensku atvinnulífi al- mennt og verið áfram góður vinnustaður, ekki síst fyrir þá sem eiga allt undir því á Suðurnesj- um.“ Ráðherra sagði að þetta mál allt hefði tekið nokkuð langan tíma en líta bæri á að Islenskir aðalverk- takar væri fyrirtæki sem hefði starfað lengi við sérstakar aðstæð- ur og þurfi það nú að mæta nýjum tímum. Því væri eðlilegt að það tæki sinn tíma en mikilvægast væri að um það hefði náðst sam- komulag. Farmenn semja en lítið miðar vestra GENGIÐ var frá kjarsamningi Farmanna- og fiskimannasambands íslands fyrir hönd yfirmanna á farskipum við kaupskipaútgerð- ir í gær og gildir hann fram í nóvember 2000. Hafa farmenn frestað verkfalli sem ráðgert var 20. maí. Viðræðum fulltrúa Vinnuveitendafélags Vestfjarða og Alþýðu- sambands Vestfjarða miðar hægt. Guðjón A. Kristjánsson formaður FFSÍ segir að vegna langs samningstíma hafi náðst heídur meiri hækkanir í lok tímans og skom- ir hafi verið af neðstu flokkarnir sem þýði að yngri menn fái góða hækkun. Sé það m.a. gert til að reyna að laða fleiri að þessum störfum. Verkfalli sem fyrirhugað var 20. maí var frestað til 5. ágúst en niðurstaða atkvæðagreiðslu á að liggja fyrir eigi síðar en um miðjan júlí. Halda fast við kröfur sínar Á ísafirði og víðar á Vestfjörðum hefur verkfall staðið í tæpar fjórar vikur. Deiluaðil- ar vildu lítið tjá sig um gang mála annað en að hægt miðaði, tekin væru fá skref og lítil. Hugmyndir hafa gengið milli aðila en þrátt fyrir það eru viðræður sagðar í hnút og halda báðir aðilar fast við kröfur sínar. Fundi lauk í fyrrinótt klukkan rúmlega fjögur og var byrjað á ný klukkan 13 í gær. Hlé var gert um kvöldmat og síðan haldið áfram og búist var við að fundurinn stæði fram eftir nóttu. Geir Gunnarsson vararíkis- sáttasemjari stýrir viðræðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.