Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 31 Reynt að fela aukna skuldasöfnun Það sem vekur athygli og er augljóslega ástæðan fyrir því að tillagan um stofnun hlutafélags um rekstur leiguíbúða borgarinnar var sett fram í miklum flýti í des. sl. er sú ákvörðun R-listans að hlutafé- lagið kaupi á þessu ári rúmlega 200 leiguíbúðir af borgarsjóði fyrir 800 milljónir króna. Það kom nefnilega í ljós í desember þegar verið var að ljúka vinnu við fjárhagsáætlun borgarinnar fyrir árið ’97 að það vantaði 800 milljónir króna til að hægt væri að ná endum saman. í stað þess að viðurkenna þá stað- reynd greip R-listinn til þeirra sjón- hverfinga að láta hlutafélag að fullu í eigu borgarinnar kaupa leiguíbúð- ir af borginni fyrir 800 m.kr. til að koma í veg fyrir að raunveruleg skuldasöfnun kæmi fram í reikning- um borgarsjóðs. Heildarskuldir borgarsjóðs og fyrirtækja/hlutafélaga borgarinnar hækka hins vegar um 800 millj. kr. á þessu ári auk annarrar skulda- aukningar, sem nemur 300-400 millj. kr. eða samtals um 1,1-1,2 milljörðum króna. I starfsleyfi fyrir Félagsbústaði hf. kemur fram að Reykjavíkurborg skuli eiga öll hlutabréfin og megi ekki selja þau nema með samþykki félagsmálaráðuneytisins. í 7. gr. samþykkta félagsins segir ennfrem- ur að „við gerð rekstraráætlana vegna ákvörðunar á leigugjaldi er við það miðað að reksturinn verði sjálfbær“. Húsaleiga hækkar Það er því nýtt hlutafélag um rekstur leiguíbúða borgarinnar sem verður að greiða vexti og afborgan- ir af þessari skuld á næstu árum. Helstu tekjur hlutafélagsins eru leigugreiðslur. Til að hlutafélagið geti staðið við skuldbindingar sínar verður því að hækka húsaleigu í leiguhúsnæði borgarinnar töluvert á næstu misserum. Sjálfstæðismenn eru sammála því að stofna sérstakt rekstrarfélag sem tekur að sér rekstur, viðhald og þjónustu vegna leiguhúsnæðis borgarinnar. Þeir eru hins vegar algjörlega ósammála þeim blekk- ingaleik R-listans sem felst í því að Reykjavíkurborg selji sjálfri sér leiguíbúðir í eigu borgarinnar fyrir 800 milljónir króna í þeim tilgangi að fela aukna skuldasöfnun borgar- sjóðs. Höfundur er borgarfulltrúi. ÞEGAR R-listinn hlaut meirihluta við síðustu borgar- stjórnarkosningar, sagðist hann vera „kominn til að breyta“. Nú, þegar eitt ár er til kosninga, er ljóst að breytingarnar eru að- allega fólgnar í svikn- um loforðum. Sjálf- stæðismenn birtu jafn- an loforðalista í kosn- ingum. Borgarbúar veittu okkur braut- argengi. í lok kjör- tímabilsins birtum við loforðalistann að nýju svo allir gætu borið saman loforð og efndir. Við efndum loforðin! R-listinn hefur nú að baki fimmtán falsloforð. í því eru helstu „breytingarnar" fólgnar. 1. Loforð um að skattar hækki ekki. Við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið. Fasteignagjöld hafa hækkað um þriðjung. Holræsa- skattur var settur á öll heimili og fyrirtæki, vatnsgjald hefur hækkað um 11%. Heilbrigðiseftirlitsgjald er komið á atvinnurekstur og gatna- gerðargjöld á heimili og atvinnu- húsnæði hækka verulega í mörgum tilvikum. Gatnagerðargjöld vegna eftirsóttustu byggingarlóða fyrir fjölskyldur í Staðahverfi hafa t.d. hækkað um 150 þúsund kr. að meðaltali. 2. Loforð um að greiða niður skuldir. Við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið Skuldir Reykjavíkur hækkuðu um 1,1 milljarð kr. á síð- asta ári. Skuldir borgarsjóðs hafa hækkað um 2,6 milljarða kr. á kjör- tímabili R-listans, þrátt fyrir að hann hafi selt eigur borgarinnar, aukið kröfur um arðgreiðslur fyrir- tækja borgarinnar í borgarsjóð og hækkað skatta. 3. Loforð um að sinna öldruðum hjúkrunarsjúklingum sér- staklega. Við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið. R-listinn gagnrýndi sjálfstæðismenn harkalega fyrir að byggja „aðeins" 130 rými á síðasta kjörtímabili. Biðlistarnir hrannast nú upp og aðeins bætast við 68 rými á kjörtímabilinu. 4. „Uppbygging á tónlistarhúsi verði forgangsverk- efni.“ Þetta mátti lesa á loforðalista R-listans - Við þetta loforð hefur hann ekki staðið. Nú, þegar ár er til kosn- inga, hefur þessu „for- gangsverkefni" í engu verið sinnt. Skyldu þau hefjast handa hálfu ári fyrir kosningar? 5. „Hús sem rúmar knattspy rnu völl. “ Þetta var eitt af lof- orðum R-listans í íþróttamálum. Þessu lofaði R-listinn, kæm- ist hann í meirihuta- aðstöðu. Hvar er húsið? Kemur það fullskapað á síðasta ári R-listans? 6. Loforð um að einfalda stjórn- kerfi borgarinnar. Við þetta loforð hefur R-Iistinn ekki staðið. Embættismannakerfið í ráðhúsinu kostar nú 40 milljónum kr. meira á hveiju ári en það gerði þegar R-listinn tók við. Embættis- mönnum hefur verið fjölgað og boðleiðir hafa lengst í mörgum til- vikum. Skýrslugerðir eru í morgun- mat og hádegismat, fundir eru þar í milli. 7. „Útrýma biðlistum á leikskóla fyrir börn á aldrinum 1-5 ára, á kjörtímabilinu". Við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið. Þrátt fyrir öfluga upp- byggingu 10 leikskóla á síðasta kjörtímabili, gagnrýndi R-listinn „hægaganginn“ og yfirbauð sjálf- stæðismenn. Hann lofaði að útrýma biðlistunum á þessu kjörtímabili. Nýlega viðurkenndi R-listinn að þetta gæti alls ekki tekist, enda vantar 15 leikskóla til að hægt sé að útrýma biðlistum miðað við að- ferðir R-listans. 8. Loforð um að leysa atvinnu- vandann. Við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið. „Við stöndum og föllum með atvinnumálunum," sagði R- listinn. Stóryrði R-listans og ásak- anir á sjálfstæðismenn um að hafa ekkert gert til að auka atvinnu koma nú í andlitið á forsvarsmönn- um hans. Staðreyndin er sú að at- vinnuleysi í „góðærinu“ hefur und- anfarin 3 ár verið meira en það var 1994. Á þessum tíma 1994 voru jafn margir atvinnulausir og eru Vegur R-listans er, að mati Árna Sigfús- sonar, varðaður sviknum loforðum. það í dag. Enn alvarlegra er að fjöldi þeirra sem hafa verið at- vinnulausir lengur en 6 mánuði, hefur nánast tvöfaldast frá 1994. Atvinnuleysisdagar árið 1994 voru 661.000. Á síðasta ári voru þeir 770.000. Atvinnuleysi kvenna hef- ur aldrei verið meira. 9. „Borgarbókasafnið í Aðal- stræti“ (Morgunblaðshúsið). Við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið. Hann segist vera hætt- ur við þetta loforð. Forseti borgar- stjórnar hefur hreiðrað um sig í salnum sem áður var fundarher- bergi blaðamanna. Hún fær þá að vera þar áfram! 10. „Hætta við einkavæðingu þjónustustofnana“. R-listinn hefur gjarnan gagnrýnt sjálfstæðismenn fyrir hugmyndir um einkavæðingu. Kjósendur R- listans töldu sig því ekki þurfa að hafa sérstakar áhyggjur af áhuga hans á þessu sviði. En hugsjónirnar eru fáar og horfnar. Svo myndar- lega vill R-listinn einkavæða að nú vill hann selja félagslegar leigu- íbúðir borgarinnar til hlutafélags. Þetta eru íbúðirnar sem fólk leigir ódýrt vegna erfiðra aðstæðna. Tal- ið er víst að leiguverðið muni hækka í kjölfar þessarar einkavæð- ingar. Þá fara leigjendurnir inn á biðstofur Félagsmálastofnunar til að afla sér styrkja á móti. 11. „Borgarleikhúsið fái nægi- legt fjármagn til að fullnýta megi húsið.“ Þessu lofaði R-listinn og minnti sérstaklega á 100 ára afmæli Leik- félags Reykjavíkur í því sambandi. Ekki er að heyra á forsvarsmönn- um Leikfélags Reykjavíkur að þetta loforð hafi verið efnt. 12. Allar stöður skyldu auglýst- ar. Við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið. Á sama tíma og út kom jafnréttisáætlun sem sagði til um að allar stöður skyldu auglýstar, hafa læðst inn á vegum R-listans stöður án auglýsinga. Nýr mót- tökustjóri í Höfða og ráðningar hjá Hitaveitunni eru dæmi um slíkt. 13. Umboðsmaður Reykvíkinga. Þetta var stórt loforð R-listans til að tryggja ,jafna stöðu borg- arbúa gagnvart borgaryfirvöldum“ og „auka virkt eftirlit og lýðræði í stjórnsýslu borgarinnar". Margir féllu fyrir þessum fögru orðum. En efndirnar eru engar. 14. „Borgarbúar komi tiltölu- lega snemma að ákvörðun- um“. Þessa loforðs sakna þeir borg- arbúar sem hafa átt eitthvað að sækja til borgarinnar. Á þá er ekki hlustað. Það vita t.d. þeir 11 þús- und borgarbúar sem mótmæltu hækkun gjalda strætisvagna og þeir sem mótmæltu nýbyggingum við Hæðargarð og Miðleiti. Borg- arbúar hafa ekki fengið að vera með í ákvörðunum sem hafa hækk- að gjaldskrár borgarinnar meira en önnur sveitarfélög. Fargjöld strætisvagna, gjöld á bílastæði, hita, vatn, rafmagn, sundstaði og þjónustu aldraða eru dæmi um miklar hækkanir. 15. „Umhverfis- skipulags- og umferðarmál með mikilvæg- ustu verkefna í borginni". Þetta mátti lesa í loforðalista R-listans. Við þetta loforð hefur R-listinn ekki staðið. Staðreyndin er sú að árleg framlög til um- hverfismála, gatna, holræsa og umferðarmála hafa verið dregin saman um sem samsvarar 22% á ári, eða um 383 milljónir króna. Þetta er skýringin á að vanhirða gatnakerfisins eykst, sláttur gróð- ursvæða dregst saman og viðhaldi gangstíga í eldri bæjarhlutum er ábótarvant. Er þetta ekkert sem skiptir máli? Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri tjáði sig um árangur R-listans á kjörtímabilinu í Dags- ljósi á Ríkissjónvarpinu þann 1. apríl sl. Hún sagði: „Ég held að margt hafi tekist afskaplega vel hjá okkur í þeim málum sem við lögðum áherslu á, mjög fátt hafi farið aflaga og ekkert sem skiptir máli.“ Höfundur er oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjóm Reykjavíkur. ________AÐSENDAR GREINAR___________ Fimmtán falsloforð R-listans Árni Sigfússon erum VERIÐ VELKOMIN I VERSLUN OKKAR cfli flieít símasending... Bjóðum nú GSM síma á verði sem ekki hefur þekkst hingað til... 250 g~- \ r.'.o. 250 | 2 klst:l ta\t«rn»1 66 k»st; byn9” atogr- 2 k'st: taltíO'1 70 k\st: taltírn* 33 klst. biðtími 70 n'3 • biðtím* 66 . biötírm RflFTíEKMPERZLUIÍ ÍSLflMDS If - ANNO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.