Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 11

Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 11 FRÉTTIR Pressens Bild ÍSLENSKU og sænsku forsætisráðherrahj ónin skoða skissusafnið í Lundi. Vísindi og svæðasam- starf á dagskrá forsæt- isráðherrahjónanna Heimsókn íslensku for- sætisráðherrahjónanna til Svíþjóðar lauk í gær. Sigrún Davíðsdóttir fylgdi þeim til háskóla- bæjarins Lundar þar sem þau kynntu sér m.a. rannsóknir ís- lenskra vísindamanna. SÆNSK vísindi með íslensku ívafi voru uppistaðan í dagskrá íslensku forsætisráðherrahjónanna í gær, á lokadegi opinberrar heimsóknar þeirra til Svíþjóðar. Farið var til Lundar og háskólinn þar heimsótt- ur undir leiðsögn Boel Flodgren rektors, sem er fyrsta og eina sænska konan í rektorsstóli. Einn- ig var rannsóknarbærinn í Lundi heimsóttur, en markmiðið með honum er að tengja saman há- skólarannsóknir og atvinnulífið. Kynntar voru rannsóknir við skól- ann á íslenskri sögu og Úlfur Ámason prófessor í sameindalíf- fræði sagði frá rannsóknum á sín- um vegum. Heimsókninni lauk í Wallenbergstofnuninni er starfar á sviði mannréttinda. Haldið til Lundar Það viðraði illa til gönguferða, því vorveðrið hafði tekið sér hlé og slagveðursrigning og kulda- strekkingur kominn í staðinn. Sænsku og íslensku forsætisráð- herrahjónin ásamt fylgdarliði flugu í einkaþotu sænska ráðherr- ans frá Stokkhólmi til Málmeyjar í bítið í gærmorgun og þaðan var haldið til Lundar, þar sem Boel Flodgren rektor tók á móti gestun- um. Það hefur um langan aldur ver- ið nokkur rígur milli gömlu háskól- anna í Lundi og Uppsölum, sem liggja spölkorn frá Stokkhólmi. Það mátti glöggt merkja að for- ráðamenn Lundarháskólans var í mun að kynna hann sem best. Vísast hefur hann orðið fyrir val- inu þar sem þar hafa margir ís- lendingar stundað nám og nokkur hópur starfað þar, en einnig er Málmey heimaborg Göran Persson forsætisráðherra Svía og hann því vísast áfram um að halda sínum landshluta á lofti. Stærsti háskóli Norðurlanda Flodgren kynnti háskólann, sem að stúdentatölu er stærsti háskóli Norðurlanda með 38 þúsund stúd- enta. Flodgren lagði sérstaka áherslu á hlut kvenna í starfsemi skólans, enda hafa Svíar unnið að því markvisst undanfama áratugi að auka hlut kvenna í háskóla- kennslu og rannsóknum. Sú ástundun er farin að skila árangri, þar sem konum hefur íjölgað bæði meðal háskólakennara og stúd- enta. Sjálf er Flodgren prófessor í viðskiptarétti og lætur ekki að- eins háskólamál mjög til sín taka, heldur rannsóknir og önnur þjóð- mál yfirleitt. Einnig var gestunum kynnt áætlun um Eyrarsunds- svæðið, sem verður til, þegar brú verður komin árið 2000 milli Mál- meyjar og Kaupmannahafnar. Bæði Lundar- og Hafnarháskóli vænta sér nokkurs af tengingunni og sama er að segja um rannsókn- ar- og þróunarvinnu sem er tengd þeim. Skissusafn og stúdentaglens I Lundi er merkt safn skissa eftir ýmsa listamenn, sem gestun- um var sýnt. í ræðu í hádegis- verði í háskólanum sló Davíð Oddsson á létta strengi, þegar hann útskýrði fýrir gestgjöfunum að orðið „skissusafn" hljómaði nokkuð skoplega í íslenskum eyr- um, enda gætu kannski ýmsir stjómmálamenn haft eitthvað fram að færa til skyssusafns. En þar sem háskólinn í Lundi á rætur að rekja til miðalda býr hann enn yfir ýmsum fornlegum hefðum. Undir borðum var boðið upp á fjör- legt sýnishorn hefðbundins stúd- entaglens, sem kallast „spex“. Þetta eru textar í revíustíl, fluttir við gamalkunn lög og þrátt fyrir sænska jafnréttisáráttu er enn haldið í þá hefð að „spex“ er að- eins flutt af strákum. Áttu gestir bágt með sig vegna hláturs og flytjendurnir fímm voru ekki síður öruggir en bestu atvinnuskemmti- kraftar. Vísindi og markaður Tengsl háskóla og atvinnulífs hafa einna lengst verið þróuð í Bandaríkjunum og þar hafa rann- sóknar- og þróunardeildir stórfyr- irtækja víða hreiðrað um sig við háskólana. í Lundi hefur háskólinn og bæjarfélagið tekið höndum saman um að laða að slíka starf- semi og sú viðleitni hefur gefíð góða raun. Farsímar Ericssons hafa til dæmis verið þróaðir í Lundi og fýrirtækið notið góðs af mikilli þekkingu á því sviði við tæknihá- skólann þar og lyfjafýrirtækið Astra hefur einnig þróunardeild þar. í tengslum við þessa starfsemi hefur skriður komist á að mark- aðsfæra hugmyndir sem háskóla- rannsóknir hafa gefíð af sér. í Svíþjóð eiga fræðimenn sjálfir rétt á uppgötvunum sínum, en ekki þær háskólastofnanir, sem þeir vinna við. En þar sem vísindamenn eru bestir í að stunda vísindi og hafa oft síður áhuga á þeirri vinnu sem felst í að koma hugmynd í sölu og framleiðslu hefur nágrenni við fyrirtæki komið sér vel. Davíð Oddsson og Göran Persson ræddu um þróun ESB og niðurstöður bresku kosninganna Afleitt ef EMU verð- ur persónubundið ÞRÓUN Evrópusambandsins og niðurstöður bresku kosninganna báru meðal annars á góma í sam- ræðum Görans Perssons forsætis- ráðherra Svía og Davíðs Oddsson- ar forsætisráðherra. Davíð álítur að fátt annað komi út úr ríkjaráð- stefnunni en hugsanleg breyting á Schengen, sem Hollendingar hafa róið á um. Hann hefur skiln- ing á varfæmi sænsku stjómar- innar um EMU, sem sé ákvörðun er ekki verði aftur tekin frekar en kaþólskt hjónaband. Samband landanna undirstrikað Engin sérstök deilumál eða önn- ur mál em í samskiptum íslands og Svíþjóðar og sagði Davíð að heimsóknin hefði fyrst og fremst verið til að undirstrika með hefð- bundnum hætti samband land- anna. „í ferðinni gafst mér tækifæri til að eiga nánar viðræður við Persson, fyrst óformlegar viðræð- ur á sumardvalarstað sænska for- sætisráðherrans og svo á formleg- um fundi og þetta var mjög gagn- legt. Einnig hafði ég tækifæri til að kynna sjónarmið íslendinga, einkum varðandi Evrópusamband- ið, NATO og hvalveiðar." Einnig sagðist Davíð hafa glaðst yfir að heimsækja Lundar- háskóla, þar sem svo margir ís- lenskir vísindamenn væm að gera góða hluti og þó þeir þyrftu ekki á því að halda hefði heimsóknin vonandi vakið athygli á þeim. Andstaða gegn ESB flyst til Á blaðamannafundi forsætis- ráðherranna í fyrradag hafði Pers- son orð á að hann hefði greinilega fundið fyrir áhuga starfsbróður síns og kunnáttu á breskum stjórn- málum. Aðspurður um úrslit bresku kosninganna og áhrif þeirra sagði Davíð að líklega yrði það eins og búist hefði verið við að breska stjórnin stæði ekki leng- ur á bremsunni í Evrópusam- mnanum. „Það mun hins vegar að öllum líkindum hafa það í för með sér að aðrir taka það hlutverk að sér og þar með verður andstaðan víð- ar sjáanlegri. Það hefur ekki tek- ist að gera almenning í Evrópu hlynntan sammnanum, en hann gerir sér heldur ekki grein fyrir hve hratt hann gengur fyrir sig. Forystumenn og starfsmenn fara á undan almenningi, sem ekki fylgir þeim eftir í þessum efnum.“ Davíð sagðist hafa haft á til- fínningunni að Verkamannaflokk- urinn myndi ganga lengra í Evr- ópuáttina en þeir hefðu gefið til kynna í kosningabaráttunni, þegar þeir hefðu talað með óljósum hætti og stefna stjómarinnar hefði held- ur ekki verið klár. Svo virtist þó ekki alveg vera, en nú væm ýms- ir aðrir, sem áður skákuðu í skjóli Breta, tilbúnir að taka upp var- færna afstöðu Breta. í frönsku kosningunum töluðu menn var- fæmislega og þó þýski kanslarinn væri afar sterkur og enginn væri honum fremri í kosningabaráttu ætti hann samt á brattann að sækja fyrir kosningarnar á næsta ári. Lítill árangur ríkjaráðstefnu Ríkjaráðstefnuna bar einnig á góma og sagði Davíð að hann byggist ekki við að hún skilaði miklu. „Hollendingar era nú að reyna að fá einhveiju áorkað og þá helst að þoka Schengen-sam- starfínu inn í nýjan sáttmála, því það þykir ekki árangur nema að einhverju miðaði í sammnaátt. Ekki er útséð um afstöðu Breta, en ummæli þeirra undanfama daga benda síður í þá átt að þeir séu þessu samþykkir. Göran Pers- son er mjög í mun að þessar breyt- ingar hafi ekki áhrif á norræna vegabréfasambandið.“ Hætta á að skalinn á reikni- stokknum verði lagaður til Göran Persson hefur verið harðlega gagnrýndur heima fyrir vegna þess að hann hefur ekki viljað láta í ljósi afstöðu sína til Efnahags- og myntbandalags Evrópu, EMU og einnig hefur hann viðrað áhyggjur sínar af áhrifum EMU á svigrúm ein- stakra landa til skattlagningar. Davíð sagðist skilja afstöðu Pers- sons. „Hugmynd hans hefur verið að efla umræðu um EMU, sem hefur líklega meiri áhrif en ákvörðun um ESB-aðild. Meðan maður segir nei, er hægt að breyta því í já, en spurningin er eins og bónorð til strangkaþ- ólskrar konu, þar sem jáyrði verð- ur ekki afturtekið. Það er heldur engin leið út úr myntbandalagi. Skattlagningin er áhyggjusam- leg, þegar til lengri tíma er litið, en vísast verður lengi vel ekki um sameiginlega skatta að ræða. Við- brögð Perssons eru skynsamleg, því það þýðir ekkert að hafa uppi einhveija krossför í þessu máli, heldur að hugsa málið á sem skynsamlegastan hátt.“ Davíð sagði að almennar forsendur myntbandalagsins hefðu skyn- samleg áhrif í efnahagsmálum og þeim fylgdu íslendingar eins og margar aðrar þjóðir. Svíar væru ekki að laga sig að þessum for- sendum vegna myntbandalagsins, heldur af því þetta væm almennt skynsamlegar forsendur. Það kostaði hins vegar fórnir og fyrir því fengju Frakkar nú að fínna. Gullævintýri Þjóðveija sýndi líka að þeim væri þetta heldur ekki auðvelt. „Þá er komin upp sú hætta að menn fari eitthvað að laga skal- ann á reiknistokknum og miðað við andrúmsloftið í ESB núna verður ítölum sennilega boðið í EMU-hópinn. Ég trúi því að það verði af EMU 1999 eins og ætlað er, því kastið á hjólinu er svo mikið, þó enginn viti hver knýi það áfram.“ Davíð skýrði þessi orð sín með því að það væri talið pólitískt vandamál einstakra manna ef EMU kæmist ekki á. „Það er hins vegar afleitt að EMÚ verði per- sónubundið, því þeir sem trúa á annað borð á forsendurnar ættu þá að standa fast á þeim, í stað þess að fara að hliðra þeim til.“ Um afstöðu íslensku stjórnar- innar til ESB-aðildar sagði Davíð að henni væri alltaf mætt af skiln- ingi í viðræðum við erlenda ráða- menn, þannig að þeir létu í ljós að þeir myndu fara eins að, ef þeir væru í sporum íslendinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.