Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.05.1997, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 7 FRÉTTIR Vörugjaldi af olíu frestað ALÞINGI samþykkti að fresta því um eitt ár að taka upp vörugjald af olíu í stað þungaskatts. Lögin voru samþykkt 1995 en gildistöku þeirra hefur nú verið frestað tvíveg- is. Lög um vörugjald af olíu í stað þungaskatts áttu upphaflega að taka gildi í ársbyijun 1996 en gildis- tökunni var frestað til 1. janúar 1998 þar sem rétt þótti að kanna aðrar leiðir. Fjármálaráðherra mælti á vorþinginu fyrir frumvarpi um að breyta þessum lögum þann- ig, að hverfa frá endurgreiðslukerfi en taka í staðinn upp olíugjald- skerfi með litun gjaldftjálsrar olíu sem taki gildi um næstu áramót. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis fékk málið til umfjöllunar og í umsögnum sem nefndin fékk frá olíufélögunum kom fram að um sé að ræða viðamikla breytingu og frestur til næstu áramóta nægi ekki. Efnahags- og viðskiptanefnd ákvað því að flytja sérstakt frum- varp um að fresta gildistöku lag- anna um vörugjald af olíu til um ár og samþykkti Alþingi frumvarpið á fimmtudag. Jafnframt gerir nefndin ráð fyrir því að taka málið til umfjöllunar strax og það hefur verið lagt fram í upphafi næsta þings, og lögfesta það fyrir áramót þannig að litunarkerfi geti komist á í ársbyrjun 1999. Fram kom m.a. hjá oiíufélögun- um, að kostnaður þeirra vegna lit- unar gjaldfijálsrar olíu og inn- heimtu oliugjalds á gjaldskylda olíu, geti í upphafi numið 270 milljónum króna og síðan allt að 60 milljónum króna á ári. ------♦ ♦ ♦ 630 jarðir í eigu ríkisins 7 0 jarðir seldar á sein- ustu 7 árum RÍKISJARÐIR í dag eru 630 talsins og áætlaðar tekjur ríkisins af þeim eru 25 millj. kr. á þessu ári. Áætluð gjöld skv. fjárlögum yfírstandandi árs vegna ríkisjarða eru 13,3 millj- ónir kr. Þetta kom fram í svari land- búnaðarráðherra við fyrirspum á Alþingi. Ríkisjörðum hefur fækkað um- talsvert á seinustu árum en frá 1. janúar 1990 til 10. maí 1997 vom seldar 70 jarðir í eigu ríkisins, flest- ar til sveitarfélaga eða ábúenda. Landbúnaðarráðuneytið hefur ekki gert sérstaka áætlun um sölu ríkis- jarða en nokkur eftirspum er eftir jörðum og á seinustu ámm hafa verið seldar 10-14 jarðir á ári. í svari landbúnaðarráðherra við annarri fyrirspum á Alþingi um Jarðasjóð ríkisins kom fram að Jarðasjóður keypti átta jarðir á seinustu tveimur árum. Var 32,9 milljónum varið til slíkra kaupa á árinu 1995 og 41,7 millj. kr. í fyrra. Nú þegar hefur verið ákveðið að kaupa fimm jarðir á þessu ári og því til viðbótar bíða afgreiðslu er- indi tveggja jarðeigenda um að sjóð- urinn kaupi jarðir þeirra. PCIlímogfúguefhi - ll! Stórhöfða 17, við Gullinbrú, sími 567 4844 Morgunblaðið/RAX Allt í fullri sprettu á akrinum ALLAR plöntur hafa sprottið vel undir EyjaQöllunum í vor. A Þorvaldseyri var byijað að sá byggi 18. aprfl og eru akr- arair að verða grænir yfir að líta eins og sést á þessari mynd sem tekin var þegar Ólafur Eggertsson skoðaði árangurinn í síðustu viku. „Við komum fræjunum í jörð á meðan enn var sæmilega rakt og höfum að mestu sloppið við frost svo allt er í fullri sprettu,“ sagði Ólafur. Þegar blaðamenn voru á ferðinni var hann farinn að óska eftir einhverri vætu eftir langvarandi þurrkakafla og var viss um að hún væri á leiðinni. A bestu túnunum á Þorvalds- eyri var komið þónokkurt gras og þótt enn sé unnið við áburð- ardreifingu er ljóst að ekki eru margar vikur í að sláttur geti hafist á þeim bænum. fimmtudag til sunnudags Blandaðir litir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.