Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 60
>0 FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
BREFTIL BLAÐSINS
ÍDAG
Veiðigjaldið
Fvá Pétrí Guðvarðssyni:
„R.JÓÐIN á fiskimiðin og þjóðin vill
t'á arð af þessari eign sinni." Þannig
liljóða hin heilögu orð. Hver gæti svo
sem átt fiskimiðin í kringum ísland
annar en íslenska þjóðin? M.ö.o. þjóð-
m á að borga sjálfri sér arð af þess-
ari þjóðareign og það m.a.s. fyrir-
l'ram: Áður en vitað er hvort nokkuð
verður afgangs til að kalla arð þegar
upp er staðið.
Sjómenn og útgerðarmenn eru líka
„þjóðin". Ef þeir eru að veiða fiskinn
i óþökk allra annarra liggur beint
\ið fyrir þá að róa í land og njóta
„arðsins" eins og hitt fólkið. „Þjóðin"
getur þá farið sjálf út á sjó og sótt
sinn fisk!
Arður þjóðarinnar af fiskimiðunum
felst, að veruiegu leyti, í rekstrarút-
gjöldum fyrirtækjanna. Vinnulaun,
greiðsla fyrir þjónustu rekstrarvöru,
orku og skattar, allt rennur þetta út
i samfélagið beina leið. Ef eitthvað
er þá eftir sem hagnaður eða arður
er vandséð hvert hann getur farið
annað en út í samfélaigð líka. Það
er ekki hægt að taka neitt út úr sam-
félaginu, hver og einn er jú hiuti sam-
félagsins. Ef reynt er að taka eitt-
hvað út, er það aðeins tap þess sem
það reynir. Það fæst ekkert fyrir þá
peninga sem liggja undir „koddan-
um“. Tekjuafgangi er lang oftast
varið til þess að efla tekjumöguleika
framtíðarinnar og því bein forsenda
velmegunarinnar, að hagnaður geti
myndast.
Menn virðast eiga ansi erfitt með
að rekja orsakasamhengi meira en
eitt skref: Aðeins til næsta manns,
þar er sökudólgurinn!
Að arðurinn af fiskimiðunum lendi
í vasa einhverra „sægreifa" er hið
vereta bull! Hvað verður um hann þar?
Hvar ættu útgerðarmenn að taka
peninga til að borga veiðigjald? Þeir
hafa aðeins einn möguleika: Að
hækka verð á aflanum. Gæti fisk-
vinnslan borgað það? Hún er rekin
með tapi eins og er. Það yrði aðeins
eitt ráð til að bjrga þjóðarhag: Geng-
isfelling, því útlendingar mundu ekki
borga fyrir okkar mistök.
Allir vita hvaða áhrif gengisfelling
hefur á afkomu fólks og sést því hér
hver mundi borga veiðigjaldið þegar
upp er staðið. Möguleiki væri að létta
sköttum af sjávarútveginum í staðinn
fyrir veiðigjaldið, en væri nokkur til-
gangur í því þá? Það verður ekki
tekið meir en aflast.
Veiðigjald sem sveiflujöfnun felur
í sér uppgjöf þeirra sem eftir því
óska við að reka sín fvrirtæki með
hagnaði. Aðeins hagnaður fyrirtækj-
anna getur verkað sem raunveruleg
sveiflujöfnun. í nýafstaðinni kreppu
voru það helst fjársterk fyrirtæki
sem nutu hagnaðar fyrri tíma sem
lifðu af, hin dóu drottni sínum, jafnt
í sjávarútvegi sem iðnaði.
Þegar kæmi að því að ákvarða
upphæð veiðigjalds í framkvæmd,
þá vandast málið. Við hvað ætti að
miða það? Hinar ýmsu tegundir sjáv-
arafla eiu mismunandi verðmiklar
og hver tegund getur verið misverð-
mikil eftir nýtingaraðferð. Það er
greinilegt að ef fullnægja ætti öilu
réttlætu þyrfti að taka tillit til svo
ótal margra þátta að slíkt yrði þvílík-
ur frumskógur að enginn sæi þar
handa sinna skil. Það væri ekki nóg
að miða við verðmæti hverrar teg-
undar, enda ekki hægt að skilgreina
það fyrirfram, heldur þyrfti að reikna
með t.d. hvaða veiðarfæri eru notuð,
stærð skipa, nýtingu aflans o.s.frv.
Þetta allt yrði svo flókið og mikið
verk að líklega yrði að setja á fót
sérstaka stofnun, Veiðileyfastofnun,
til að annast þetta. Þar yrði svo urm-
ull starfsfólks sem nagaði blýanta
hvert í kapp við annað, en enginn
hefði heildaryfirsýn og enginn gæti
borið neina ábyrgð á neinu. Kostnað-
urinn yrði slíkur að verulegur hluti
veiðigjaldsins færi þannig í sjálft sig,
en deilur og óánægja mundu magn-
ast enn meir en verið hefur, fyrir
utan að öryggisleysi um hvað stjórn-
völdum þóknast á hveijum tíma
mundi lama starfsemi fyrirtækjanna.
Þetta er nokkuð dökkur spádómur,
en allir vita að ríkisstofnanir hafa
þá náttúru að hlaða utan á sig.
Veiðigjald er í eðli sínu áætlana-
búskapur, samskonar áætlanabú-
skapur og sá sem hefur, nú þegar,
sett hálfa heimsbyggðina á hausinn,
enda er þetta að „byija á öfugum
enda“. Mun einfaldara er að skatt-
leggja hagnaðinn þegar séð er hver
hann er eins og nú ert gert. Þar
þarf ekkert nýtt kerfi. Áætlanabú-
skapur felur það í sér að menn hafna
því sem vitað er en basla við að fara
eftir því sem ekki er vitið. Því er
ekki von að vel fari.
PÉTUR GUÐVARÐSSON,
Snjóholti,
Egilsstöðum.
Verðhrun á 200 mhz vélum
Tilboð gildir á meðan birgðir endast
Pentium 200 megariða
200 mhz Intel argjarvi 1G mb innra minni
Intel Tritan II430VX kubbaa 1 mb skjáknrt
PT2006 FIC móðurbarð 12 hraða geisladrif
2100 mb harður diskur 25 watta hátalarar
1G bita hljóðkart Lyklaborð og mús
15' hágæða Targa litaskjár 5 frábærir íslenskir leikir
128.990 kr
Windows 95 fylgir með
Premier Manager '97
Nemur 16.71
Alh að 3200 punkta upplausn
Photafmish 3.0 og Smartpage fylgja
AuðveMur og þægilegur í uppsetningu^
Les ljósmyndir, t
Frábser handskanni
Loksins er hann kominn,
framkvæmdastjóraleikur
betri en Champianship
Manager2. Lefloirinnbýður
upp á að stýra knattspymu
liði á Bretlandseyjum með
öDu sem tflheyrir, kaupum
á leikmannum, þjálfun afL
Um leið og leikurinn spilast
þá eru sýnd bestu sóknar
tðþri&n í káknum en þú getur
einnig harft á laikinn í fullri
lengd. Lídkurinn innihfildur
einnig myndir og æviferil
allra helstu leikmannana
B.T. Tðlvúr
í enska baltanum svo
eitthvað sé nefnt
Grensásvegur 3 -108 Reykjavik
Sími: 588 5900 - Fax : 588 5905
Opnunartími virka daga : 10:00 -19:00
Opnunartimi laugardaga : 10:00 -16:00
SKÁK
STAÐAN kom upp í Evr-
ópukeppni landsliða í Puia
í Króatíu um daginn. Zbyn-
ek Hracek (2.630), Tékk-
landi, hafði hvítt, en Boris
Alterman (2.595), Israel,
var með svart og átti leik.
Hvítur hafði átt mjög væn-
lega stöðu, en lék síðast 39.
d3—d4??, sem gaf kost á
vinningsleik:
39. - Dxf4! og hvítur
gafst upp, því 40. Hxf4
- Hdl+ 41. Kh2 - g3+
42. Kh3 — Hhl er mát.
Firmakeppni í hrað-
skák 1997.
Hellir og TR standa
saman að keppninni sem
hefst í kvöld kl. 20 í fé-
lagsheimili TR, Faxafeni
12. Næst verður svo teflt
þriðjudagskvöldið 27.
maí kl. 20 í Hellisheimil-
inu Þönglabakka 1.
Öllum er heimil þátt-
taka, veitt eru verðlaun
fyrir bestan samanlagðan
árangur, sem eru 20 þús.,
10 þús. og 6 þús. Einnig
eru veitt sérstök unglinga-
verðlaun og kvennaverð-
laun.
llmsjón Margoir
l’ólurssnn
i #1
i #1 i i m
A A li A
A A 1 <á>
SVARTUR leikur og vinnur
BRIDS
llmsjón (iuómiindur l’nll
Arnarson
ÁHUGASAMIR lesendur
bridstímarita kannast við
klaustursögur Bretans
Davids Birds. Munkarnir í
klaustri Birds spila misvel
og eru ekki allir jafn heppn-
ir. Ábótinn telur sig yfir
aðra hafinn í spilamennsk-
unni, en er þó oft „illa svið-
inn“, að eigin mati. Hann
er hér í austur:
Suður gefur; enginn á
hættu.
Norður
♦ Á2
¥ K10973
♦ ÁD2
♦ K94
Vestur
♦ 105
¥ 82
♦ G983
♦ 108532
Austur
♦ KG863
¥ 64
♦ K105
♦ DG7
Suður
♦ D974
¥ ÁDG5
♦ 764
+ Á6
í NS voru Páll og Lúkas,
þekktir „bræður" í spila-
heiminum:
Veslur Norður Austur Suður
1 grand
Pass 2 tíglar* 2 spaðar 3 hjörtu
Pass 6 hjörtu Allir pass
Útspil: Spaðatía.
Bróðir Lúkas var fljótur
að vinna úr spilinu: Hann
drap á spaðaás, spilaði laufi
þrisvar og trompaði hátt.
Tók svo ás og kóng í hjarta,
og spilaði spaða úr blindum
í þessari stöðu
Norður ♦ 2 ¥ 1097 ♦ ÁD2 + -
Vestur Austur
♦ 5 ♦ KG86
¥ -
♦ G983 111111 ♦ K105
* 108 + -
Suður
♦ D97
¥ D
♦ 764
+ -
Ábótinn stakk upp kóng
og spilaði aftur spaða, en
það vafðist ekki fyrir Lúk-
asi að svína níunni. Þar með
var hægt að henda niður
D2 í tígli í spaðann.
Lúkas var fullur samúð-
ar, þegar hann beindi orð-
um sínum til ábótans: „Það
er erfitt fyrir þig að sjá að
makker á ekki spaðaníuna,
en ef þú dúkkar spaðann,
held ég að slemman tapist."
Er lesandinn sammála
Lúkasi?
VELVAKANDI
Svarar í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Drengur
tapar buddu
með aleigunni
ÓÐINN, tólf ára gamall
drengur, tapaði veskinu
sínu í Kringlunni föstu-
daginn 16. maí. Dreng-
urinn er alveg eyðilagður
því í veskinu var
bankakort og sex mán-
aða vasapeningur, sam-
tals 10.000 krónur,
aleiga drengsins. Þeir
sem hafa orðið varir við
veskið eru vinsamlega
beðnir að hafa samband
í síma 567-1058.
Heims-
meistara
keppnin í Japan
HVERS vegna er ekkert
sýnt nema leikir íslenska
landsliðsins í heimsmeist-
arakeppninni í Kumo-
moto? Það vantar saman-
tekt í lok hvers leikdags
þar sem sýnd eru brot
úr öðrum leikjum og
staðan í riðlunum. Jafnvel
beinar útsendingar!
Áhorfandi.
David
Letterman
„STÖÐ 2, vaknið! Fólkið
vill sjá David Letterman!
Annars líkar mér ágæt-
lega dagskráin, það
vantar bara Letterman."
Áhorfandi.
Tapað/fundið
Taska tapaðist
BRÚN leðurhliðartaska
tapaðist 7. maí. Hún
hefur líklegast dottið úr
bíl á leiðinni Seltjarn-
arnes - Breiðholt. Skilvís
finnandi vinsamlega hafi
samband í síma
561-9776.
Tvenn gleraugu
fundust
TVENN gleraugu, gler-
augu og sólgleraugu, í
bláu hulstri frá Augnsýn
merkt: Valli, fundust í
leigubíl 16. maí. Uppl. í
síma 554-1858 og
853-9218.
Lyklakippa
tapaðist
í Hlíðunum
VÍNRAUÐ, gömul lykla-
kippa með mörgum
lyklum á, tapaðist í
byijun maí, líklegast í
Blönduhlíð eða nágrenni.
Skilvís finnandi vinsam-
lega hafi samband í síma
564-1771.
Strigaskór
týndust
RAUÐIR strigaskór með
svörtum gúmmísóla nr.
24 töpuðust á leiðinni frá
Nauthólsvík að Espigerði
á hvítasunnudag. Skilvís
finnandi er beðirtn að
hringja í síma 564-3780.
Dýrahald
Gefins kettlingar
ÞRÍR yndislegir og
sérlega fallegir 6 vikna
högnar fást gefins á gott
heimili. Uppl. í síma
565-6519.
Gefins kettlingar
TVEIR undurfagrir og
þrifnir kettlingar fást
gefins. Annar er tilvalinn
inniköttur. Upplýsingar í
síma 552-0834.
Páfagaukur
fannst
GRÁR páfagaukur með
gular flaðrir á haus,
fremur stór, fannst á
Týsgötu um ellefuleytið
á þriðjudagskvöld. Eig-
andinn má vitja hans í
s. 552-7688.
fengið að fara í sturtu hjá ykkur? lágreista húsinu.
Víkveiji skrifar...
*
ABAKSÍÐU Morgunblaðsins síð-
astliðinn laugardag gat að líta
mynd af dreng með krukku sem
hýsti myndarlega býflugu. í frétt
með myndinni sagði að krakkar í
Grafarvogi hefðu gert sér að leik
að undanförnu að veiða flugurnar
og setja þær í gierkrukkur.
Náttúruunnandi sem hringdi til
blaðsins sagði að þessi leikur krakk-
anna væri sérlega óviðfelldinn og
alls ekki til eftirbreytni. Hann sagði
að flugurnar væru með öllu mein-
lausar, þær gerðu heilmikið gagn í
náttúrunni og vist í glerkrukkum
leiddi þær einfaldlega tii ótímabærs
dauða þar sem þær gætu ekki nærst.
Vildi maðurinn skora á foreldra
barna sem hefðu þetta að leik að
brýna fyrir börnum sínum að hætta
slíkri iðju.
Annar lesandi hafði samband við
blaðið og sagði frá því, að fyrir
nokkrum árum hefðu krakkar í
Garðabæ tekið upp á þessari vit-
leysu. Hann hefði ítrekað talað við
krakkana, útskýrt fyrir þeim gagn-
semi flugunnar, fegurð hennar og
merkilegt lífshlaup. Smátt og smátt
hefðu krakkamir farið að hlusta og
taka tillit til orða hans. Hann sagð-
ist vonast til að kennarar og foreidr-
ar gerðu slíkt hið sama og fræddu
krakkana. Ef slíkt væri gert sagðist
hann sannfærður um að börnin létu
af þessari iðju.
xxx
*
IFISKIÐJUSAMLAGINU á Húsa-
vík er bryddað upp á þeiiri
skemmtilegu nýbreytni í ár að bjóða
ferðamönnum upp á skoðunarferðir
um frystihúsið. Á þann hátt gefst
erlendum og innlendum gestum tæki-
færi til að skoða það sem gerist inn-
an dyra í íyrirtæki sem framleiðir
verðmæt matvæli. Víkveiji er sann-
færður utn, að fjölmargir munu nota
sér þetta boð Húsvíkinganna, gegn
vægii greiðslu, því stöðugt fleiri,
bæði hérlendis og erlendis, hafa ekki
hugmynd um framleiðsluferlið í
tæknivæddu frystihúsi nútímans.
Oft hefur skrifari heyrt sagt frá
erlendum gestum hér á landi, sem
hafa gjarnan viljað skoða sig um í
frystihúsum og sjá hvernig fiskafla
er breytt í eftirsótta neysluvöru.
Yfirleitt hafa þeir þó ekki fengið
tækifæri til slíks því eðlilega er ekki
hægt að hafa gesti af götunni hang-
andi yfir ljósaborðum starfsmanna
í fyrirtækjum sem gera strangar
kröfur í hvívetna. Því er nauðsynlegt
að aðskilja gesti í skoðunarferðum
frá starfsfólkinu eins og þeir á Húsa-
vík hyggjast gera.
Það verður spennandi að fylgjast
með hvernig þessi tilraun gengur
fyrir norðan í sumar. Vonandi leiðir
hún til þess að fleiri fiskvinnslufyr-
irtæki sjái ástæðu til að gera nauð-
synlegar ráðstafanir tii að geta boð-
ið ferðamönnum upp á sambærilegar
skoðunarferðir.