Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 27

Morgunblaðið - 22.05.1997, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ1997 27 LISTIR Morgunblaðið/Þorkell KANNSKE hefur Atli samið hér enn eitt snilldarverkið, tími, rúm og kynslóðir svara því, samanber form óperunnar, segir í dóminum. Frá Flatey til Peking TÓNLIST Tunglskinseyja KAMMERÓPERA eftir Atla Heimi Sveinsson. Textahöfundur Sigurður Pálsson. Flytjendur Loftur Erlingsson sem Kalman, Ingveldur G. Ólafsdóttir sem Unnur, Signý Sæmundsdóttir sem Auður. Hljómsveitarstjóri Guð- mundur Emilsson, og leikstjóri Kristín Jóhannesdóttir. Hljómsveit- ina skipuðu Guðný Guðmundsdóttir fiðla, Auður Hafsteinsdóttir fiðla, Ragnhildur Pétursdóttir fiðla, Junah Chund víóla, Gunnar Kvaran selló, Reynir Sigurðsson harmonika og Miklós Dalmay stofuorgel. Frumsýning á Islandi í Þjóðleikhúsinu 21. maí kl. 20.00. SVO mikið hefur kammeróperan Tunglskinseyjan verið kynnt í fjöl- miðlum, vegna sýninga á henni í Þýskalandi, Kína og nú á íslandi að varla verður mörgu við þá kynn- ingu bætt, enda hið raunverulega innihald kannske hulið þeim hjúpi sem skáldum einum eru lánaðir. Ástir, viðkomustaðir Keltanna, dul- úð Breiðafjarðareyjanna og við- komustaður skáldsins til andfætl- inganna í Peking-óperunni er kannske aðeins ein leiðin til að klæða tónum eitthvað sem fæddist við brimbarða klettastöndina í Flat- ey, og þótt tími efnisins teygi sig yfir mörg höf, lokast hringurinn á eyjunni fyrir norðan mána, þar sem sólin aldrei sest og hamingjan ein ríkir og eitt lítið orð meitlað á hamravegg tengir aftur saman lífið, dauðann og tímann. Atli hefur margsýnt að jafnvel eitt hljóðfæri nægir honum til að ná fram dul- úðgu andrúmslofti og þar á Atli ekki marga sina líka. Hér notar hann aðeins þrjá söngvara, sögu- mann og hljóðfæraleikara svo fáa að varla getur talist hljómsveit, en um framúrskarandi hljóðfæraleik- ara var að ræða í hveiju rúmi. En hvernig tókst nú til? Atli kom ekki á óvart sem fyrr segir. Æskilegt hefði þó verið að mega koma á síð- ustu æfingu fyrir frumsýningu, en æfingin var því miður lokuð. Þetta þrönga form tónlistar er viðkvæmt, hér byggist allt á nákvæmu jafn- vægi, tíminn gildir, hvergi má sena eða hendingar vera um of eða van, endurtekningarnar eru jafn nauð- synlegar og þær eru hættulegar. Atli leikur sér að því að tefla á tæpasta vaðið og ekki fer hjá því að í lokin er maður töfrum tekinn. í kvöld veltir maður þó því fyrir sér hvort sumt hafi verið undir algjörri smásjá. Einfalt er ekki a.m.k. að halda uppi lit með fjórum strok- hljóðfærum sem í tvo klukkutíma leika svo til alltaf á efri og efsta hluta tónskalans og á stundum fannst mér að nýta hefði mátt hljóð- færin heppilegar t.d. við undirleik dramatískustu atriðanna. Mjög rétt var valið í sönghlutverk óperunnar, sem mér fínnst á stundum að einn- ig hefði getað kallast óratóría. Loft- ur Erlingsson tenór-baritón hefur mjög vel þjálfaða rödd, er músik- alskur og virtist fæddur leikari og skilaði fínum leik og svipbrigðum og hæðin, sem Atli hlífði honum ekki við; var aldrei í hættu. Ingveld- ur G. Olafsdóttir hafði ekki stórt sönghlutverk, hennar tónlistar- flutningur var, eins og reyndar hinna líka, oft í formi söngles. En aríuna sem hún söng um leið og hún deyr gerði hún mjög áhrifaríka og maður hreinlega fann hana eld- ast og deyja í örmum Signýjar. Kröfuharðasta sönghlutverkið var í höndum Signýjar. Þar reyndi á flestar gerðir raddarinnar. Signý naut þess að hafa sungið mörg nútímaleg sönghlutverk og á list- ræn tök hennar á verkefnum er hægt að treysta. Víst þarf drama- tískan sópran í hlutverk Auðar, en kanske hefði hún mátt draga af sér stundum, þegar hljómsveitin lék mest plokk á móti sterkum söng hennar. Það sem olli mér helst vonbrigðum var texti óperunnar. Efni textans er í sjálfu sér ekki afar merkilegt, þótt fallega ortir hlutir séu fýrir hendi. En miklar endurtekningar á stund- um óskáldlegum hendingum geta virkað dálítið væmnar og gera alla- vega tónskáldinu erfitt fyrir. Leik- stjórn gat varla farið betur í þeim einfalda búningi sem sviðsmyndinni var settur og búningar og tenging sjávar og lands við fætur söngvar- anna þriggja voru sérlega falleg. Guðmundur Emilsson skilaði sínu hlutverki með sóma. Kannske hefur Atli samið hér enn eitt snilldarverk- ið, tími, rúm og kynslóðir svara því, samanber form óperunnar. Ragnar Björnsson Rostropovitsj heiðraður Reuter RÚSSNESKA sellólsnillingnum og stjórnandan- um Mstislav Rostropovitsj var í gær veitt orða fyrir „þjónustu í þágu föðurlands- ins“ og var það Borís Jeltsín Rússlandsforseti sem það gerði. Hlaut Rostropo- vitsj orðuna fyrir stuðning sinn við forsetann og framlag til sí- gildrar tónlistar. Rostropovitsj hefur verið á tónleikaferð um Rússland í tilefni sjötugsafmælis síns og var greinilega hrærður er hann veitti orðunni móttöku en hún er ein æðsta viðurkenning sem veitt er í Rússlandi. Kvaðst Jeltsín „stoltur af því að Rúss- land hefði gefið heiminum þenn- an mikla tónlistarmann og stór- menni“ en Rostropovitsj hefur verið dyggur stuðningsmaður hans frá árinu 1991. Rostropo- vitsj hefur verið búsettur á Vest- urlöndum, nú síðast París. Fyrsti fyrirlestur „Laxnessársins" í Norrcena húsinu í dag f(l. 17. 15: Matthías Johannessen ^4 Aí^ ræðir um samtöl sín við Halldór Laxness Matthías Johannessen, skáld og ritstjóri, heldur í dag fyrirlestur um samtöl sín við Halldór Laxness frá ýmsum tímum, á vegum Laxnessklúbbsins og Vöku-Helgafells. Erindið, sem hefst klukkan 17.15, er öllum opið og aðgangur ókeypis. Þetta er fyrsti fyrirlesturinn sem efnt er til í tilefni af afmælisári Halldórs Laxness en Nóbelsskáldið varð sem kunnugt er 95 ára þann 23. apríl síðastliðinn. Samtöl Matthíasar Johannessen við Halldór Laxness taka til ólíkra þátta, fjalla jafnt um bernsku Halldórs og skoðanir hans á fyrirbærum í nútímanum, skáldskap og stjórnmál, nútíð og fortíð - í raun er Halldóri og Matthíasi fátt óviðkómandi í þessum samræðum. Þær vitna um viðhorf Nóbelsskáldsins á ýmsum tímum, verk hans og þau djúpu spor sem hann hefur skilið eftir í sögu og menningu þjóðarinnar. Samtölin eru þó öðru fremur skemmtileg; í tilsvörum skáldsins er oft leiftrandi fyndni en um leið djúp alvara, jafnvel harmur. I fyrirlestri sínum í Norræna húsinu rifjar Matthías upp þessi samtöl og kynni sín af skáldinu en hann hefur víða birt samtöl sín við Halldór, m.a. í bókinni Skýggræðum gegnum tíðina. Fvrirlestur í Norræna húsinu VAKAHELGAFELL í DAC K L. 17.15 Laxnessklúbburinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.