Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 72

Morgunblaðið - 22.05.1997, Side 72
 OPIN KERFIHF byltinqarkennd fistölva <o> AS/400 er... ,þar sem grafísk notendaskil eru ^iÉ- í fyrirrúmi <o> NÝHERJI MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRI: K.ÍUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK / Verð íslenskra hlutabréfa með því hæsta í heiminum Marel-bréf hafa hækkað um 1.500% frá 1994 HLUTABRÉFAVERÐ á íslandi er orðið með þvi hæsta í heiminum þegar litið er til svonefnds V/S hlutfalls, en það sýnir á hve mörg- um árum hagnaður að viðbættum afskriftum skiiar ígildi markaðs- verðs félaga. Samkvæmt skýrslu bandaríska fjármálafýrirtækisins Morgan Stanley eru aðeins þijú lönd með jafnhátt eða hærra V/S hlutfall en íslenski markaðurinn, Sviss, Malasya og Hong Kong. Þetta kemur fram í úttekt Hilm- ars Þórs Kristinssonar, viðskipta- fræðings hjá Kaupþingi hf. í nýju fréttabréfí fyrirtækisins. Þar er ennfremur skýrt frá því að frá ársbyijun 1994 hefur hlutabréfa- vísitala Verðbréfaþings íslands hækkað um rúmlega 266%. Hækkunin hefur verið mest á verðmæti sjávarútvegsfyrirtækja. Samkvæmt útreikningum Verð- bréfaþings íslands hefur vísitala þeirra hækkað um 315% á tímabil- inu. Minnst hefur hækkun verð- mætis verið hjá olíudreifíngarfyr- irtækjum þar sem sambærileg vísitala hefur hækkað um 126%. Af einstökum félögum hefur hækkun hlutabréfa í Marel verið mest eða um 1.500% að teknu til- liti til jöfnunarhlutabréfa. „Margir óttast að verð hluta- bréfa á íslenskum markaði sé að verða of hátt. Þegar íslenski markaðurinn er borinn saman við erlenda verður ljóst að sá ótti er ekki tilefnislaus," segir Hilmar Þór m.a. í úttekt sinni. ■ Hlutabréfaverð/B2 SHir Morgunblaðið/Golli SIGURLAUG Þórðardóttir, eiginkona Einars, Elín Sigurðardóttir, sambýliskona Hallgríms og Linda Þórðardóttir, eiginkona Harðar, voru ánægðar með árangur sinna manna á Everest. Ættingjar Everestfaranna stoltir og glaðir yfir árangri sinna manna Alla tíð sannfærð um að þeir næðu tindinum „ÞETTA er mikill gleðidagur og ég verð að telja þetta mesta íþróttaaf- rek sem íslendingar hafa unnið,“ sagði Magnús Hallgrímsson, faðir Hallgríms Magnússonar, um göngu íslendinganna á hæsta fjall heims. Pressens bild Forsætisráðherrar á skissusafninu VSÍ yfirtek- ur skaða- bótakröfur VINNUDEILUSJÓÐUR Vinnuveit- endasambandsins hefur yfirtekið skaðabótakröfur vestfirskra fyrir- tækja vegna aðgerða verkfallsvarða við að stöðva löndun úr skipum utan Vestíjarða. Að sögn Þórarins V. Þórarinsson- ar framkvæmdastjóra VSÍ hefur vinnudeilusjóður sambandsins greitt út bætur til þessara fyrirtækja vegna verkfalls Alþýðusambands Vest- fjarða og við það fengið framseldar skaðabótakröfur vegna atburða í Hafnarfirði og Reykjavík síðustu daga, þegar komið var í veg fyrir löndun úr togurunum Bessa og Stefni. Þórarinn sagði að verið væri að undirbúa bótakröfu vegna Stefnis, sem gerður er út af íshúsfélagi ís- firðinga. Sú krafa myndi væntanlega beinast gegn verkalýðsfélögunum Baldri og Dagsbrún í sameiningu. Bæturnar sem vinnudeilusjóður VSÍ hefur greitt til vestfirskra fyrir- tækja eru misháar, að sögn Þórar- ins. Hæsta upphæðin til fyrirtækis væri tæpar 3,8 milljónir króna fyrir það sem liðið er af verkfallinu. ■ VSÍ vísar/4 Á LOKADEGI opinberrar heim- sóknar sinnar til Svíþjóðar í gær heimsóttu Davíð Oddsson, for- sætisráðherra, og Ástríður Thorarensen, eiginkona hans, m.a. háskólann í Lundi í fylgd Göran Perssons, forsætisráð- herra Svía, og konu hans. Þau skoðuðu m.a. skissusafnið í Lundi ásamt Jan Torsten Ahlstrand, safnsstjóra, sem er annar frá vinstri á myndinni, en þar er geymt safn merkra skissa eftir ýmsa listamenn. í Lundi voru forsætisráð- herrahjónunum m.a. einnig kynntar rannsóknir sem þar hafa verið gerðar á íslenskri sögu og einnig sagði Ulfur Árna- son, prófessor í sameindalíf- fræði, frá þeim rannsóknum sem hann stundar. ■ Vísinda- og svæðasamstarf/11 Fjölskyldur íslensku Everest- faranna hafa beðið milli vonar og ótta eftir fréttum af ferð þeirra á tind Everest. Sigurlaug Þórðar- dóttir, eiginkona Einars, sagðist hafa verið hrædd um Einar síðustu daga. „En þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar fer í svona ferð og það má því segja að ég sé orð- in vön þessu. Þetta er í fjórða skipt- ið sém hann gengur á fjöll erlend- is.“ Einar og Sigurlaug eiga árs gamla dóttur, Arndísi. Sigurlaug sagði að það hefði verið erfitt fyr- ir Einar að fara frá henni í þessa ferð. Hún sagðist vonast eftir að Einar tæki það rólega næstu árin. Hún og Arndís vildu að hann yrði meira heima í framtíðinni. Spennandi nótt Elín Sigurðardóttir, sambýlis- kona Hallgríms, sagði að það væri búið að vera spennandi að fylgjast með Everestförunum síðustu dag- ana. „Þetta er búið að vera eins og að fylgjast með spennandi handboltaleik eða kosninganótt. Við biðum hér saman í Skátaheim- ilinu vinir og ættingjar strákanna í nótt. Þetta var spennandi og ánægjuleg stund. Ég átti ekki von á því að þeir myndu komast allir á toppinn á sama tíma. Ég er afar ánægð og stolt fyrir þeirra hönd,“ sagði Elín. Mikið hefur mætt á Herði Magn- ússyni, aðstoðarmanni Everest- faranna, sem hefur annast fjar- skipti og fleira í grunnbúðum. Hann hefur lítið sofið síðustu tvo sólarhringa. Linda Þórðardóttir, eiginkona Harðar, sagðist hafa fylgst spennt með eins og fleiri. Hún sagðist vita að mikið hefði mætt á Herði síðustu daga þó að með öðrum hætti væri en á félög- um hans á tindinum. Hörður hefði verið duglegur við að skrifa og gera þeim fært að fylgjast með afreki piltanna. Linda og Sigurlaug ætla að taka á móti Everestförun- um í London og fylgja þeim heim síðasta spölinn. Frammistaða þeirra var afar ánægjuleg „Þetta er afar ánægjulegt. Þeir hafa staðið sig mjög vel. Ég var alla tíð sannfærður um að þeir myndu ná tindinum. Eftir síðustu ferð þeirra til Himalaya fannst mér þeir vera það öflugir að þeir gætu tekist á við þetta verkefni. Ég var sannfærður um að þeir hefðu alla burði til að komast á tindinn,“ sagði Ólafur Sigurðsson, faðir Björns Ólafssonar. Ólafur og Kristín Björnsdóttir, móðir Björns, komu niður í höfuð- stöðvar Hjálparsveitar skáta í Reykjavík stuttu eftir að fréttir bárust af því að þeir hefðu komist á tindinn. Þau sögðu bæði að þau hefðu haft miklar áhyggjur af Bimi og félögum hans undanfarna daga. „Maður er stöðugt hræddur og þessi nótt var mjög erfið. Þessir síðustu dagar hafa verið erfiðir. Ég er hins vegar afar glöð með að þeim skyldi takast ætlunarverk sitt. Ég er bæði stolt og ánægð. Mér finnst líka yndislegt að þeim skyldi auðnast að halda allir þrír upp á tindinn," sagði Kristín.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.