Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 37 AÐSENDAR GREINAR Aldraðir enn úti í kuldanum OKKUR er ætlað að trúa því að almennar hagtölur varðandi með- al launabreytingar í kjarasamningum sé eðlileg viðmiðun til hækkunar launa frá al- mannatryggingum. Þessi „vísmdi“ eru ekki sannfærandi og þegar meðalhækkun launa er sögð vera 4,7% er tími til kominn að skoða málið nánar: í ljós kom t.d. að lægsti taxti rafiðnaðar- manna hækkar um 26,7% (úr 70.038 í 88.719), en sá hæsti um 4,7% (úr 119.773 í 125.402), sem er 15,7% meðalhækkun og nú förum við að efast, - en við skulum ekki vera að miða við hálaunafólk, við skulum skoða fleira og kemur þá í ljós að lægsti taxti iðnverkafólks hækkaði um 27,3% (úr 49.538 í 63.063) og sá hæsti um 5,8% (úr 64.962 í 68.714), sem er 16,6% með- alhækkun. Það er e.t.v. ekki réttlátt að miða við þá lægstu, við skulum færa okkur nær miðjunni: Skrifstofu- Ráðherrann viðurkenn- ir, segir Árni Brynj- ólfsson, að aldraðir eru enn úti í kuldanum. fólk fær lægsta taxta hækkaðan um 32,6% (úr 55.073 í 73.000), en þann hæsta um 7% (úr 72.900 í 78.000), sem er 19,8% meðalhækkun. Töxtum þeirra fækkar úr 16 í 4. Allar eru þessar tölur fengnar hjá viðkomandi starfsmannafélögum svo ekki er hægt að efast um réttmæti þeirra, en vilji menn kanna meðaltal þessara þriggja greina kemur út tal- an 17,4%. - Meðalhækkun lægstu taxta er 28,9%, sem er víðs fjarri þeirri 4,7% hækkun sem stjórnvöld miða við vegna hækkunar almanna- bóta og launa. Framangreind félög sömdu snemma, Iðja raunar oftar en einu sinni, en engan skyldi undra þótt fljótt hafí gengið saman og þeir sem á eftir komu notuðu hina sígildu setn- ingu að „samið hafi verið á sömu nótum og þeir sem á undan sömdu“, hvað sem það nú þýðir. Undirbúið fyrir hálfu öðru ári? Hagspekingar munu halda því fram að hér sé rangt reiknað, gera þurfi dæmið flóknara með ýmsum félagslegum stærðum, t.d. hve marg- ir hafi verið á þessum og hinum töxt- unum, fáir hafi því fengið mestu hækkunina og vegi því lítið. Á sama hátt telur það ekki mikið í allri launa- súpu ríkisins þótt bankastjórar hafi há laun, þeir eru svo fáir og vega því ekki þungt í meðaltalsreikningi. Svona útreikningar henta ekki sem verðtryggingarviðmiðun fyrir þá sem fá greiðslur frá almannatryggingum, þeir fá lægstu laun í landinu og lægstu taxtar á vinnumarkaði hækk- uðu nú um tugi prósenta. Hafí raun- hækkun lægstu launa ekki verið meiri en 4,7% þá hefur það fólk, sem fær laun frá almanna- tryggingum, verið svikið um mismuninn þann tíma sem þessar greiðsl- ur hafa verið duldar og komu ekki fram í töxt- um. Við taxtana voru laun trygginganna mið- uð þar til að tengsl voru rofin fyrir hálfu öðru ári, ekki við duldar greiðslur. Af þessu stafa m.a. þær miklu skerð- ingar sem aldraðir kvarta yfir með gildum rökum. Mikið liggur nú við að allir „skilji" þessar kauphækkanir, hagdeild VSÍ skýrir í löngu máli í Kaupgjaldsskrá hvemig yfirborgunum og öðrum duldum greiðslum er bætt við kaupið og síðan sett 4,7% ofan á þá upp- hæð. Reikniformúlan er einföld! Síst ber að amast við hækkun lægstu launa, en þetta hefur verið reynt einu sinni áður, raunar án þess að beita gerviprósentuhækkun og reynslan var afleit, einkum vegna þess að þeir sem höfðu hærri launin kærðu sig ekki um að þeir sem voru lægri kæmu upp á hilluna til sín. Á þessu er þegar farið að bera og reynslan sýnir að því fylgir launa- skrið. Allt virðist þetta hafa verið undir- búið um áramótin ’95-’96 þegar verð- trygging launa almannatrygginga var rofin úr sambandi við kaupgjald- ið í landinu. Vitað var þá að launa- taxtar voru hér skammarlega lágir, en við þá voru iaun frá almanna- tryggingum miðuð. Koma varð í veg fyrir að laun almannatrygginga fylgdu verulegri hækkun lægstu taxta. Fæstir munu hafa búist við að hressir gamlingjar myndu rísa upp á afturfætuma og segja að á sér væri troðið. Uppivaðsla þeirra varð til þess að ráðamenn fóru að lofa þvi að laun aldraðra og öryrkja skyldu fá að fylgja „meðalhækkunum" launa á vinnumarkaði, en þögðu yfir reikn- ingsaðferðinni. Opinskár ráðherra Ríkisstjórnin hélt blaðamannafund 15. þ.m. til að tilkynna 4% hækkun greiðslna frá almannatryggingum og loforð um möguiegan 8-10% kaup- máttarauka á þessu ári. Saman voru komnir óvenju margir ráðherrar, en aðeins félagsmálaráðherrann sýndi fulla hreinskilni þegar hann sagði eitthvað á þá leið, að nú hefði bilið á milli atvinnuleysisbótanna og kaup- gjaldsins í landinu gliðnað vemlega, svo atvinnuleysingjar myndu frekar en áður taka vinnu þegar hún byð- ist. Þessi orð ráðherrans vom mikil- vægari en reiknikúnstir hagspekinga, með þessu sagði hann hreint út að launabilið hafí aukist á milli allra, sem fá laun frá almannatryggingum og hinna sem era á vinnumarkaði. Aldraðir og aðrir sem fá laun frá tryggingunun eru því enn úti í kuld- anum. Höfundur erfv. forstjóri. Árni Bryiýólfsson ★ aSCOITI Hasler • Frímerkjavél framtíðarinnar Útskriftargjafir, glæsilegt úrval • Stílhrein, falleg hönnun • Svissnesk tækni og nákvæmni ^ ‘fráhæit oerð 'ri já |r" w J.hSlVmDSSONHF. w DEMANTAHÚSIÐ Skipholti 33,105 lieykjovik, slmi 533 3535. Nýju Kringlunni, sími 588 9944 Það tekur skemmri tíma nú Mínútur á Kg./Ltr. fyrir iandverkafólk hjá ASÍ 210 Súpuk^ Lambahryggur Nautgrípahakk Svinakótetettur KjúWtngur Egg Nýmjófc Rjúrrb Sm(Or 01981-85 ■ 1966-90 01991-95 en áður að vinna fyrir matnum Kaupmáttur fer Á UNDANFORN- UM vikum hefur hver kjarasamningurinn á fætur öðrum verið undirritaður. Haldi forsendur samning- anna, mun kaupmátt- ur launa fara jafnt og þétt vaxandi á næstu árum. Ekki er því úr vegi að rifja upp að árið 1991 voru gerðir sögulegir kjarasamn- ingar sem kenndir vora við þjóðarsátt. Margir minnast frétt- ar í sjónvarpi frá und- irritun þeirra er Erna Bjarnadóttir Þórarinn V. og Ásmundur S. tók- ust í hendur með þáverandi form- ann Stéttarsambands bænda, Hauk Halldórsson, sín á milli. Al- talað var að framlag bænda til lausnar kjaradeilunni á þessum tíma hafi verið mikils virði. En hvaða þýðingu hefur þetta framlag haft fyrir launafólk ann- ars vegar og bændur hins vegar? Meðfylgjandi mynd (sem unnin er úr upplýsingum frá Kjararann- sóknanefnd og Hagstofu íslands) sýnir þann tíma í mínútum, sem það hefur tekið landverkafólk inn- an ASÍ að vinna fyrir nokkram algengum tegundum búvara, á tímabilinu 1981 til 1995. Tímabil- inu er skipt upp í þijú fimm ára tímabil. Þróunin er alstaðar sú sama: Það tekur landverkafólk nú skemmri tíma en áður að vinna fyrir þessum vöram. Samkvæmt upplýs- ingum frá Þjóðhags- stofnun náði kaup- máttur ráðstöfunar- tekna hámarki á áran- um 1987 og 1988. Fullyrða má að sú aukning sem varð á kaupmætti ráðstöfun- artekna þessi árin hafi átt rætur að rekja til óraunhæfrar hækkun- ar á kauptöxtum auk lengri vinnutíma, þó hagvöxtur hafi einnig verið mikill. Þennan yfirdrátt þurftu laun- alpðna gönguskór * Burstað leður * Vibram veitisóli m/höggdeyfum ‘Sympatex fóðrun tryggir vatnsheldni. * Góð útöndun *Anatómískur innri sóli Einn með öllu kr. 12.920 stgr. S?o*t EIGANl ÚTIVISTARBÚÐIN við Umferðarmiðstöðina, sími 551 9800 þegar síðan að greiða á árunum um og eftir 1990 og voru það ein- mitt þeir skuldadagar sem þjóðar- sáttarsamningarnir snerust að miklu leyti um. Þannig lækkaði vísitala kaupmáttar ráðstöfunar- tekna á árunum eftir 1990 frá því sem verið hafði á árunum 1986 til 1990 og varð lægst árið 1993. Þegar þetta er skoðað í samhengi við þá staðreynd að á tímabilinu 1991 til 1995 styttist enn sá tími sem það tók launafólk að vinna fyrir innlendum búvörum, þá sést vel hve stórt framlag búvara til bætts hags launafólks, reyndist vera. almennt mjög vaxandi. Erna Bjarnadóttir segir batann hafa farið fram hjá bændum. Þegar litið er á þróun vísitölu neysluverðs síðan 1995 hefur hún verið í þá átt að verð á búvöram hefur hækkað minna en vöraverð almennt. Bráðabirgðatölur frá Þjóðhagsstofnun benda ennfremur til að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi vaxið á árinu 1996 um 4,5%. Því má ætla að enn hafí styst sá tími sem það tekur launafólk að vinna fyrir mat sínum. Á sama tíma hefur hagur bænda þrengst, ef marka má niðurstöður úr uppgjöri búreikninga hjá Hagþjónustu land- búnaðarins. Af þessum sökum verður því varla á móti mælt að búvöraframleiðendur hafi staðið við sinn þátt í þjóðarsáttinni og krafa þeirra um hlut í þeirri stækk- un þjóðarkökunnar sem nú er verið að skipta, sé því sanngjöm. Höfundur er hagfræðingur og deildarsijóri hjá Framleiðsluráði landbúnaðarins. Handrið, stálstigar, stálsmíði, álsmíði, rústfrí stálsmíði og stálmannvirkjagerð. BLÁEY EHF Álafossvegi 40, 270 Mosfellsbæ, sími 566 8999, fax 566 8833 Gerum verðtilboð. <D £ 3M <p ■■ íli^ÍÉH Bændur og hestamenn RAFGIRÐINGAR VJð leggjum nkt viðykkar j MR búðin • Laugavegi 164 Símar: 551 1125 • 552 4355 • Fax: 581 4450
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.