Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Lionsklúbburinn Freyr kynnir árangur af samstarfí við tannfræðinga Um 25.000 böm þátttakend- ur í tannvemdarverkefni Morgunbiaðið/Þorkeii TANNFRÆÐINGARNIR (f.v.) Guðrún Stefánsdóttir, Margrét LIONSMENNIRNIR Sigurður Tómasson og Þórarinn Kópsson Þórisdóttir, Hrafnhildur Pétursdóttir, Inga Birgisdóttir og bregða á leik í gervi Tanna og Túbu. Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir. LIONSKLÚBBURINN Freyr kynnti á fundi sínum sl. þriðjudagskvöld árangur af fimm ára átaksverkefni í tannhirðu barna sem unnið hefur verið í samstarfí við Tannfræðingafélag íslands. Hefur Lionsklúbburinn Freyr séð um dreifíngu á sérstöku tannverndarverk- efni til 6 ára barna í grunn- skólum landsins og hafa nú um 25.000 börn notið slíkrar kennslu með þeirra aðstoð. Verkefnið hefur fengið góð- ar undirtektir í skólunum og var á þessum tímamótum ákveðið að því skyldi fram haldið. Hugmyndin kviknaði I kjölfar gagnrýni á sölu jóla- dagatala með sælgæti sem Lionsklúbburinn Freyr hef- ur staðið fyrir sl. 25 ár í íjár- öflunarskyni. Verkefnið var hannað í samráði við tann- fræðinga en þeir eru sér- menntaðir í forvörnum og starfa innan skóla og á tann- læknastofum. Fyrstu tann- fræðingarnir hófu störf um 1980 og hafa um 25 lokið menntun í fræðunum síðan. Tannfræðingar fara með fræðslu á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins til 6 ára barna og annars hvers árgangs allt upp í 10. bekk grunnskóla. Þá hafði tilfínnanlega vantað gögn til að gera kennsluna markvissari og gripu því þetta tækifæri fegins hendi. Tanni og Túba til höfuðs Karíusi og Baktusi í verkefninu eru kynntar persónurnar Ari og Vala og er það barnanna að velja þeim hollt nesti. Þau svara einnig spurningum um mat- aræði og hversu oft sé nauð- synlegt að bursta tennurnar. Þau eru beðin um að kanna hvort fyrsti fullorðinsjaxlinn sé kominn og minnt á að hann þurfi að passa sérstaklega þar sem hann þurfí að endast þeim alla ævi. Átaksverkefn- ið er einkennt með þeim Tanna og Túbu, tákni tann- burstans og tannkremstúb- unnar sem náð hafa mikilli hylli meðal yngstu kynslóðar- innar. Segja Lionsmenn þá félaga nú vera hveiju barni kunnuga, ekki síður en höf- uðóvinina, þá Karíus og Bakt- us. Með verkefninu fylgir orðsending til foreldra og leiðbeiningar með góðum ráðum við burstun. Colgate umboðið lætur tannbursta og tannkrem fylgja með hverju verkefni. Yngrien lOára þurfa aðstoð Ásthildur Dóra Kristjáns- dóttir tannfræðingur tók fram í umQöllun sinni að það væri mikilvægt að skilaboð sem þessi bærust inn á heimil- in og að foreldrar væru með- vitaðir um ábyrgð sína á tönnum barnanna. Börn eru ekki fær um að bursta sjálf fyrr en um 10 ára aldur. „Þessu viröist vera mjög ábótavant og börn á leik- skólaaldri segjast oft bursta tennurnar sjálf,“ sagði Ást- hildur Dóra. Hún tók fram að það væri sérstaklega ánægjulegt að geta boðið börnunum upp á jafn veglega gjöf og benti á að kennarar hefðu oft ekki úr miklu að moða og sérútbúið verkefni sem þetta hefði getað nýst þeim í tengslum við skóla- starfið, t.d. í umfjöllun um mannslíkamann. Verkefnið sé litríkt og því skemmtilegt að vinna. Sparnaður í heilbrigðiskerfi með forvörnum Sveinn Indriðason, formað- ur Freys, benti í ræðu sinni á að mestur sparnaður í heil- brigðiskerfinu fengist með forvörnum. Árangur verk- efnis sem þessa mætti því vafalítið merkja þegar til lengri tíma væri litið. Guðrún Stefánsdóttir, formaður Tannfræðingafélags Islands, flutti þakkarræðu félagsins til Lionsmanna og hrósaði þeim fyrir framtakssemina og það að þeir skyldu hafa séð svo langt fram í tímann og reynt að mæta þeim gagn- rýnisröddum sem heyrst hefðu. Hún benti á að tann- fræðingar ættu mikið starf fyrir höndum í skólum lands- ins, á öldrunarheimilum og á sjúkrahúsum og stuðningur Lionsmanna væri svo ungu og lítt þekktu félagi kærkom- inn. Fram kom einnig að árangur starfsins væri þegar merkjanlegur þar sem tann- fræðingar væru í dag að fá allt önnur svör en þeir fengu fyrir nokkrum árum. Brýnt væri fyrir fólki að það væri þess hversu mikið það borg- aði í tannhirðu þegar trygg- ingarerfínu sleppti við 16 ára aldur. Hafa safnað um 70 milljónum á 30 árum Við lok fundar afhenti Sveinn Indriðason styrk Lionsmanna til Tannfræð- ingafélagsins með ósk um að þeir gætu leitað sér frekari menntunar á sínu sviði. Hef- ur samstarf Lionsmanna við tannfræðingafélagið verið með þeim ágætum að þeir tala nú um að gera tannfræð- ingana að meðlimum í klúbbnum. Freysmenn hafa, frá stofnun klúbbsins 1966, deilt um 70 milljónum út til ýmissa félagasamtaka og sjúkrastofnana sem og ein- staklinga. Nú í júníbyrjun munu þeir afhenda þriðja vistrýmið sem Freysmenn hafa safnað fyrir á Hrafnistu og er það gert í samvinnu við Sjómannadagsráð. ÁSTHILDUR Dóra gerir fundargestum grein fyrir verkefninu. Ver dokt- orsritgerð viðHá- skólann BJARNHEIÐUR K. Guðmunds- dóttir, líffræðingur ver doktorsrit- gerð sína við Læknadeild Háskóla Islands laugardaginn 24. maí. Pró- fessor Jóhann Ág. Sigurðsson, Há- skóla Islands, stjórnar athöfninni sem fer fram í Háskólabíói og hefst kl 13:00. Andmælendur verða Dr. Alan Munro forstöðumaður Marine Laboratory, SOEFD, Aberdeen Skotiandi og Prófessor Ásgeir Har- aldsson, Háskóla íslands. Rann- sóknir þær sem ritgerðin byggir á voru unnar við Tilraunastöð H.í. í meinafræði að Keldum. Ritgerðin er skrifuð á ensku og er titill henn- ar: Aeromonas salmonicida subsp. achromogenes : A study of extra- cellular virulence factors and im- munity in Atlantic salmon (Salmo salar L.). Ritgerðin fjallar um stofna Gram neikvæðu bakteríunnar Aeromonas salmonicida af undirtegund achro- mogenes, sem valda kýlaveikibróð- ur í laxfiskum og hliðstæðum sjúk- dómum í öðrum fisktegundum, bæði villtum og ræktuðum. Kýla- veikibróðir er landlægur sjúkdómur á íslandi og sá bakteríusjúkdómur sem mestum skaða hefur valdið í íslensku fiskeldi. Sjúkdómurinn hef- ur einnig verið greindur í villtum laxfískum og þorski. Til að halda sjúkdómnum í skefjum þarf að bólu- setja fiskinn eða meðhöndla með sýklalyfjum. I þeim rannsóknum sem ritgerðin byggir á var lögð áhersla á að skil- greina sýkingarmátt kýlaveikibróð- urbakteríunnar í laxi, fínna mótefn- isvaka sem myndar verndandi ónæmissvar og að þróa bóluefni með öfluga virkni gegn kýlaveiki- bróður í laxi. Helstu niðurstöður rannsóknanna voru eftirfarandi: Aðaleitur bakteríunnar var einangr- að og skilgreint og reyndist það vera áður óþekkt ensím, sem mynd- aði verndandi mótefnissvar gegn kýlaveikibróður. Fleiri prótein, sem eru virk í sýkingu bakteríunnar voru einangruð og rannsökuð þar á meðal önnur óþekkt úteitur teg- undarinnar. Bjarnheiður er fædd á Stokks- eyri 1. maí árið 1948. Foreldrar hennar eru Anna Bjarnadóttir, hús- freyja í Kópavogi og Guðmundur H. Jónsson fyrrverandi forstjóri BYKO. Eiginmaður Bjarnheiðar er Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahús- prestur og eiga þau þijú börn, Hrefnu Ösp, viðskiptafræðing, Guð- mund, kennaranema og Stefán Þór, grunnskólanema. ------»--» ♦--- Miðstjórnarfundur Alþýðubandalagsins Sjávarútvegs- o g Evrópumál rædd um helgina MÁLEFNI Evrópu og sjávarútvegs verða til umræðu á miðstjórnar- fundi Alþýðubandalagsins sem haldinn verður um helgina. Fer fundurinn fram á Þinghóli í Kópa- vogi. Stefna flokksins í sjávarútvegs- málum hefur verið í endurskoðun. Starfshópur skilar skýrslu um málið á fundinum. Einnig mun starfshóp- ur í utanríkismálum greina frá vinnu siiini. Klukkan 13 á laugar- dag setur Margrét Frímannsdóttir, formaður flokksins, ráðstefnu um Evrópumálin og síðan flytja erindi þau Þórir Ibsen stjórnmálafræðing- ur, Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri og Anna Ólafsdóttir Björns- son fyrrum alþingismaður. I l I I I i f t í I I I j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.