Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR i » Samúðarverkfall Hlífar og Dagsbrúnar hófst á miðnætti VSÍ vísar verkfallsað- gerðunum til félagsdóms VINNUVEITENDASAMBAND íslands gekk í gær frá stefnu á hendur verkalýðsfélögunum Hlíf í Hafnarfírði og Dagsbrún í Reykjavík, sem gefin verður út við þinghald í félagsdómi á morgun, föstudag. Ástæða stefnunnar er samúð- arverkfall Hlífar og Dagsbrúnar sem hófst á miðnætti, en VSÍ telur verkfallsaðgerðir félag- anna ólöglegar. Hvorki félagsmenn úr Hlíf eða Dagsbrún munu vinna við löndun úr vestfirskum skipum þar til vinnudeilan á Vestfjörðum hefur verið leyst. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, sagði að samúðarverkfall verkalýðsfélag- anna myndi standa þar til þeirri aðgerð yrði hnekkt með dómi ef hún reyndist ólögleg. „Þá bera félögin auðvitað bótaábyrgð á því sem þau eru að gera á þeim tíma,“ sagði Þórarinn. VSÍ ritaði Dagsbrún bréf í gær þar sem skor- að var á félagið að aflétta aðgerðum í Reykja- vík. Sagði Þórarinn að bent hefði verið á að Stefnir ÍS, sem þá beið löndunar í Reykjavíkur- höfn, hefði verið við veiðar við sunnanvert land- ið á þessum árstíma undanfarin ár og t.d. landað í Reykjavík á sama tíma í fyrra. „Þannig að formaður Dagsbrúnar er með framferði sínu að bijóta samþykkt stjómar Dags- brúnar um að ekki yrði landað úr skipum sem ella myndu hafa landað á Vestfjörðum. Þetta skip hefði ekki gert það núna frekar en í fyrra,“ sagði Þórarinn. Reynt að stöðva fiskflutninga Verkfallsverðir voru á vakt við Bessa frá Súðavík í Hafnaríjarðarhöfn í gær en ekki var reynt að landa úr skipinu. Þá var vakt við Stefni þar sem búist var við að reynt yrði að landa ísfiski úr togaranum. Dagsbrúnarmenn afhentu verkfallsvörðunum stuðningsyfirlýsingu í gær og sögðu að von væri á að framhaldsaðalfundur Dagsbrúnar, sem haldinn verður í lok mánaðar- ins, myndi veita þeim félögum á Vestfjörðum sem eru í verkfalli fjárstuðning. Þrír fiskflutningabílar fluttu í fyrrinótt afla sem landað var úr Páli Pálssyni í Reykjavík í fyrradag til Bolungarvíkur þar sem ekki er verk- fall, og reyndu verkfallsverðir að stöðva bflana en tókst ekki. Sigurbjöm Einarsson, hjá verk- fallsvaktinni á ísafirði, sagði að flutningabflarn- ir hefðu ekið greitt og reynt að keyra niður bíla verkfallsvarða. „Það var reynt að stoppa þá í Súðavík og Súðavíkurhlíðinni. Það tókst að stoppa tvo bíla héma inni í firðinum en það varð að sleppa þeim vegna þess að lögreglan sagði að það mætti ekki stoppa þá á þjóðvegum. Þeir keyrðu héma á ofsahraða, að minnsta kosti einn bíll- inn. Farmurinn tilheyrir okkur því Páll Pálsson er héðan og hefur landað hérna,“ sagði Sigur- bjöm. Lagtí verkfalls- sjóð Vest- fírðinga ÞRJÚ verkalýðsfélög hafa lagt 1.350 þúsund krónur í verkalýðs- sjóð verkalýðsfélaganna sem nú eru í verkfalli. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis samþykkti einróma stuðningsyfirlýsingu við verkafólk á VestQörðum í kjarabar- áttu þess á fundi á föstudag. Verka- fólk á Vestfjörðum er hvatt til að standa saman og halda ótrautt áfram baráttu fyrir bættum kjömm verkafólks. Suðumesjamenn sam- þykktu að leggja 1 milljón króna í verkfallssjóð Vestfírðinga. Þá samþykkti aðalfundur Félags verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri og nágrenni að styðja verkfallsmenn með 250 þúsund króna framlagi og Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi hefur lagt 100 þúsund krónur í sjóðinn og vottar verkfallsmönnum virð- ingu í skeleggri baráttu fyrir mann- sæmandi kjörum. „Félagtö minnir verkalýðshreyf- inguna á íslandi á að kröfur þær sem vestfirskt verkafólk berst nú fyrir era nokkum veginn þær sömu og gjörvöll launþegahreyfingin var sammála um í upphafi kröfugerðar. í þessari baráttu hefur vestfirskt verkafólk staðið upprétt og þétt að baki foringja síns, sem ástæða er til að benda á að margir mættu læra af,“ segir í ályktun opinberra starfsmanna á Austurlandi. Morgunblaðið/Ásdis BJARKI Már Magnússon úr Dagsbrún afhendir Aðalheiði Steinsdóttur frá Ísafírði stuðningsyfírlýs- ingu Dagsbrúnar þar sem verkfallsverðir voru á vakt í Reykjavíkurhöfn I gær. Tilkynnt um nauðgun TILKYNNING um nauðgun barst til lögreglu um klukkan fjögur aðfaranótt mánudags. Samkvæmt upplýsingum lög- reglu var um að ræða leigubfl- stjóra um fertugt sem komið hafði heim til sín að lokinni vinnu og þá beðið hennar tveir menn. Annar mannanna er sagður hafa nauðgað konunni en þeir síðan farið af vettvangi. Konan kvað sig grana hver ætti hlut að máli og að hún gæti nafngreint annan mann- inn, sem hún teldi að tengdist öðra máli sem hún þekkti til. Konan var færð til rannsókn- ar hjá neyðarmóttöku á slysa- deild. RLR hefur málið til rannsóknar. Féll 8-10 metra GLUGGAÞVOTTAMAÐUR féll um 8-10 metra skömmu fyrir hádegi í gær, eftir að taug sem hann hékk í gaf sig, þar sem hann var við vinnu sína á húsi við Klepps- veg. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hlaut maðurinn beinbrot en óljóst er um önnur meiðsi. Hann var fluttur á slysadeild þar sem hann gekkst undir rannsókn. Skömmu seinna, eða um klukkan 11.40, klemmdist maður á milli lyftara og kars sem var fullt af fiski. Atvikið gerðist á Faxagarði. Hann var fluttur á slysadeild en ekki talinn með alvarleg meiðsl. Ammoníaks- leki í fyrirtæki TILKYNNT var um ammon- íaksleka í fyrirtæki við Hólma- slóð í fyrradag. Húsnæðið er í eigu Islandsbanka og kom maður þaðan og opnaði húsið fyrir lögreglu og slökkviliði. Húsið var loftræst og loft- ræstikerfí þess tæmt. Ekki er talið að fólki hafi stafað hætta af lekanum samkvæmt upplýs- ingum frá lögreglu. Margfaldir fískflutningar LÖGREGLAN á ísafirði stöðvaði yfirhlaðinn flutningabfl á veginum í Seyðisfirði í ísafjarðardjúpi í gær og gerði bflstjóranum að taka 8 tonn af 38 tonna farmi af bflnum. Að sögn lögreglu var farmurinn fiskur og hafa landflutningar með fisk að vestan margfaldast í verkfall- inu þar sem siglingar til Ísaíjarðar liggja niðri. Spáð 200% hækkun á kaffí á heimsmarkaði i m i k (■ i Búist er við miklum hækkunum hér á landi , HEIMSMARKAÐSVERÐ á kaffi hefur hækkað um hátt í 100% frá áramótum og sumir spá því að talan geti farið í 200% á næstunni. Verð frá íslenskum kaffíinnflytjendum hefur hækkað mun minna enn sem komið er, en þeir era sammála um að búast megi við mikilli hækkun innan fárra vikna ef svo fer fram sem horfir. Kaffi frá Kaffíbrennslu Akureyrar hækkaði í verði um 12% í apríl síð- astliðnum. „Við eram að draga lapp- imar með þetta, en það er önnur hækkun yfirvofandi, því miður,“ seg- ir Helgi Örlygsson skrifstofustjóri. „Við höfum reynt að draga úr kaup- um á kaffi, en það bara nægir ekki.“ Rydenskaffí, sem flytur inn Gev- alia, hefur hækkað verð um 8% frá áramótum. „Eins og markaðurin lít- ur út nú núna virðist þurfa talsvert meiri hækkun," segir Þórir Baldurs- son framkvæmdastjóri. „Það er von- laust að segja hversu mikla, mark- aðurinn er svo hreyfanlegur. Það er mikil spákaupmennska í kaffi og markaðurinn mjög hreyfanlegur. Verðið stendur hátt í dag, en miðað við reynslu fyrri tíma gæti verðið lækkað aftur. Nú er frosthætta í Brasilíu, og það er nokkuð árvisst að hún heldur uppi verði. Bollarinn hefur líka spilað inn í þessar hækk- anir því hann hefur sjaldan verið eins hár og núna. Hækkunin er ekki komin af fullum þunga hingað, og hún kemur misfljótt eftir því hvernig menn kaupa inn.“ Hætt við að kaffineysla minnki Þórir segist hafa áhyggjur af því að kaffíneysla minnki við verðhækk- animar, en segist þó ekki hafa orð- ið var við neinar breytingar í sölu ennþá. Daníel Ólafsson hf., sem flytur inn Merrildkaffí, hefur hækkað kaffiverð um 20% frá áramótum, síðast um 12% fyrir mánuði. „Verð- ið hefur hækkað stöðugt í Dan- mörku, þaðan sem við fáum kaffið," segir Guðmar Marelsson sölustjón. „Við eigum smábirgðir, en ég þori ekki að segja hvað þær endast lengi- Þeir úti í Danmörku era ekki búnir að tilkynna okkur hækkunina sem verður, en þeir eru búnir að búa okkur undir það. Þetta verður veru- leg hækkun.“ Guðmar segir hætt við að kaffi- neysla minnki. „Síðast þegar mikil kaffihækkun varð, í hittifyrra, minnkaði innflutningur um 10%. Hækkunin sem varð þá á innan- Iandsmarkaði var heldur hærri en hún er orðin nú, en verðið úti er komið upp fyrir þá hækkun sem varð á heimsmarkaði þá.“ c i i t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.