Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 22.05.1997, Qupperneq 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 53 + Björg Ellingsen fæddist í Reykjavík 10. des- ember 1916. Hún lést í Svíþjóð 12. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Othar Ellingsen, f. í Krókey í Naumdal í Þrændalögum 1875, og Marie, f. Berg, f. 13.12. 1881. Systkini Bjargar eru: Erna Ástriður, f. 26.7. 1903; Erling Jóhannes, f. 20.7. 1905, d. 30.11. 1970; Othar Edwin, f. 27.5. 1908; Liv Ingibjörg, f. 5.1. 1910, d. 17.3. 1967; Mathilde Marie, f. 11.7. 1912, d. 1.8. 1980; Dagný Petr- ine, f. 3.9. 1915, d. 19.8. 1937. Björg ólst upp á Stýrimanna- stig 10. Hún fór til London og lærði snyrtifræði, sem hún starfaði við hér heima um hríð. Björg giftist Ragnari Jóns- syni 30.7. 1938. Þau áttu þrjú börn. Þau eru: 1) Erna Ragn- arsdóttir, f. 2.4. 1941 í Reykja- vík. Hún var gift Gesti Olafs- syni. Þeirra synir eru Ragnar Elskuleg móðursystir mín Björg Ellingsen er látin. Björg var glæsileg kona, stolt og heilsteypt, ákveðin en sérstak- lega einlæg. Örlát var hún og laus við allt sem kennt er við græðgi. Raunverulega var hún stórbrotin manneskja. Hún lét heldur ekki spillast af meðlæti í lífinu sem hún fékk mikið af, né heldur lét hún bilbug á sér finna er á móti blés. Hún stóð eins og klettur við hlið- ina á manninum sínum þegar hann veiktist af parkinsonsjúkdómi, hjúkraði honum í mörg ár á að- dáunarverðan hátt. Samband okkar Bjargar var á margan hátt nokkuð sérstakt. Þeg- ar ég var lítil dvaldi ég sjö sumur í sumarbústað Bjargar og Ragnars við Álftavatn sem ein dóttirin og vinkona barnanna um leið og ég gætti þeirra í leik og starfi. Það var góður skóli. Af þessum sökum stóð Björg mér næst, á eftir móður minni Liv. Síðustu ár vorum við Björg mik- ið saman, fórum nokkrum sinnum í sólarferðir og einnig fórum við í ógleymanlega ferð til London þar sem við eyddum tíma okkar í að fara í leikhús og á hljómleika. Björg var mjög listhneigð og tel ég hana hafa haft mikið vit á tónlist og annarri list eins og málaralist og heiðarleiki einkenndi alla umfjöllun hennar. Sunnudögum eyddum við saman í nokkur ár við að fara á málverkasýningar. Oft tók hún mig með á sinfóníutónleikana í Há- skólabíó en þar var hún fastagestur frá upphafi. Björg var alltaf efst á lista hjá mér í boðum við allskonar tæki- færi og svo var einnig hjá systkin- um mínum. Þau vilja líka við þetta tækifæri þakka þá ræktarsemi og vináttu sem hún sýndi móður okkar Liv Ellingsen í þeim erfiðleikum sem hún mætti í lífinu. Við Björg vorum vinkonur eins og þær gerast bestar. Vinátta og gagnkvæm virðing ríkti milli okk- ar. Minninguna um hana mun ég varðveita um aldur. Ég kveð þig hinstu kveðju, elsku frænka. Bergljót. í fáum orðum langar mig að minnast vinkonu minnar Bjargar. Alltaf var hún glæsileg og vel tilhöfð eins og drottning enda fyrsti íslenski snyrtisérfræðingurinn. Þær voru margar ferðir hennar í samkvæmin, á málverkasýningar, hljómleika, leikhús og í óperuna með Ragnari og eftir lát hans með mér eða öðrum, því hún átti ágæt- is vinahóp. Hún hvatti börnin og Kristján, f. 4.8. 1965, maki Hildur Jónsdóttir, þeirra dóttir Hrefna Björg; og Ólafur Hrólfur, maki Mar- ía Björnsdóttir, þeirra dóttir er Erna Kristín. 2) Auður Ragnars- dóttir, f. 28.7. 1942 í sumarbústað við Álftavatn, gift Davíð Helgasyni. Þeirra dætur eru Dagný Björg, hennar sonur Dav- íð Kári, og Edda Ragna, maki Kristján Magnússon. 3) Jón Ótt- ar Ragnarsson, f. 10.8. 1945 í sumarbústað við Álftavatn. Var giftur Ingibjörgu Eddu Ed- mundsdóttur, f. 7.1. 1945, d. 8.2. 1978. Þeirra dóttir er Sól- veig Erna, maki Þorsteinn Gunnarsson. Jón Ottar er giftur Margréti Hrafnsdóttur, þeirra sonur er Einar Ragnar. Útför Bjargar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. unglingana til að njóta lista og sagði; Ein ferð á málverkasýningu eykur áhugann og svo ferðir á tón- leika, óperur og leiksýningar og alltaf fer áhuginn vaxandi. Það munar um eitt skref og svo annað og þetta kemur allt smám saman. Það er eins og fjallið sem verið er að klífa. Alltaf eitt skref upp í einu þar til komið er á tindinn. Eins tignarleg og hún var í öllu þessu var hún svo mikið náttúru- barn að það var eins og hún væri samvaxin náttúrunni. Þegar ég kom ung stelpa austur í sumarbú- stað þar sem elsta systir mín var í vist, lá Björg í sólinni í skóginum sínum eins falleg og laufin á tiján- um. Allt var svo eðlilegt, ekkert pjatt eða prjál. Samfélagið í sveit- inni við Álftavatn var alveg dásam- legt. Alltaf var mikið af börnum og andans mönnum í sveitinni hjá Björgu og Ragnari. Það var aðdáunarvert hve Björg hugsaði vel um Ragnar eftir að hann veiktist af parkinsonsveik- inni. Allt var gert fyrir hann sem í mannlegu valdi er hægt að gera. Hún vék aldrei frá honum þar til yfir lauk, og var hjá honum á sjúkrahúsinu allan daginn, alla daga. Aldrei þreyttist Björg á að sýna börnum sínum og annarra blómin og trén og segja þeim hvað þau heita. Hún leiddi þau um allt, fræddi og kenndi þeim líka að tína sveppi. Éyjólfur, maðurinn minn, og börnin mín öll kunnu svo sannar- lega að meta Björgu, enda var hún alltaf aufúsugestur á heimili okkar. Borðuðum við saman á sunnudög- um í mörg ár og sagði ein dóttir mín: „Það voru svo mikiir sunnu- dagar þegar Björg var í mat.“ Við kveðjum þessa góðu vinkonu okkar með virðingu og vottum fjöl- skyldunni dýpstu samúð okkar. Bryndís Tómasdóttir, frá Tómasarhaga. Elsku amma, ég kveð þig nú hinsta sinni og lít yfir farinn veg með þig mér við hlið. Ég get ekki varist tárum og smá söknuði þótt ég viti að þú hafir verið södd líf- daga og tilbúin að fara til fundar við Drottin vorn, ástvini og for- eldra. Þakka þér fyrir samfylgdina, lífsreglurnar sem þú kenndir mér og þakka þér fyrir að hafa alltaf verið að benda mér á hversu sér- stök ég væri, það er mér svo mikil- vægt og styrkjandi í þessum harða heimi. Brot úr minningunni eru mörg og standa helst upp úr þegar þú gekkst með mér út í Melaskóla hnarreist, stórglæsileg og svo viturleg að mér fannst, og hefur alltaf fundist, og ætlaðir að kenna „hrekkjusvínunum“ lexíu sem þeir myndu ekki gleyma. Mér fannst ég svo örugg og ætlaði að verða alveg eins og þú. Svo var það sum- arið okkar uppi í sumarbústaðnum ykkar við Álftavatn þar sem við söfnuðum einni plöntu af öllum tegundunum í skóginum og settum í bók og þú skrifaðir við hveija nafnið á henni. Einnig ertu mér minnisstæð í eldhúsinu á Reynimel syngjandi glöð að búa til hádegis- matinn, sem alltaf var heitur og góður, útvarpið stíllt hátt til að hlusta á fréttirnar og allt varð að fara á sama tíma á borðið svo afi kláraði ekki það sem fyrst. fór á borðið, t.d. salatið, en brostir þó + Föðursystir mín, SIGRÚN MARTA JÓNSDÓTTIR (LÓA), Suðurgötu 10, Sauðárkróki, andaðist á hjúkrunarheimili Sjúkrahúss Sauðárkróks þriðjudaginn 20. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Björg Ragnarsdóttir. t Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, SIGURÐUR SIGURMUNDSSON, Búðarstíg 16A, Eyrarbakka, sem lést miðvikudaginn 14. maí, verður jarðsunginn frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 24. maí kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent á björgunarsveitina Björg á Eyrarbakka. Fyrir hönd okkar og annarra aðstandenda, Hugborg Sigurðardóttir, Sigurmundur Arinbjörnsson, Arnrún Sigurmundsdóttir, Guðmundur Marteinsson, Ágúst Sigurmundsson, Lena Sigurmundsdóttir. BJORG ELLINGSEN að honum ef honum tókst það. Núna hvet ég son minn til að lesa blöðin og hlusta á fréttirnar eins og þú kenndir mér þegar ég var að byrja í skóla. Ég gæti haldið áfram svona lengi en læt hér stað- ar numið með því að þakka þér fyrir yndislegu samverustundirnar í eldhúsinu í Njörvasundinu þar sem við ræddum um allt milli himins og jarðar. Far þú í friði amma mín, megi Guð vera sálu þinni náðugur, takk fyrir að hafa verið til. Þín Dagný Björg Davíðsdóttir. Þegar íslensk náttúra var að vakna eftir dvala vetrarins fékk ég þær fréttir að tengdamóðir mín fyrrverandi væri látin og fengi aldr- ei aftur að líta þessa stórkostlegu íslensku vorkomu. Síst grunaði mig þetta þegar ég drakk hjá þér síð- asta kaffibollann í vetur, áður en þú hélst af landi brott til Svíþjóðar og þú gerðir að gamni þínu og rifj- aðir upp gamlar minningar. En staðreyndir verða ekki um- flúnar hvað svo sem við kunnum annars að vilja. Þó við látum okkur ef til vill dreyma um annan og betri heim þá verðum við samt að reyna að sætta okkur við þetta jarð- líf og hlýða okkar hinsta kalli þeg- ar það kemur. Samt finnst mér þú hafa skilið eftir þig mikið tómarúm sem ekki verður fyllt. Ég minnist þín sem óvenju heil- steyptrar manneskju sem alltaf trúðir á það góða í manninum og aldrei lagðir illt til nokkurs manns, sama hvað á gekk. Mér fannst þú eiga þínar mestu hamingjustundir í sumarbústaðnum þínum við Álfta- vatn þar sem þú tíndir bláber í daglegan hafragraut og raulaðir gamlar norskar vísur. Eflaust spretta líka bláber þar sem þú ert núna. Ég þakka þér fyrir allan hafra- grautinn sem ég borðaði hjá þér um ævina, fyrir kaffið þitt sem hvergi bragðaðist eins og fyrir að hafa reynst sonum mínum tveimur góð amma. Gestur Olafsson. Horfin er af sjónarsviði okkar stórbrotin kona, Björg Ellingsen. Björg var falleg, glæsileg og rögg- söm kona. Ég átti því láni að fagna að vera nær daglegur gestur á heimili hennar og Ragnars frá barnsaldri. Erna María, dóttir þeirra, var ein mín besta vinkona, auk þess sem við vorum af sama ættlera, sem forðum hafði kúrt í og við slóðir Eyrarbakka og Stokkseyrar. Eins og allir vita, sem til þekktu, var heimili Bjargar og Ragnars lík- ast töfrandi listasafni, þar sem tón- ar klassískrar tónlistar léku um undurfögur málverk og var sem ótjúfandi þáttur af heimilishaldinu. Að ég tali nú ekki um bókmenntirn- ar. Þær voru jafn sjálfsagðar og súrefnið er lungunum. Lagði Ragn- ar ekki lítið til þeirra mála sem og annarra, sem seint eða aldrei verð- ur með orðum fullþakkað. Mjög gestkvæmt var á heimili þeirra og var Björg með eindæmum gestrisin og geysilega dugleg. Allt- af var allt gljáandj fínt og borð hlaðin kræsingum. Ég skil það ekki enn þann dag í dag, hvernig hún komst yfir þetta allt saman ásamt því að taka þátt í menningarfröm- uðarstörfum eiginmanns síns. Allt- af var rúm fyrir einn í viðbót við gnægtaborð þeirra, hvort sem var á heimili þeirra á Reynimel eða í sumarhúsinu fagra við Álftayatn. Já, sumarhúsið þeirra við Álfta- vatn var sannkallaður sælureitur. Dvaldi ég þar oft sem barn og á unglingsárum með Ernu vinkonu. Þar sat ég til borðs með Nóbels- skáldi, miklum listmálurum og tónlistarsnillingum á borð við Rud- olf Serkin. Þetta þótti mér allt sjálfsagt þá, - en veit betur nú, orðin miðaldra kerling. - Þetta voru forréttindi, sem fáum hlotn- ast á lífsleiðinni. Þær mörgu un- aðsstundir gleymast aldrei og eru geymdar í því hólfi, sem ætlað er dýrmætustu minningarperlum mínum. Vil ég hér, þó seint sé, þakka Björgu fyrir umburðarlyndið og Ragnari, sem gaf sér tíma frá „garðyrkjulistarstörfum" sínum austur í sveit, til að ræða við okk- ur krakkana um lífsins gildi og gjafir. Elsku Erna mín, Auður og Jón Ottar, ég bið Guð að styrkja ykkur í móðurmissi ykkar og þakka ykk- ur samfyigdina á lífsins bugðóttu brautum. Ég væri mun fátækari, ef ekki hefðu búið á Reynimel 49 fyrir margt löngu þau Björg og Ragnar ásamt ykkur þrem, kæru vinir. Sigrún Ó. Marinósdóttir. + Bróðir okkar, VALUR GÚSTAFSSON, Grundarstíg 15b, Reykjavík, andaðist laugardaginn 10. maí. Að ósk hins látna hefur jarðarförin farið fram í kyrrþey. Inga Dóra Gústafsdóttir, Agnar Gústafsson, Þökkum hjartanlega öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts okkar ástkæru dóttur, systur, mágkonu og frænku, ÞÓRU ÖNNU KARLSDÓTTIR KANTOLA. Sólborg Sveinsdóttir, Viðar Þorláksson og aðrir vandamenn. Lokað Verslunin verður lokuð frá kl. 10—12 í dag vegna jarðarfarar BJARGAR ELLINGSEN. Ellingsen ehf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.