Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Fjölskyldur í vanda Hvert er hægt að leita? Lára Björnsdóttir Ellý A. Þorsteinsdóttir I GREIN sinni í Morgunblaðinu laugar- daginn 10. maí sl. fjall- ar dr. Sigrún Júlíus- dóttir dósent um nauð- syn þess að íslenskar barnaflölskyidur geti leitað sér aðstoðar með vanda sinn þegar hann ber að höndum og að hana (aðstoðina) sé þá að finna á margvísleg- um stofnunum, allt eft- ir því hvers eðlis vanda- málið er. Sigrún nefnir hér til sögunnar skól- ann, heilsugæsluna og hvetur til þverfaglegs samstarfs ólíkra starfs- stétta á þessum vettvangi, börnum og fjölskyldum þeirra til hagsbóta. Hún hvetur einnig til þess að komið verði upp „markvissari ráðgjöf við sýslumannsskrifstofurnar þar sem skilnaðarmál eru staðfest" og lýsir eftir aukinni þátttöku og ábyrgð hins opinbera í þjónustu við barna- fjölskyldur. Undir þetta er hægt að taka af heilum hug. Því verður held- ur ekki á móti mælt að löngu er tíma- bært að hið opinbera, bæði ríki og sveitarfélög, taki höndum saman um að móta heildræna Qölskyldustefnu, ekki síst hvað varðar barnafjölskyld- ur og láti þar athöfn fylgja orðum. Félagsmálastofnun er oft góður valkostur Það sem á hinn bóginn vekur furðu í annars ágætri grein Sigrúnar eru þau viðhorf sem þar koma fram til félagsþjónustu á vegum sveitarfé- laganna, þ.e. félagsmálastofnana, sem hún reyndar setur undir einn hatt, svo margbreytiiegar sem þær annars eru, eins og sveitarfélögin, bæði af stærð og gerð. Hún segir réttilega að bagalegt sé að einka- stofur verði oft að vísa fólki frá vegna þess að það getur ekki greitt fullan kostnað. Sigrún segir enn fremur: „Oft er þetta fólk sem getur ekki hugsað sér að leita á Félags- málastofnun, enda er þar óheyrileg- ur biðtími og takmarkaða sérhæfða meðferðarþjónustu að fá.“ Nú er það ekki dregið í efa að margir kjósa að leita annað með vanda sinn en á Félagsmálastofnun á sama hátt og margt fólk vill frem- ur leita til sérfræðinga en heilsu- gæslunnar eða frekar til sálfræðings á einkastofu en þess sem starfar í skólanum. Félagsþjónusta sveitarfé- laga hefur einnig þurft að glíma við mikla fordóma og neikvæð viðhorf í þjóðfélaginu sem bæði hefur snúið að þeim sem þangað leita aðstoðar Starfsfólk Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur leggur sig fram um, segja Lára Björnsdótt- ir og Ellý A. Þorsteins- dóttir, að bæta aðstæð- ur barnaíjölskyldna. og þeim sem þar starfa. Við teljum að fullyrðing Sigrúnar sé algjörlega óþörf og ekki til þess fallin að styðja við nauðsynlegt, lögboðið og oftast mjög gott starf sem fram fer á fé- lagsmálastofnunum. Hin fullyrðing- in um að þar sé óheyrileg bið er a.m.k. mjög villandi. Á mjög mörg- um félagsmálastofnunum (sem eru um 30 talsins) er enginn biðtími og þar er oft hægt að fá viðtal fyrr en á mörgum einkastofum og hjá sér- fræðingum í meðferðarvinnu. í Reykjavík, þar sem biðtíminn hefur vissulega oft verið „óheyrilegur", hefur markvisst verið unnið að því á undanförnum misserum af mikilli eljusemi og ósérhlífni starfsfólks að minnka biðtímann og er hann nú eina til tvær vikur eða skemmri ef aðstæður umsækjenda krefjast þess. Enn fremur hafa skipulagsbreyting- ar sem hafa farið fram í íjölskyldu- deildinni að undanförnu miðað að því að félagsráðgjöfum gefíst meiri tími til þess að veita félagslega ráð- gjöf og stuðning. Þriðja staðhæfingin um að þar sé „takmarkaða sérhæfða meðferð- arþjónustu að fá“ er einnig mjög umdeilanleg. Félagsmálastofnanir eru einn helsti starfsvettvangur fé- lagsráðgjafa sem vinna, eins og seg- ir í grein Sigrúnar, „á heildrænan hátt með ijölskyldum." í dag starfa 26 félagsráðgjafar auk 8 starfs- manna með aðra hákólamenntun á þeim 3 hverfaskrifstofum fjölskyldu- deildar Félagsmálastofnunar, sem veita alla almenna félagsþjónustu til Reykvíkinga yngri en 67 ára. Auk þess starfa félagsráðgjafar einnig á öðrum sviðum fjölskyldudeildar þar sem sérhæfðari þjónusta er veitt. Á Félagsmálastofnuninni allri vinna nú 54 félagsráðgjafar. Hvað varðar sér- hæfinguna hafa margir félagsráð- gjafar sérhæft sig í margvíslegum vinnubrögðum, m.a. í sérhæfðu framhaldsnámi í fjöiskyldumeðferð. Til þess að taka dæmi hafa 10 starfs- menn sem starfa á Félagsmálastofn- un Reykjavíkurborgar lokið tveggja ára námi í fjölskylduráðgjöf á vegum endurmenntunardeildar HÍ undir stjórn Sigrúnar Júlíusdóttur og Nönnu K. Sigurðardóttur. Aðrar sér- hæfðar starfsstéttir, svo sem sál- fræðingar, uppeldisfræðingar, kenn- arar og leikskólakennarar, eru oft í starfi á félagsmálastofnunum og mjög margir þeirra hafa bætt við sig umtalsverðri endurmenntun og sérhæfingu. Lokaorð Hvorki félagsmálastofnanir né aðrar velferðarstofnanir eru óum- deilanlegar eða geta leyst hvers manns vanda, en þær eiga og geta leyst vanda margra, bæði barna og fullorðinna. Innan þessara stofnana er að finna margvísleg úrræði og bjargir sem koma mörgum að góð- um notum og skipta oft beinlínis sköpum í lífi fólks. Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að þar hafa starfað og starfa margir góðir starfsmenn með sérhæfða menntun og langa reynslu og sem hafa metnað, vilja og getu til þess að veita fjölskyldum og einstakling- um aðstoð í vanda þeirra. Þeir sem þar vinna leggja því mikilvæg lóð á vogarskálarnar til þess að bæta aðstæður barnafjöl- skyldna. Lára Björnsdóttir er félagsm&hi- stjóri og Ellý Á Þorsteinsdóttir er yfirmaður fjölskyldudeildar Fé- lagsmálastofnunar Reykjavíkur- borgar. Cl) Þeir eru mjúkir (2) Þeir eru léttir Þeir bafa „höggdeyfa“ Þeir passa fullkomlega Fœturnir geta „andaö“ ecco Börn á sjúkra- húsum - sál- fræðileg aðstoð ÞAÐ verður seint sagt að börn séu gjald- gengur þrýstihópur. Þau verða í besta falli ágætis skrautfjöður í stefnuyfirlýsingum þegar líður að kosn- ingum. Gjarnan sett svolítið fyrir aftan miðju á óskalistann, svona til að ekki sýnist sem þau séu afgangs- stærð, en heldur ekki svo framarlega að standa þurfi við yfír- lýsingarnar. Undanfarin ár hefur verið nokkur þjóðfé- lagsumræða um hugs- anlega byggingu bamaspítala. Fé hefur safnast og þá helst fyrir til- stuðlan áhugasamra líknaraðila. Vonandi er farið að glitta í að þetta verði að veruleika. Hugmyndin um sérstakan barnaspítala byggist á þeirri staðreynd að æskilegt er að börn fái nokkra sérmeðhöndlun þegar þau þurfa að leggjast inn á sjúkrahús. Ekki er hægt að bjóða börnum upp á sams konar aðbúnað og fullorðnum. Enn nauðsynlegra er að líta til heildrænna þarfa barna en fullorðinna. Þannig er stundum látið viðgangast að hinn fullorðni breytist í „botnlangann á stofu 222“ og sé látinn harka slíkt af sér, þó að slíkt sé að sjálfsögðu mjög varhugavert sjónarmið. Það þarf hins vegar að hlú að fleíri þáttum hjá börnum. Það er ekki ýkja langt síðan að heimsóknartími aðstandenda barna var mikið tak- markaður og þóttu aðstandendur jafnvel til óþurftar eða voru illa séðir. Nú er tíðin önnur. Foreldrar eru hvattir til að dvelja hjá börnum sínum, systkin eru velkomin og kunningjar og vinir fylla sjúkra- stofur. Það er erfitt fyrir öll börn að leggjast inn á sjúkrahús. Jafnvel þó að ekki sé um mikil veikindi að ræða fylgir því röskun, kvíði og streita. Oftast er verið að „meiða þau og pína“. Þó að það sé gert í góðum tilgangi getur verið erfitt fyrir lítið barn að skilja það. Það er margsannað að afleiðingar þessa geta komið fram seinna á lífsleið- inni, m.a. í því að þessi börn geta orðið hvekkt, kvíðin, fengið martr- aðir eða annað þaðan af verra. Hluti þeirra barna sem lenda á sjúkrahúsum á við mjög alvarleg veikindi að stríða eins og t.d. krabbamein eða hrörnunarsjúk- dóma, sum hafa orðið fyrir slysi og önnur verða mikið fötluð. Að verða fyrir þess háttar áfalli og takast á við það er öllum börnum og fjölskyldum þeirra afar erfitt. Oftast er það svo að öll tilvera barnanna hrynur og við tekur gíf- urlegt tilfinningalegt álag auk þeirra líkamlegu erfiðleika sem þarf að takast á við. Þetta á einnig við um fjölskyldu barnsins. Ef ekki er tekist á við þessa kreppu og unnið úr henni getum við lent í miklum vanda. Fæstar fjölskyldur eru í stakk búnar til að takast á við stór áföll eins og slys, alvarleg veikindi eða fötlun barns er. Það er einfaldlega fátt eða ekkert í reynsluheimi þeirra sem hefur búið þau undir eða kennt þeim að vinna úr slíku. Því er utanaðkomandi fag- aðstoð forsenda þess að hægt sé að komast í gegn án þess að hljóta af því óþarfa ör. Sum börn þurfa að leggjast oft inn á sjúkrahús og dvelja þar um lengri eða skemmri tíma. All- ir sem hafa það reynt vita hversu ótrúlegt álag það er fyrir smáa sem stóra. Þjónusta sjúkrahúsa hefur miðast að því að hlú að líkamlegum hliðum manns- ins og er það vel. Þar er takmörkuð hefð fyrir heildrænni nálgun sem gerir ráð fyrir tilfinningalegum og félagslegum þáttum auk áhrifa í fjölskyldum. Að sjálfsögðu reynir hjúkrunarfólk af alefli að hlú að öllum þessum þáttum. Það er bara ekki nóg. Andlegar og tilfinninga- legar hliðar barna eru viðkvæmur efniviður og þegar mikið liggur við, eins og þegar börn verða mikið veik, slasast eða verða fötluð, er nauðsynlegt að kalla til sérhæfða fagaðstoð. Sama á við um fjölskyld- ur þessara barna. Að þessu gefnu Andlegar og tilfinningalegar hliðar bama,segir Andrés Ragnarsson, eru viðkvæmur efniviður. er ljóst hve mikið liggur við að vandað sé til fjölþátta umönnunar. Undirritaður hefur áralanga reynslu af barnadeildum, bæði sem fagmaður og sem foreldri barns sem hefur þurft að vera þar bæði oft og lengi. í krafti þessarar tvö- földu reynslu minnar hef ég reynt að efla skilning á því að böm og fjölskyldur þeirra fái sálfræðiað- stoð inn á barnadeildir. Skilningur og vilji viðmælenda minna hafa þó ekki dugað til verklegra fram- kvæmda. Enn er engin skipulögð sálfræðiaðstoð á barnadeildunum og á meðan það er munu börn og fjölskyldur þeirra líða vegna kvilla sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir. Ég geri mér grein fyrir að fyrirbyggjandi vinna á ekki allt- af upp á pallborðið og ef til viil síst þegar bráðaþjónustan á við til- vistarvanda að etja vegna þreng- inga eins og nú er. Eigum við ekki að lyfta okkur upp fyrir slík sjónar- mið og viðurkenna að það er fjár- hagslega hagkvæmt að fjárfesta til framtíðar í börnum og fjölskyld- um þeirra, sérstaklega þeim sem eiga i miklum erfiðleikum. Velferð- arsamfélagið mælist á því hvern hátt við stöndum að þeim sem eru þurfandi. Lítum því fram á veginn og leyfum okkur að sá í dag fræjum sem bera munu síðari tíma ávöxt. Höfundur er sálfræðingur. Andrés Ragnarsson Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á einn eða annan hátt á 90 ára afmælisdegi mínum þann 19. maí sl. Guð blessi ykkur öll. Ólafía Sigurðardóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.