Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ LAIMDIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 15 Morgunblaðið/Davíð Pétursson Aðvörun- arskilti sett upp Grund - Nú fer í hönd sá árstími þegar óvarleg meðhöndtun elds getur valdið óbætanlegu tjóni á gróðri og fuglalífi, verði hann laus í sinu. Þurrir og sólríkir dagar skapa kjörinn eldsmat í skógarhlíð- um og sinubreiðum úthaganna. A undanförnum árum hefur þrisvar sinnum orðið verulegt tjón á gróðri af völdum sinu- og skógar- elda í Skorradal, síðast vorið 1996. Yfirleitt má rekja þessi óhöpp til þess að börn eru að fikta með eld sem fyrr en varir er orðinn að lítt viðráðanlegum sinueldum. Til að minna fólk á þessa hættu hafa bændur í Skorradal, sem leigja lóðir undir sumarbústaði, og Skógrækt ríkisins látið útbúa að- vörunarskilti og sett þau upp á áberandi stöðum . Þetta er þarft framtak sem vonandi skilar sér í betra eftirliti með þeim sem leika sér með eldinn. Lionsmenn gefa til leikskólans Hvammstanga - Leikskólinn Ásgarður á Hvammstanga fékk á dögunum veglega gjöf frá Lionsklúbbnum Bjarma í Vestur-Húnavatnssýslu. Það var rafstýrt æfingaborð fyrir fötluð börn. Tvö fötluð börn eru á Ás- garði og að sögn sjúkraþjálf- ara Heilsugæslunnar á Hvammstanga, Marjolyn v. Dyk, gjörbreytir bekkurinn allri aðstöðu til meðferðar fyr- ir börnin og starsfólkið. Það eru 34 börn á Ásgarði og fimm starfsmenn auk 2,5 stöðugilda í stuðningshópi. Leikskóla- stjóri er Guðrún Helga Bjarna- dóttir. Bjarmi hefur gefið margar nytsamar gjafir til líknarmála á Hvammstanga og sækir stuðning til fólksins í V-Hún m.a. með blómasölu. Klúbbur- inn tekur einnig þátt í lands- starfi Lionsklúbba m.a. í átak- inu Vímulaus æska. Formaður Bjarma er Orn Guðjónsson. Morgunblaðið/Karl Á. Sigurgeirsson ÖRN Guðjónsson afhendir Guðrúnu Helgu Bjarnadóttur gjöf Lionsklúbbsins Bjarma. dag opnar Herragarðurinn glæsilega verslun aö Laugavegi 13 þar sem Habitat var áður til húsa. Á 230 fermetrum finnur þú allan klæðnað á herrann, allt frá sokkum og bindum upp í glæsileg jakkaföt. Oft er sagt aö merkin tryggi gæðin og því kappkostar Herra- garðurinn að bjóða fatnað frá framleiðendum sem hafa áratuga reynslu í framleiðslu hátísku- fatnaðar á karlmenn. í Herragarðinum finnur þú fatnað með klassískum sniðum og föt sem framleidd eru samkvæmt tískusveiflum hvers tíma. Skjalasýn- ing í sam- komuhús- inu á Eyr- arbakka Eyrarbakka - í tilefni af 100 ára afmæli Eyrarbakka- hrepps var opnuð skjalasýn- ing í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka 18. maí sem ber heitið „Skjölin segja sögu“. Sýningin er sett upp í sam- starfi við Héraðsskjalasafn Árnesinga. í Héraðsskjalasafni Árnes- inga er varðveitt mikið magn af skjölum frá Eyrarbakka. Ekki eru jafn fjölþætt skjöl varðveitt í safninu úr nokkru öðru sveitarfélagi í Árnes- sýslu, segir í fréttatilkynn- ingu. Þar er að finna margvís- leg skjöl frá opinberum aðil- um, skjöl tengd atvinnurekstri og félagsstarfi auk einka- skjala úr fórum einstaklinga af staðnum. Á lítilli skjalasýningu er aðeins hægt að gefa örlitla vísbendingu um það sem varð- veitt er, en valin er sú leið að sýna sem fjölþættust sýnis- horn af gögnum. M.a. eru á sýningunni fyrstu gjörðabæk- ur hreppsnefndar Eyrarbakka- hrepps frá árinu 1897. Sýningin stendur til sunnu- dagsins 25. maí nk. og er opin virka daga frá kl. 17-21. Sýningin verður lokuð laugar- daginn 24. maí en sunnudag- inn 25. maí verður hún opin frá kl. 14-21. Z' m / ^ arkmið Herragarðsins eru að 11 | bjóða vandaðan og glæsilegan fatnað á góðu verði. Helstu merkin í fatnaði eru NINO DANIELLI, REPORTER, ARMANI JEANS, CERRUTI, BENVENUTO og STRELLSON. Herragaröiirinn Ixiiigavegi 13 (ádur Ilabitat) Laugavegur DC ý / / í skódeild Herragarðsins finnur þú vandaöa ítalska skó frá MORTONS, þýska skó frá VAGA BOUND og spánska skó frá DURNESS KRINGLUNNI • Laugavegi 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.