Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ1997 61 Heilagi kaleikurinn Monthy Python and the Holy Grail Leikstjóri: Terry Gilliam og Terry Jones. „Sexmenningarnir bregða sér í gervi Arþúrs konungs og riddara hringborðsins. Myndin er ansi blóð- ug, en fáránleikinn er þvílíkur að blóðbaðið vekur engan hrylling. Söguþráður myndarinnar er svolítið út og suður, og kannski er ekki mælandi með myndinni nema fyrir ákafa aðdáendur Monthy Python.“ Myndin er frá árinu 1975. Monthy Python skemmtir í Hollywood Monthy Python Live at the Holly- wood Bowl Leikstjóri: Terry Hughes og Monthy Python. „Hópurinn heldur innreið sína í Los Angeles og skemmtir á Holly- wood Bowl með úrvali úr Flying Circus-þáttunum, söng, dansi og gríni. Þeir gefa sig fáranleikanum algjörlega á vald í mörgum atriðum og eru sum full langdregin, en stemmningin er alltaf rifin upp aftur með óborganlegu gríni og bera söng- atriðin hvað hæst. Skógarhöggs- mannasöngurinn í lok myndarinnar er dásamlegur." Frá árinu 1982. Tilgangur lífsins The Meaning of Life Leikstjóri: Terry Jones. „Félagarnir velta hér fyrir sér til- gangi lífsins. bregða upp myndum af fæðingunni, helstu þroskaskeið- um mannsins og loks manninum með ljáinn. Eftirminnilegasta atriði myndarinnar er mjög myndræn lýs- ing á öriögum íturvaxins veitinga- hússgests (viðkvæmar sálir eru var- aðar við því atriði). Mesta skemmta- nagildið hafa söngatriðin í myndinni og ber þar hæst sæðisfrumusöngur kaþólsku stórfjöiskyldunnar!" Frá árinu 1983. I , I < ( < < < < < < < að börn muni fara eftir því sem þar kemur fram alveg orðalaust, eins og þau séu öll hálfvitar. Barnamyndirnar sem er verið að gera hér eru svolítið öðruvísi og það er gott. Það er hins vegar vont að því leytinu til að það er voða lítið gagn í því að vera að dreifa bamamynd ef hún er bönnuð bömum!“ sagði Ari Kristinsson. ímyndaður heimur Aðalhlutverkið er í höndum Bergþóm, 10 ára dóttur Ara. Hún lék fyrst fyrir föður sinn þegar hún var fjögurra ára og hefur síðan heillað bíógesti með leik sínum í fjöldamörgum íslenskum kvik- myndum. „Ég skrifaði aðalhlutverkið fyrir Bergþóra, en í önnur hlutverk er enn óráðið. María Sigurðardóttir verður aðstoðarleikstjóri og við erum að athuga með aðra leik- ara,“ sagði Ari. „Það er erfiðara að leikstýra börnum en fullorðnum, eins og það er erfiðara að leikstýra áhugalei- kurum en lærðum leikurum. Öll grannvinna verður miklu marg- þættari. Þetta verður eins konar leikur sem börnin verða að trúa að sé að gerast í alvöru. Það er þó nokkuð af börnum sem getur aldrei farið í leik þar sem þarf að fara inn í ímyndaðan heim. Fyrir önnur börn sem hafa mikið ímynd- unarafl; er þeim það eðlilegt. Að- alatriðið er því að finna þannig börn. Þegar Bergþóra lék fyrir mig fyrst var hún með þó nokkrar línur og það gekk bara vel. í þessari mynd verður tveggja ára barn með frekar stórt hlutverk. Það er ekki farið að tala, en það gengur og þarf að gera ýmislegt. Við verðum því að finna aðferðir til að kalla fram hin ýmsu viðbrögð hjá bam- inu. Það verður sérstakur tími sem við eyðum í tökurnar með því barni, því það vinnst ekki á sama hraða og eðlilegar myndatökur. Þetta er mjög gaman og næstum því eins °g að mynda dýr,“ segir Ari Krist- insson hlæjandi að lokum. C' MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP Boðskapur- inn er um- burðarlyndi HINN sjötiu og tveggja ára gamii egypski leikstjóri Yous- sef Chahine vakti fyrst athygli í Cannes þegar hann var 24 ára með myndinni „The Son of the Niie“. Tæpum fimmtíu árum síðar er hann enn að en nýjusta kvikmynd hans, „A1 Massir (The Destiny)“, tók þátt í aðalkeppninni á hátíðinni í ár. Chahine hlaut sérstök verðlaun fyrir langan og virtan leik- stjóraferil en þau voru veitt í tilefni af Smmtugsafmæii há- tíðarinnar. í „A1 Massir" fjailar Chahine um umburðarlyndi og bræðra- lag en hann segir boðskap myndarinnar beint tii heittrú- aðra múslima í Egyptalandi. Síðasta kvikmynd Chahines, „The Migrant" frá árinu 1995, var bönnuð í heimalandi leik- stjórans. Bókstafstrúarmenn héldu því fram að söguþráður myndarinnar endurspegiaði ævi spámannsins Jóseps en samkvæmt reglum heittrúaðra múslima má ekki gera myndir af spámönnunum eða sviðsetja líf þeirra á annan hátt. Lög- menn Chahines héldu því fram að söguþráðurinn væri ekki sá sami og saga Jóseps í Kóranin- um en myndin var samt bönn- uð. Nýjasta verk Chahines, „A1 Massir", fjaliar um líf heim- spekingsins Averros sem bjó á Spáni á 12. öld þegar Márar réðu þar ríkjum. Heimspeking- urinn, sem stúderaði einnig lög- fræði og gerði merkar uppgöt- vanir á sviði læknisfræði, var við hirð Yaqub A1 Mansor í Andalúsíú. Bókstafstrúarmenn gerðu athugasemd við bækur hans og var fyrirskipað að það ætti að brenna öll verk hans. Að sögn Chahines vildi hann nota sögu Averros til þess að hvetja til umburðarlyndis. MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Beint í mark (Dead Ahead)~k k Jarðarförin (The Funeral)-k k Fræknar stúlkur í fjársjóðsleit (Gold Diggers: The Secret of Bear Mountain)-k k 'h Sú fyrrverandi (TheEx)k Lokaráð (Last Resort)'h Varðeldasögur (Campfíre Tales)-k k Vörðurinn (The Keeper)-k Verndarenglarnir) (Les Anges Gardiens k Reykur (Smoke)'k ★ ★ 'h Eyðimerkurtunglsýki (Mojave Moon)-k k 'h Marco Polo (Marco Polo)k k T ækif ærishel vítl (An Occasional Hell)~k k Adrenalín (Adrenalin) Golfkempan (Tin Cup)kc ★ ★ Drekahjarta (Dragonheart)k ★ ★ Meðeigandinn (The Associate)'kV2 Ráðgátur: Hverfull tími (The X—Files: Tempus Fugit)k k'h Kekkir (Curdled) k'/i Strákar (Boys)k Líf eftir Picasso (Surviving Picasso)k 'h Stelpuklíkan (Foxfíre)k k 'h MYNDBÖND 1 kapphlaupi við tímann Niðurtalning (Countdown)_______________ Spcnnumynd kk'h Framleiðendur: Aki Komine og David Peters. Leikstjóri: Keoni Waxman. Handritshöfundur: Keoni Waxman. Kvikmyndataka: David Bridges. Tónlist: Walter Werzowa. Aðalhlutverk: Lori Petty, Jack Lond- on, James LeGross og Yuki Amami. 90 min. Bandaríkin. Bergvík 1997. Útgáfudagur: 13. maí. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. ÞETTA er enn ein myndin um brjálaðan sprengjumann, sem hefur heilan flota af alríkismönnum á hælunum á sér. Öll uppbygging hennar er eiginlega alger eftiröpun af „Speed“, þó svo að söguþráður- inn sé aðeins öðravísi. Lori Petty skartar nákvæmlega eins hárgreiðslu eins og Keanu Reeves og morðóði sprengjumaður- inn er föl eftirherma Dennis Hop- per. Þó svo að það vanti allan fram- leika í þessa mynd (hver er annars að ieita eftir framleika í mynd af þessum toga), er hún ágætlega af hendi leyst. Það eru nokkur vei gerð spennuatriði í henni og leikur- inn er fínn. Jack London, sem leik- ur sprengjumannin hefur ekki í höndunum jafn bitastætt hlutverk og Dennis Hopper hafði, en hann gerir eins mikið úr því og hægt er. Lori Petty er ágæt viðbót í hinn sívaxandi hóp hörkukvenda kvik- myndanna, en mótleikari hennar, hin japanska Yuki Amami, er slök í hlutverki sínu sem Tokyolöggan Yoko. Þegar á heildina er litið er þetta ófrumleg en afbragðsgóð skemmt- un. Ottó Geir Borg < ■mmu IPp! mgtmjí í samvihrii V • V 568 4848 565 1515 Kynnib ykkur „SCREAM" tilbodin!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.