Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 6

Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 FRÉTTIR Jarð- Yfirskattanefnd felldi niður skattálagningu á húsfélag í fjöleignarhúsi skjálftar norðan- lands rann- sakaðir KOMIÐ hefur verið fyrir 22 jarð- skjálftamælum á hafsbotni frá Öx- arfirði og vestur í mynni Skaga- fjarðar og norður að Kolbeinsey, og er markmiðið að rannsaka nánar jarðskjálftasvæði þar sem nyrðra gosbeltið og Kolbeinseyjarhryggur- inn_ nætast. Á þessu svæði, sem nefnist Tjör- nes-brotabeltið, skiptast á jarð- skjálftasvæði, gliðnunarsvæði og eldvirk svæði, m.a. virk háhita- svæði á hafsbotni. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu íslands er mælingunum nú ætlað að bæta við þá þekkingu sem net jarðskjálftamæla, sem komið var fyrir á nokkrum stöðum á Norðurlandi árið 1993, hefur lagt grunninn að. Fleiri slíkum mælum verður komið fyrir á landi næstu daga til að mæla á sama tíma og mælt er með neðansjávarmælunum. Neðansjávarmælunum var komið fyrir á undanförum dögum og létu Veðurstofan og háskólarnir í Sapp- oro og Tókíó í Japan í té tæki og mannskap en Landhelgisgæslan sá um að flytja tæki og leiðangurs- menn. Mælarnir verða teknir aftur upp í lok júní. Húsfélag var ekki talið skattskyldur lögaðili YFIRSKATTANEFND hefur fellt þann úrskurð að húsfélag í fjöleignarhúsi sé ekki skattskyldur lögaðili vegna eigna sem eru í óskiptri sameign eigenda að húsinu og skattskyldra tekna sem stafa af eignunum. Felldi yfirskattanefnd niður álagningu tekjuskatts, eignarskatts, sérstaks eignarskatts og aðstöðugjalds sem ríkisskatt- stjóri lagði á húsfélagið vegna áranna 1991, 1992 og 1993. Málavextir voru þeir að eftirlitsskrifstofa rík- isskattstjóra athugaði leigutekjur og launa- greiðslur umrædds húsfélags vegna rekstrarár- anna 1991, 1992 og 1993. Leiddi athugunin í Ijós að húsfélagið virtist hafa vanrækt upplýs- ingagjöf til skattyfiiTalda um launagreiðslur til starfsmanna og ekki sinnt framtalsskyldu eða haldið eftir staðgreiðslu í samræmi við skatta- lög. Voru vantaldar launa- og hlunnindagreiðslur taldar hafa numið rúmlega 4 milljónum kr. og vantaldar húsaleigutekjur um 8,8 millj. kr. Þá hafí húsfélagið vanrækt að telja fram til eignar- skatts fasteignir, en fasteignamat þeirra nam nokkuð á íjórða tug milljóna kr. Fram kom að húsfélagið hafði leigutekjur af íbúðarhúsnæði, iðnaðarhúsnæði og húsnæði sem nýtt var fyrir leikskóla, hárgreiðslustofu eða sólbaðsstofu, en því plássi var síðar breytt í íbúðir. Útleiga hús- næðis virtist vera fastur þáttur í starfsemi húsféiagsins. Ríkisskattstjóri gaf félaginu kost á að koma á framfæri athugasemdum og endurákvarðaði svo opinber gjöld húsfélagsins. í niðurstöðu sinni tók ríkisskattstjóri m.a. fram að skattundanþága húsfélaga væri bundin við félög sem ekki rækju atvinnu. Ef húsfélag ætti sjálft eignir og hefði af þeim verulegar tekjur væri komið út fyrir hefðbundið verksvið húsfélags. I athugasemdum húsfélagsins, sem mótmælti álagningunni, var því m.a. haldið fram að húsfé- lag væri ekki skattskyldur lögaðili. Bent var á að vegna fyrirhugaðrar skattlagningar hefði verið greint á milli húsfélagsstarfsemi og at- vinnustarfsemi á skattframtölum fyrir umrædd át'. Húsfélagið kærði svo álagningu ríkisskatt- stjóra til yfirskattanefndar. Umboðsmaður hús- félagsins gat þess m.a. í kærunni að engin dæmi væru úr íslenskri skattasögu um að húsfé- lag hafi talist vera sjálfstæður skattaðili. Skattskylda hvíli á einstökum eigendum í úrskurði yfirskattanefndar er fallist á sjónarmið húsfélagsins. í niðurstöðu hennar segir óumdeilt að umræddar tekjur og eignir séu skattskyldar en megin ágreiningsefnið sé hvort skattleggja beri þessar tekjur hjá húsfé- laginu eða hvort þær tilheyri einstökum íbúðar- eigendum eftir eignarhlutdeild þeirra. í úr- skurðinum segir: „I samræmi við það sem að framan greinir verður að telja að ekki geti staðist að telja kæranda skattskyldan lögaðila vegna eigna sem eru í óskiptri sameign eig- enda að fjöleignarhúsinu og skattskyldra tekna sem stafa af eignum þessum. Verður að telja að skattskylda að þessu leyti hvíli á hinum einstöku eigendum í samræmi við eignarhlut- deild þeirra, eins og gildir um sameignir al- mennt ... Ekki þykir fá breytt neinu um þessa niðurstöðu, þótt umræddar eignii' hafi verið þinglýstar á nafn kæranda, enda getur slík ráðstöfun naumast hnikað stöðu eignanna sem sameigna að lögum. í kæruúrskurði ríkisskattstjóra, dags. 6. júní 1996, er staðhæft að engin tilraun virðist hafa verið gerð til að telja umræddar tekjur og eign- ir fram, hvorki hjá kæranda né einstökum fé- lagsmönnum. í kröfugerð ríkisskattstjóra, dags. 28. júní 1996, er sama staðhæfing höfð uppi. Fram kemur af hálfu kæranda í kæru til yfirskattanefndar, dags. 12. júní 1996, að félaginu sé ókunnugt um þetta. Af þessu til- efni skal tekið fram að hvorki í skýrslu eftirlits- deildar ríkisskattstjóra um athugun á starfsemi kæranda né öðrum gögnum kemur fram að skattskil einstakra íbúðareigenda hafi verið könnuð til staðreynslu á þessu. Verður því að telja að þessi staðhæfing ríkisskattstjóra sé órökstudd með öllu og að engin vissa liggi fyrir um þetta.“ Stórlax úr Reynisvatni ÓÐUM styttist í að laxveiði- tíminn hefjist og eflaust bíða margir veiðimenn í óþreyju eftir að geta byijað. Stöðugt fleiri nýta sér möguleikana sem Reyn- isvatn, skammt ofan Reykjavík- ur, býður upp á, bæði til veiða og æfinga með flugustöngina. Mikið veiðist þar af silungi og á góðum dögum er hægt að setja í stórlaxa. Sigurjón Sigurjóns- son hafði heppnina með sér á dögunum og fékk 17 punda lax á grænan Nobbler. Tímamótaverk ÐrjL Pappsjra LujilíJ'/ /J' * Bítlanna arts Club Band í Háskólabíói 6. júní kl. 20:00 7. júníkl. 17:00 7. júní kl. 20:00 /W/£>4 552 2140 Nýr sóknarprestur Grensásprestakalls „Gott starf með góðufólki“ SÉRA Ólafur Jóhanns- son var kjörinn lög- mætri kosningu í emb- ætti sóknarprests Grensássafnaðar í Reykjavík á fundi kjör- manna sem haldin var þriðjudaginn 20. maí. Tekur hann við af séra Halldóri S. Gröndal, sem lætur af embætti þann 1. nóvember n.k. eftir 24 ára starf fyrir Grensássöfnuðinn. Séra Ólafur Jóhanns- son kvaðst í samtali við blaðið vera mjög ánægður með að vera valinn til starfa fyrir söfnuðinn. „Ytri umgjörðin er glæsileg með til- komu nýju kirkjunnar sem vígð var í desember. Einnig hefur verið lagð- ur grunnur að mjög góðu og traustu starfi með góðu fólki og ég vonast til að geta hald- ið áfram á þeirri braut sem mörkuð hefur verið og bætt einhveiju við eftir því sem aðstæður leyfa, í því skyni að ná með erindi og boðskap kirkjunnar til fólksins í hverfinu, “ segir séra Ólafur. „Mér er þó efst í huga að senda góðar kveðjur til hinna um- sækjendanna. Við vor- um 10 sem sóttum um og ég þekki það af eigin raun hvern- ig það er að sækja um og fá ekki embætti og ég vona að okkar vin- skapur verði samur eftir sem áður.“ Sr. Ólafur Jóhannsson Vélstjórar og SFR samþykkja samninga VÉLSTJÓRAR í frystihúsum og öðrum verksmiðjum hafa samþykkt nýgerðan kjara- samning Vélstjórafélags Is- lands og Starfsmannafélag ríkisstofnana hefur einnig samþykkt sinn samning. Samningur Vélstjórafélags íslands var samþykktur með 73% greiddra atkvæða en á kjörskrá voru 110 félags- menn. Samningur þeirra gild- ir til 1. nóvember árið 2000. Kjarasamningur Starfs- mannafélags ríkisstofnana við fjármálaráðherra og Reykjavíkurborg var sam- þykktur með 77% atkvæða. Á kjörskrá voru 4287 félags- menn en af þeim greiddu 1993 atkvæði eða 46,5%. Norðan fjarðar við Hólabrú Sunnan Langsnið eftir Hvalfjarðargöngunum ihomm wm) jf » „ . (H/L á teikningu = 411) v,ðbaurD Hvalfjorður SOlTL Nú er búið að sprengja 1.740 m að norðanveröu .. og um 2.220 metra að sunnanverðu. Samtals um 3.960 m. 72% qanqanna. -200 O 1 12 3 4 o o iv... JARÐGÖNGIN verða um 5.484 m löng og liggja dýpst 165 m undir yfirborði sjávar. Þrjár akreinar verða á veginum I göngunum ao norðanverðu, en tvær að sunnanverðu. Hallinn að norðan verður svipaður og I Bankastræti en að sunnan minni en í Kömbunum^ Hvalfjafðargöngin orðin 2.220 metra löng VATNSRENNSLI hefur verið úr sprungum í Hvalfjarðar- göngunum sunnanverðum síð- astliðnar tvær vikur og dregur það nokkuð úr framkvæmda- hraðanum. Að sögn Hermanns Sigurðssonar, staðarstjóra hjá Fossvirki, mun það þó ekki raska áætlunum um verklok. Göngin eru orðin 2.220 metr- ar að lengd og 141 metri að dýpt að sunnanverðu og 1.740 Vatnsrennsli tefur fram- kvæmdir metra löng og 124 metra djúp norðanmegin. Eftir eru 1.520 metrar. Hafist hefur verið handa við byggingu vegskála við syðri enda ganganna. „Að sunnanverðu höfum við síðastliðinn hálfan mánuð verið að fara í gegnum sprungur sem hafa leitt vatn,“ segir Hermann. „Þetta eru nokkrir sekúndulítr- ar, en vel yfir mörkum, þannig að við verðum að þétta. Afköstin hafa þvi verið töluvert minni en verið hefur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.