Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 23 ERLENT Reuter Keisari á hrísgrjónaakri AKIHITO Japanskeisari setur niður hrísgrjónaplöntur á litl- um akri við keisarahöllina í Tókýó í gær. Uppskerunni á akrinum verður fórnað í haust að keisaralegum hætti. Herforingjastjórnin í Búrma hindrar samkomu lýðræðissinna Að minnsta kosti 50 manns handteknir Bangkok, Washington. Reuter HERFORINGJASTJÓRNIN í Búrma hefur að undanförnu látið handtaka að minnsta kosti 50 stjórnarandstæðinga úr flokki Aung San Suu. Fólkið var á leið til höfuðborgar- innar þar sem það hugðist halda upp á að sjö ár eru liðin frá því að haldnar voru lýðræðislegar kosningar í landinu. Lýðræðissam- bandið, sem Nóbelsverðlaunahaf- inn Aung San Suu veitir forystu, vann sigur í kosningunum en her- foringjastjórnin hefur alla tíð neit- að að viðurkenna niðurstöður kosn- inganna. í fyrra var 261 félagi Lýðræðis- sambandsins handtekinn er þeir hugðust sitja ráðstefnu á afmælis- hátíðinni en þá stóð einnig til að þeir hittu Suu Kyi í fyrsta skipti frá því henni var sleppt úr stofu- fangelsi. í september var komið í veg fyrir aðra ráðstefnu Lýðræðissam- bandsins er allt að 800 flokksféiag- ar voru handteknir auk þess sem hús Suu Kyi var afgirt. Að þessu sinni hefur 200 kjörn- um fulltrúum sambandsins verið boðið til þingsins auk 100 ann- arra en auk handtaknanna hefur herforingjastjórnin komið í veg fyrir að margir þeirra yfirgefi heimili sín. Öðrum hefur verið snúið aftur heim við komuna til Rangoon. Handtökurnar voru fram- kvæmdar aðeins degi eftir að Bill Clinton Bandaríkjaforseti setti við- skiptahömlur á Búrma vegna mannréttind abrota. Ráðamenn í Rússlandi ljá ekki máls á NATO-aðild Moskvu, Vilnius. Reuter. SERGEI Príkhodko, helsti ráð- gjafi Borís Jeltsíns Rússlandsfor- seta í utanríkismálum, vísaði í gær á bug vangaveltum um að Rússar kynnu að ganga í Atlantshafs- bandalagið (NATO) þegar fram líða stundir. Strobe Talbott, aðstoðarutanrík- isráðherra Bandaríkjanna, hafði látið svo um mælt að Rússar væru á meðal þjóða sem gætu gengið í bandalagið eftir að fyrsta ríkja- hópnum yrði boðin aðild að banda- laginu í sumar. „Ég hygg að raun- sæi og heilbrigð skynsemi segi okkur að þetta sé aðeins fræðileg- ur möguleiki sem hafi ekkert með raunveruleikann að gera,“ sagði Príkhodko. Algirdas Brazauskas, forseti Litháens, ræddi við Jeltsín í síma í gær og að sögn talsmanns Braz- auskas létu þeir í ljós ánægju með góð samskipti landanna. „Beiðni Litháa um aðild að NATO var ekki rædd,“ sagði talsmaðurinn. Rússar eru andvígir því að Litháen, Eistland og Lettland gangi í NATO og hafa sagt að þeir myndu endurskoða nýjan sam- starfssamning sinn við bandalagið verði Eystrasaltsríkjunum boðin aðild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.