Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ Flautan í forgrunni Áshildur Haraldsdóttir flautuleikarí verður gestur Sinfóníuhljómsveitar íslands á tón- leikum hennar í Háskólabíói í kvöld. Orri Páll Ormarsson ræddi við hana um tónleik- ana og sitthvað fleira. ÞÓTT Áshildur Haraldsdóttir flautu- leikari sé aðeins liðlega þrítug að aldri kemur hún fram í fjórða sinn sem einleikari með Sinfóníuhljóm- sveit Islands á tónleikum í Háskóla- bíói í kvöld. Geri aðrir betur! Áshildur stóð fyrst í eldlínunni með sinfóníuhljómsveitinni fyrir níu árum. Segir hún margt hafa breyst frá þeim tíma — hljómsveitin sé í stöðugri framför. „Það hefur margt ungt og vel menntað fólk verið að koma inn í hljómsveitina á undanförnum árum og ég kannast nú við ijölmörg andlit frá því ég var í námi hér heima. Þetta hefur styrkt hljómsveitina mik- ið. Nú þyrfti hún bara að komast í fleiri tónleikaferðir til útlanda, en ferðir eins og Bandaríkjaferðin í fyrra eru geysilega mikilvægar, ekki bara fyrir hljómsveitina sem heild, heldur jafnframt fyrir hljóðfæraleikarana sem einstaklinga." Að áliti Áshildar eru tónleikaferð- ir til útlanda ennþá nauðsynlegri fyrir Sinfóníuhljómsveit Islands en margar aðrar hljómsveitir, þar sem ekkert tónlistarhús er tii í landinu. „Það er mjög mikilvægt fyrir tónlist- armenn að fá tækifæri til að leika í góðu tónlistarhúsi. Háskólabíó hef- ur að vísu lagast mikið frá því ég spilaði þar fyrst, þá fylgdi því hrein- lega aukastress að koma fram í húsinu, en sérhannað tónlistarhús yrði á hinn bóginn algjör vítamín- sprauta fyrir íslenskt tónlistarlíf pg myndi örva Sinfóníuhljómsveit ís- lands og aðra tónlistarmenn til enn meiri afreka." Rómantískt verkefni Flautukonsertinn sem Áshildur mun leika fyrir tónleikagesti í kvöld er úr smiðju Þjóðverjans Carls Reineekes. Var hann virtur hljóm- sveitarstjóri, píanóleikari og tón- skáld á sinni tíð, auk þess sem hann fékkst við kennslu, en meðal nem- enda Reineckes voru dætur Franz Liszt og Sveinbjörn Sveinbjörnsson tónskáld og píanóleikari. „Reinecke var orðinn 84 ára gam- all þegar hann samdi sinn fyrsta og eina flautukonsert," segir Áshildur, „og þótt hann sé saminn árið 1908 er hann í raun 19. aidar tónsmíð, þar sem tónskáldið hélt sig við sama stíiinn, þótt öldin væri önnur. Senni- lega er þetta þekktasti flautukon- sertinn í 19. aldarstíl en þess ber þó að geta að ekki er um auðugan garð að gresja.“ Áshildur segir Flautukonsert Reineckes hafa orðið fyrir valinu, þar sem hana hafi langað til að takast á við rómantískt verkefni, auk þess sem hún hafi þegar spilað flesta hina „meiriháttar flautukonsertana" með SÍ, það er Mozart, Nielsen og Ibert. LISTIR Morgunblaðið/Ásdís ÁSHILDUR Haraldsdóttir mun flytja Flautukonsert Carls Reineckes með Sinfóníuhljómsveit íslands í Reykjavík, Neskaupstað, á Seyðisfirði og Egilsstöðum. „Og síðan lygni ég bara aftur augun- um og reyni að ímynda mér að ég sé fiðluleikari," segir hún og brosir. Áshildur lauk einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík átján ára gömul en þaðan lá leiðin í fram- haldsnám í Bandaríkjunum en meist- aragráðu lauk hún frá Juilliard-skól- anum í New York árið 1988. Áshild- ur hefur unnið til fjölda verðlauna fyrir leik sinn og komið fram sem einleikari og með hljómsveitum í Bandaríkjunum, Engiandi, á Spáni, Ítalíu og á Norðurlöndunum. Undan- farin sex ár hefur hún verið búsett í París. Kveðst Áshildur sem endranær hafa í mörg horn að líta. Meðal verk- efna sem bíða hennar nú er frum- flutningur á flautukonsert eftir Hauk Tómasson og breskum konsert fyrir flautu og hörpu. Staður og stund hafa þó í hvorugu tilvikinu verið ákveðin. Fyrr á þessu vori fór flautuleikarinn í tónleikaferð um England með píanóleikaranum Nigel Clayton og á dögunum efndi hún til tvennra tónleika og jafnmargra námskeiða með Masterclass-sniði í Hollandi. í næsta mánuði verður Áshildur síðan á ferð á stórri kamm- ertónlistarhátíð í Svíþjóð. Áshildur hefur á undanförnum árum hljóðritað íjórar einleiksplötur á vegum erlendra útgáfufyrirtækja. Kveðst hún hafa sitthvað fleira í sigtinu á þeim vettvangi en ekkert sé komið á hreint. „Ég lærði mikið á fyrstu plötunni minni en áður en ég gerði hana hélt ég að það hlyti að vera auðvelt að taka upp plötu; færi eitthvað aflögu væri bara hægt að endurtaka það. Svona einfalt er þetta hins vegar ekki — maður verð- ur að mæta alveg jafn vel undirbú- inn í hljóðver og á tónleika." Mozart og Brahms Hljómsveitarstjóri kvöldsins heitir Anne Manson og er búsett í London. Hún varð fyrir rúmum þremur árum fyrst kvenna til að stjórna æfingu hjá Fílharmóníuhljómsveit Vínar- borgar og síðar sama ár stjórnaði hún flutningi hljómsveitarinnar á óperunni Boris Gudonov á listahátíð- inni í Salzburg. Hefur Manson stjórnað fjölmörgum öðrum nafn- kunnum hljómsveitum. Tónleikarnir í kvöld heíjast á For- leik að óperunni Brúðkaupi Fígarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Verkið, sem var frumflutt árið 1786, er létt og gáskaflutt og þykir eitt hið merkasta sinnar tegundar frá hendi tónskáldsins. Tónleikunum lýkur síðan á Ann- arri sinfóníu Johannesar Brahms. Var hún frumflutt af Fílharmóníu- hljómsveit Vínarborgar 30. desem- ber 1877 en Brahms hafði skömmu áður lokið við verkið í þorpinu Pörtschach við Wörtervatn, stað sem hann hafði mikið dálæti á. Tónleikarnir verða endurteknir í Neskaupstað á morgun kl. 20.00, á Seyðisfirði á laugardag kl. 14.00 og á Egilsstöðum á sunnudag kl. 20.00. STAÐFESTA », V A SIGRÚN Eldjárn: Undirstaða. MYNPLIST SjónarhóM MÁLVERK SIGRÚN ELDJÁRN Opið kl. 14-18 fimmtud.-sunnud. til 25. maí; aðgangur 200 kr. í UMRÆÐUNNI um hlut mál- verksins í samtímalistinni þarf ekki að koma á óvart að staða þess sem miðils persónulegrar lífssýnar hefur orðið sífellt sterkari hin síðari ár, og má glögglega sjá þess merki í verkum fjölda myndlistarmanna. Hlutveruleikinn og mannleg tilvera er sá grunnur sem flestir þessir lista- menn vinna á, en það er engu að síður ekki viðfangsefnið sjálft sem er aðalatriðið í viðkomandi listsköp- un, heldur tjáning listamannsins í gegnum þær ímyndir, sem ber fyrir augun í verkunum. Þetta bendir Auður Ólafsdóttir á í inngangi sínum í sýningarskrá, og vísar réttilega til þess hversu vel þetta á við um þau málverk Sigrún- ar Eldjárn, sem skráin fylgir úr hlaði. Manneskjan hefur iengi verið eitt helsta viðfangsefni Sigrúnar í mynd- listinni, og svo er enn. Hvort sem fólkið í myndunum hefur verið á fleygiferð um flötinn eða staðið kyrrt úti í náttúrunni hefur mátt greina ákveðna vellíðan I tilvist þess, sem hefur ráðið mestu um þá tjáningu sem hefur borið af verkunum. í þeim fimmtán málverkum sem hér eru sýnd hefur fólkið öðlast ör- ugga fótfestu, þar sem það stendur andspænis áhorfandanum í misjafn- lega Qölmennum röðum í myndun- um. Karlar, konur og börn birtast hér á vatnsbökkum, uppi á hömrum, úti á túnum eða í miðju íslensku kargaþýfi, og bíða róleg þess sem verða vill. Konur á peysufötum, sem hafa lengi verið viðkunnanlegt minni í verkum Sigrúnar, eiga mikinn þátt í þessari staðföstu ímynd, þar sem skúfarnir þeirra blakta í golunni. Listakonan dvaldi um tíma í Rómarborg á síðasta ári, og hefur þar fundið fyrir áhrifum annars konar stöðugleika. Róm á sér mikla sögu sem er lifandi þáttur tilveru íbúanna, þar sem hún birtist allt um kring í fornminjum og bygging- um og á sinn þátt í að skapa með þeim jafnvægi og kyrrð í örtröð og hraða samtimans. Ríkulegur og hlýr jarðlitur Ítalíu birtist í málverkun- um bæði sem andstæða og eðliiegur hluti þess myndefnis, sem Sigrún leggur út frá. Andstæðurnar felast í hinum suðræna hita litarins og þeirri aldagömlu menningu sem letrið vísar til, en sem eiga hér engu að síður samleið með fólki Sigrún- ar, þar sem menning þess hvílir bæði á undirstöðum hinnar suðrænu birtu, léttleikandi rúnaletrinu og þeirri bláu heiðríkju, sem umlykur það. Líkt og á sýningum listakonunnar hvílir ákveðin ró og öryggi yfir heild- inni sem endurspeglast vel í þeim titlum sem hún hefur valið verkun- um. Þar er öðru fremur vísað til stöðugleika og fótfestu sem grund- vallar þeirrar tilveru sem blasir við í flötunum (og nær í raun út fyrir þá), og er undirstrikaður með þeim tilvísunum í forn letur, sem hér virka sem áherslupunktar í myndmálinu. Hér er því um eðlilegt framhald að ræða hjá Sigrúnu á þeirri braut stað- festunnar, sem hún hefur verið að marka sér í málverkinu á undanförn- um árum, og eru listunnendur hvatt- ir til að líta inn áður en sýningunni lýkur. Eiríkur Þorláksson Nýjar bækur • ÚT er komið ritið Frændafund- ur 2. Bókin er afrakstur færeysk- íslenskrar ráðstefnu í Þórshöfn 28.-29. júní 1995. Hún var haldin til þess að efla rannsóknarsam- vinnu Fróðskaparseturs Foroya og heimspekideildar Háskóla íslands. Greinarnar í bókinni byggjast á fyrirlestrum frá ráðstefnunni og eru ýmist á færeysku eða íslensku. Enskur útráttur fylgir hverri grein. Efni þeirra er fjölbreytt, frá orða- tiltækjum og hjátrú til leiklistar og myndlistar. Öll efnin eru skoðuð bæði frá íslenskum og færeyskum sjónarhóli. Ritstjórar eru Turið Sigurðar- dóttir og Magnús Snædal. Fyrir- lestrar bókarinnar eru 18 eftirjafn marga höfunda, færeyska ogís- lenska. Útgefandi er Faroya Fróð- skaparfélagið. Háskólaútgáfan sér um dreifingu. Ritið er 116 síður ogkostarkr. 2.100. Skólaslit og lokatónleikar Söngskólans SKÓLASLIT Söngskólans í Reykja- vík og afhending prófskírteina verða í dag, fimmtudag, í íslensku óperunni. Skólaslitin hefjast kl. 19 en loka- tónleikar skólans verða kl. 20.30, þar sem fram koma nemendur frá 3. stigi og uppúr. Á efnisskrá eru íslensk og erlend sönglög og aríur og samsöngsatriði úr söngleikjum, óperettum og óperum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þetta er fjórða starfsár Söngskól- ans í Reykjavík og hafa hátt í 200 nemendur stundað nám við skólann í vetur, segir í kynningu. Ennfremur segir að nemendur hafi lokið samtals 185 stigprófum í söng og/eða píanóleik í vetur, ásamt tilheyrandi kjarngreinum. Auk þess útskrifast fimm nemendur með burtfarar- eða söngkennara- próf. Innritun fyrir næsta vetur stendur yfir og verða inntökupróf mánudaginn 26. maí. Vortónleikar í Grindavík SÍÐARI tónleikar yngri nemenda og forskóladeildar Tónlistarskóla Grindavíkur verða í Grindavíkur- kirkju á Iaugardaginn kl. 16. Þá verða skólaslit tónlistarskólans og afhending námsskírteina í lok tón- leikanna. Á þjóðlegu nótunum SKEMMTUNIN Á þjóðlegu nótunum verður í hátíðarsal Breiðholtsskóla á laugardag kl. 15. Þar koma fram dansarar frá Þjóðdansafélaginu, Tælandi og Filippseyjum. Einnig kemur fram harmonikusveit FHUR, Álfafosskórinn og Þjóðlagasveit Tón- listarskóla Grafarvogs. Dönsuð verður íslensk syrpa sem nefnist Við höfnina sem saman stendur af íslenskum sjómannalög- um. Einnig verða dansaðir dansar frá Danmörku, Tælandi, Filippseyj- um, Mexíkó og Grikklandi. Álafoss- kórinn flytur íslensk þjóðlög, harm- onikusveitin flytur gömludansatón- list og þjóðlagaveitin þjóðlög frá ýmsum löndum, segir í kynningu. Helga Þórarinsdóttir hefur séð um uppsetningu þessarar sýningar sem verður aðeins einu sinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.