Morgunblaðið - 22.05.1997, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1997 23
ERLENT
Reuter
Keisari á hrísgrjónaakri
AKIHITO Japanskeisari setur
niður hrísgrjónaplöntur á litl-
um akri við keisarahöllina í
Tókýó í gær. Uppskerunni á
akrinum verður fórnað í haust
að keisaralegum hætti.
Herforingjastjórnin í Búrma hindrar samkomu lýðræðissinna
Að minnsta kosti 50
manns handteknir
Bangkok, Washington. Reuter
HERFORINGJASTJÓRNIN í
Búrma hefur að undanförnu látið
handtaka að minnsta kosti 50
stjórnarandstæðinga úr flokki
Aung San Suu.
Fólkið var á leið til höfuðborgar-
innar þar sem það hugðist halda
upp á að sjö ár eru liðin frá því
að haldnar voru lýðræðislegar
kosningar í landinu. Lýðræðissam-
bandið, sem Nóbelsverðlaunahaf-
inn Aung San Suu veitir forystu,
vann sigur í kosningunum en her-
foringjastjórnin hefur alla tíð neit-
að að viðurkenna niðurstöður kosn-
inganna.
í fyrra var 261 félagi Lýðræðis-
sambandsins handtekinn er þeir
hugðust sitja ráðstefnu á afmælis-
hátíðinni en þá stóð einnig til að
þeir hittu Suu Kyi í fyrsta skipti
frá því henni var sleppt úr stofu-
fangelsi.
í september var komið í veg
fyrir aðra ráðstefnu Lýðræðissam-
bandsins er allt að 800 flokksféiag-
ar voru handteknir auk þess sem
hús Suu Kyi var afgirt.
Að þessu sinni hefur 200 kjörn-
um fulltrúum sambandsins verið
boðið til þingsins auk 100 ann-
arra en auk handtaknanna hefur
herforingjastjórnin komið í veg
fyrir að margir þeirra yfirgefi
heimili sín. Öðrum hefur verið
snúið aftur heim við komuna til
Rangoon.
Handtökurnar voru fram-
kvæmdar aðeins degi eftir að Bill
Clinton Bandaríkjaforseti setti við-
skiptahömlur á Búrma vegna
mannréttind abrota.
Ráðamenn í Rússlandi ljá
ekki máls á NATO-aðild
Moskvu, Vilnius. Reuter.
SERGEI Príkhodko, helsti ráð-
gjafi Borís Jeltsíns Rússlandsfor-
seta í utanríkismálum, vísaði í gær
á bug vangaveltum um að Rússar
kynnu að ganga í Atlantshafs-
bandalagið (NATO) þegar fram
líða stundir.
Strobe Talbott, aðstoðarutanrík-
isráðherra Bandaríkjanna, hafði
látið svo um mælt að Rússar væru
á meðal þjóða sem gætu gengið í
bandalagið eftir að fyrsta ríkja-
hópnum yrði boðin aðild að banda-
laginu í sumar. „Ég hygg að raun-
sæi og heilbrigð skynsemi segi
okkur að þetta sé aðeins fræðileg-
ur möguleiki sem hafi ekkert með
raunveruleikann að gera,“ sagði
Príkhodko.
Algirdas Brazauskas, forseti
Litháens, ræddi við Jeltsín í síma
í gær og að sögn talsmanns Braz-
auskas létu þeir í ljós ánægju með
góð samskipti landanna. „Beiðni
Litháa um aðild að NATO var ekki
rædd,“ sagði talsmaðurinn.
Rússar eru andvígir því að
Litháen, Eistland og Lettland
gangi í NATO og hafa sagt að
þeir myndu endurskoða nýjan sam-
starfssamning sinn við bandalagið
verði Eystrasaltsríkjunum boðin
aðild.