Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 35 Obyggðir Islands og almannahagsmunir Samg’önguráðherra sýnir hug sinn til Reykvíkinga í FYRRI grein minni voru leidd rök að því, að mörg þau landsvæði (sum víð- áttumikii), sem heyra til miðhálendinu, séu ekki undirorpin bein- um eignarrétti (grun- neignarrétti) neins þess aðila, sem til álita kynni að koma í því sambandi. Þessi niður- staða hefur þegar ver- ið staðfest með dóm- um hvað sum svæðin varðar, en ætla má, að niðurstaðan verði hin sama um mörg önnur svæði, þar sem hagar til með svipuðu móti að því er snertir meintar eignarheimildir. Þetta leysir vissulega tiltekin vand- kvæði (t.d. varðandi fuglaveiðirétt en einnig um margt fieira), sem ella kynnu að hamla heppilegum lausnum varðandi framtíðarskipan mála, en um leið má segja að önn- ur vandamál blasi við af þessum sökum, sem enn hafa ekki verið leyst með hæfilegum hætti. í því sambandi má t.d. benda á, að í kjölfar hæstaréttardóms, sem hafnar beinum eignarrétti tiltekins sveitarfélags, upprekstrarfélags eða bónda að afmörkuðu hálendis- svæði, skapast jafnframt óvissa um heimild byggingaryfirvalda (þ.e. sveitarstjórnar og síðan um- hverfisráðuneytisins sem æðra stjórnsýsluaðila á því sviði) til að hlutast til um byggingarmálefni á hlutaðeigandi landsvæði og um veitingu byggingarleyfis þar, þeg- ar á það reynir. Úr þeim vanda verða handhafar löggjafarvalds að leysa hið fyrsta, því að ella munu margvísleg vandkvæði hljótast af er tímar líða. Nokkur mikilvæg lagafrumvörp, er varða tiltekna meginþætti há- lendismálefnanna, voru lögð fyrir það Alþingi, sem nú var að ljúka störfum. Af hálfu þeirra stjórn- valda, sem létu semja frumvörp þessi, mun þó ekki hafa verið ætl- ast til þess að þau hlytu umtals- verða umfjöllun á því þingi, heldur voru þau fremur lögð þar fram til kynningar, en þess er vissulega að vænta að þau muni verða endur- flutt á hausti komanda og verða talsvert í „sviðsljósinu“ næsta vet- ur. Hér skal fyrst nefna frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, sem samið var á vegum forsætisráðuneytis. Koma þar fram gagnmerkar tillögur um framtíðarskipan mikilvægra þátta, er varða grunneignarrétt yfir ör- æfasvæðum og öðrum þeim svæð- um á landi hér, sem ekki teljast til viðurkenndra eignarlanda ein- staklinga eða lögaðilja. Er þar gert ráð fyrir því, að eignarhaldi á öllu landi verði skipt í tvo flokka: annars vegar eignarlönd, sem eru háð einkaeignarrétti (einstaklinga eða lögaðila), og hins vegar land- svæði utan eignarlanda, þó að til- teknir aðilar kunni að eiga þar takmörkuð eignarréttindi, svo sem beitar- eða veiðiréttindi. Öll land- svæði utan eignarlanda (í framan- greindri merkingu) nefnast þjóð- lendur, samkvæmt frumvarpinu, og er þar lagt til, að íslenska ríkið sé lýst eigandi lands og hvers kyns landsréttinda og hlunninda í þjóð- lendum. Er með þeim hætti leyst úr miklu og alkunnu vandamáli ef að lögum verður. Gert er ráð fyrir því, að leyfi forsætisráðherra þurfi til að nýta vatns- og jarðhitarétt- indi, námur og önnur jarðefni inn- an þjóðlendu nema mælt sé fyrir um annað í lögum, en að öðru leyti sé nýting lands og landsréttinda þar háð leyfi hlut- aðeigandi sveitar- stjórnar. Sé þess hátt- ar nýting heimiluð til lengri tíma en eins árs þurfi þó jafnframt samþykki forsætisráð- herra. Þá er og lagt til í frumvarpinu, að sérstök nefnd, óbyggðanefnd, kanni og skeri úr því, hvaða land teljist til þjóð- lendna og hver séu mörk þeirra og eignar- landa, en að úrlausn- um þeirrar nefndar megi síðan skjóta til dómstóla með venjulegum hætti, geti réttir hagsmunaaðilar eigi fallist á þær. Gert er ráð fyrir því, að önnur nefnd, samráðsnefnd tiltekinna aðila undir formennsku fulltrúa forsætisráðherra, verði þeim ráðherra til aðstoðar við stjórn og ráðstöfun réttinda innan þjóðlendna. Að mínu mati er hér um mjög þarft nýmæli að ræða, sem verð- skuldar góðar undirtektir á Al- þingi, þegar frumvarpið kemur til Frumvarpið geymir gagnmerkar tillögur, segir Páll Sigurðsson í þessari síðari grein sinni, um framtíðar- skipan er varða grunneignarrétt yfir öræfasvæðum. efnislegrar umíjöllunar þar. Sama má einnig segja um frumvarp til laga um eignarhald og nýtingu á auðlindum í jörðu, sem unnið var á vegum iðnaðarráðuneytisins og lagt var fram á Alþingi á síðustu starfsdögum þess nú í vor. Þar er gerð virðingarverð tilraun til þess að skipa saman í einum lagabálki skýrum reglum um allar auðlindir í jörðu, hvort sem þær eru í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi. Er þar m.a. lagt til að staðfest verði, að eignarréttur að auðlindum í eignarlöndum og innan netlaga í vötnum og sjó verði í höndum lan- deigenda, en að jafnframt verði lýst yfir eignarrétti ríkisins á öllum auðlindum í jörðu utan eignar- landa, nema aðrir geti sannað rétt sinn til þeirra. I gildandi lögum eru að vísu ákvæði um eignarrétt yfir jarðefnum, en veruleg nýmæli fel- ast hins vegar í ákvæðum frum- varpsins um jarðhita, grunnvatn og aðrar auðlindir í jörðu, sem leysa á tiltölulega einfaldan hátt úr flóknum vandamálunt og álita- málum, sem verið hafa uppi um þessi efni. Virðast hér valdar mun heppilegri leiðir til lausnar en gert var í fjölmörgum fyrri lagafrum- vörpum, sem fram hafa komið um þessi eða skyld málefni. Ljóst er, að efni þeirra tveggja lagafrumvarpa, sem hér var getið, fellur vel saman innbyrðis, en ekki virðist, að hið sama eigi að öllu leyti við um efni þriðja frumvarps- ins, sem nefnt verður á þessum vettvangi, en það er samið á vegum félagsmálaráðuneytis. Hefur það að geyma tillögur um breytingu á gildandi sveitarstjórnarlögum, á þann veg m.a. að „gengið skuli út frá að staðarmörk sveitarfélaga, sem liggja að miðhálendi íslands, verði framlengd inn til landsins" og að hið sama skuli gilda um „staðarmörk sveitarfélaga á jökl- um“. Verði ágreiningur um stjórn- sýslumörk ekki leystur með sam- komulagi hlutaðeigandi sveitar- stjórna skuli sérstök úrskurðar- nefnd ákveða mörk þeirra. Ljóst er, að þessu fyrirkomulagi hljóta að fylgja almenn og rík yfirráð sveitarfélaganna á öræfasvæðun- um, einnig yfir staðfestum þjóð- lendum (sbr. frumvarpið uni þær, sem áður var getið um). í síðar- nefnda frumvarpinu er hins vegar gert ráð fyrir miklu valdi forsætis- ráðuneytisins á þjóðlendunum, þannig að ekki verður séð að stefn- umið þessara tveggja lagafrum- varpa fari að því leyti vel saman. Verði sú skipan mála, sem fram kemur í frumvaipi félagsmálaráð- herra, staðfest í lögum er um leið verið að festa í sessi gamaldags og úrelt fyrirkomulag varðandi skipulagsmálefni og önnur stjórn- unarmálefni hálendisins, þar sem þau mál eru, með enn skýrari hætti en nú er að lögum, lögð í hendur einstakra hreppsnefnda, oft í mjög fámennum sveitarfélög- um, sem af auðskiljanlegum og alkunnum ástæðum eru þess sann- arlega vanmegnug að takast á við ýmiss konar skipulagsverkefni og önnur sambærileg verkefni á þann veg að samrýmist nútíma stjórnun- arháttum og með því móti, sem þarfir samfélagsins alls krefjast. Að því leyti einkennist andi frum- vaipsins af íhaldssömum hugsun- arhætti, sem ekki sýnist fallinn til velfarnaðar, en mun heppilegra er að hálendið lúti í sem flestum efn- um samræmdri yfirstjórn. Þá skal þess að lokum getið, að nú er einnig unnið að endurskoðun almennra ákvæða náttúruverndar- laga og er þess þá m.a. að vænta að leitast verði við að bæta núver- andi lagaákvæði um svonefndan almannarétt, þ.e. um rétt almenn- ings til umferðar um fósturjörð sína, og er einkar mikilvægt að áhugamenn um náttúruvernd, útilíf og ferðamál láti sig varða efni þess frumvarps, þegar það lít- ur dagsins ljós. Höfundiir er prófessor í lögfræði við Háskóla Islands. IÐNAÐARHURÐIR í SVrXL-BORG A EHF. HÖFÐABAKKA 9, 112 REYKJAVÍK SÍMI 587 8750 - FAX 587 8751 Páll Sigurðsson NY VEGAAÆTL- UN hefur verið sam- þykkt á alþingi. Upp- haflega var gert ráð fyrir hefðbundinni endurskoðun til fjög- urra ára. Nokkrum dögum fyrir afgreiðslu var hins vegar tilkynnt að áætlunin tæki að- eins til tveggja ára, þ.e. 1997 og 1998. Helmings stytting ger- ir sveitarfélögum um allt land verulega erfitt um vik við að skipu- leggja framkvæmdir fram í tímann og for- gangsraða verkefnum. Fullkomin óvissa ríkir því um allt land um vegafram- kvæmdir sem gert var ráð fyrir í upphaflegri áætlun samgönguráð- herra á árunum 1999 og 2000. Hér á höfuðborgarsvæðinu hafa sveitarfélögin komið sér saman um forgangsröðun vegaframkvæmda, en þar höfðu sum sveitarfélög fall- ist á að bíða til síðari hluta íjög- urra ára tímabilsins. Nú er þetta samkomulag í uppnámi. Vonandi tekst þeim og öðrum sveitarfélög- um sem gert hafa með sér sams konar samninga að leysa úr þeim vanda. Hins vegar verður ógjörn- ingur að leysa þann vanda sem skapast hefur með þeim gífurlega niðurskurði sem nýsamþykkt vegaáætlun felur í sér. Einna verst þykir okkur í borgar- stjórn Reykjavíkur að framlög til breikkunar Gullinbrúar og tenging- in að henni og frá hafi verið þurrk- uð út. Þar er ekki ein króna lögð fram, þrátt fyrir að samgönguráð- herra sé fullkunnugt um brýna þörf. Áskorun borgaryfirvalda Skipulags- og umferðarnefnd borgarinnar samþykkti samhljóða 12. maí sl. áskorun til samgöngu- ráðherra að verða við tillögu um framlag úr vegasjóði til breikkunar á Gullinbrú til að bæta umferðar- tengsl Grafarvogs- og Borgarholts- hverfa við borgina. Borgarráð gerði þessa tillögu að sinni og sam- þykkti ennfremur að ef framlag fengist af vegafé á þessu og næsta ári, muni borgarráð sjá til þess að undirbúningi verði flýtt svo fram- kvæmdir geti hafist nú í haust. Guðrún Ágústsdóttir Borgarráð vildi með þessum hætti leggja sitt af mörkum til að flýta framkvæmdum, en eins og kunnugt er þá eru þessar vega- framkvæmdir, sem metnar eru á um 170 milljónir króna, á verksviði ríkisins. Samflokksmenn samgönguráðherrans í borgarstjórn hafa án efa reynt eins og þeim var frekast unnt að fá ráðherra til að skilja nauðsyn málsins. Enda hafa þeir lýst þeirri skoðun sinni í tillögu í skipulags- og umferðarnefnd. Ljóst er nú, að sá þrýstingur hefur ekki dugað. Það eru því sameiginleg vonbrigði bæði Samkomulag sveitarfé- laga, segir Guðrún Ágústsdóttir, um forgangsröðun í vega- framkvæmdum er nú í uppnámi. meirihluta og minnihluta að sam- gönguráðherra skuli með þessum hætti sýna hug sinn til borgarbúa. Þessi gjörð hans bitnar þó mest á íbúum í Grafai-vogs- og Borgar- holtshverfum. Höfundur er formaður skipulags- og umferðarnefndar í Reykjavík. GQC plasthúðun • Fjölbreytt vandaö úrval af efnum • Fullkomnar plasthúöunarvélar • Vönduö vara - betra verö SÆ J- ftSTVHlDSSON HF. = = Skiptiolli 33.105 Reykjavik. simí 533 3535 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Itölsk gæði og tíska frá Diego Bellini Tegund: 3690 Verð: 7.995,- Stærðir: 37-41 Litir: Brúnir og bláir Tegund: 12080 Verð: 6.995,- Stærðir: 35-42 Litir: Svartir, bláir og brúnir PÓSTSENDUM SAMDÆGURS 5% STAÐGREIÐSLUAFSLATTUR STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN ^ SÍMI 551 8519 STEINAR WAAGE SKOVERSLUN SlMI 568 9212 •#“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.