Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Halldór ÞEGAR hugað var að bifreið og fálka kom í ljós að hann hafði hreiðrað um sig í um 15 sentímetra breiðu rými á milli grills og vatnskassa. JÓN Arnar reif grillið frá til að opna fuglinum leið og hann brölti út úr prísundinni með nokkrum erfiðis- munum, þótt leiðin út væri öllu greiðari og sársauka- minni en leiðin inn. FÁLKINN baðaði síðan út vængjum og flaug á brott, frelsinu feginn og, að því er áhorfendum virtist, ómeiddur eftir áreksturinn. Bifreið á 90 kílómetra hraða ók á fálka Lenti í holrými o g slapp ómeiddur FÁLKI varð fyrir fólksbifreið sem ók á um 90 kílómetra hraða í Súgandafirði í gærmorgun, lenti inni í vélarrými hennar og var talinn dauður en rankaði við sér eftir nokkra stund og gat flogið á brott. Jón Arnar Gestsson, ökumaður bifreiðarinnar, segir ótrúlegt að fuglinn hafi lifað af höggið og hremmingarnar í kjölfarið. „Fálkaorða“ framan á bílnum „Fálkinn flaug þvert yfir veginn þeg- ar ég kom akandi en var ekki nægjan- Iega snöggur og bíllinn skall á hann. Hann lenti framan á bílnum og undir bílnúmerinu. Þar eru örmjóar rifur fyr- ir loftinntakið, en hann fór þar í gegn. Eg hef áður keyrt á máv á svipuðu svæði og stansaði því strax,“ segir Jón Arnar. Þegar ég gætti að fálkanum var búk- urinn kominn inn fyrir, en vængirnir stóðu út úr og umvöfðu bílnúmerið, þannig að segja má að ég hafi haft fálka- orðu framan á bílnum. Þetta var ótrú- legt. Hann kipptist eitthvað til og ég hélt að það væru dauðakippir og leiddi hugann ekkert að honum frekar,“ segir hann. Fyrir ofan veginn fann Jón Arnar fuglshræ og telur að fálkinn hafi verið að ljúka við máltíð þegar styggð kom á hann vegna bílsins. Vatnskassinn keng- bognaði við áreksturinn og er talinn ónýtur, þannig að Jón Arnar gat ekki ekið áfram og sníkti far til ísafjarðar. „Um hádegi fór ég til baka til að huga að bílnum og sá þá að fálkinn hafði dregið vængina inn fyrir og sat hinn spakasti í rýminu á milli grillsins og vatnskassans, sem er um 15 sentí- metra breitt. Það fór ágætlega um hann þar sem hann beið björgunar. Eg reif grillið frá og hleypti honum út þá leið- ina,“ segir Jón Arnar. Fálkinn flaug rakleiðis á brott og virt- ist ekki hafa orðið meint af árekstrin- um. Jón Arnar segir að bifreiðin, sem hann hefur átt í fáeinar vikur, sé lítils- háttar skemmd, en aðrar afleiðingar virðist ekki hafa orðið. Hann tilkynnti lögreglu um atburðinn. „Ég hef keyrt á fugla áður og skemmt bifreiðar með þeim hætti, en í tilvikum sem þessum er yfirleitt ekki hægt að afstýra árekstri, nema með þeim afleið- ingum að slasa sig og eyðileggja bifreið- ina.“ ) I I Búddistar sækja um lóð í Kópavogi Settur saksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálum Telur ekki skilyrði til endurupptöku RAGNAR H. Hall settur ríkissak- sóknari í Geirfinns- og Guð- mundarmálum, telur að lagaskil- yrði fyrir endurupptöku dóma í málinu séu ekki uppfyllt og skilaði Hæstarétti í gær greinargerð sinni þess efnis en Hæstiréttur tekur endanlega ákvörðun í málinu. Ragnar H. Hall vildi ekki ræða efnislega niðurstöðu sína og rök- stuðning þegar Morgunblaðið leit- aði til hans í gær. „Greinargerð mín er 32 prentað- ar síður og þar er farið ofan í út- listun á lagatúlkun og mat á sönn- unargögnum,“ sagði Ragnar. „Ég tel ekki viðeigandi meðan málið er til meðferðar fyrir Hæstarétti að vera með opinberan málflutn- ing.“ Ragnar H. Hall var skipaður settur ríkissaksóknari til að fjalla um kröfu Sævars M. Ciesielskis um endurupptöku Guðmundar- og Geirfínnsmála. Hæstiréttur skipaði Sævari sérstakan talsmann, Ragn- ar Aðalsteinsson hrl., sem skilaði greinargerð í febrúar sl. og taldi þar lagaskilyrðin fyrir endurupp- töku uppfyllt. Hæstiréttur mun á grundvelli greinargerða talsmanns Sævars og hins setta ríkissaksóknara taka ákvörðun um hvort dómar í málun- um verða enduruppteknir. í 184. grein laga um meðferð opinberra mála segir um endurupp- töku dæmdra mála að eftir kröfu manns sem telji sig sýknan sak- felldan skuli taka upp mál ef fram eru komin ný gögn sem ætla megi að skipt hefðu verulegu máli fyrir niðurstöðu málsins ef þau hefðu komið fyrir dómara áður en dómur gekk eða ef ætla megi að dómari, ákærandi, rannsóknari eða aðrir hafi haft í frammi refsiverða hegð- un í því skyni að fá fram þau málalok sem orðin eru. Ragnar H. Hall sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að í greinargerð þeirri sem hann skilaði Hæstarétti í gær með fyrrgreindri niðurstöðu væri tekin afstaða til þessara atriða. BÆJARRÁÐ Kópavogs fundaði í gær um beiðni félags búddista á Islandi að fá lóð undir musteri fyrir söfnuð íslenskra búddista í landi bæjarins. Söfnuðurinn horfír sér- staklega til lóðar í landi Vatnsenda og svo kallaðs Eilífsreits við Nýbýla- veg í Kópavogi. Sigurður Geirdal bæjarstjóri sagði að bæjarráðið hafi falið skipulags- stjóra Kópavogsbæjar að vinna áfram í málinu og eigi hann von á að meðferð málsins verði flýtt eftir megni. Stærð engin fyrirstaða „Við viljum leysa vanda búddista eins og annarra og skipulagsstjóra var falið að svipast um og fínna hvaða iand hentaði hugsanlega best. I landi Vatnsenda eru mörg ágæt svæði en landið er í einkaeign og því getur bærinn ekki úthlutað lóð á því svæði, en möguleiki er á að semja við landeigandann, annað hvort um að selja skika eða leysa málið með öðrum hætti,“ sagði Sig- urður. Eilífsreitur sé hins vegar ólík- legra svæði að hans mati. Hann sagði hins vegar ekki ljóst hvort búddistar fái lóð hjá bænum fyrr en búið sé að skoða málið bet- ur, en bærinn vilji greiða götu manna ef þess sé nokkur kostur. Sigurður kvaðst ekki vilja tjá sig um afstöðu Bessastaðahrepps sem hafnaði bón búddista um lóð. „Þetta er alfarið þeirra mál og sömuleiðis afstaða forsetaembættisins," sagði hann. Búddistar biðja um 4.000 fer- metra lóð fyrir um 400 fermetra stórt hús. Sigurður sagði að stærðin sé engin fyrirstaða, heldur einungis að finna svæði þar sem slíkt must- eri falli að skipulagi. „Við reynum að hraða málinu, enda liggur búddd- istum á svari og vilja hefjast handa hið fyrsta. Búddistar eiga sama rétt og aðrir á lóð og ef við getum lið- sinnt þeim er það hið besta mál. Málið er hins vegar á talsvert við- kvæmu stigi,“ sagði Sigurður. O » O * ■ , Z ' | Það borgar sig að kunna skii á úrgangi. 1 Kynntu þér breytta gjaldskyldu | á endurvinnslustöðvum okkar. ivelkomln á endurvlnnsluslðDvarnar 3 S@RFA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Alvarleg staða atvinnumála rædd innan ísfirskra fyrirtækja Fjallað sérstaklega um framtíð landvinnslunnar Á STJÓRNARFUNDUM í íshúsfé- lagi ísfírðinga hf. og Gunnvöru hf., sem haldnir voru á miðvikudag, var rætt um þá alvarlegu stöðu sem uppi er í atvinnumálum á ísafírði eftir nær fimm vikna verkfall Verkalýðsfélagsins Baldurs. Á aðal- fundum félaganna, sem haldnir verða 3. júní nk., verður ijallað sér- staklega um framtíð landvinnslunn- ar hjá íshúsfélagi ísfírðinga. í fréttatilkynningu sem Gunnvör og íshúsfélagið sendu frá sér í gær segir að undanfarin ár hafi frysti- hús Ishúsfélagsins verið rekið með verulegum halla en þrátt fyrir það hafi verið unnið markvisst að endur- bótum og hagræðingu í rekstri á síðustu mánuðum, í von um að reksturinn verði hallalaus og geti í framtíðinni skilað viðunandi arði. Tekjur frá útgerðinni hafa gert landvinnslu mögulega Sem dæmi er nefnt að nú í vor hafi verið bundnar miklar vonir við tilraunavinnslu á steinbít, sem hefði getað fjölgað störfum og aflað fyrir- tækinu viðbótartekna, en vegna verkfallsins muni árangurinn af þessari viðleitni verða lítill sem eng- inn þetta árið, enda steinbítsvertíð að ljúka. Þá hafí það ekki bætt úr skák að verkfallsverðir Verkalýðs- félagsins Baldurs hafi torveldað útgerð skipa félaganna í verkfall- inu, en frá útgerðinni hafi þær tekj- ur komið sem gert hafí Ishúsfélag- inu mögulegt að halda áfram land- vinnslunni. í fréttatilkynningunni segir enn- fremur að með hliðsjón af þessu og þeirri staðreynd að Verkalýðsfé- lagið Baldur haldi fast við þá kröfu að fiskverkunarfólk á Ísafírði skuli hafa mun hærri laun en samið hef- ur verið um nær alls staðar annars staðar á landinu muni verða fjallað sérstaklega um framtíð landvinnsl- unnar hjá íshúsfélagi ísfírðinga hf. á aðalfundum félaganna 3. júní nk. > I í I í L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.