Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.05.1997, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 1997 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Börnum líkar ekki eilíf væmni Þjóðar-brúðuleikhús Slóvena er í heimsókn hér á landi og sýnir tvö leikrit á smíðaverkstæði Þjóðleik- hússins á sunnudaginn, eina leikgerð af íslensku leikriti og annað slóvenskt. Þröstur Helgason ræddi við Svetlönu Makarovitch sem er höfundur leikgerðarinnar og leikritsins sem flutt verða. , Morgunblaðið/Halldór „MÍNAR sögnr eru því ekki væmnar; börn gráta jafnvel undan þeim, gráta biturlega. En þeim þykir líka gott þegar vondi karl- inn fær makleg málagjöld eða söguheljan fær uppreisn æru. Ef þau hafa grátið með sögunni eiga þau líka þennan góða endi skilinn," segir Svetlana Makarovitch sem sýnir tvö brúðuleikrit í Þjóðleikhúsinu á sunnudag. BRÚÐULEIKHÚS hefur aðra stöðu í slóvensku menningarlífi en ís- lensku; frumsýning á nýju brúðuleik- riti hlýtur þar jafn mikla athygli og frumsýning í hefðbundnu leikhúsi en vart er hægt að segja að það sama eigi við hér á landi. Brúðurnar eiga líka sitt eigið leikhús í höfuð- borginni, Ljubljana, og það stórt. Reyndar er sagt að það þyki jafn sjálfsagt að byggja brúðuleikhús í hveijum bæ í Slóveníu og sundlaug hér. Það hlýtur því að vera íslenskum börnum og íslensku brúðuleikhúsi ánægjuefni að fá Þjóðar-brúðuleik- hús Slóveníu í heimsókn hingað til lands að sýna tvö verk. Þjóðar-brúðu- leikhúsið hefur hlotið mikla viður- kenningu, bæði í heimalandi sínu og erlendis. Leikhúsið er með fjórar til sex frumsýningar á ári en sýningar eru yfir fimmhundruð á ári. Átján brúðuleikarar starfa við húsið. Annað verkanna sem hópurinn ætlar að sýna hér er raunar ís- lenskt, Köttur Kattarson, sem er slóvönsk leikgerð af leikriti Hallveig- ar Thorlacius, Þrettándi jólasveinn- inn, sem sýnt hefur verið um jól hér á landi nokkur síðastliðin ár. Leik- gerðin hefur verið sýnd í Ljubljana við góðar undirtektir gagnrýnenda í vetur og mikla aðsókn en hún er eftir Svetlönu Makarovitch sem er eitt kunnasta brúðuleikritaskáld Sló- vena. Hún er einnig höfundur hins verksins sem gestimir frá Slóveníu ætla að sýna hér á landi en það heitir Stökkmúsin og hefur verið á fjölunum í Ljubljana í tólf ár við metaðsókn. Einnig hefur verið farið með sýninguna í leikferðir víða um heim, meðal annars til Portúgal, Japan, Suður-Kóreu, Pakistan og Brasilíu. Kötturinn ekki óhræsi „Þessar persónur sem leikritið hennar Hallveigar segir frá eru alveg nýjar fyrir okkur,“ segir Svetlana, „krakkar í Slóveníu hafa aldrei áður heyrt um Grýlu, Stúf og Jólaköttinn. Ég breyti þeim reyndar eilítið í minni leikgerð. Þar er Jólakötturinn til dæmis betri í sér en hér, einfaldlega vegna þess að ég sjálf er svo mikill kattavinur að ég gat ekki hugsað mér að hafa hann eitthvert óhræsi. Þó er hann hrekkjóttur og fyndinn og matgráðugur. Grýla er heldur ekki jafn ljót á að líta og þið eigið að venjast en henni þykir jafn gott að borða óþæg börn. Slóvenskum börnum er þegar farið að þykja mjög vænt um Grýlu; þegar hún veltir því fyrir sér hvaða barn hún eigi nú að borða á sýningum þá rétta þau öll upp hönd og skríkja, mig! mig! En Grýla segist ekki borða góð börn enda er hún alltaf svöng. Stúfur er líka tiltölulega góður sveinn í leik- gerðinni þótt hann eigi það til að hrekkja fólk. Breytingin er kannski ekki svo mikil, nema á kettinum." Ég skrifa af einskærri ást á skáldskapnum Leikritið Stökkmúsin segir frá mús sem er heldur óheppin og svo vansæl að hún vill helst deyja en það rætist úr í sögulok. Svetlana segist helst vilja skýra vinsældir leik- rits síns heima fyrir með hugarfari sínu til skrifanna. „Þegar ég skrifa sögu hef ég aldrei neinn sérstakan aldurshóp lesenda í huga; ég skrifa fyrir alla. Og ég skrifa vegna þess að ég elska að segja sögur, ég skrifa af einskærri ást á skáldskapnum. Ég reyni líka að skrifa sögur sem eru sannar, hafa sanna tilfinningu. Börnum líkar ekki þessi eilífa væmni, þegar sagt er að allt sé svo fallegt og gott. Þau vita að svo er ekki. Mínar sögur eru því ekki væmnar; börn gráta jafnvel undan þeim, gráta biturlega. En þeim þyk- ir líka gott þegar vondi karlinn fær makleg málagjöld eða söguhetjan fær uppreisn æru. Ef þau hafa grát- ið með sögunni eiga þau líka þennan góða endi skilinn." Ljóð með íslenskum stemmningum Svetlana hefur komið hingað til lands tvisvar áður. í fyrra skiptið sem gestur Rithöfundasambands ís- lands en það seinna á eigin vegum. Svetlana er ljóðskáld og sendi frá sér ljóðabók eftir fyrri dvöl sína hér sem hún segir að hafi litast mjög af íslenskum stemmningum. Svetl- ana hefur líka þýtt íslensk ljóð á slóvensku og gefið út myndskreytta bók með þýðingu sinni á sögu Hall- veigar um þrettánda jólasveininn. Sýningarnar tvær á smíðaverk- stæði Þjóðleikhússins á sunnudag verða fluttar á ensku. Köttur Katt- arsson verður sýnt kl. 11 en Stökk- músin kl. 17. Sumarnám- skeið á veg- um fræðslu- deildar MHÍ FRÆÐSLUDEILD Myndlista- og handíðaskóla íslands gengst fyrir fímm sumarnámskeiðum að þessu sinni. Bera þau yfirskriftirnar Tölva - verkfæri í myndlist, Tölvur og myndlist, Ljósmyndun, Eldsmíði og Glerungagerð. Fræðsludeild MHÍ hefur verið starfrækt í tvö ár og er markmið hennar að kynna skólann og skipu- leggja fræðslustarf fyrir almenn- ing á vegum hans. Forstöðumaður deildarinnar er Anna Eyjólfsdóttir. Helstu verkefni deildarinnar eru að tryggja almenningi betri að- gang að þeirri sérþekkingu sem skólinn hefur yfir að ráða, til dæm- is með opinberum fyrirlestrum og að efla sí- og endurmenntun starfs- stétta á sviði sjónlista. Fyrsta sumarnámskeiðið, Ljós- myndun, verður haldið dagana 26.-30. maí næstkomandi og mun Anna Fjóla Gísladóttir Ijósmyndari annast kennslu í MHI, Skipholti 1. Námskeiðið Tölvur og myndlist verður í formi fyrirlestra, umræðu- hópa og vinnu í tölvuveri dagana 2. -4. júní í Norræna húsinu. Sig- rún Guðmundsdóttir myndhöggv- ari mun kenna eldsmíði í eldsmiðj- unni hjá J. Hinrikssyni ehf., Súðar- vogi 4, 2. til 14. júní og kennari á námskeiðinu Tölva - verkfæri í myndlist verður Leifur Þorsteins- son, starfandi umsjónarmaður Tölvuvers MHÍ, en það fer fram dagana 4.-13. júní í Tölvuveri MHÍ, Skipholti 1. Síðasta nám- skeiðið, Glerungagerð, verður síð- an haldið dagana 19. til 28. ágúst í Barmahlíð, Skipholti 1. Kennari verður Bjamheiður Jóhannsdóttir. Spunaleíkur TÓNLIST Ilallgrímskirkja ORGEL- OG SLAGVERKSLEIKUR Mattias Wager orgelleikari og Anders Ástrand slagverksleikari fluttu tvö spunaverk, orgelumritun á Bolero eftir Ravel og Prelúdiu í C-dúr BWV 647, eftir J.S. Bach. Miðvikudagurinn 21. mai 1997. TÓNLEIKARNIR hófust með flutningi á Bolero, eftir Ravel, væntanlega í umritun flytjenda, þótt það sé ekki tekið fram í efnis- skrá. Það fór ekki illa að fella sam- an slagverk og orgel í þessu verki, sem í gerð Ravels byggist á snjallri hugmynd og er snilldarlega unnin fyrir hljómsveit. Flutningurinn var að mörgu leyti góður en vantaði þann stíganda, sem einkennir frumgerðina. Annað viðfangsefnið var spuni, sem því miður var ákaf- lega laus og ruglingslegur í formi. Að spinna af fingrum fram innan ákveðins forms, eins og átti sér stað fyrr á tímum og nú einnig í jazzi, annaðhvort yfír hljóma eða tónhendingar, skapar ákveðnar hömlur, sem snjall hljóðfæraleikari yfirvinnur og nýtir sér til skyndi- sköpunar. Fyrri spuninn var eitt- hvað sem bara byrjaði og eina formskipanin var að siagverksleik- arinn og orgelleikarinn léku á víxl, en slagverkið var þó meira í gangi en orgelið. Til hvers, má spyija, um flutning félaganna á prelúdíu í C-dúr, BWV 547, eftir J.S. Bach. Prelúdían var flutt eins og Bach samdi hana en undir var leikið á slagverk, á svipaðan máta og gert var í popp- uðum útgáfum á Mozart og Bach, á enskum og amerískum hljómplöt- um fyrir 20 árum. Margir hneyksl- uðust á þessu tiltæki en það smám saman koðnaði niður, sérstaklega vegna þess, að farið var að nota rafknúna trommuheila og þar með frysta tónlistina. Þessi frystikistutónlist er fyrir löngu fallin úr tísku en telst meðal þess ófrumlegasta og ófijóasta, sem tíðkað hefur verið á sviði tón- listar. Mattias lék prelúdíuna ágætlega en undir lokin var slag- verkið orðið of hávært og spillti því allri hlustun. Seinni spuninn var leikinn um gefið stef og eins og áður, að því er undirritaður man, var flytjend- um gert að spinna yfir sálmalagið Víst ertu Jesús kóngur klár. Það er engum vafa undirorpið, að Matt- ias Wager og Anders Ástrand eru frábærir hljóðfæraleikarar og í spunanum um íslenska sálmalagið gat að heyra margt fallega gert, þó að heildin væri nokkuð losaraleg og sérlega leitandi og í heild óör- ugg. Það hlýtur að vera ýmsum vandkvæðum bundið fyrir tvo að spinna upp úr sér, en þessi leikað- ferð hefur mest verið tíðkuð sem einleikur, enda var slagverkið mun virkara í höndum Ástrand en orgel- ið hjá Wager. Jón Ásgeirsson GÖNGUMENN á leið á Jöfra. Teikning á boðskorti sýningarinnar (1994). „Undir grænni torfu“ MYNPLIST Ásmundarsalur MÁLVERK SIGURJÓN JÓHANNSSON Opið alla daga frá 14-19, Lokað mánudaga. Til 25. mai. Aðgangur ókeypis. LEIKMYNDAHÖNNUÐURINN Siguijón Jóhannsson hóf námsferil sinn í myndlistarskóla, og óheft myndsköpun hefur því alltaf blundað með honum, eins og athafnir hans báru iðulega með sér. Hann hafði unnið í leikhúsi í aldarfjórðung, er hann snéri sér aftur að myndlistinni og hefur þeirra athafna helst séð stað á sérsýningum í listasafni ASÍ í janúar 1990 og svo aftur í listhús- inu Fold 1995. Og nú er hann kom- inn aftur með sýningu og endurtek- ið í listasafni ASI, sem nú er til húsa í Ásmundarsal Áhrif vinnunar við leikhúsið voru mjög áberandi á fyrstu sýningo Sig- uijóns, svo myndir hans leiddu hug- ann að forrissum að leikmyndum er voru í hæsta máta leikhúslegar, en á þeirri i Fold hafði losað um tökin og sumar myndanna áberandi sér- tækari í útfærslu. Eins og fram kemur er Siguijón frá Siglufirði og hefur fram að þessu helst sótt myndefni til æskuslóðanna og þannig hafa síidarplön æskuár- anna birst líkast brotabroti af leik- myndum í myndverkum listamanns- ins. Einkenni þeirra eru harðar útlín- ur, takmarkað og endurtekið litaval, líkt og þegar hugmyndir eru rissaðar upp fyrir markaða og endanlega útlitsmynd ákveðins verkefnis. Það má einnig nefna þetta þróað myndmál leikhússins, yfirfært á af- markaða fleti, og óneitanlega virðist Sigurjón alls óhræddur við að viður- kenna tengsl sín við leikhúsið, storka um Ieið viðteknum fagurfræðilegum gildum hreinnar myndsköpunar. Viðfangsefni þessarar sýningar er þannig nokkurs konar framhald af sviðsetningu Jöfragleðinnar, danssýningu eftir Auði Bjarnadóttur og Hákon Leifsson. Siguijón velur að gera lífsokið sýnilegt, en á Jöfra veltu menn því af sér, en gerðu torf- una í þess stað að hvílu sinni. „Þrátt fyrir allt áttu menn leikhús, þó ein- falt væri. það voru leikgerfi sem þeir brugðu yfir sig þegar dans var stiginn og gleði haldin. Annað leik- hús en jarðbundnara voru opinberar aftökur, hin hliðin á torfunni, útfærð á mismunandi vegu eftir eðli brots- ins, sem þær komu fyrir. Aftakan hreinsaði vitund viðstaddra, en torfa kyssti náinn.“ Inntak sýningarinnar er þannig í hæsta máta frásagnarlegt, sem ekki skal lastað, en hins vegar hefur lista- maðurinn í litlu vikið frá fyrri og leikrænni útfærslu, Mætti jafnvel draga þá ályktun, að hann hafi fund- ið farveg listrænna athafana sinna í þessum stílbrögðum, en um leið sækir óneitanlega að manni sá grun- ur að hann sé fastur í þeim. Sem fyrr beindist athyglin aðal- lega að mýkri hlið vinnubragðanna og samsvarandi myndheildum, svo sem „Álútir leggiði í hann“ (2) og „Undir grænni torfu“ (3) auk þess sem myndin „Sjá, hér er ljóshjörtur- inn“ (13), er afar sérstæð. En satt að segja höfðaði torfið sjálft í verk- inu „Arfurinn" (19) mest til skyn- færa rýnisins, og kemur hér fram allt önnur og áhugaverð hlið á Sigur- jóni Jóhannssyni. Bragi Ásgeirsson I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.